Tíminn - 01.07.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 01.07.1949, Blaðsíða 4
TÍMINN, föstudaginn 1. júli 1949. 137. blaff A' „Háskale: Fyrir nokkru síðan birt- ! ist í tímaritinu Syrpu grein eítir Jóhönnu Knudsen, þar sem deilt var á Vestur- íslendinga og þeir taldir sjálfstæði íslands óþarfir, þar sem þeir litu meira á paff frá sjónarmiðum er- íendra hagsmuna en ís- lenzkra. Ingibjörg Jóns- Jóttir, ristjóri Kvennasíðu Lagbergs, hefir nú nýlega svarað þessari ádrept* í Lögbergi og þykir Tíman- am rétt að stuðla að því, að grein hennar komi fyr- ir sjónir sem flestra hér íieima. i Lögbergi síðastl. viku er enaurprentuð grein, Háska- iegur misskilningur, úr tima- ritinu Syrpu, sem gefið er út í Reykjavík; er greinin eftir .vitstj. þess, Jóhönnu Knud- sen. Venjulega hafa Vestur-ís- íenzku blöðin endurprentað ilest það, sem ritað er um Vestur-íslendinga , og þótti ekki ástæða til að breyta út af því, þótt þessi grein stingi allmjög í stúf við þá hlýju og ræktarsemi, sem við höf- um átt að venjast úr þeirri átt. — Við vitum að grein sem þessi ’ túlkar ekki hug írænda okkar og vina eða þjóðarinnar yfirleitt í okkar garð; hún lýsir aðeins æstum cilfinningum kvenmanns, er af furðulegustu ástæðum ber kala til afkomenda íslenzkra landnámsmanna hér í álfu, sérstaklega til þeirra manna af íslenzkum stofni, er gegndu skyldum sínum í ameríska hernum á íslandi á stríðsár- unum. — Vegna þess að ég er fædd vestan hafs og grein þesi er eftir konu, vil ég leit- ast við að svara henni. Með fyrirsögninni „I-Iáska- iegur misskilningur“ á höf- úndurinn við að íslenzka þjóðin skilji ekki, að Vestur- Islendingar séu fyrst og fremst canadiskir og banda- rískir þegnar, og að þessi misskilningur sé háskalegur ve-gna þess að Vestur-íslend- ingarnir, sem voru í hernum, hafi notfært sér hann ís- 'lenzku þjóðinni til meins, og muni gera það aftur undir sams konar kringumstæðum, tíf þjóðin átti sig ekki á þessu atriði. Vil ég þá fyrst víkja að misskilningnum, sem J. K. ræðir um. Ég hygg, að hann geti ekki átt sér stað. Við höfum aldrei reynt að villa a okkur heimildir; við höf- um hvorki haft ástæður né 'iöngun til þess að fara í fel- ur með það, að við teljum okkur borgara þessara landa. hvert á móti, það hefir verið okkur metnaðarmál, að verða sem nýtastir og beztir borg- arar í löndum okkar. — ís- lendingar eru þjóðhollir menn og hvar sem þeir hafa setzt að og þegið þegnrétt- indi — hvort sem það hefir verið í Danmörku, Canada, Bandaríkjunum eða í öðrum löndum — hafa þeir tekið á herðar sér, af fúsum vilja og sem sjálfsagðan hlut, allar þær skyldur og kvaðir, sem þegnréttindum er samfara. íslenzkir landnámsmenn í Vesturheimi gerðust strax í 'byrjun hollir og trúir þegnar sinna fósturlanda og þeir og :ur misskilnináur“ Svargrein efti&' Ing’ibjörgM Jénsdóttnr. afkomendur þeirra hafa ver- ið það ætíð síðan.. — Ég get fuilvissað Jóhönnu Knudsen um, að óþverra vísan, sem hún vitnar í, lýsir ekki hugs- unarhætti íslenzkra land- námsmanna yfirleitt. Þeir söknuðu vitanlega ættjarðar sinnar, slíkt er eðlilegt mönn- um af öllum þjóðum, þegar þeir, einhverra orsaka vegna, eru nauðbeygðir að skilja við ættjörð sína, ekki sízt, þegar það er eins dásamlega fagurt land og ísland er. — En það er óþarfi fyrir Jóh. Knudsen eða nokkurn annan, að vera með klökva út af því að meg- inhluti landnámsmanna hafi setið hér út ævina, þjáðir af i óyndi og heimþrá; þeir höfðu allt annað að hugsa um. — Nei, islenzkir landnmsmenn héldu ekki að sér höndum né grétu úr sér augun; þeir voru i önnum kafnir að br j óta sér braut i hinu nýja landi og að hefja íslendingsnafnið til vegs og viröingar í