Tíminn - 23.03.1949, Side 4

Tíminn - 23.03.1949, Side 4
TÍMINN, miðvikudaginn 22. marz 1949 64. blað' Bættir skipuiagshættir iðnaðarins gætu lækkað verðlagið til muna Tillaga Framsóknarmanna um verksmiðjuiðnaðinn Á sfðustu árum hafá verið byggð hér á landi stór iðnfyr- irtækf til framleiðslu á iðnað- arvörúm, bæði úr innlendum og eríendum hráefnum. Hef- ir í því skyni verið varið tug- um.millióna króna í erlendum gjaldeyri á síðustu árum til vélakáupa og enn stærri upp- hæðum í innlendu fjármagni til bygginga og stofnunar fyr- irtækjanna. Samkvæmt verzl unarskýrslum Hagstofu fs- lands voru árið 1946 fluttar inn iðnaðarvélar eingöngu fyr ir um 30 milljónir króna. Fram til þessa hafa þó inn lend fyrirtæki komið þjóðfé- laginu að miklu minni notum en unnt hefði verið, ef þau hefðu fengið að njóta sín. Stafar það af því, að þau hafa búið við sífelldan skort á þeim erlendu hráefnum, er fram- leiðslan hefir þarfnazt. En af því leiðir, að þaú hafa ekki getað.hagnýtt sér afkastagetu né tækni þeirra fullkomnu véla,.sem leyft var að kaupa til landsins, sjálfságt þó með það fyrir augum að hagnýta þær í þágu þjóðfélagsins. - ' v . Vafálaust er mönnum ljóst, hvaða þýðingu iðnaður hefir í atvinnu og menningarlífi þjóðarinnar. Má glöggt sjá, hvað allar mennisgarþj ððir iðnaðarframloi.ðslu sína. Ekki er hægt að neita því, að svo virðist sem íslenzkur iðnaður hafi ekki átt að mæta næg- um skilningi hjá ýmsum þeim, er fjallað hafa um málefni hans. Á þetta ekki sízt við þau opinberu afskipti, sem verið hafa nú um nokkurt skeið. Sá háttur, sem hafður hefir verið á um milliríkjaskipti landsins, að selja útflutnings afurðirnar úr landi sem hrá- efni og flytja inn fullunnar vörur í staðinn, er sá sami og þær þjóðir, er minna mega sín, hafa átt við að búa. Þess konar vérzlunarhættir geta aldrei leitt til annars, er til lengdar lætur, en fátæktar, að minnsta kosti til stórrar tafar á fjárhagslegri vel- gengni þjóðarinnár. Hverjum þeim, er þessi mál íhugar, hlýt ur að vera ljóst, að nú þegar er gagngerðra bréytinga þörf í þessu efni fyrir íslendinga. Til skamms tíiúa hefir þjóð in ekki getað gert sér grein fyrir ástandi og horfum í iðn aði landsins, þar . sem vantað hef.ir glöggar upplýsingar og yficlit um þau mál. En á síð- astliðnu ári lét fjárhagsráð framkvæma viðtæka rann- sókn á framleiðsluafköstum, gjaldeyrisþörf og vinnslu úr innlendum hráefnum, starfs- mannahaldi og vélakosti inn lendra fyrirtækja og semja allýtarlega skýrslu um þau mál,,er send var alþingismönn um, ríkisstjórn o. fl., og var út drá£tur úr þeirri sjkýislu birt- ur í blöðum og útvarpi. Fara hér á eftir nokkur atriði úr skýrslunni: ,.Eins og sést af framan- sögðu, staðfesta skýrslur þess ar fullkomlega þá skoðun, að iðnaðurinn sé einn veigamesti þáttur í íslenzku atvinnulífi og þjóðarbúskap og gæti þó Þrír þingmenn Framsóknarflokksins, Jörundur Brynjólfs- son, Jón Gíslason og Páll Zóphóníasson, flytja í sameinuðu þingi svohljóðandi tillögu til þingsályktunar um nýja skipu- lagshætti