Tíminn - 12.03.1949, Blaðsíða 4
4
TÍMINN, laugardaginn 12. marz 1949
55. blaff
ÁGÚST STRINDBERG
í janúar síðastl. voru 100
ár liðin frá fæðingu
sænska skáldsins Águst
Strindbergs og var þess
minnst veglega um öll
Norðurlönd. í tilefni af af-
mælinu hefir Tímanum
borizt ritgerð um Strind-
berg eftir séra Eifík Al-
bertsson og fer hi'in hér á
eftir. Ýmsum kann að
finnast hún nokkuð löng,
en hér er skemmtilega og
skilmerkilega sagt frá störf
um og ævi þessa mikla
skáldjöfurs.
Strindberg er eitt hinna
mestu skálda, er uppi hafa
yerið og hin mesta ham-
hleypa. Hann skóp hið
sæpska sögulega drama,
hann reit leikrit, er voru al-
gerlega mótuð af náttúru-
hyggju, en efnið tekið úr lífi
samtíðar hans. Hann skrif-
aði svo hamslausa og alhliða
sjálfslýsingu (eða ævisögu),
að hún á vart sinn líka. Hann
,-tók þátt í almennum vanda-
málum samtíðar sinnar, fram
ar öðrum málefnum kvenna.
Hann var efnafræðingur og
:greindarmaður. Hann lagði
• stund á náttúruvisindi, jarð-
fræði og kínversku. Hann var
fríhyggjumaöur og kristinn,
en síðustu ár ævi sinnar dul
sinni. Heili hans var sístarf-
ándi og nákvæmni hans í
störfum frábær. Samt var
hann oft og á vissum sviðum
geðveikur.
Ókleift er því að lýsa skáld
skap Strindbergs í stuttu máli
eða honum sjálfum svo að í
lagi sé. Hinsvegar er unnt að
sýna leiftur frá hugheimi
hans og vísa til verka hans
eins og þegar um önnur stór- 1
menni er að ræða.
Náið samband er á milli
skáldskapar Strindbergs og
ævi hans hvort heldur litið er
til innri þátta hennar eða
ytri. En þótt svo væri ekki,
þá var svo mikið hraðfleygi
og straumbrigðin svo stór-
felld í lífi hans, að það er
þess vert að kynnast því.
„Tjánstkvindans son“ (son-
ur vinnukonunnar) kallaði
hann ævisögu sína, og það
var ekki aðeins til að segja
frá þeirri staðreynd, að móð-
ir hans hefði verið vinnu-
kona og framistöðukona,
miklu fremur af því að hánn
fann sífelda baráttu í sjálf-
im sér milli yfirmanns og
undirgefins.
Strindberg sagði eitt sinn
— og hafði þá auðvitað í
huga Divina Comedia eftir
Dante — að hann hefði far-
'ið um helvíti og hreinsunar-
eldinn, en paradís hefði hann
aldrei augum litið.
Helvíti hófst með bernsku
hans og fyrsta kaflann í ævi-
sögunni kallaði hann:„Hrædd
ur og hungraður.“ Hann
girntist lífið, en varð að af-
neita því, af því að örbirgð
og óréttlæti gerðu hann í-
stöðulítinn. Hann var siðlát-
ur og feiminn og megnaði
ekki að rísa öndverður gegn
aðstæðunum. Á heimilinu
gætti föður hans mest, er var
maður særður á skapsmun-
um, einangraður og gramur
vegna fjárhagsörðugleika,
þögull og þungbúinn svo að
allir voru smeikir við hann.
