Tíminn - 22.06.1949, Blaðsíða 3
130. blað
TÍMINN, miðvikudaginn 22. júní 1949.
3
íÞRÓTTIR
ýj/ahcfjpictit:
Fram—K.R. 2:2
Sjötti leikur fslandsmótsins fór fram á mánudagskvöld
Fram og K.R. gerðu jafntefli 2:2 eftir mjög skemmtilegan
og spennandi leik. Hraði og kraftur einkenndi bæði liðin, og
voru háar langar spyrnur ráðandi, en lítið sást um stuttan
samleik. Eftir þennan leik er enn meiri óvissa með úrslit'
mótsins, því öll félögin hafa möguleika til að hljóta íslands- ;
meistaratitilinn og hver leikur sem eftir er, er úrslitaleikur.
faanaqrimd wi yrœnan kaíftu
Þar sem lýðræðið grær
Fyrri hálfleikur 0:0
K.R. mætti með sitt sterk-
asta lið, en Fram vantaði
Karl Guðmundsson og lék
Guðmundur bróðir Karls í
hans stað, einnig lék Her-
rnann með og er þetta fyrsti
leikur hans í meistarafl. í ár.
Þessi hálfleikur var mest þóf
á miðju vallarins og lítið sást
af fallegri knattspyrnu. Fram
liðið lék þó mun betur, en
framlínan var ekki nógu sam
virk og ákveðin í upphlaupun
um. Aftur á móti var eins og
leikmenn K.R. finndu aldrei
hvern annan og var liðiö mj ög
sundurlaust og óþekkjanlegt
frá Víkingsleiknum. Eina
hættulega upphlaupið í fyrri
hálfleik var þegar Rikarð
hafði tekist að brjótast gegn
um K.R.-vörnina, en spyrnti
framhjá markinu. Um miðj-
an hálfleikinn varð Óskar
Sigurbergsson, hægri útherji
Fram, að yfirgefa völlinn og
kom Guðm. Jónsson í hans
stað.
Seinni hálfleikur 2:2
Seinni hálfleikur var mjög
skemmtilegur og var eins og
leikmenn hefðu verið að spara
sig, fyrr í leiknum, undir loka
átökin. Framarar sóttu fast
og á 12. mín. tókst Guðm.
Jónss. að skora fyrir Fram,
með glæsilegu skoti frá víta-
teig. Mikil harka komst í leik
inn við markið og á 25. mín.
tekst Ól. Hannessyni að skora
fyrir K.R. úr þvögu. Fram er
þó alltaf meira í sókn, sérstak
lega eru framverðirnir ásamt
Ríkarði virkir. Á 30. mín. fær
Fram horn á K.R.. Guðm.
Jónsson spyrnir vel fyrir
markið og Þórhallur skallar
óverjandi í mark. Stuttu síð-
ar kemst Þórhallur frír að
K.R. markinu, en skaut í
þverslána. Á 38. mín. dæmir
annar línuvörðurinn auka-
spyrnu (mjög vafasamt) á
Fram, rétt fyrir utan vítateig.
Ól. Hannesson spyrnir fyrir
markið og eftir nokkrar
stympingar liggur knöttur-
inn í Frammarkinu, og mun
Gunnar Guðmannsson hafa
skorað. Það sem eftir var
leiksins sótti Fram ákaft, en
K.R. hugsaði aðeins um að
halda jafnteflinu. Framliðið
féil nokkuð vel saman. Fram-
verðirnir Kristján og Sæ-
mundur voru mjög duglegir
þó uppbygging þeirra á leikn
um væri ekki alltaf sem bezt.
Ríkarð var bezti maður liðs-
ins og notaði samherjana
mun betur nú en í fyrri leikj-
um. Guðm. Jónsson er mjög
efnilegur leikmaður og Ósk-
ar Sigurbergsson átti ágætan
leik meðan hans naut við.
K^R. liðið var mjög sundur-
laust. Vörnin var betri helm-
ingur liðsins og var Daníel
mjög traustur. Óli B. var
óvenjulega slappur og réð
ekkert við Ríkarð. Framlínan
náði aldrei góðum leik. Har-
aldur Einarsson, var sá eini
sem reyndi að sameina hana
en án árangurs. Dómari var
Hrólfur Benediktsson.
