Tíminn - 06.04.1949, Page 4
4
TÍMINN, miðvikudaginn 6. apríl 1949.
73. blað
Frá dvöi í sænskum sveitum
Niðurlag.
Svíar geyma ekki mykj-
una undir þaki, heldur í
haugstæði í námunda . við
fjósið. Hins vegar geyma þeir
kúaþvagið í lokaðri, þéttri
g'ryfju, og þangað rehnur
það vanalega eftir leiðslum
frá flórunum. Til þess að
losna við hina miklu vinnu
við flórmoksturinn og akstur
á áburðinum út úr fjósunum,
hefir verið tekinn upp vél-
gengur eða sjálfvirkur flór-
mokstur. Eru það vélknúnar
' sköfur, sem dragast eftir
flórunum, taka mykjuna
með sér og færa hana alla
Ieið út í haugstæðið.. Þar
’ dettur mykjan í vagn, sem
síðan er dreginn út á akur
og þar er hann tæmdur. Til
eru nokkrar gerðir af þess-
um útbúnaði, og fara ennþá
fram athuganir á því, hver
‘gerðin sé bezt. Skipta má
þessum tækjum í tvo flokka
eftir því hvernig þau vinna.
Önnur gerðin er automatiskt,
þ. e. hreinsar flórinn einu
sinni til þrisvar á klukku-
tíma, án þess að setja þurfi
sköfurnar í gang í hvert sinn
■ og flórmokstur á að fara
fram. Sú gerð tækjanna, er
fyrr er talin, heldur flórnum
stöðugt hreinum, og eykur
það skiljanlega mjög á allt
hreinlæti í fjósinu. Ekki er
þessi gerð tækjanna hættu-
laus. Ef kýr ber í flórinn,
hlýtur kálfurinn fljótlega
bana, því að flórskafan t?k-
ur hann með sér. Kýrin er
og í mikilli hættu, meðan
hún er ekki laus viö fóstur-
himnurnar. Ég hafði tal af
fjórum bændum, sem höfðu
í notkun þennan sjálfvirka
flórmokstur, og einn þeirra
hafði um hann 5 ára reynslu.
Á einum þessara bæja hafði
komið fyrir slys þegar kýr
bar í flórinn að næutrlagi.
Á hinum bæjunum höfðu
engin óhöpp komið fyrir í
sambandi við flórsköfurnar,
þótt þær væru reglulega í
gangi allan sólarhringinn.
Þess má geta að Svíar hafa,
a. m. k. í öllum nýjum fjós-
um, sérstaka sjúkrabása og
þangaö eru kýrnar fluttar
þegar burður nálgast.
Sumir töldu nokkra bil-
Útvarpseriníli eftir Jens i 1 é 1 smg'e i rss«>íi
unarhættu á þessum útbún-
aöi. Öðrum hafði hún reynzt
mjög lítil og naumast telj-
andi. En það var sameigin-
legt álit að vélgengi flór-
moksturinn sparaði mikla
vinnu og bætti mikið hrein-
lætið í fjósunum. Eftir því
sem ég komst næst, kostaði
þessi útbúnaður í allstóru
fjósi frá 70—100 sænskar kr.
tii jafnaðar á hvern bás, en
hlutfallslega meira eftir því
sem fjósin voru minni. Mér
var sagt, að vélgengur út-
mokstur væri til í smærri
fjósum í Svíþjóð, jafnvel þar
sem aðeins voru 14 kýr, og
þætti þar svara kostnaði.
Á Hyllinge var s. 1. haust
tekin í notkun í tilrauna-
skyni ný gerð mjaltavéla frá
Alfa Laval verksmiðjunum.
Vél þessi er þannig, að á litl-
um og liðlegum fjórhjóla
vagni er komið fyrir skáp
og í honum er mótor og dæla.
Prá vagninum liggja slöngur
að fjórum hreyfanlegum
gálgum, sem líka eru festir
við vagninn og við enda
þeirra eru spenakopparnir
tengdir. Á vagninum er einn-
ig 500 lítra mjólkurgeymir.
Hægt er að mjólka fjórar
kýr samtímis. Þegar mjólkáð
er, sogast mjólkin eftir fyrr-
nefndum leiðslum í geyminn,
en síast um leið í loki hans,
sem er tvöfalt. Mér virtist
hæfilegt verk fyrir einn
mann að mjólka með vél-
inni. Afköstin virtust vera til
jafnaðar um það bil 4 kýr
mjólkaðar á 5 mínútum. En
þá var eftir að hreyta kýrn-
ar. Það gerði annar maður.
Varð það misjafnlega tíma-
frekt verk eins og þeir þekkja
sem nota mjaltavélar.
Engan dóm vil ég leggja
á nothæfni þsssara véla, en
sú reynslá, sem fengist hefir
í vetur, spáir fremur góðu.
