Tíminn - 30.04.1949, Side 4

Tíminn - 30.04.1949, Side 4
4 TÍMINN, laugardaginn 30. apríl 1949. 86. blað Ritgerðir Stephans G. Stephanssonar Stephan G. Stephansson: Bréf og ritgerðir. IV. bindi. Umhleypingar. Stærð 424 bls. 22X14 sm. + 2 heilsíðu , myndir. Verð kr. 35.00 ób., 65.00 skinnb. Þjóðvinafélag j Fyrir þá, sem andæfa vilja gegn ýmsum þeim veilum, í!feem nú eru verstar í menn- ingu líðandi tíma, væri sér- stök ástæða til að reyna að útbreiða skáldskap Stephans 'G. Stephanssonar. Þegar munaðarþorsti og nautna- sýki, fégirnd og gróðahyggja: óg taumlaus verzlunar- i mennska fíkir yfir margra sál, er gott að leita mótvæg- I is þar, sem manndómur og þegnskapur skipa öndvegi. Þegar ofstæki og múg- mennska gerir hróp að hverri ærlegri hugsun, er gott að eiga eitthvert athvarf, þar sem hófsemi og sjálfstæði ræður. Þeim, sem reyna að standa vörð svo sem samvizk an býður, þó að freistarinn mæli flátt og sýni þeim girni legar mútur í margskonar formi, er það mikils virði að eiga sér andlegan leiðtoga,1 sem ekki skeikar dómgreind á mati hlutanna, og metur það mest að níðast hvergi á því, sem lífið hefir falið hverjum góðum manni til að vernda og varðveita. Stephan G. hefir lengi ver- ið í fremstu röð íslenzkra þjóðskálda. Þó eru menn ekki svo kunnugir kvæðum hans, sem æskilegt væri. Þau verða aldrei léttmeti fyrir hugsunarlausan múg. Hann orti engin dægurljóð eða slag ara. Það er hugsun í öllum kvæðum hans og stundum djúp, svo að reynslulaus og grunnfær yfirborðsmennska getur á engan veg skilið. En lífsreynsla manna og barátta leiðir þá til skilnings á þessu merkilega skáldi. Heildarútgáfa af kvæðum Stephans hefir nú lengi ver- ið ófáanleg. Fyrir nokkrum árum gaf Mál og menning út úrval úr kvæðum hans og hafði Sigurður Nordal valið og skrifað formála framan við, merkilega ritgerð, svo sem vænta mátti. Sú bók er nú löngu uppseld. Hér liggur nú fyrir að ræða einkum um fjórða bindi af ritgerðasafni Stephans, en það kom út hjá Þjóðvinafé- laginu í vetur og er þar með "'lókið útgáfu þess af bréfum ' ög ritgerðum skáldsins, en doktor Þorkell Jóhannesson hefir búið safnið til prent- : uhar. ★ Að öðrum þræði liggur ' gildi þessa safns í því, að það er heimild um Stephan G. og skáldskap hans. Úr því gildi ýérður ekki gert lítið, því að þeim, sem á annað borð hafa orðið svo heppnir að kynna kér skáldskap Stephans og njóta hans, verður það hug- leikið að fá að þekkja hann óg skilja sem bezt. Og víða í bréfum sínum ræðir Stephan um skáldskap sinn og raunar lifsskoðanir sínar á margan hátt. Þetta væri nóg ástæða til "þéss, að bókin yrði keypt og lesin og eftirsótt, því að það Eftir Malldór Mrisíjánssoii er eitt af því, sem vel sæm- ir að einkenni menntun ís- lendinga, að þeir þekki sem bezt þroskaferil og líf þessa öndvegisskálds síns við Klettafjöllin. En auk þessa er boðskapur og lífsskoðun skáldsins eftir- j sóknarverð til lesturs. Sú lífsskoðun er kunn af kvæð- um háns. Alltaf er hann hetj- an, sem finnst þaö stærra að striða og brjóta í stórhríðum ævinnar mann- raunaís, en að lifa og njóta og leika og dreyma. Sú karlmannlega