þessari álfu. Þeir komu hingað meö tvær hendur tómar, ókunnir og , mállausir. Samborgarar j þeirra litu niður á þá fyrst j í stað, sem lítt kunnandi og ! ómenntaðan aðkomulýð, því hverjir þekktu þá íslendinga í þessari álfu? Hvað margir vissu þá, að þeir áttu margra alda merkilega menningu að baki? Hverjum var kunnugt um frelsis- og lýðræðisást , þeirra, sem þróast hefir í vit- j und þjóðarinnar í aldaraðir; j um bókmenntahneigð þeirra, I sem skapaði sögurnar og ljóð- in; um tungu þeirra, þessa fögru forntungu Norður- landa? Það voru sárafáir, er vissu þetta nema íslendingar sjálf- ir. Þeir vissu að þeir áttu, og fluttu með sér til þessa lands, dýrmætar menningar- erfðir og að þessi arfur mátti með engu móti glatast, ekki einungis vegna þeirra sjálfra og afkomenda þeirra, heldur og vegna.þjóðfélagsins, sem þeir voru nú hluti af. Þeir vildu vernda það bezta, sem þeir höfðu erft og leggja það fram sem efnivið til sköp- unar hinum nýju þjóðum vestan hafs. Vestur-íslend- ingar hófu þessvegna þegar í landnámstíð harðsnúna bar áttu fyrir varðveizlu þjóðern- isvitundar sinnar, menningar og tungu. — Þrátt fyrir mikla fátækt, stofnuðu þeir strax íslenzka söfnuði, skóla, lestr- arfélög og menningarfélög; gáfu út íslenzk blöð, tímarit og bækur, og þeir halda öllu þessu áfram enn þann dag í dag. Stjórnarvöld þessa lands hafa aldrei amast við þesari íslenzku þjóðræknis- starfsemi; þvert á móti hafa margir gáfuðustu og lærð- ustu forustumenn þjóðarinn- ar kvatt Vestur-íslendinga til að halda þessu menningar- starfi áfram í lengstu lög. Jafnframt þessu tóku Vest- ur-íslendingar fullan skerf í störfum og framförum hinna nýju þjóða sinna. Þeir gerð- ust nýtir bændur, vaskir fiski menn, athafnamiklir bygg- inga- og viðskiptamenn; þeir létu stjórnmál landsins sig miklu skipta og áttu brátt sína fulltrúa í sveita-, borga- ;fylkja- og lanclsstjórnum. Þeir hafa notið mikilla virð- inga sem læknar, prestar, ; lögmenn, dómarar, kennarar j og landkönnunarmenn, vís- ! indamenn, lærdómsmenn, skáld og blaðamenn. Ung- menni þeirra hafa getið sér ! orðstýr á sviðum náms og lista og íþrótta. — Og þeir menn af íslenzkum stofni, er skarað hafa fram úr á ein- ; hverju sviði og hæst hafa ; risið í hérlendu þjóðfélagi, hafa nær undantekningar- ! laust verið stoltir af uppruna j sínum og sýnt ræktarsemi við íslenzk þjóðræknismál. — ís- lendingsnafnið er ekki leng- ur óþekkt í Vesturhimi, og ég : ætla, að Vestur-íslndingar j hafi fremur varpað ljóma en | skugga á það og megi því bera nafnið með fullum rétti, ef þeir óska þess, án þess að setja það í gæsalappir, eins og greinarhöfundurinn gerir. Stefna Vestur-íslendinga frá upphafi hefir verið í stuttu máli þessi, að reynast sem beztir borgarar og vernda jafnframt þjóðernisverðmæti sín. — Það kom því flatt upp á marga þegar greinar þær, sem Jóhanna Knudsen vitnar í birtust í Icelandic Canadian ritinu 1942. Þeim, sem þekktu 70 ára sögu Vestur-íslend- inga - í Canada, fannst að Vestur-íslendingar í Canada hafi áttað sig á því frá fyrstu tíð, að þeir væru Canada- menn og þeir þyrftu því enga áminningu í því efni; að það myndi ekki auka veg þeirra að gefa í skyn í riti, sem út- breiðast átti meðal fólks af öðrum þjóðflokkum. Og þeim fannst að þess væri heldur engin þörf, að minna Vestur- íslenzk ungmenni á skyldur þeirra við landið, því að öllum var kunnugt um að í strið- inu 1914—1917 gengu tiltölu- lega fleiri íslenzkir Canda- menn í herinn en menn af öðrum þjóðflokkum í Canada. Um sama leyti og ritiö hóf göngu sína, birtist bréf eftir 1 frú Láru Goodman Salverson i í dagblaðinu Winnipeg Tri- bune og var innihald þess, í stuttu máli, að