Tíminn - 12.03.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 12.03.1949, Blaðsíða 1
r- Ritstjórl: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Ú tgejand.il Framsóknarflokkurinn Skrifstofur l Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 AfgreiOslusími 2323. Augljjsingasími 81300 PrentsmiOjan Edda 33. árg. Reykjavík, laugardaginn 12. marz 1949 55. blað Starfsemi Fisksölasamia Eyfirðinga hefir orðið til ómetanlegs gagns Eyfirzkir sjóiiienn og' útvegsmeim lclta iírræða saaivinmmnar. Eyfiróingar hófust í fyrra myndarlega handa um stoí'n- un fisksölusamlags á samvinnugrundvelli, sem orðið hefir útvegsmönnum og sjómönnum við Eyjafjörð til ómetanlegs gagns. Starfsemi samlagsins í fyrra vor og á síðastliðnu liausti gerði úíveginum á hinum ýmsu stöðum í kring um Eyjafjörð í raun og veru kleift að geta starfað. Sannleikurinn var líka sá, að útvgurinn við Eyjafjörð var í fullum gangi í haust, meðan annars staðar var ekki aðhafst, þó að síðar um haustið færu fleiri verstöðv- ar að dæmi Eyfirðinga og ýmsir staðir norðanlands nytu góðs af samtökum Ey- firðinga og gengu inn í þau að nokkru leyti. Sjómenn og útvegsmenn í Vestmannaeyjum munu hafa orðið fyrstir til að sanna gildi samvinnunnar til úr- ræða við sjávarútveginn. Þar stendur útvegurinn yfirleitt betur en annars staðar, vegna hinna miklu og lang- vinnu félagslegu þróunar, sem átt hefir sér stað á sam- vinnugrundvelli í VeStmanna eyjum. Eyfirzkir bændur hafa um langt skeið haft forystu um myndarleg samvinnusamtök og nú hafa sjómenn og út- vegsmenn við Eyjafjörð einn ig tekið til úrræða samvinn- unnar og gert útveginum með því ómetanlegt gagn. Aðalfundur Fisksölusam- lags Eyfirðinga er nýlega af- staðinn og kom þá í ljós, að samlaginu hefir vegnað vel með starfsemi sína. Á vorvertíðinni í fyrra hafði samlagið á leigu fjögur fisk- flutningaskip. Fóru þessi skip fjórar söluferðir til Bret lands og tvær til Þýzkalands, eða samtals sex söluferðir. Fluttar voru út samtals 1206 lestir af hausuðum og slægð- um fiski, sem seldust fyrir 48.092 sterlingspund, eða 1 milljón og 250 þúsund krcnur islenzkar. Til frystihúsa KEA á Dal- vík fóru 4661 lest og 142 lest- ir voru saltaðar. Skip þau, sem fluttu fiskinn út, gátu fengið farm til baka og bætti það all mikið hag útgerðar- innar. Samlagið naut stuðnings og aðstoðar hins opinbera, eins og venja var á þessum tíma með skip, er sigldu með bátafisk, en auk þess var það látið njóta að nokkru þeirr- ar sérstöðu, er það hefir vegna þess, að erfiðara er að ná sama markaðsverði fyrir fisk, sem fluttur er frá höfn- um norðanlands en sunnan. Kaupfélag Eyfirðinga hefir einnig á allan hátt stutt þetta myndarlega og þárfa samvinnufyrirtæki þeirra Ey- firðinga. . Útkoman var sú, að sam- lagið gat strax í fyrra greitt meðlimum sínum 95% af á- byrgðarveröi fiskjarins. En auk þess ákvað aðalfundur- inn að skipta upp tekjuaf- gangi af fyrra reksturstíma- bilinu, sem nemur 2Va% af ábyrgðarverðinu, þannig, að þá vantar ekki neam 2y2% upp á þaö, að fiskframleið- endur fái fullt ábyrgðarverð fyrir fiskinn, og má það telj- ast sæmilegt, þegar litið er á allar hinar erfiðu aðstæð- ur. Um síðara starfstímabilið í fyrrahaust er það að segja, að þá varð útkoman ennþá betri. Hefir reynzt kleift að greiða fiskframleiðendum fullt ábyrgðarverð fyrir fisk- inn, með því að samlagið hef ir notið sömu aðstoöarinnar frá Kaupfélagi Eyfirðinga og hinu opinbera. Á síðastliðnu hausti var starfsemi samlagsins mun meiri en um vorið. Var um haustið fluttur út fiskur með sjö skipum, sem fóru sam- tals 11 söluferðir og fluttu 1747 smálestir af fiski á Bret- landsmarkað. Seldist þessi fiskur fyrir 91.038 sterlings- pund, eða 2 milljónir 375 þús und krónur íslenzkar. Sendisvcit Rússa í Frankfurt varð um daginn að láta sér það lynda að kúra inn í bústað sendisveitarinnar nokkra daga um daginn, þeg ar hún ncitaði að hverfa heim að boði Bandaríkjamanna. Sokoiowsky andmælti þessari brottvísun harðlega. Rússarnir