H. S.
Erlendar fréttir
Við þorpið Hilleröd á Norð-
ur-Sjálandi stendur höllin
Friðriksborg. Hún er kennd
við Friðrik konung II., sem
fyrstur byggði hana en ann-
ars hefir hún verið byggð upp
aftur og aftur, því' að sumir
vildu breyta einhverju og auk
þess varð þar tjón af elds-
voðum eins og víðar. Síðast
brann höllin á dögum Frið-
riks VII. litlu eftir að greif-
inna Danner var þar gift
honum til vinstri handar eins
og það var kallað, þegar kon-
ungar stofnuðu til hjúskap-
ar við kvenmenn, sem stóðu
of nærri borgaralegri alþýðu
til að mega verða drottning-
ar þeirra.
rl'
Höllin, sem gerð var að
þjóðminjasafni.
Það drógst nokkuð að höll-
in yrði endurreist, og stöðv-
aðist verkið vegna þess, að
þurrð varð í fjárhirzlu ríkis-
ins. Því var það, að eigandi
Gamla Carlsbergs bauðst til
að leggja fram stórfé til bygg
ingarinnar, 200 þúsund krón-
ur — gegn því að höllin yrði
gerð að þjóðminjasafni. Því
boði var tekið og nú er þarna
merkilegt safn.
Safnið í Friðriksborg er
fyrst og fremst bundið við
konungia Danmerkur. Þar eru
myndir úr sögu þeirra og þar
er mikið af konunglegum hús
gögnum og skrautgripum.
Hið raunverulega þjóðminja-
safn Dana með minjum og
myndum frá atvinnulífinu
sjálfu, er annars staðar. Það
er sjóminjasafnið í Krónborg,
deild í National Museum í
Kaupmannahöfn og Frilands-
museet í Lyngby í Kaup-
mannahöfn, þar sem sýnd
eru alþýðleg íbúðarhús og
áhöld fyrri alda. Þarna sjá
menn þau tæki og vígi, sem
báru uppi danska þjóðmenn-
ingu og sögu frá kyni til kyns
eins og hún mótaðist af starfi
og trúmennsku alþýðunnar,
Skúli Guðmundsson
setur nýtt met.
Skúli Guðmundsson setti s.
1. sunnudag nýtt íslenzkt met
í hástökki, á móti í Kaup-
mannahöfn, stökk hann 1.95
m og var það mesta afrek
mótsins. Gamla metið, 1.94,
átti Skúli, sett 1946. Næstu
tveir menn í hástökkinu
stukku 1.80 m. Aðrar greinar
mótsins fóru þannig: 100 m:
K. Schisby 10.9 og Sven
Fallesen 11.0. Stangarstökk:
R. Stjernild 3.90 m. Þrístökk:
Preben Larsen 14.69 m. Spjót-
kast: H. Helmersen 59.63 m.
1500 m hlaup: Poul Nielsen
3:57.6 mín. Langstökk: Preben
Larsen 6.65 m. 5000 m hlaup:
Aage Poulsen 14.45.6 m. —
Sleggjukast: G. Christensen
51.81 m. Fjórir köstuðu yfir
50 m. 400 m hlaup: Frits Floor
50.4 sek. 110 m grindahlaup:
Erik Nissen 15.3 sek. Alls
hlupu sex menn innan við 16
sekundur. Kringlukast: J. M.
Plum 44.54 m og Kúluvarp:
Poul Larsen 13.55 m.
29. og 30. júní fer fram
landskeppni í frjálsum iþrótt-
um í Kaupmannahöfn milli
Noregs og Danmerkur.
Danmörk vann Pól-
land 2:1
Danir unnu Pólverj a í lands-
leik í knattspyrnu s. 1. sunnu-
dag. Leikurinn var mjög harð-
ur en ekki vel leikinn. Pól-
verjar voru mikið betri í fyrri
hálfleik, sem þeir unnu með
1:0. Aftur á móti náðu Danir
sér á strik í seinni hálfleik og
tókst að skora tvö mörk. Það
fyrra skoraði Rechendorft, en
hið síðara Lundberg. Danski
markmaðurinn Egil Nielsen
stóð sig mjög vel og sérstak-
lega voru útspörk hans góð og
skoraði Rechendorft, eftir eitt
slíkt útspark, sem lenti inn í
vítateig Pólverjanna.
