Tíminn - 27.02.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.02.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 27. febrúar 1949 45. blað Raunasaga og kvíðaefni í því steypiregni gulls og gnægða er yfirokkurstreymdi á stríðsárunum, var sem þorri þjóðarinnar yrði grip- inn þeirri trú, að með striðs- ; gróðanum hefði okkur fallið i skaut það Nílasfljót, er á öllum tímum skolaði á land upp ótakmörkuðum hópum feitra og fallegra kúa, sem færðu bjargræði og hagsæld i bú alinna og óborinna. í falsljóma þessarar trúar sleppti þjóðin öllu jafnvægi í fjármálalegri hugsun og at- höfnum og varð gripin svo taumlausri hneigð til eyðslu og munaðar, að ségja má að æði hafi líkzt. Á flestum eða öllum svið- um þjóðlífsins, meðal allra stétta hófst sú stefna að eyða, kaupa og lifa svo hátt sem iiugur hneigðist þráði og fram ast bauð. Aukin velsæld, meiri peningar, meira af öllu því er „lúxus“ er kallað varð (;kjörorð þjóðarinnar og í . krafti þess kjörorðs var kröfu og eyðsludansinn stíginn kringum hinar feitu kýr, svo niengi og svo látlaust, sem færi ,,,,8'aíst. . En hinar feitu kýr Egypt- - anna voru aldrei nema sjö, og urðu ekki langlífar, og ;£ins fór um þær íslenzku. í miðjum algleymisfögnuði gúlldansins vöknuðum við ' einn góðan veðurdag við þann ömurlega veruleika, að hið glæsta Nílafljót stríðsgróð- • ans var þorrnaö, allar hinar j' feitu kýr uppétnar og dökk i; %ký gjaldeyris- og fjárhags- :;örðugleika sigu með vaxandi hraða yfir fjármálahiminn þjóðarinnar. Og þær köldu átaðreyndir, sem við nú stönd L. úm frammi fyrir, fáum miss- erum eftir að meiri gróðaár hafa yfir okkur gengið, en • hokkur hinna bjartsýnustu meðal allra bjartsýnna hafði látið sig dreyma um, eru þær: i að nú búum við við svo þröng án gjaldeyrisskort, að skammta verður brýnustu nauösynjar til fæðis og klæða svo knappt, að vart getur við unarndi talizt, í mörgum til- fellum; að atvinnumálum okkar er svo komið, að báðir aðalatvinnuvegir þj óðarinn- ar landbúnaður og sjávarút- vegur eru ár frá ári reknir með miljóna ábyrgðum ríkis- sjóðs, og um þann síðar- nefnda, sjávarútveginn er svo farið, að við borð lá, að útgerðarflotinn stöðvaðist nú fyrir yfirstandandi vertíð. Og í þriðja lagi blasa þær staðreyndir við í fjármálum þess opinbera, að þar fara árleg útgjöld vaxandi í milj- ónatali, svo ríkissjóöi er meira en um megn að standa undir, og skuldir aulcast með hverju ári. Og yfir öllu þessu ástandi hangir svo fallöxi dýrtíðar og verðbólgu,sem æ meir ogmeir beinir sinni hvassbrýndu egg að því að mola verðgildi hins íslenzka gjaldmiðils og höggva á líftaugar alls fjár- mála- og atvinnulífs. Slíkt er ástandið 1 þjóðlífi okkar nú, aðeins tæpum fimm árum eftir að við höf- um tekið í eigin hendur stjórn allra okkar mála og stofnaö hér sjálfstætt ríki, sem við hyggjumst að varð- • veita frjálst og fullvalda um ókomin ár og aldir. Það á- Éftli* Knúí PorsteinssoM stand er ekki bjart og sann- arlega dekkra en efni stóðu til, og þurfti að vera. Það er þungbær staðreynd og dapuí vitnisburður um fjármála- hæfi okkar, að við skulum nú, að nýafstöðnu mesta gróða- tímabili í sögu þjóðarinnar, í| fáu eða engu.standa betur að I vígi en matgar þær þjóðir, er á sama tíma fórnuðu í ógn ' ir og eyðileggingu styrjaldar- | innar mannslífum, fjármun- ' um og menningartækjum. \ Slíkt hlýtur lengi að verða1 kaldur dómur yfir þeirri kyn- I slóð, er ráðum réði hér um j I það bil er við höfum lýðveldis I göngu okkar. En ekki sízt verð , úr þessi dómur þungur vegna l þess, að þó flestir virðist nú vera búnir að sjá í hvert ó- efni hefir stefnt verið undan farið, sýnist sem þorra þjóð- arinnar og leiðtoga hennar, skorti samt hug og þegnskap til að taka þeim tökum á nú- verandi ástandi sem óumflýj anleg eru, og lífsafkoma þjóð arinnar krefur. Þrátt fyrir