Sýnilegt er, að vélin eykur
talsvert afköst við mjaltirn-
ar. Sagt var mér, að verk-
smiðjan væri búin að fá pant
anir um margar slíkar vélar
frá ýmsum stórbýlum í Sví-
þjóð. Ekki er talið, að þær
verði neitt verulega dýrari en
eldri gerðin, þegar þess er
Mjaltavagninn á Stora Hyllingen var gerður eftir þessu „modeli",
sem myndin sýnir. Á vagninum er mótorinn og mjólkurtankinn cn
gálgarnir eru þau tengsli, sem flytja aflið til mjaltanna og mjólkina
úr kúnum yfir í tankinn.
gætt, að allar leiðslur í fjós-
inu, kranar .o fl. sparast al-
gerlega.
Ég lagði mig talsvert eftir
að gera mér grein fyrir vinnu
þörfinni við gripahiröinguna.
Kom það að vonum berlega
í ljós, að í haganlega byggð-
um fjósum, þar sem kýrnar
voru nær eingöngu fóðraöar
á votheyi og jafnframt not-
uð að verulegu leyti sú tækni
sem ég hefi hér lýst, var
vinnan við hirðingu gripanna
stórum minni heldur en bezt
gerist hér á landi. Skulu hér
nefnd um þetta tvö dæmi.
Á Selleberge voru 35 mjólk-
urkýr og 41 ungneyti, þ. e.
óbornar kvígur 30 mánaða
gamlar og yngri, eða samtals
76 nautgripir. í fjósinu er
sjálfvirkur útmokstur á á-
burðinum, línubraut til flutn
inga á fóðrinu og að sjálf-
sögðu sjálfbrynning og
mialtavélar. Þrjár tegundir
fóðurs voru notaðar, auk
kraftfóðurs. Vothey, þurrhey
lítilsháttar og „betmassa".
(Betmassa er úrgangur frá
sykurverksmiðjunum). í fjós
inu unnu tveir menn. Annar
þeirra var aldraður og af-
kastaði tæpast fullkomnu
verki. Yngri maðurinn mjólk
aði einn. Hann notaði þrjár
mjaltavélar og annaðist einn
ig um eftirmjaltir. Mjaltirn-
ar tóku 3 klst. daglega, þar
með talinn uppþvottur vél-
anna. Samanlagður vinnu-
tími tveggja mannanna við
öll fjósaverkin, þar með tal-
in mj altavinnan, var 15 klst.
á dag.
Hitt dæmið er frá Gustafs-
borg. Þar eru 30 mjólkurkýr
og 25 ungneyti, eða samtals
55 nautgripir í fjósinu. Heita
má að þar sé eingöngu fóðr-
að á votheyi, auk fremur lít-
ils kraftfóðurs. Votheysturn-
arnir standa við hlið fjóssins
og er innangengt í þá úr
fjósinu. Votheyinu er ekið á
hjólbörum fram í fóðurgang-
ana. Ekki var vélgengur á-
burðarmokstur í fjósinu, en
mykjunni ekið í hjólbörum
stuttan veg úr fjósi út í haug.
stæði. S j álf brynning var
þarna og vélmjöltun. Fjósið
var mjög haganlega innrétt- j
að. Dagleg vinna í þessu fjósi;
var samtals 9—10 vinnustund
ir, þar með talin mj öltun og
uppþvottur mjaltavéla. —
Bóndinn sagði mér, að meg-
inástæða fyrir verksparnað-
inum væri sú, að hann fóðr- j
aði kýrnar því nær engöngu
á votheyi. Hefði þarna veriö
vélgengur útmokstor á áburð
inum og rennibraut til flutn- j
ings á fóðrinu, mundi vinnu- j
kostnaðurinn hafa lækkað
talsvert og vinnan jafnframt
orðið mun léttari. Kýrnar
voru vel hirtar og fóðraðar.
Meðalársnyt s. 1. ár var 4600
kg með 3,6% fitu.
Að lokum munuð þið sjálf-
sagt spyrja: Þetta, sem þú
hefir greint frá er sjálfsagt
gott og blessað á stórbýlum
úti í Svíþjóð, en hafa þessar
nýjungar nokkra þýðingu
fyrir bændur á íslandi?
Þetta atriði skal nú stutt-
lega athugað.
Það er ljóst, að meginkjarni
þessarar búskaparnýbreytni,
er kenningin um notkun vot-
(Framhald á 7. siBu).
Hörða-Knútur kallar hann sig,
sá, sem sendir hér ádeilubréf • á
íslenzka blaðamenn. Ekki vil ég
varna honum máls, enda ættu
blaðamenn að hafa alla aðstöðu
til að verja hendur sínaf og túlka
viðhorf sín. Hér er bréfið:
„Til hvers eru blöðin? þetta er
spurning, sem ég held að allir
hefðu gott af að svara, bæði al-
mennir lesendur og blaðamenn-
irnir. Ég mun hér tala lítilsháttar
um það, sem mér hefir sýnzt að
ráða mætti af Reykjavíkurblöð-
unum um þetta síðustu dagana.
Þriðjudagskvöld í jyrri viku voru
brotnir gluggar í Alþingishúsinu
og einu samkomuhúsi vö Austur-
völl, Sjálfstæðishúsinu. Miðviku-
daginn var svo Alþingishúsið grýtt
í stórum stíl og kom til bardaga
úti fyrir, svo að alvarleg meiðsli
m-ðu á fólki og lá við manntjóni.