Júgóslafar unnu Norð-
menn 3:1
í landsleik í knattspyrnu 1
Noregi. í liði Júgóslafa voru
átta leikmenn, sem léku á
Olympíuleikunum, en sem
kunnugt er, urðu Júgóslafar
nr. 2 á Olympíuleikunum. — í
leiknum við Norðmenn voru
Júgóslafar alls ráðandi á vell-
inum, en markmaður Norð-
manna, Torgeir Torgersen
varði frábærlega vel.
Svíþjóð : Ungverja-
land 2:2
Svíar og Ungverjar léku
landsleik i knattspyrnu í
Stokkhólmi s. 1. sunnudag.
Ungverjarnir léku mjög vel
saman og flýtir þeira var mjög
mikill. Þeir skoruðu bæði sín
mörk á undan Svíum, en þeg-
ar tók að líða á seinni hálf-
leik voru Svíarnir úthalds-
betri og tókst að jafna leikinn.
Bezti liðsmaður Svíanna var
Knut Nordahl (bróðir Gunn-
ars og Bertils, en þeir keppa
sem kunnugt er með ítalska
knattspyrnuliðinu Milan).
Milan vill losna við
Albert.
ítalska knattspyrnuliðið
Milan, sem er á keppnisför um
Norðurlönd, vann danskt úr-
valslið í s. 1. viku með 6:2. í
Milan léku tveir Danir, John
Hansen og Carl Aage Hansen,
einnig tveir Svíar, Bertil og
Gunnar Nordahl. Albert Guð-
mundsson hefir leikið meö
Milan um skeið, en fór ekki í
Norðurlandaförina. Nú vilja
forráðamenn Milan losna við
Albert og eins Bretann Sloan
(lék áður með Arsenal) en i
staöinn ætla þeir að ráða Svi-
ann Gunnar Gren og Danann
C. Aage Hansen.
þar sem hún stundaði frið-
samlega lífsbaráttu sína.
Virðuleg grafmerki.
En konungarnir hafa verið
dönsku þjóðinni annað og
meira en tildur og toppfígúr-
ur. í dómkirkjunni í Hróars-
keldu eru flestir konungarnir
af Aldinborgarætt lagðir til
hinnztu hvíldar. Ekki verður
sagt, að það hafi alltaf ver-
ið gert af látleysi gagnvart
dauðanum. Á kistuloki kóng-
anna sumra er líkan af þeim
sjálfum í fullri stærð, eins
og hann liggur á sóttarsseng-
inni. En þakið yfir því minn-
ismerki er borið uppi af fjór-
um súlum og við hverja súlu
er líkan af riddara með al-
væpni. Og á efri hæðinni er
líkneski konungs, þar sem
hann krýpur á kné og gerir
bæn sína frammi fyrir frels-
ara sínum á krossinum. Til
hliðar eru svo kvenlegar ver-
ur sem tákna lönd konungs
harmi þrungin eða einhverj-
ar sérstakar dyggðir, sem
bundnar eru sögu hans.
Svo stórfengleg smíði hefir
verið gerð, sem grafmerki
sumra konunganna. Og þó aö
oft væri gengið nærri alþýðu
landsins við að byggja látn-
um og lifandi konungum til
lofs og dýrðar, er það þó stað
reynd, að þjóðin öll hefur til-
einkað sér þessi verk þannig,
að þau eru þjóðarverðmæti.
Og það er undarlegt að finna
þessar gömlu erfðir í landi
lýðræðissinna og þeirrar al-
þýðu, sem er fyllilega með-
vitandi um rétt sinn og þýð-
ingu. Það sama fólk, sem læt-
ur sér fátt finnast um veizlu-
höld og viðhafnarlæti ein-
kennisklæddra og -krossaðra
tignarmanna er bundið sterk
um tengslum við erfðir og
minnismerki höfðingjavalds-
ins á liðnum tímum þegar
það var ög hét.
Á kóngsins nýja torgi.
Á kóngsins nýja torgi hefir
hin fræga stytta Kristjáns
konungs fimmta staðið í
meira en 200 ár. Konungur-
inn situr á hesti sínum en
undir hestinum liggur sigr-
aður maður, ráðþrota og bug-
aður með kvalasvip á and-
litinu meðan sigurvegarinn
stefnir áfram. Þessi mynd er
minnismerki um liðna tíð.