iðnaðarframleiðslu og lækkað verðlag. „Alþiiigi ályktar að skora í ríkisstjórnina að hlutast til um, að þannig . verði búið að verksmiðjuiðnaði í landinu, einkum þeim, sem framleiðir nauðsynjavörur, að afkasta- geta fyrirtækja, sem hafa fullkomnar vélar, nýtist sem bezt, í þeim tilgangi að lækka verðlag og spara gjaldeyri. Slikum fyrirtækjum verði með samningum tryggðir mögu leikar til hráefnaöflunar gegn því, að verð á framleiðslu- vörum þeirra lækki, svo að það verði að minnsta kosti sam- bærilegt við verð á samskonar vörum erlendum.“ Fyrri hluti greinargerðarinnar, þar sem það er rakið, er nú stendur iðnaðinum mest fyrir þrifum, fylgir hér með. orðið það í enn ríkari mæli. Við rannsóknina hefir kom ið í ljós, að þróun.síðari ára á þessu sviði hefir verið mjög stórstíg, og þá einkum um auk inn og bættan véla.kost. Má og vænta þess, ef dæmi skal leiða af öðrum þjóðum, að iðnaðurinn verði á næstu ár- um sá atvinnuvegur þj óðarinn ar, sem mest fer fyrir. Þetta yerður þó- greinilegast, þegar það er athugað., að það gjald- eyrismagn, sem þjóðin þarfn- ast sér til framfæris og til þess ,að hálda a.’ m, k. lífs- og neyzluvenjum sínum óbreytt um, vex óhjákvæmilega ár frá á.ri. Þær leiðir, ,sem þjóðin á leggja rika áherzlu á að eflafvöl á til þess áð geta fullnægt þessum þorfum, eru fyrst og fremst þær, að auka verð- mæti útflutiiingsafurðanna og minnka gj aldeyrisverð- mæti innfluttu ’vörunnar. En þessu vefður, þegar til lengdar*lætur, aðeins náð með því annars vegar áð vinna þær vörur, sem út eru fluttar, meira en til þessá hefir verið gert( selja vinnú fyrir erlend an gjaldeyri) og hins vegar með því að flytja inn hráefni í stað, fullunninnar vöru í sem ríkustum mæli (kaupa minni erlenda vinnu fyrir gjaldeyrisverðmæti), en með því er snúið við því ástandi. sem ríkt hefir í milliríkjaverzl un þjóðarinnar að undan- förnu. Afleiðingih verður sú, að iðnaðurinn hlýtur að auk- að að mun. Þetta er og, eins og áður var tekið fram, mjög eðlilég þróun, ef litið er til aukinna atvinnumöguleika og aukinn- ar fjármagnsmyndar í þjóð- félaginu, sem iðnaðinum er samfara, og einnig til þess, að atvinnulífsþróun annarra þjóða stefnir og hefir lengi stefnt í þessa átt. Það sem aðallega hefir stað ið íslenzkum.iðnaði fyrir þrif- um til þessa, re það sem nú skal greina: 1. Smæð fyrirtækjanna. íslenzkur iðnaður, og þó sérstaklega sú grein iðnaðar, sem notar erlend hráefni sem aðalefni, hefir verið rekinn af mjög smáum fyrirtækjum. Hefir þetta haft það í för með sér, að framleiðsluvörurnar hafa orðið mun dýrari en þurft hefði, þar sem allur sam eiginlegur kostnaður, svo sem vélakostnaður, húsnæði stjórnarlaun, skrifstofukostn aður o. a. þ. h. hefir skipzt á hlutfallslega mjög fáar fram leiðslueiningar (stykki, kg. litr. o. s. frv.). Kemur þar greinilega í ljós munurinn á verksmiðjurekstri, sem fram- leiðir mikinn fjölda fram- leiðslueininga, og smáfyrir- tækjum, sem lítið framleiða. því að reynslan hefir leitt í; ljós, að sameiginlegur kostn- aður eykst ekki