Tíminn - 06.04.1949, Síða 7
73. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 6. apríl 1949.
7
Frá dvol í sænsk-
uni sveiimn.
(Framliald af 4. siðu).
heysins til fóðurs einvörð-
ungu. Votheyið er ódýrara
en nokkurt annað fóður og
það er lika fremur lítil vinna,
að fóðra með því. Aðrar
greinar nýbreytninnar, svo
sem. haganlega innréttuð
fjós, vélgengur áburðarflutn-
ingur, rennibraut til færslu
á fóðrinii, endurbættar
mjaltavélar og sitt hvað
fleira, eru að vísu mjög þýð-
ingarmikil atriði, en þó ekki
ýkja stórvægileg samanbor-
ið við vinnusparnaö þann,
sem næst með votheysgerð-
inni.
Það er staðreynd, að í Sví-
þjóð eru kýr eipgöngu fóðr-
aðar á góðu votheyi meö lít-
illi viðbót af kraftfóðri. Eng- 1
in skynsamleg ástæða er til
að ætla, að þetta geti ekki
einnig tekist á íslandi, ef
rétt er að farið. Sjálfsagt er
þó að fara varlega fyrst í
stað meðan kýrnar eru að
venjast þessu fóðri, og með-
an merifti eru að ná leikni í
verkun votheysins. Votheys-
gerðina geta íslenzkir bænd-
ur hagnýtt sér, ef þeir hafa!
góðar votheysgryfjur, þótt
það séu ekki 12—14 metra
háir turnar. Það kann að vera
nokkrum vandkvæðum bund
ið að fá gott vothey úr til-
tölulega grunnum votheys-
gryfjum. ' Frágangssök mun
það þó engin vera. ef megin-
reglunum er fylgt, sem eru:
að slá snemma, láta grasið
hæfilega blautt í gryfjuna og
þjappa því vel saman. Græfi-
fóður verður að sjálfsögðu
að saxa áður en það er sett
í vothey. En það er alls ekki
víst áð nauðsynlegt sé að
saxa íslenzka tú;igresið, ef
þess er gætt að slá það nógu
snemma. Hins vegar má telja
óhjákvæmilegt að setja hæfi
lega þungt farg á grunnu
votheysgeymslurnar.
Fyrir þá bændur, er þurfa
að byggja votheysgeymslur,
virðist einsætt að byggja
hringlaga turna, sé þess
nokkur kostur. Turnarnir
verða' cdýrustu og beztu vot-
heysgéymslurnar. Blásari til
þess að íæra 1 grasið upp í
turnana getur verið félags-
eign .tveggja eða fleiri ná-
granna. Ódýrt og einfalt
flutningaband kemur og til
greina, einkum á stærri býl-
um. Sláttuvél í líkingu viö
þá er. hér hefir verið frá
greint, er að siálfsögðu of
dýr smábýlum, en vel má
hugsa sér hana sem félags-
eign samhentra nágranriá.
En svo getur heyskapurinn
líka farið fram með venju-
legum tækjum. með þeirri
aðalbreytingu að grasið er
strax. flutt lieim í vothys-
gryfjuria eða turninn, ef til
er. Dæmið frá Gustafsborg
sýnir,. hve góðnm árangri
er hægt að ná við gripahirð-
inguna, með tiltölulega ein-
földum útbúnaði í fjósinu,
ef hagsýni er gætt um fyrir-
komulag þess og ekki þarf
að gefa margar tegundir
fóðurs.
Langsamlega meiri hlutinn
af sænskum bændum eru
einyrkjar á fremur litlum
jörðum, og þeir nota tiltölu-
lega lítið aðkeyptan vinnu-
kraft. Þeir stefna nú að því
að breyta tæknilega sín-
um búskaparháttum . í lík-
ingu yiö það, sem hér hefir
verið greint frá, að sjálfsögðu
með alls konar frávikum eft-
ir staðháttum. og öðrum á-
stæ^ðum. — Vafalaust tekur
þessi þróun alllangan tíma
og verður ýmsum örðugleik-
um bundin. En í þessum og
þvílíkum tæknilegum úrræð-
um telja ýmsir merkustu
búnaðarfrömuðir Svía sé að
finna þá lausn, sem geti lyft
sænslcum bændum á hærra
stig, bæði efnahagslega og
menningarlega.
Enginn efi er á því, að
margt er sameiginlegt um
lífskjör og viðfangsefni ís-
lenzkra og sænskra bænda.
Ég held líka, að þau úrræði,
sem sænskir bændur leita nú
eftir til þess að bæta kjör
sín og afkomu, geti að ýmsu
leyti haft hagnýta 'þýðingu
fyrir stéttarbræður þeirra
hér á íslandi.
Útvegum. gegn teyfum frá Bandaríkjunum alls konar
nsheimilistæki
frá WESTINGHOUSE
::
Aðalfimdur lcikara.
Framhald af 8. sí&u.
veitt úr honum til náms- eða
kynningarferða utan.