En hann var næmur á. það,
sem aöalsmerki bar og söng-
hneigður. Á heimilinu voru
Efílr séra Eirík Alhertsson
leikin verk eftir Beethoven,
Mozart og Haydn, og urðu
sönghljómar þeirra að eigind-
um í sálarlifi Strindbergs, og
gætir þeirra sífelt í skáldskap
hans. ^lxel bróðir hans varð
lærður hljómlistaleikari. Ætt
in var allgömul og hafði ver-
ið vefefnuð að hætti al-
mennra borgara. En þegar
hér var komið var faðirinn
gjaldþrota og efnin leyfðu
litla útúrdúra í lifnaðarhátt-
um. Móðirin var óframfærin
og tignaði mann sinn af því
að hann var af göfugu bergi
brotinn. Hún hafði átt þrjú
böm með honum áður en þau
áttust, svo að þau hafa hlot-
ið að unnast og hún vann eins
og hetja fyrir heimili sínu, er
hún sá aldrei bera aftur eitt
barr. Strindberg notar þá
skáldlega líkingu um hana að
ásjóna hennar líktist hvítum,
gegnsæjum blómblöðum pela
goníunnar með blóðrákunum,
er dökkna innst inni, þar sem
þau svo að segja mynda svart
an augastein. — Sennilega
minnist hann líka þess, er
hann hefir fundið til gagn-
vart móður sinni í þeim orð-
um, sem liðsforingi í „Faðir-
inn“ segir, þegar hann hvílir
veikur með höfuðið í kjöltu
fóstru sinnar og gefur draum
órum sínum lausan tauminn:
„Beygðu þig yfir mig svo að
ég finni brjóst þín. Ó, það er
yndislegt að sofa við konu-
brjóst, hvort það er heldur
brjóst móðurinnar eða ást-
meyjarinnar, en yndislegast
er að hvíla við móðurbrjóst-
in.“
Ef til vill dreymír hann að-
eins. En víst er að hann og
móðirin voru um tíma sam-
rýmd við lestur tímarita. Á
heimilinu gætti mest barátt-
unnar fyrir tilverunni. For-
eldrar og sjö börn ásamt
tvéim hjónum bjuggu í
þriggja herbergja íbúð.
í bernsku var Strindberg
mjög tilfinninganæmur, þess
vegna varð hann gramur i
lund og sjálfsádeilugjarn.
Hann hafði sig ekki í frammi,
er gjöfum var útbýtt og var
glaöur þdgar honum var
gleymt. Hann guggnaði vegna
sérréttar, strangrar uppeldis-
aðferðar, hann varð ístöðu-
laus gagnvart vilja hinna
fullorðnu og varð þess vegna
sjálfur viljalaus. Hann fann
sjálfur, að hann var látinn
sitja á hakanum. Hann var
barinn fyrir það sem hann
hafði aldrei gert, og var
neyddur til að játa á sig sak-
ir, er„hann hafði ekki drýgt.
Þannig settist að í sál hans
á bernskuheimili hans, og
óttasleginn var hann gagn-
vart börnunum á götunni og
í skólanum. Klara-kirkja var
rétt hjá heimili hans, þar
sem klukkunum var hringt:
Til morgunbæna kl. 4 og aft-
ur kl. 8, til kvöldbæna kl. 7.
Hringt var kl. 10 fyrir hádegi
og kl. 4 síödegis. Hringt var
til jarðarfara, er voru mjög
tíðar í þann mund er kol'eran
geisaði. Hringt var á sunnu-
dögum svo að fjölskyldan var
með klökkva og enginn heyrði
það sem annar sagði — og
hringt var þegar eldsvoði
kom upp —----------. „Það gerði
hann að minnsta kosti elcki
kátan.“
! Hann var bráðþroska. í
barnaskóla kom hann 5 ára
að aldri, en allvel lýsir það
honum, að frá þessum
i bernsku árum sínum man
hann aðeins svaðilfara-sögu
og hæðni og hlátur út af
mynd, sem átti að líkjast
Örottni. Ekki var það hann
sjálfur, sem kom slíku af
stað, til þess var hann of ó-
'framfærinn og feiminn, en
hann heyrði um þetta.
Eins og í þoku man hann
lögregluþjón, er kom með
stefnu, og heimsókn á spítala,
og honum verður ekki skota-
skuld úr 30—35 árum síðar
að lýsa hinum áhrifamiklu
en torskildu áhrifum, sem ein
kenna það, sem börnin veita
athygli. Fyrstu endurminn-
ingar hans um kirkju voru
„hræðilegt, ólýsanlegt, óvenju
legt, alvarlegt og kuldalegt".
