Tíminn - 23.04.1949, Síða 4
4
TÍMINN, laugardaginn 23. april 1949.
80. blað’
Úrræöin í húsnæðismálunum
Hinir öru fólksflutningar
til bæjanna, einkum Reykja-
vikur höfðu í för með sér ó-
eðlilega eftirspurn eftir hús-
næði. Hefðu löggjafarnir gert
skyldu sína, þá bar þeim að
reyna að hamla gegn því, að
ófyrirleitnir fjársöfnunar-
menn gætu notfært sér slíkt
fyrirbrigði, til auðsöfnunar á
kostnað þj óðarinnar.
Um þetta hlutverk sitt hafa
löggjafarnir svikizt , nema ef
telja skal húsaleigulögin. Með
opnum augum hafa alþing-
ismenn okkar horft á það, að
fasteignabraskarar hirtu I
sölugróða 30—50% af and-
virði hverrar íbúðar. Luxus-
villur, stórhallir og sumarbú-
staðir, sem kostuðu allt að y2
miljön hvor, hafa verið byggð
ir af hinum nýríku mönnum,
á sama tíma og enganveginn
var hægt að fullnægja eftir-
spurn á húsnæði fyrir al-
menning. Með sama sljóa úr-
ræðaleysinu, hafa alþingis-
menn okkar látið það við-
gangazt, að nær allt nýtt hús
næði væri leigt með okurleigu.
Leiga, sem var og er svo há,
að þótt sá, er hús seldi,
græddi á sölunni einni allt að
50% af kostnaðaverði húss-
ins, þá gat sá, er keypti, haft
a. m. k. 10—20% í ársleigu af
fé sínu, ef hann leigði húsið
út. Undir sömu okurleigunni
komu svo íbúðir, er losnuðu
úr leigu í gömlu húsunum. j
Með sama aðgerðaleysinu,'
horfa löggjafarnir á það, að
mestur hluti þessa gróða fjár
plógsmannanna sé svikinn
undan skatti og útsvari.
Hinn almenni borgari, má
svo greiða skattana fyrir blóð
sugurnar. Hið óeðlilega húsa- '
verð og okurleiga leiguhúsnæð
is hefir lagzt sem mara á allt
atvinnulíf í landinu, og stend
ul' nú í vegi fyrir því, að hægt
sé að koma framleiðslu þjóð-
arinnar á réttan kjöl.
Eftir síðustu stjórnarskipti
var fyrst drepið fæti við
því, að hægt væri að byggja
algjörar luxusbyggingar,
enda a/ar slíkt lítt framkvæm
anlegt, þegar allur gjaldeyr-
ir var uppétinn, og þjóðin gat
ekki aflað á móti því, sem
hún eyddi. Svo sjálfsögð rétt-
arbót í þessum málum, eins
og frumvarp Framsóknar-
manna um stóríbúðaskatt,
var dregið. Það mátti ekki
knýja þá, sem mest höfðu
sótt í vasa náunga síns og í
stærstu höllunum bjuggu, til
að gera annað af tvennu, að
greiða skatt af óhófi sínu, eða
láta af höndum rakna, fyrir
ærið gjald, nokkurt húsnæði,
og spara með því dýrmætan
gjaldeyrir, ef allt húsnæði
væri haganlega notað.
Þjóðin horfist nú í augu við
þær staðreyndir, að ómögu-
legt er, að flytja inn og borga
eins mikið byggingarefni og
þarf til þess, að fram-
boð og eftirspurn varð-
andi húsnæði geti komizt í
hæfilegan farveg.
Á Alþingi og í bæjarstjórn
Reykjavíkur má sjá úrræði
flokkanna í húsnæðismálun-
um. Sjálfstæðisflokkurinn
vill afnema húsaleigulögin
og ekkert gera arpiað, Má
segja, að þeir komi í þetta
sinn til dyranna eins og þeir
eru klæddir. Sannir fulltrú-
ar „spekulantanna.“ Alþýðu-
flokkurinn virtist hafa of-
Efíir Hanncs Pálsson, Umlirfelli
reynt sig á húsaleigulögunum
í stríðsbyrjun og sé síðan til
einskis nýtur. Sósíalistafl.
heimtar í þessum málum það
eitt að byggja og byggja, þótt
ekkert fé sé til, til þess að
kaupa fyrir byggingarefni.