Gjaldkeri félagsins las upp
endurskoðaða reikninga og
voru þeir samþykktir.
í stjórn félagsins voru kos
in: Valur Gísláson, formað-
ur, Valdimar Helgason, ritari
og Inga Laxness, gjaldkeri,
og voru hin tvö síðastnefndu
endurkosin. Brynjóifur Jó-
hannesson var kosinn vara-
formaður. — Fulltrúar til að
mæta á fundum Bandalags
ísl. listamanna voru kosnir,
auk stjórnarinnar, þeir Ind-
riði Waage og Gestur Páls-
son.
Að loknunv aðalfundar-
störfum flutti Þorsteinn Ö.
Stephensen fróðlegt erindi
og skýrslu um þriðja norræna
leikhúsþingið. Fyrsta nor-
ræna leikhúsþingið var hald
ið í Stokkhólmi 1937, og þá
samþykkt að halda slík þing
annað hvert ár framvegis.
Vegna styrjaldarinnar varð
þó ekki úr þinghaldi aftur
fyrr en áriö 1946, en þá var
2. þingið háö i Osló, og mætti
þá í fyrsta sinn fulltrúi fyrir
, ísl. leikara (Þorsteinn Ö.
'(Stephensen). ÞriÖja þingið
var svo haldið í Kaupmanna
höfn á s.l. vori, og mættu þar
tveir fulltrúar frá Félagi ísl.
leikara, eins og fyrr segir. —
Næsta (4.) þing verður í
Helsinki 1950, en árið 1952
kemur svo röðin að íslandi,
ef fært þykir. Það væri mjög
æskilegt og skemmtilegt að
úr því þinghaldi gæti orðið
hér, og ríkir mikill áhugi
meðal leikara fyrir því máli.
Á þinginu í Osló (1946)
var ákveðið að stofna fram-
kvæmdanefnd, er starfaði á
milli þinga, og nefnist hún
Norræna leikhúsnefndin.
Fulltrúi íslands í nefndinni
er Þorsteinn Ö. Stephensen,
en varafulltrúi Valur Gísla-
son.
::
::
svo sem
KÆLISKÁPA
ELDAVÉLAR
ÞVOTTAVÉLAR
m STRAUVÉLAR
• HRÆRIVÉLAR
ÞVOTTAÞURRKARA o. m. //.
Allt frá heimskunnum verksmiðjum. Leitið upplýsinga hjá
oss, áður en jbér festið kaup annars staðar
n
n
u
n
*•*
n
♦♦
n
♦♦
n
n
M
♦♦
n
♦ *
n
Sctmlcincl íó í Sc
ctwivinnvL
Véta4eit4- £íw 70S0
{£
ClCjCl |
n
n
n
n
M
♦♦
n
♦«
n
•«
••
n
::
Segjast ekki hafa
ekið eggjuDum
Vegna aðdróttana og í því
sambandi atvinnurógs á
hendur okkur undirrituð-
um sendiferðabifreiðástjór-
um Kaupfélags Reykjavíkur
og nágrennis, í dagblaðinu
„Vísir“ þann 31. marz 1949,
þar sem fullyrt er, að ein-
hver okkar hafi flutt egg og
jarðepli á vettvang, þ. e. að
Alþingishúsinu, lýsum við rit
stjóra ,,Vísis“ ósanninda-
mann að þessu. Á umræddum
tíma vorum við að gegna
skyldustörfum okkar við
dreifingu vara til viðskipta-
manna kaupfélagsins og voru
hvorki egg né jarðeþli í
sendiferðabifreiðum félags-
ins.
Yfirlýsingu þessa óskum
við að birta í dagblöðum bæj
arins.
Reykjavík, 2. apríl 1949.
Bjarni Tómasson (sign)
bifreiðastjóri R 4580.
Kristján G. Kjartansson
(sign)
bifreiðastjóri R 5588.
Friðrik Steindórsson (sign)
bifreiðastjóri R 5641.
'SLngasLmL
Tímans er nú
8 13 0 0
V I Ð S 1 A
flytur úrvals greinar og sögur. í hverju hefti eru land-
og þíóðarlýsingar. Kaupið þann ódyra fróðleik og njót-
ið þess bezta sem gefið er út í timaritsformi.
Tímaritið Víðsjá
H
8
8
■••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦••♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦<
1-2 stútkur
sem geta gengið um beina
óskast i Hreðavatnsskála í
sumar, helzt á aldrinum 20—
30 ára. Þær, sem ekki reykja
ganga fyrir að öðru jöfnu.
Upplýsingar í síma 81300.
Eldurinii
gerir ekki boð á undan sér!
Þeir, sem eru hyggnir,
• tryggja strax hjá
Samvinnutryggingum
HtkniiiÍ Tímam
fer héðan föstudaginn
apríl til Norðurlandsins.
Viðkomustiðir:
. Siglufjörður
Akureyri
H.F. EIMSKIPAFÉLAG
ÍSLANDS.
8.