hlutfallslega við aukningu framleiðslunnar. Það þarf t.d. ekki að bæta við nýjum forstjóra, þó að fram- leiðslan sé aukin úr 10 þús. stykkjum í 100 þús. stykki, ekki að auka skrifstofukostn- að og e. t. v. ekki húsnæði og í sumum tilfellum, þar sem af köst véla hafa ekki verið full- notuð, ekki einu sinni að bæta við vélum. Sami sölumaður getur oft eins auðveldlega selt 100 þús. stykki og 10 þús., og svo mætti lengi telja. Þannig er það augljóst mál, að verksmiðjurekstur í stór- um stíl hefir í för með sér lækkun á vöruverði, stundum mjög stórfellda. Þess ber og að gæta, að smá fyrirtæki hafa alltaf tilhneiginu til hlut fallslegrar ofhleðslu í starfs- mannahaldi (verkafólk og skrifstofufólk) miðað við stór fyrirtæki, þannig að vinnu- aflið nýtist ekki til fulls. T. d. þarf lítið fyrirtæki með eina vél mann-til að líta eftir henni og stjórna, þó að vélin sé hins vegar þannig gerð, að sami maður gæti stjórnað og litið eftir 8-10 samskonar vél um eða stærri vélum og þann ig raunverulega afkastað miklu meira starfi. Þá er það og mikill ókostur smáfyrirtækja, að þau geta ekki hagnýtt sér veíkaskipt- ingu, sem unnt er að hagnýta við verksmiðjurekstur, og þar af leiðandi ekki þá rekstrar- hagkvæmni, sem henni er samfara, og möguleikar til lækkunar á vöruverði. Það h^fir og komið í ljós, að eitt af höfuðvandamálum iðnaðarins hér á landi er, hve skammt á veg verkaskipting- in er komin, og stafar það einkum af því, að fyrir- tækin hafa verið of smá til þess að koma henni við. 2. Ófullkomnar vélar. Fram til þessa hefir iðnað- urinn átt við að búa mjög ó- fullkominn vélakost, sem hlut fallslega mikið vinnuafl hef- ir þurft til að hagnýta. Er það að verulegu leyti vegna þess, að efling innlends iðnaðar varð ekki svo stórstíg, sem (Framhald á 7. sí8u). Þegar kunningjar ykkar fara aS nöldra um útvarpiö og segja a'ö' þaö sé andlaust og leiðinlegt og ósam- boðið menningarþjóð, ættuð þið að spyrja þá út úr erindum dr. Matth- íasar Jónassonar. Ég á ekki von á því, að nöldrararnir hafi yfirleitt heyrt þau, og þvi síður að þeir geti svarað út úr þeim, þó að einhverjir þeirra hefðu af tilviljun orðið þeirra varif. En um þau er það að segja, að þau voru stórmerkileg. Ég átti þess ekki kost áö heyra annaö erindi doktorsins til fulls, en hið fyrsta og þriðja heyrði ég til hlítar. Matthías flutti mál sitt að vanda með ljósum rökum og mikilli alvöru. Og hann benti hlustendum á tvær mjög alvarlegar veilur í upp eldismálum þessara ára. Annað var það hófleysi, sem lýsir sér í miklum og skefjaláusúm fjár- ráðum barna, svo að þau venjast á að geta látið eftir sér umhugsunar- laust og fyrirhafnarlaust flestan þann munað, sem þau girnast og fenginn verður með fé, þar til svo að þau eru orðin naútnasjúk og ósjálfstæð og ástríðan hefir fengið vald yfir þeim. Þá vaknar fégirndin, fíknin í fé, svo að þau geti með því svalað fýsnum sínum og ástríðum, og er þá löngum lítið gætt siðlegra takmarka og jafnvel gengið á glap- stigu beinna afbrota. Þannig verða góðar efnahagslegar