skoðun er holl á þeirri tíð, j er margir miða allt við það,1 hvað léttast og þægilegast er og selja sál sína fyrir mak- indin. Á tímum gróðahyggjunnar er líka gott að halda í hönd skáldsins, sem sagði, er hann brá upp mynd af * ævisögu sinni í ævintýrastíl: i í dvergastein kemst ég, það kemst sá er vill, ég kannað hef raumsdali á fjöllum, en þéir leggja á gullið sitt álög svo ill, menn ærast af langdvöl með tröllum. Það að vinna, verða að liði mannsins hæsta hlutverk er, var viðhorf Stephans. Þetta er hjartaþráðurinn í öllum skáldskap hans og í samræmi við það hafði hann skömm á þeim, sem stálust undan merkjum og lögðust í ómennsku og þó fyrst og fremst þeim, sem völdu sér það hlutskipti, að níðast á samferðamönnunum og sníkja framfæri sitt frá þeim, og það margfaldlega um þarfir fram. Og hver sá, sem Stephan G. verndar frá því, að ganga þá braut sjálfr ur, á honum mikið að þakka. Ekki spillir það bókum Stephans, að hann er oft svo bráðsnjall í málflutningi, að hrein unun er að verða vitni að þeirri snilld hans. ★ Þetta fjórða bindi bréfa og ritgerða Stephans eru rit- gerðir hans og er bindið nefnt Umhleypingar. En flokkaskipun bókarinnar er þessi: Fyrsti kaflinn nefnist Hripað í hjáverkum og er 78 síður. Það eru þættir í sögu- stíl, smásögur og annað af þeirri ætt. Næsti þáttur heitir Litið um öxl og tekur tæpar 60 síð- ur. Það eru endurminninga- brot skáldsins, einstakir þætt ir úr ævisögunni eða drög og loks þrjár stuttar útfarar- ræður. Þriðji kaflinn er nefndur Ádrepur og erindi og kennir þar margra grasa. Þar eru ræður um ýms efni og rit- gerðir og tekur þetta um 100 blaðsiður. Fjórði þátturinn er Um- hleypingar, fullar 120 síður. Þetta eru ádeilugreinar skáldsins og annað af því tagi, og er ekki minnst vert um þær. Koma þar ýmsar rit gerðir, sem hann skrifaði til varnar sér og skáldskap sín- um, ekki sízt á næstu árun- um eftir heimsstyrjöldina, í deilum þeim, sem stóðu þá vestra um Vígslóöa hans. Eru þar greinar gagnmerkar, meðal annars fyrir þá íþrótt, sem höfundur sýnir í vörn- inni, þar sem við er að eiga ofurefli stríðsæstra manna. Að lokum er einskonar við- bætir, nokkur sendibréf, sem komið hafa í leitir síðan fyrri bindi komu út. i Framh. Vínveitingar í Kvennaskól- anum á ísafirði Athngasemd frá skólastjórniimi Ut af grein í blaði yðar þann 19. janúar s. 1., um vin- veitingar 1 húsmæðraskólan- um á ísafirði, hefir stjórn skólans samþykkt áð senda yður svofelda yfirlýsingu, með eindreginni ósk um að hún verði birt á áberandi stað í blaði yðar. Út af álitsspillandi rang- hermi, sem birtist í blaðinu Tíminn, hinn 19. jan sl. þar sem því er meðal annars haldið fram, að húsmæðra- skólinn á ísafirði geri sér á- fengissölu að féþúfu, vill skóla nefndin taka fram eftirfar- andi atriði: 1. Skólinn hefir aldrei veitt áfengi í veizlum sínum. 