. Fegursta endurminning hans
frá bernsku hans, aö meðtöld
um ævintýrabókunum, er
höllin á Drottningarhólma
(Drottningholms Slot), en
fjölskyldan bjó í grennd við
hana á sumrin. Hann „talar
við“ krónprinsinn í skemmti-
garðinum, hann sér dýrð æðri
stéttarinnar i fjarska. Eðlis-
j hvötin býður honum að bera
virðingu fyrir þessari dýrð.
j En hann veit líka, að hann
j sjálfur er þar utanveltu, þótt
j hann hins vegar éigi ekki
heima meðal „þrælanna.“
„Þetta verður ein af erfiðustu
andstæðunum í honum.“
Þegar hann var 7 ára var
hann settur í skóla, þar sem
vöndurinn var hræðilega
mikið á lofti. Og leiðin í skól-
1 ann, var alltof löng fyrir
hann, ekki eldri en hann var,
og bera varð hann þunga
1 skólatösku. — Jafnvel á efri
1 árum sinum forðaðist hann
1 alla þá staði í bókum, er fjöll-
uðu um endurminningar frá
| skólaárum. Og aldrei dreymdi
' hann leiðinlegri draum en að
hann væri aftur kominn í
Klara-skóla. Einn félagi hans
segir jafnvel þannig frá, að
þeir hefðu ekki þorað að
| leika sér í tómstundum sín-
um í þeim hverfum, er þeir
gátu átt á hættu að mæta
kennurunum, því að þá voru
þeir barðir af því að þeir
höfðu ekki lesið lexíur sínar
allar tómstundirnar. Hann
þóttist einnig sjá, að þau
börnin, sem fátæklega voru
klædd urðu að þola fleiri
högg en hin. Þegar hann kom
of snemma í skóla, varð hann
að sitja eftir og var hirtur
með þessari viðbjóðslegu
hegningu fyrir gáfaðan
dreng, að lesa sama efnið
einu sinni til. í „Et Drömme-
spil“ (Draumaleikur) hefir
hann í einum þætti lýst þeim
ógnum, sem eru því samfara
að bíða eftir þroska sínum,
þar sem sá, er fulltíða er, sit-
ur á skólabekknum hjá smá-
krökkum til þess að læra litlu
töfluna. — Hann kemst inn
á leiðir Madonnadýrkunar-
innar er hann kynnist koriu
einni, dóttur rektorsins, sem
tekur þátt í nokkrum kennslu
stundunum, en allt gekk eins
og í sögu þegar hún var þar.
Hann er óstjórn^ega lítill
snáði, er 9 ára gamall tekur
hníf til að skera sig á háls,
(Framhald á 7. síðu).
Hér er á ferð opinber starfsmað-
ur, sem er óánægður með laun sín.
Ég vil gjarnan láta hann lýsa við-
horfi sínu en lítils háttar athuga-
semd verð ég að gera við það.
„Mig langar til að senda þér
nokkrar línur í Baðstofuhjal þitt, í
von um að það fáist birt. Ætla ég
þá að ræða um laun fastra starfs-
manna ríkis og bæja. Frá því 1940
hafa menn þessir búið við það
léleg kjör að ógjörningur hefir
veriö að framfleyta 4. manna fjöl-
skyldu á þeim. Ýmist hafa menn
þessir gefist upp og hætt, eða þeir
hafa lifað á snapvinnu hér og þar
í von urn að úr rættist. Hér á ég
við láglauna starfsmenn (650 kr.
grunn).
I>að má segja um stétt þessa,
að hún á engin samtök til og þetta
sé . henni alfarið sjálfri að kenna,
og víst er um það, að satt er það.
Því er ver og miður.Okkur vantar
góða menn, sem gætu þjappað ljö
þessum saman en þá yrðum við að
kasta þjónum afturhaldsins aftur
fyrir fylkinguna og láta þá elta.
Því það hefir sýnt sig, að í for-
ustu sætum stéttarsamtaka hafa
þeir ávalt reynst Þrándur í götu,
enda eru þeir leppar þeirra manna,
sem ávalt reyna að rýra kaupmátt
launþega. Þessir menn hugsa aldr-
ei um annað en sjálfa sig og byggja
þar af leiðandi upp kommúnisma
í skjóli þess að geta kúgað þá er
selja vinnuafl sitt til þess að geta
haft það sjálfir gott og svallað í
munaði. Þetta er jarðvegur komún-
ista.