það þó í ýms- um tilfellum hafi verið réynt upp á síðkastið að færa til heilbrigðara horfs, er þó enn víða látið sitja í sama horf- inu. Enn er hlaðið upp nýju og nýju skriffinnskubákni, með fjölda fokdýrra starfs- manna og eyðsla ríkisins á þann hátt aukin frá ári til árs. Enn eru verzlunarmálin rekin á þeim grundvelli að fjöldi nauðsynlegustu vöru- tegunda er lítt eöa ekki fáan- legur í frjálsum viðskiptum, meðan kauphéðnar fjárplógs mennsku okra með þær sömu vörur á svörtum markaöi. Og síðast, en ekki sízt, enn er stærsta vandamál þjóðar- innar dýrtíðar og verðbólgu farganið, látið halda áfram að grafa ræturnar undan heil brigðri fjármálaþróun og steypa atvinnu og framleiðslu lífi öllu í öngþveiti. Ár frá ári er allri okkar framleiðslu- starfsemi til lands og sjávar keyptur gálgafrestur, með nýjum verðbótum og ábyrgð- um, sem kosta ríkiö miljóna útgjöld og alla þegna þjóð- félagsins síaukna tolla og skatta, í stað þess að ganga með ákveðnu og markvissu þori að því að ráða niðurlög- um dýrtíðardraugsins, sem vakinn var upp á árum gull- dansins kringum feitu kýrn- ar, og sem fyrr en varir hlýtur að eyðileggja hér alla fram- leiðslu útflutningsverðmæta verði honum öllu lengri líf- daga auöið. Þetta eru þau bláköldu sannindi, sem við verðum aö horfast í augu við, og sem okk ur ber að játa, hversu þungt sem það kann að vera fyrir marga. Og það verðum við að gera vegna þess, að hér er á ferðinni e. t. v. stærsta örygg- is- og sjálfstæðismál okkar í framtíðinni. Við höfum á tím um auðfengins gróða og mik- illa möguleika til að búa okk- ur fjárhagslegt öryggi og safna sjóðum til mögru ár- anna látiö munaðarsj úkt fyr- irhyggjuleysi leiða okkur til óhófs og spilltrar fjármála- stefnu og á þann hátt látið tækifæri, sem aldrei koma aftur ganga okkur úr greipum. í stað þess að nota auðlindir gróðaáranna til að koma atvinnu- og fjárhags- kerfi okkar á traustan grund völl, höfum við hleypt af stað þeirri hóflausu eyðslu og verð þenslu er nú ógnar fjárhags- legu sjálfstæði ríkisins. Og verði enn um hríð að meiru eða minna leyti stefnt í sömu átt, en ekki tekið al- gerlega fyrir kverkar fjár- málaöngþveiti því, sem nú er í komið, gæti svo farið að skemmra en óska,ð er, yrði til algerlega fjárhagslegs ósjálf- stæðis okkar unga lýðríkis. En frá fj árhagshruni hefir oft orðið hjá mörgum þjóðum, og þá ekki sízt smáþjóðum eins og okkur, með fáa mögu- leiga, skömm leið til póli- tísks ósjálfstæðis. Þess vegna verða nú allir þeir, sem þjóð- arhagsmuni vilja ofar hags- munum einstaklinga eða stétta, að sameinast í baráttu fyrir því að leysa þjóðina úr viðjum þess fjárhagslega öng þveitis, sem nú ríkir, kveða niður þá verðbólgu, verzlunar óreiðu og eyðslustefnu er um skeið hefir svæft okkur Þyrnirósarsvefni og skapa hér það ástand fjár- mála- og atvinnulífs er beri fram til sigurs merki frelsis okkar og sjálfstæðrar menn- ingar. Eins og nú er komið hlýtur sú barátta að kosta fórnir, sem að vísu var hægt að losna við, en án þeirra fórna verð- ur ekki héðan af hægt að snúa til heilbrigðs horfs. Upp á síðkastið hafa byrjað hér miklar umræður um það, hvort við eigum eða eigum ekki að gerast aðilar að hern- aðarbandalagi til að vernda öryggi okkar og sjálfstæði. Um það mál skal ekki rætt að sinni, en án þess að gera að óathuguðu máli lítið eða tortryggilegt úr slíku, skal það þó sagt, að bæði er. að fyrir smáþjóð, eins og okkur, getur slíkt bandalag haft ýmsar varhugaverðar hliðar, og auk þess hefir reynsla síð- ustu styrjaldar sýnt að ekki megna ávalt víggirðingar, flugvellir og hervélar að verja frelsi og sjálfstæði. •— Og fyrir vopnlausa og hern- aðarlega máttvana smáþjóð, sem okkur hefir áreiðanlega eigi minnst að segja, að við sýnum það í verki, að við vilj um af fórnfúsum alhug vernda okkar innra sjálf- stæði, þ. e. sjálfstæði heil- brigðar menningar, fjárhags- og atvinnulífs. Svo lengi, sem sjálfstæð hugsun verður ekki öll í dróma lögð á þessari marg- hrjáðu jörð, mun slík frels- isþrá verða eigi minna metin á þingum þjóða, en bryndrek ar og sprengjuflugvélar. En þá frelsisþrá verðum við íslendingar sjálfir að þroska meðal okkar og sýna að við séum menn til að verja og vernda í orðum og athöfn- um. Það frelsi verður ekki varið með brynjuðum herskörum, hvort sem þeir kæmu austan af hinum víðfeðmu Volgu- sléttum eða vestan undan hlíðum Klettafjalla. 