Framsöknarfl. er eini f 1., sem
einhverja viðleitni sýnir
í þessum málum, en þær til-
lögur, sem flokkurinn hefir
enn lagt fram, geta þó ekki,
talizt fullnægjandi.
Einu úrræðin, sem að fullu
gagni koma í húsnæðismál-
um, eins og framboði og eftir
spurn og fjárhagslegu á-
standi þjóðarinnar er nú hátt
að, eru eftirtaldar leiðir:
í bæjum, sem hafa yfir á-
kveðna íbúatölu t. d. 4000
manns, þarf að gera eftirfar-
andi ráðstafanir:
1. í hverjum slíkum bæ
þarf að vera þriggja manna
húsaleigunefnd — t. d. þann-
ig skipuð, að leigjendafélag
tilefni 1 manninn, húseig-
endur 1 og sá 3. sé skipaður
af ríkisstjórninni. Þessi nefnd
hefði með höndum leigu á
öllu húsnæði, sem leigt væri
út. Nefndin, eða menn sem
starfa á hennar ábyrgð rneti
í hvert sinn, hvað leigan
skuli vera há. í lögum þeim,
sem um þessi mál yrðu sett,
þyrfti þó að ákveða hámarks
húsaleigu, sem nefndin hefði
aldrei heimild til að fara yf-
ir. Mat húsaleigunefndar
Reykjavíkur sannar það í
seinni tíð, að jafnvel slíkar
nefndir þurfa að hafa aðhald,
ef húseigendur eiga ekki
að geta leigt þær óhæfilega
hátt. Húseigendur hefðu ekk-
ert um það að segja hverjum
leigt væri, en strangar reglur
yrði að setja af ríkisvaldinu,
um hegðun leigutaka og um-
gengni alla. Brot á þeim regl-
um varðaði brottrekstri úr
leiguhúsnæði.
2. Hár stóríbúðarskattur sé
lögleiddur, þar sem húseig-
endur eða leigutakar húsnæð
is greiði ákveðinn skatt eftir
hvern fermetra íbúðar sinn-
ar, sem er fram yfir ákveðið
hámark á hvern fjölskyldu-
meðlim. Skattur þessi þarf að
vera svo hár að hann nemi
hæstu leigu, sem greidd er.
3. Húsaleiga, sem skattþegn
greiðir umfram ákveðið
hámark.sé talin með frádrátt
arbærum útgjöldum á skatt-
skrá. Sanngjarnt væri á með-
an persónufrádrag er eins
lágt og það er nú, að öll húsa
leiga væri frádráttarbær og
engar tekjur reiknaðar í leigu
af eigin íbúð.
4. Á þeim stöðum, sem slík-
ar húsaleigunefndir væru
starfandi, skyldu þær hafa
með höndum alla sölu hús-
eigna innan síns umdæmis.
Sá, sem fasteignina ætti,
mætti.ekkert hafa um það að
segja, hverjum hún væri seld,
ef hann aðeins fengi það
verð, er hann samþykkti.
Verðhækkunarskattur ætti
aö fylgja.
Án efa munu þessar tillög-
ur mæta harðri andstöðu
allra. þeirra húseigenda, er
ekki taka tillit til neins nema
síns eigins stundarhags.
Áður en slíkar tillögur yrðu
samþykktar myndu fasteigna
braskararnir og húsaleiguokr
ararnir berjast örvæntinga-
| fullri baráttu, og ekki hlífast
við að nota allríflegan hlúta
af illa fengnu fé sínu í her-
kostnað. Til liðs við sig múnu
^ þeir fá alla þá, sem selja sál
sína og sannfæringu og nokk
urn hluta af heiðvirðum og
sanngjörnum húseigendum,
^ sem finnst í hreinleika hjarta
| síns, að hinn helgi eignar-
réttur sé skertur.
Ég mun þá fara nokkrum
orðum um hvern einstakan
lið.
Hér að framan hefi ég sýnt
fram á þrennt:
í fyrsta lagi, að af gjaldeyr
isástæðum er ekki hægt að
flytja inn byggingarvörur,
svo að hægt sé að fullnægja
eftirspurninni eftir húsnæði.