Ég vil nú færa rök að því, að
ógjörningur er að lifa á 650,00
króna grunnlaunum, eða 1950
krónum með verðlagsuppbót. Hér á
ég við 4. manna fjöiskyldu. Þá eru
útgjöldin þessi eftir mánuðinn.
Rúsínur ..........
Tólg .............
Kartöflur og rófur
Útvarpsgjald .....
Sími .............
14,00
12,00
50,00
8,33
37,50
Samtals kr. 2124,85
Rafm. til ljósa og suðu>
Kol 1 tonn ...........
Húsaleiga ............
Tryggingar ...........
Útsvar ...............
Tékuskattur ..........
Kjötmatur ............
Fiskmatur ............
Mjólk ................
Skömmtunarv. samkv.
skömmtun.
Smjör ................
Sykur ................
Kornvara .............
Álnavara .............
Skótau ...............
I Ytrifatnaður .......
Kaffi ................
;Sápa ................
Kr.
65,00
317,00
400,00
52,50
120,00
34,00
120,00
60,00
300,00
27,00
16,66
41,00
106,66
60,00
250,00
12,20
21,00
krldd í mat, ávexti í grauta, við-
Hér vantar Export í kaffið, allt
krydd í mat ávexti í grauta við-
hald á rafmagnsáhöldum og öll-
um amboöum. Þá þarf ég að fá
handa börnunum íslenzk nærföt og
sokkaplögg yfir kaldasta t.'ma vetr-
arins o. fl. o. fl. Þá sér það opin-
bera fyrir því, að ég auðga ekki
Tóbakseinkasöluna, ég minnist ekki
á áfengissöluna enda er ég stúku-
maður. Svo veit ég, að þeim er
meinilla víð áíengiskaup í blessaðri
stjórninni enda gerir hún það vel
við okkur starfsmennina að það
sæti síst á okkur að hryggja hana
með slíku.
Þetta er þá útkoman á lífskjör-
um trúnaðarmanna þess opinbera.
Öll þessi góöu ár, sem gengið hafa
yfir þjóð vora hefir þessum mönn-
um verið gleymt. Þeir hafa sam-
kvæmt lögum ekki leyfi til aö gera
verkfali <nda nota valdamenn sér
það óspart, með því að kúga þá á
alla und á kaupskrúfu mælikvarða.
Við eigum, og höfum átt trúnaðar-
menn, sem er stjórn sambands
starfsmanna ríkis og bæja, en þeir
virðast allir hafa fengið doða og
enginn orðið til að gefa þeim doða
sprautur og reisa þá við. Þetta eru
þeir taldir lakari en kýrnar það er
þó reynt að bjarga þeim, en stjóbn-
armenn þessir eru einskis nýtir.
Þeir eru látnir liggja sig sjálfdauða
enda ekkert gagn af þeim hvort eð
er.
Háttvirtu starfsmenn! Er nú ekki
kominn tími fyrir okkur að fara að
vakna? Mér finnst að sé komið það
langt fram á dag, og ekki dugi að
sofa lengur. Sveltur sitjandi kráka,
en fljúgandi fær, stendur þar. Og
víst er um það, að ef við sitjúm
svona áfram aögerðalausir þá svelt
um við börn vor, konu, og sjálf^.
okkur. Viö erum að vísu ekki stór
*
hópur og erum strjálir og höfum
þar af leiðandi slæma aðstöðu til
að kynnast hver öðrum en ef við
vöknum af dvalanum þá hljótum við
að geta stungið þeim mönnum aft-
ur fyrir fylkinguna er gerast þjón-
ar manna er skammta okkur ósann-
gjörn laun.“
(Framhald á 6. síðu) -.
ú
' r
I
TÉKKÓSLÓVAKÍA
er þekkt um allan heim fyrir hina miklu framleiðslu
sína, á öllum tegundum af
Húsgagna-klæði
Gólfteppum og dreglum
Verð og vörugæði samkeppnisfært við hvaða land
sem er.
Sýnishorn fyrirliggjandi.
Einkaumboð fyrir ríkisverksmiðjurnar í Tékkóslóv-
akiu, sem framleiða húsgagnaklæði og gólfteppi.
Þórður Sveinsson & Co. h.f.
Reykj avík.