ástæður for- eldranna börnunum hin mesta hefndargjöf, þegar sjálfsstjórn og aga vantar. Hófleysi i peningamál- um gagnvart börnum og almenn eftirlátsemi við þau á óvitaaldri. sem stundum tognar ’dálítið úr, leiðir börnin oft í voða. Þetta er atriði, sem mikils virði er að brýna fyrir foreldrum og öllum, sem um- gangast börn. f öðru lagi bendir dr. Matthías á það, að í skólakerfi okkar er börn- unum haldið of einhliða að bóklegu námi. Það er voðalegt að vera mán uð eftir mánuð skipað að fást við verkefni, sem enginn áhugi er á að leysa og geta og hæfileikar auk þess ekki meiri en þáð á þvi sviði, að aldrei gæti verið um annað að ræða en að verða eftirbátur-: ann- arra, Nú hafa börn almennt rikan metnað og vilja verða stór og vera hlutgeng á sínu sviði. Þeim er það því mikil nauðsyn að finna sig vax- in þeim vanda, sem að höndum ber, og geta eitthváð gert. Því er það hættulegt sálarlífi þéirra, ef- þau fá ekki nein verkefni, sem þau njóta sín við, og getur það leitt til hinn- ar mestu misþyrmingar á þeim ánd lega. Hér á Iandi hefir oft verið býsn- ast og tárast ýfir þeim örlögum, að sá, sem þráði menntun og bó&Ieg fræði', varð að strita við eífiðis- vinnu. Ekki skal lítið úr þvi gert, en hitt er alveg eins sár og andleg pynting, þegar sá, sem hefir áhuga, hneigð og hæfileika til verklegra af reka, er barinn til bókar, eða' þó hann sé þvingaður til bóknámsins með mýkri og mildari ráðum. ■ Víst er bókleg menntun góð og illt er það að vera ekki sæiriilega læs og skrifandi og kunna ekki litlu margföldunartöfluna og til- svarandi í reikningi. En án þess að gera lítið úr bóklegum fræöum og gildi þeirra, verðum við að viður- kenna það, að margur góður mað- ur hefir verið nýtur þegn, æskileg- ur granni og félagi og góður heim- ilisfaðir, þó að fræðileg kunnátta hans væri ekki öllu meiri en að fráman var lýst eða varla það. .Við farigsefnin eru breytileg eins- og hæfileikarnir og við eigum að haga okkur eftir því. . . Það er ekki ’ætíunin, aö endur- segja erindi Matthíasar, en það er rétt að fram komi opinberlega þakk læti almenns hlustanda til hans og til forstöðumanna útvarpsins. Sjálf- sagt má margt að útvarpinu finna og sízt vil ég mæla það undan rök- studdri gagnrýni. En erindi eins og þessi ger> það að verkum, að það er hægt að fyrirgefa því margt. Starkaður gamli Höfum fyrirliggjandi áburðarmjöl fyrir tún og gar'ða. Gerið pantanir sem fyrst SÍLDAR- OG FISKIMJÖLSVERKSMIÐJUNNI H.F. Hafnarstræti 10. Sími 3304 Tónlistarblaðið MUSICA 6. tbl. 1. árg. er nú komið út Er blaöiö fjölbreytt aö vanda; og eru m. a. greinarn- ar: Vér veslingar, eftir Björgin Guömundssón tön- skáld; 100 ára dánarminning Chopin; viðtal við Krist- inn Ingvarsson orgelleikara; Víðsjá; Tónlistarlífiö; og m. fl. !♦ í heftinu eru auk þess þrjú lög eftir Björgvin Guð- í mundsson tónskáld. Nýir áskrifendur geta enn fengið blaðið frá byrjun. TÓNLIBTARBLAÐIÐ MUBICA Laugavegi 58. Áskriftasímar 3311 og 3896. Auglýsið í TÍMANUM

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.