2. Skólinn hefir aldrei selt vín í þær veizlur, sem haldn- ar hafa verið fyrir félög eða einstaklinga í skólanum, en í tvö skipti hefir það verið látið óátalið, að félög, sem veizlur héldu í skólanum, legðu borð vín á borð með sér, ásamt til- heyrandi glösum algerlega á eigin kostnað og ábyrgð, og hafa þessar veizlur eigi gefið tilefni til neinna umkvartana frá hendi skólanefirdar eða forstöðukonu. Hins vegar hafa verið uppi raddir um að banna bæri vínnautn, sem þessa. er að framan greinir í skólanum, og hefir nú bæjar- stjórn gert sínar ráðstafanir í því sambandi. 3. Skólanefnd telur um- rædda grein í Tímanum hinn mesta álitshnekk fyrir skól- ann, nema hún verið leiðrétt í sama blaði, og skorar því á ritstjóra Tímans, sem vænt- anlega vill hafa það heldur er sannara reynist, að birta yfir lýsingu þessa í blaðinu við fyrsta tækifæri. Virðingarfyllst Sigurður Halldórsson Sundlaug Hafnarfjaröar verður opnuð í dag 30. apríl 1949. Verður hún fyrst um sinn opin alla virka daga frá kl. 8,30—12 árd. og 2—7,30 síðd. Miðasölunni lokað kl. 7. Gjaldskrá Sund laugarinnar hefir verið enduskoðuð og afnotagjöld hækkuð nokkuð. Hefir þar verið að mestu stuðzt við gjaldskrár annarra sundstaða. Helztu atriði gjaldskrárinnar eru: 1. Fullorðnir, einstök skipti: a) í eins manns klefum ................ Kr. 2,50 b) í hóp-kleíum ........................ — 2,00 2. Börn, einstök skipti .................... — 0,50 3. Afsláttarmiðar, gilda fyrir 12 skipti: a) fullorðnir (afsl. 12y2%) ............ — 21,00 b) börn (afsl. 17%) .................... — 5,00 4. Mánaðarkort fullorðna bundinð við mán aðardag (afsl. 50%) .................... — 30,00 5. Áhugakort barna bundið við 30 skipti (afsl. 20%) .............................. — 12,00 6. Sjúkrakort (t. d. lömunarsjúklinga) ókeypis 7. Sérböð: a) Kerlaug ............................. — 3.00 b) Baðstofa (miðaða við 2—6 baðtíma) 1) einkatímar ................... — 14,00 2) almenningstímar: x) fyrir hvern fullorðinn ............ — 3,00 y) fyrir hvert barn .................. — 1,50 Hver baðstofutími er 50 mínútur. 8. Leiga á sundfötum: a) fullorðinna ......................... — 1,00 b) barna ............................... — 0,50 9. Leiga á handklæðum ...................... — 1,50 Kerlaugin verður lokuð eftir hádegi á laugardögum Með hinum nýju hitunartækjum, vonum vér að hægt verði að auka hita sundlaugarinnar verulega frá því sem áður hefir verið. Hafnfirðingar! notið þennan heilsubrunn yðar og syndið í Sundlaug Hafnarfjarðar. Barnaskemmtun í G. T.-húsinu sunnudaginn 1. maí kl. 4,50 siðd. Til |: skemmtunar verður: II !i Alfkonan í Selhamri leikrit eftir Sigurð Björgúlfsson. « Ennfremur Gitarleikur, söngur, skrautsýning og m. fl. II Aðgöngumiðar seldir í G. T.-húsinu 6—7 í dag og kl. II 10—4,30 á sunnudag. U ngtemplararáð iiiiiiiimiiiiiiiiiiimimmiiiimimiimummimimiiimiiiimmiiiiiiiiiiimiriiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiMi Stúlka | óskast í Kópavogshælið 14. maí. — Upplýsingar gefur I í hjúkrunarkonan. | riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimimiiiiiiiiiiiiiiimimiiiimiiiií LEIKFANGAGERÐIR ! i Eigum fyrirliggjandi iy2 tommu plastic-hjól til leik- i fangagerðar. Birgðir mjög takmarkaðar. Tryggiö yður \ hjólin meðan þau fást. PLASTIC, h. f., Hverfisgötu 116 Reykjavík — Sími 7121

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.