Ég ætla ekki að dæma um þessar
sakir, en ég er einn í hópi þeirra
manna, sem harma þessa viður-
eign. Metnaður minn sem íslend-
ings er særður, og ég kenni til
eftir aðhafa horft á hið tryllta
grjótkast, þar sem tugir manna
virtust fúsastir til mannvíga.
Hvernig taka svo blöðin á þessu?
Reyna þau að sefa og mýkja og
játa hreinlega, að hér hafi skamm-
arlega til tekizt. Fyrst og fremst
reyna þau að færa öll rök 'að því,
að þeirra menn séu friðsamar
frelsishetjur, en andstæðingarnir
hafi ráðist á þá saklausa. Nú veit
ég það sjálfur, að óeirðirnar hóf-
ust með grjótkasti á Alþingishús-
ið og ég veit vel, að þeir, sem æstu
menn upp v^ru kommúnistar, þó
að þeir hafi sjálfsagt notið lið-
sinnis frá ópólitískum götuskríl,
sem oft hefir sett sinn svip á
höfuðborgina á gamlárskvöld_
Ég mun ekki ganga í vörn fyrir
neinn, en það er staðreynd, að
það er ekki hægt að láta grýta
Alþingishúsið takmarkalaust. Þá
væri þingræðið afnumið, ef fólkiö
á götunni gæti ráðið því með
grjótkasti og skítkasti hvaða af-
greiðslu mál fengju á Alþingi. Og
þeir, sem horföu á bardagann á
Austurvelli munu gera sér Ijóst,
að þarna hefði orðið óskaplegur
endir, ef ekki hefði veriö tára-
gasið.
Blööin hafa leitað uppi þá, sem
verst urðu úti í viðureigninni á
báða bóga og reynt að gera þá
að sérstökum píslarvottum til að
æsa fólk gegn andstæðingum sín-
um. Það. er þetta, sem mér þykir
ljótur leikur og vafasamur. Það
getur margt borið við í múgæs-
ingu á þann hátt, að það sé illa
gert að gera mikið veður út af
því. En mér virðist, sem blaöa-
menn leyfi sér hvers konar með-
ferö á mannlegum tilfinningum,
aðeins ef það gæti oröið flokks-
legur ávinningur.
Það hafa orðið svo mikil blaða-
skrif um telpuna, sem ætlaði að
slá til ráðherrans, að mér íinnst
afsakanlegt að bæta þar einu orði
við. Fyrir rétti segir stúlkan, að
hún hafi naumast vitað hvað fram
fór, en sér hafi bara fundizt, að
hún yrði eitthvað að gera. Mér
hefði fundizt, að þessi unga stúlka
ætti rétt á því að fá að vera í
friði með tilfinningar sínar eftír
að þetta var skeð En þá koma
blaöamennirnir. Einn heimtar, að
íslenzkar konur rísi nú upp og
mótmæli fyrir hönd kyns síns,
því sem skeð hefir. Annar lýsir
því með fjálgslegum orðum af
mikiíli rómantík að tilræði stúlk-
unnar hafi orðið sér mtkill and-
legur léttir og gefið honum þrek
til að lifa og trúa á islenzku þjóð-
ina, ef ég hef skilið hann rétt.
Nú er það hversdagslegur hlutur,
aö skólatelpur komist í geðshrær-
ingu og hendir það raunar fleira
fólk. Ég sé ekki að það sé neinn
höfuðglæpur, svo að þurfi alþjóð-
armótmæli og ég finn ekki heldur
neina þjóðarfrelsun í því! Hins
vegar finnst mér að hver ábyrgur,
heiðarlegur maður ætti að forðast
að hafa tilfinningar æstra ung-
linga að leiksoppi, bæði pólitískt
né öðruvísi.
Ég hefi nefnt þetta- dæmi af
því það liggur svo ljóst fyrir, þó
að mér sé annars ógeðfellt að ræða
það opinberlega. Öll hlaupum við
á okkur, en blaðamenn okkar eru
þeir níðingar, að þeir hlifa ekki
tilfinningum ungiinga fremur en
öðrum, ef þeir þykjast sjá þar
flokkslegan úvinning."
Hér er þessu bréfi lokið, og þó
að það sé skrifað af nokkrum
hita og sársauka, þá tel ég þó, að
í því sé bending, sem ástæða væri
til að taka til athugunar.
Starkaður gamli.
| Tvær stúlkur |
1 geta fengið vinnu i verksmiðju vorri, Laugaveg 105. |
| Stúlkurnar fá hádegisverð í mötuneyti verksmiðjunn- i
ar. Einnig kemur til mála að sjá stúlkunum fyrir
I húsnæði. i
Ultíma
\ Símar 6465 og 81735. I
= • 5
•iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiimiiaiiiEiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiisiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiii
Hraðsaumavélar 1
Nokkrar hraðsaumavélar í góðu ásigkomulagi
ðskast til kaups.
Gefjun — Iðunn
Reykjavík — Sími 2838.
H