í öðru lagi liggur núverandi
húsaleiga eins og mara á öllu
atvinnulífi landsmanna, þar
sem stéttarfélögin knýja laun
sín svo hátt, að leigutakar,
sem hæstu húsaleiguna
borga, geti þó dregið fram líf
ið, og á meðan svo fer fram
mun ekki reynast hægt að
lækka framleiðslukostnað.
í þriðja lagi hefir fram-
ferði flestra húseiganda ver-
ið þannig, að þeir hafa sið-
ferðilega séð fyrirgert um-
ráðarétti eigna sinna. Full-
víst er af reynslu undanfar-
andi ára, að á meðan eftir-
spurn á húsnæði helzt eins
og nú, þá er á engann hátt
hægt að komast fram hjá því,
að leigusalar taki hvern eyr-
ir, sem unnt er að ná, með
því að láta leigutaka greiða
fyrirfram, svo og svo mikinn
hluta húsaleigunnar, án þess
að geta þess nokkurs staðar.
Þess vegna hefir það ekkert
gildi í hinu raunverulega lífi,
þó hámarksleiga sé ákveðin
í lögum, ef húseigendur sjálf-
ir leigja.
Kostir fyrstu tillögu
minnar eru þeir, að það er
ómögulegt að komast í kring
um hámarksákvæðið, þar
sem húseigandi hefir engin
áhrif á það, hverjum leigt er.
Annar kostur, og hann ekki
lítill er sá, að leigusalar geta
ekki svikið undan skatti húsa
leigutekjur sínar, þar sem
húsaleigunefnd hefir yfirlit
yfir alla leigu.
Það, sem menn helzt munu
finna að tillögum þessum, er
það, að þær raski um of um-
ráðarétt manna yfir eignum
sínum og séu jafnvel brot á
stjórnarskránni. Ennfremur
muni slíkar ráðstafanir
stöðva með öllu byggingar.
Þessu er til að svara, að slík
ráðstöfun, sem ég hér hefi
lýst, er í framkvæmd engu
meiri takmörkun á eignarétt-
inum, en húsaleigulög þau, er
nú gilda. Munurinn er aðeins
sá, að húseigandinn hefir
! einhvern tíma endur fyrir
löngu sjálfur leigt húsnæðið,
j en vitanlega hefir hann ekki
i þá gert ráð fyrir að sitja með
j leigutaka um aldur og ævi, en
það hefir hann nú verið skikk
aður til.
Slík lög, sem þessi, eru mið-
uð við neyðarástand og eng-
an veginn ætlast til að þau
gildi um aldur og ævi. En hve
nær er neyðarástand, ef það
vofir ekki yfir hinni íslenzku
Iþjóð nú, eins og málum er
komið, þar sem engan at-
(Framhald á 7. slðuj.
Bóndi úr Þingeyjarsýslu skrifar
eftirfarandi bréf um blöðin nú á
dögum og varðveizlu ríkishapp-
drættisskuldabréfa. Bendingar hans
eru mér kærkömnar og er ég þó
ekki fær um að lofa því, að breyt-
ing verði á útliti Tímans, en það
hefir alltaf sín áhrif að mæla með
eða móti. Hér kemur bréfið:
„Eins og flest annað hefir blaða-
útgáfa á landi hér tekið miklum
stakkaskiftum, frá því sem hér var
í uppvexti þeirra, sem nú eru komn
ir á efri ár, eða t. d. frá því, sem
var um og eftir aldamótin, svo ekki
sé lengra farið. Er það ekki ein-
göngu í því, að þau komi nú oftar
út, eða jafnvel daglega, móts við
viku eða hálfsmánaðarútgáfu áður.
Mismunurinn er mestur í efnisskip-
un þeirra, auglýsingakenndum
fyrirsögnum, o. s. frv. Vafalaust er
margt af þessu til bóta og fyrir-
greiðslu lesendum um að finna
þeirra sérstöku áhugaefna — eða
að m. k. fyrirsagnir þeirra og upp-
höf. En þetta gengur í öfgar, jafn-
vel hættulegar öfgar, þegar sam-
hengi næstum hverrar ritgerðar eða
frásagnar er rofið með því að búta
hana niður, og setja bútana jafn-
vel niöur á þrem stööum i einu og
sama blaöi. Þetta hæfir ef til vill
þeirn blaðlesendum, sem ekki kæra
sig um að lesa nema fyrirsögn og
upphaf hvers umræðuefnis, en hin-
um kemur það í illt skap að þurfa
að leita að framhaldi, ýmist aftur
eða fram í sundurlausum blöðum,
sem eru 8—16 blaðsíður. Það bætir
síst um, að engar prentvillur eru
tíðari, en að skakkt sé vísað til um
framhaldið — og víst er það ekki
svo sérlega fágætt, að framhaldiö
sé hvergi að finna!