'Uthreitií limam „Og alltaf snjóaSi," segir í sög- unni. Eitthvað svipaö finnst nú mörgum að megi segja í Reykja- vxk. Svo mikið er víst, að það er mikill minni hluti Reykvíkinga, sem lifað hefir annan eins snjóa- vetur í Uorg sinni. Að vísu hafa komið aðrir eiixs skaflar og nú eru, en hitt muna þeir ekki, að svona lengi hafi haldizt stöðugar snjó- komur að heita má. Gamlir menn og fróðir segja, að það muni ekki hafa verið síðan 1920. Þetta mun eiga næstum eingöngu við Reykjavík og næstu sveitirnar. Annars staðar á landinu mun ekki vera neitt óvenjulegt vetrarríki, og enginn skal halda, að það sé neinn snjóþungi á götum borgarinnar, þó að óvenjulegur sé. ísfirðingum og Siglfirðingum myndi ekki þykja þetta annað, en lítilfjörlegt föl og lítillar frásagnar vert. En það er jafn óvenjulegt og sérstætt fyrir því. Eina smásögu úr þinginu má ég til með að segja. Þegar menn voru þar að ræöa um hinn sögufræga stað, Kaldaðarnes, ljsti Hannibál Valdimarsson því yfir, að hann hefði á tímabili haldið að ekki væri allt sem hreinast í sambandi við búferlaflutning Jörundar Bryn jólfssonar, en af ræðum Gísla Jóns sonar hefði hann sannfærzt um, að ekkert væri vítavert í þvi sambandi. Vék hann þá að því, að málið hefði byrjaö með hvislingum fyrir ári síðan og væri pólitískt rógs- mál aðeins. Eftir að Hannibal hafði sagt þetta, talaði Jónas Jónsson og tók svo til orða, að aðstoðarþingmaður Norður-ísfirðinga væri að reyna að borga Framsóknaratkvæðin, sem hefðu fieytt honum inn á þing. Hannibal svaraði því til, að þar hefði komið hljóð úr horni því, sem málið byrjaði fyrst í, þegar það var hvíslingamál og færi vel á, að það sneri til upphafs síns. En vel mætti kal’a sig aöstoðarþingmann Norður-ísfirðinga, því að víst vildi hann veita þeim aðstoð til góðra mála. Hitt færi líka vel, að afsláttar þingmaður Suður-Þingeyinga reyndi að borga íhaldinu í landinu þau atkvæði, sem veittu honum þingsæti, enda væri þar sjón sögu ríkari. Svona tala þeir stundum sér og öðrum til gamans í þinginu. Og víst höfðu allir sem heyrðu gaman af nafnbótinni „afsláttarþingmaður" því að „hærri og lægri hlóu dátt.“ Sennilega hefir þeim fundizt, að það væri ekki eintómt gaman, en ís lendingum lætur hvað bezt sú gam ansemi, er þeir finna alvöru að baki og lasta þá oft ekki, þó að broddur felist í fyndninni, og hann jafnvel nokkuð hvass. Hitt á líka vel við skaplyndi íslendinga, að sá, sem ræðst á annan, af litlu tilefni eða með slæmum málstað, fái þær viðtökur, að hann hrökkvi sneypt- ur heim. Svo minni ég aðeins á það, að nú er föstuinngangurinn, sjö vikna fasta byrjar í dag, en það vita flestir því að bolludagur, sprengi- kvöld og öskudagur eru alltaf í fyrstu viku föstunnar. Svo byrjar sæluvikan réttri viku eftir öskudag inn og það er gamalla manna mál, að það tíðarfar, sem gerir upp úr henni muni haldast til næstu sælu- viku, en hún byrjar í vikunni eftir Hvítasunnuna, í þetta sinn d. júní, því að allar sæluvikur byrja á mið- vikudegi. — Það er þvi kannske óhætt að vona, að tíðin batni nú upp úr sæluvikunni eða nánar til- tekið um miðja næstu viku. Starkaðus gamli li FÖTIN frá ■ Höfum venjulega mikið af karlmannafötum úr sterkum íslenzkum efnum. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.