Hún er mótuð af þeirri til-
finningu, að leið sigurvegar-
ans og valdsins þekki hvorki
vægð né miskunn. Hefðin
byggist á niðui'lægingu og
þjáningu hinna máttarminni.
Þannig var gert hátíðlegt
minnismerki af þjóðhöfð-
ingja Dana fyrir röskum 200
árum. Þannig átti þjóðin að
sjá konungsvaldiö og læra að
virða það og treysta því.
Það er hægt að færa mörg
rök að því, að ennþá sé mann
eðlið eins og það var, og
þessa gamla anda gæti enn
með ýmsum hætti. Það hefir
ekki orðið nein gjörbreyting
á manneðlinu síðustu tvær
aldirnar. En hugarfar og
hjartalag fólksins hefir ver-
ið ræktað á annan hátt. Og
Kaupmannahöfn á ýms minn
ismerki frá síðustu öldum,
sum • konúngleg, — þar sém
sýnd er sú starfsemi ýmis-
konar, sem verndar hinn veik-
ari gróður og hjálpar til eðli-
legs þroska.
Danmerkur saga hin nýja.
Nathalia Zahle var dugleg
og mikilhæf kona, sem helg-
aði líf sitt því starfi að veita
ungum stúlkum kost á mennt
un og skólagöngu áður en
skólaskylda komst á í Dan-
mörku og konur nutu jafn-
réttis við karlmenn. Nú er
skóli hennar rekinn sem helg
úr minjagripur þjóðarinnar
og minnismerki hennar rís yf
ir þaki hans, þar sem tilsögn
og leiðbeining kennslúkön-
unnar er sýnd hinni miklu
konu til lofs. Á einu torgi
borgarinnar eru minnismerki -
um þann þjóðhöfðingja, sem
gaf þjóðinni fræðslulög og
skóla. Slík er þróunin' orðin.
^ Þetta er saga Danmerkur.
Án allra byltinga og ofbeldis-
fullra ógnaraðgerða hefir
danska ríkið þróast frá minn
ismerki Kristjáns V. á kóngs
ins nýjá torgi áð minnisi'nerki
Nathalíu Zahle. Það er leiðin
frá hnefarétti og ofbeldi, sem
byggir á kúgun og vægðar-
lausri niðurlægingu, að því
lýðræði, sem metur mest þau
störfin, að hjálpa öllum til
þroska. Þetta er meðal ann-
ars saga lýðréttinda og þing-
ræðis í Danmörku. Og þetta
er saga hinnar frjálsu og al-
þýðlegu menningar lýðræðis-
J ins í öllum þeim löndum, sem
,hafa borið gæfu til að vera
lýðræöislönd.
Og það er þetta, sem er
prófraun allra lýðræðissinná.
Vilja þeir fara sigurveg Krist
jáns V. yfir hinn fallna and-
stæðing, eða óska þeir þess
að geta orðið öðrum til hjálp-
ar til að ná þeim þroska, sem
þeim er eiginlegur?
Saga dönsku þjóðarinnar
sýnir blessun þess hugarfars,
að vilja hjálpa í stað þess að
troða undir. Það hugarfar ein
kennir og ber uppi menningu
Norðurlanda. H. Kr.
Fasteignasölu-
miðstöðin
Lækjargötu \ 10B. Sími 6530.
Annast sölu lastelgna,
skipa, bifreiða o. fl. Enn-
fremur alls konar trygging-
ar, svo sem brunatryggingar,
lnnbús-, llftrygglngar o. fl. I
umboði Jóns Finnbogasonar
hjá Sjóvátrygglngarfélagl ís-
lands h.f. Vlðtalstlml alla
virka daga kl. 10—5, aðra
tima eftir samkomulagi.
Ten.gill h.f.
RafvélavLðgerbir
Heiði v/ Kleppsveg
Sími 80694.
i
SUMARFRllN
eru að hefjast. Ómissandi ferða-
félagi er ánægjuleg bók. Várla
getur skemmtilegri sögubók en
bók Sumarútgáfunnar „Á VALDI
ÖRLAGANNA".
Fæst hjá Eymundsen. v