Það hefir sennilega einhverja
kosti, gagnvart setningu blaða og
efnisniðurröðun, að grípa til þess
að skipta ritgerðum og frásögnum
innan eins og sama tölublaðs. En
að öllu má of mikiö gera, og þegar
svo langt er gengiö í þessu, að úr
verður tilgangslaus grautargerð,
sem gerir athugulustu lesendum
blaöanna gramt í geði, þá er mál
til komið fyrir þá, sem að blaða-
útgáfum standa, að taka í taum-
ana. Ekki munu heldur þeir, sem
senda blöðum eitt eða annað til
birtingar, vera þeim þakklátir, ef
niðurlagsorðunum, sem oft hafa að
geyma ályktarorð eða áherzlu-
atriði þess, sem um er rætt, er hol-
að niður á einhverjum afviknum
stað í blaðinu, þar sem þau ýmist
eru torfundin eða fara algerlega
framhjá öðrum en þeim, sem hafa
alveg sérstakan áhuga fyrir því um
ræðuefni.
Hvorn lesendahópinn á að meta
meira?
Sennilega er engin tegund hand-
hafabréfa útbreiddari hér á landi,
eða í fleirri manna eigu, en skulda-
bréfin í happdrættisláni rikissjóðs
sem út voru gefin á síðastliðnu
hausti og aftur í byrjun þessa árs.
Trúlega eru þau í margra þeirra
höndum, sem enga reynslu hafa af
varðveizlu verðbréfa, né heldur
vitneskju um, hversu titt það er,
milli árs og dags, að verðbréf glat-
ist eða eyðileggist af slysum, svo
sem við eldsvoða o. fl. Eflaust er þó
mörgum kunnugt um að ýms verð-
bréf og innstæðuskírteini má fá ó-
gilt með dómi, ef þau glatast, þann
ig, að ný útgáfa af þeim hafi sama
gildi og hin fyrri. Þetta nær þó
ekki til nefndra bréfa í happdrættis
láni ríkisjóðs. Er þvi hvert felikt
bréf sem tapast eða eyðileggst, jafn
glatað eigandanum og venjulegur
peningaseðill væri. Þó fyrirvari um
þetta sé að vísu prentaður á hvert
skuldabréf, er þó ástæða til að
minna menn á, hversu um þetta er
háttað, og hvetja þá til að geyma
bréfin þar sem þau eru vel tiltæk,
ef slys ber að höndum, séu þau þá
ekki geymd á eldtraustum stað.“
Þau tíðindi gcrðust á Alþingi
síðustu daga vetrarins að á þriðju-
daginn kom Ólafur Thors með
skrifaða ræðu á þingfund en á
miðvikudaginn séttist hann í sæti
það, sem honum ber í fundarsal, en
hvorugt þetta mun hafa komið fyr-
ir áður síðan Ólafur lét af ráð-
herradóm'i En ástæðan til þess, að
Ólafur settist í stól sinn, var sú, að
amerískir blaðamenn ætluðu aö
taka mynd af þingfundinum. Þetta
finnst mér rétt að geymist á prenti,
þó að ekki verði fært í Alþingis-
tíðindi.
Kuldalega þykir mönnum sum-
arið byrja, en enginn þarf að vera
í vafa um það, að saman hafi fros-
ið vetur og sumar að þessu sinnl,
en það þótti löngum vera góðs viti
og boða það, að gott yrði undir bú
á komandi sumri, hvað sem nú er
oröið.
Starkaður gamli
Þökkum innilega alla samúð okkur auðsýnda við
útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa,
Hafliða JSaldvinssoiiar.
Sömuleiðis þökkum við hjartanlega prófessor, læknum
og hjúkrunarltonum Landsspítalans fyrir sérstaklega
góða hjúkrun og lipurð. Ég bið Guð að launa ykkur
öllum.
Jóna H. Friðsteinsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
Alúðar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu við and-
lát og jarðaför fósturmóður minnar,
Sigríðar Magmisdóttur.
Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda.
Sigurður ísólfsson