u.ndu sé þó vel í umsátinni og kvörtuðu ekki. Þeir báðu aðeins um vatn og dagblað. Til allrar hamingju var einhver enskulesandi meðal þeirra, því að þeir fengu ekki annað blaðið en „Stars and Atripes“, sem gefið cr út af bandarískum hermönnum í Þýzkalandi. Hér á myndinni sjást liinir bandarísku varömenn fyrir framan bústað sejidisvreitarinnar. ípiÉerir starfsmenn ræöa llngur málari opn- ar sýningu í dag klukkan 2.30 opnar Gunnar Magnússon listmál- ari málverkasýningu í sýn- ingarsal Ásmundar Sveins- sonar við Freyjugötu. Eru. þar til sýnis 43 olíumálverk auk vatnslitamynda og teikr. inga. Gunnar Magnússon er aðeins 18 ára að aldri og vai einn þeirra, er sýndi á mál- verkasýningu frístundamál- ara í vetur. Menntaskólanem- endurnir, sem fóru til Ameríku á leið- inni heim Samkvæmt bréfi frá Ame- rican Overseas Airlines, dag- sett 1. þ. m., er oss tjáð, að menntaskclanemendur, þau Rósa Björk Þorbjörnsdóttii og Einar Benediktsson, sem fóru til Bandaríkjanna í boði American Overseas _ Airlines og „Herald Tribune'*1, muni koma til Keflavíkur þann 16. þ. m. með flugvél American. Overséas Airlines. * Utbreiðslnfundur Félags S.Þ. á íslandi Félag Sameinuðu þjóðanna á íslandi einir til útbreiðslu- fundar í Tjarnarkaffi niðri á morgun, og hefst fundurinn j klukkan fimm. Danski sendiherrann, frú t Botild Begtrup, flytur erindi um mannréttindaskrá Sam- I einuðu þjóðanna, og síðan j verður sýnd kvikmynd frá starfi S. Þ. Nýir félagar eru beðnir að gefa sig fram við stjórn fé- lagsins í fundarbyrjun. Kref jast Iiærri launa, wrkfallsrétíingar og’ lagfæringar á vísitölamni. Opínberir starísmenn 1 Reykjavík og Kafnarfirði efndu í fyrrakvöld til almenns fundar í Listamannaskálanum, þar sem rætt var um launamál opinberra starfsmanna, verk- fallsrétt þeirra og vísitöluna. Voru ályktanir gerðar í þeim málum öíium. Húsfyllir var. Andrés Þormar setti fund- inn og skipaði fundarstjóra Kristin Ármannsson mennta skólakennara, en framsögu- menn voru Guðjón B. Bald- vinsso'n, sem gerði saman- burð á launum opinberra starfsmanna nú og fyrr, Jón- as Haralz, sem ræddi um vísi töluna, og Ólafur Þ. Krist- jánsson kennari, sem ræddi um rétt starfsmanna ríkis og bæjarfélaga til þess aö gera verkfall. í samþykkt, sem gerö var um launamálin, var sagt, að opinberir starfsmenn hefðu jafnan þurft að bíða lengst allra eftir launabótum, og laun annarra þjóðfélags- þegna hefðu hækkað um 42—120% á styrjaldarárun- um, áður en þeir fengu kjara bætur. Síðan launalögin voru sett, telja opinberir starfs- menn, að aðrar stéttir hafi hækkað grunnkaup sitt um 30%. Vilja þeir nú, að launa- lögin verði endurskoðuð, og meðan á þeirri endurskoðun stendur, verði þeim veitt 36% launauppbót frá síðustu áramótum að telja. í öðru lagi var skorað á yf- irvöld landsins að' taka fullt tillit til raunverulegrar húsa leigu við útreikning húsa- leigu, og breyta ýmsum öðr- um atriðum, sem hann er byggður á. Jafnframt verði látin fara fram gagngerð end urskoðun á grundvelli fram- færsluvísitölunnar. Bátur tekinn í landhelgi Fyrir nokkrum dögum va) m.b. Sleipnir tekinn í land- helgi að ólöglegum veiðurr, undan Austurlandi. Var far- iö með hann til Seyðisfjarð- ar og þar dæmt í máli hans. Hlaut skipstjórinn 6000 ki. sekt. Varðbáturinn Óðinn tók vélbátinn í landhelgi. Ræðumenn ungra Framsóknarmanna á Selfossi Á fundi ungra Framsókn- armanna og ungra jafnaðar- manna um öryggismál lands ins á sunnudaginn, mun Skúli Benediktsson sennilega tala af hálfu Framsóknar- manna, auk þeirra Stefáns Jónssonar og Steingríms Þórissonar, sem fyrr er getið. ' í þriðja lagi kraföist fund- urinn þess, að numin yrðu úr gildi lög frá 1915, sem banna opinberum starfsmönnum að gera verkfall, og semja hið bráðasta ný lög um skyldur og réttindi opinberra starfs- rnanna. Mjög mikil þátttaka var i afgreiðslu þessara sam- þykkta, og virtust fundar- menn, sem munu hafa verið við sex hundruð, vera mjög einhuga.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.