tilgangur Icelandic Canadian Club væri sá, að stuðla að því að ís- lendingar yrðu góðir borgar- 1 ar þessa lands með því að iþeir þurrkuðu út þjóðernis- * sérkenni sln. Ég íslenzkaði i bréfið og það, ásamt svari ' mínu, birtist í Lögbergi 3. nóvember 142. Ég benti á, hve gagnstætt það væri þeirri stefnu, sem Vestur-íslend- ingar hafa fylgt frá upphafi, og skýrð er hér að ofan. Það vajr í ósamræmi við lífsstarf skáldkonunnar sjálfrar, því að hún hefir sótt meginið af skáldsöguefnum sínum í ís- lenzkar bókmenntir og Vest- ur-íslenzkt þjóðlíf. En bréfið og greinarnar voru skrifaðar í hita stríðs- áranna. Markmið Icelandic Canadian Club er: að vinna að því að varðveita hinn ís- lenzka menningararf. Icelandic Canadian félagið var stofnað sérstaklega fyrir ungt fólk af íslenzkum stofni, sem kringumstæðanna vegna hefir ekki náð kunnáttu í ís- lenzkri tungu, en langar samt (Framhald á 6. síSu). Árni Jónsson á Svínaskála hefir sent blaðinu bréf um ek- sem. Rekur hann þar sögu þessa sjúkdóms, eftir því sem nútíma- menn kunna hana. Segir hann aö læknar hafi sagt sér, að veik- in myndi stafa á einhvern hátt af fæði sjúklingsins, en ekki viti þeir að greina það nánar. Árni heldur því fram, að í þeirn sveitum, sem ekki hafi mjólkursölu, þekkist þessi sjúk- dómur varla, en sé mjög algeng- ur á bæjum, þar sem sölumjólk ! sé notuð mikið og sé þessi kvilli orðinn að hálfgerðri plágu eins og til dæmis á Alcureyri. Síðan bendir Árni á það, að við túnrækt sé víða notaður mikill gerviáburður og heldur hann, að það geti ráðið hér nokkru um' á þann veg, að mjólkin verði óhollari, ef kýrnar eyu fóoraðar á þeim gróðri, sem ræktaður er við tilbúinn áburð, hvort heldur er gras eða aðfeng- ið korn. Sömuleiðis nefnir hann síldarmjölið og bendir þar á þá staðreynd, að síldin sé full af átu, þegar hún veiðist á sumrin, „og eigi að verka þessa síld, verður fólkiö sem við það fæst, að verja hendurnar með gúmmí- hönzkum því að annars brenna þær og bólgna undan átunni. Má því búast við, að þetta átu- mjöl hafi miður heppileg áhrif á eðli mjólkurinnar, sérstak- lega sé mikið r.otað af því.“ Síðan lýkur Árni grein sinni svo: „Fyrir nokkrum árum gekk kúafár í Eyjafirði. Dýralæknar rannsökuðu þetta, og gáfu þann úrskurö, ao kúafár þetta mundi stafa af of mikilli fóðurbætis- gjöf, og máske einnig af heyi af tilbúnum áburði. Ef þetta er rétt, sem varla þarf að efa, því þao hefir víðar komið fyrir, er engin fjarstæða að álykta, að mjólk af svona fóðrun geti valdiö kvillum hjá mönnunum sem neyta hennar, fyrst það gat orsakað dauða kúnna. Það ætti að véra tilvalið verkefni fyrir einhvern vísindamanninn að rannsaka þetta til hlítar, svo gengið yrði úr skugga um, hvort j fóðrun kúnna væri að einhverju leyti orsök þessa sjúkdóms. Því heilbrigðisstjórnin virðist ætla aö láta þetta mál afskiptalaust. Yrði rannsóknin neikvæð, væri hægra um hönd að leita orsak- anna annars staðar. Nú halda máske einhverjir, sem framleiða sölumjólk, að þetta sé skrifað í þeim tilgangi að draga úr mjólkurkaupum bæjarbúa. En það .er síður en svo. Mjólkin er sú ódýrasta og bczta fæða, sem við eigum völ á, sé hún ómenguð, og ætti að notast ennþá meira en gert er. Tilgangurinn er einungis sá, að fundin yrðu ráð til að koma í veg fyrir hinar óheppilegu afleið- ingar, af svona fóðrun, ef það skyldi sýna sig við rannsókn, að þaö sé rétt, sem hér hefir verið gert að umtalsefni." Við þessar athuganir verður engu bætt hér, en það er góðra gjalda vert, að glöggir menn og hugsandi komi fram með hug- myndir sínar og getsakir. Það er svo inargt, sem glímt er við og eftir er að rannsaka á þessari vísindanna öld. Starkaður gamli. jTILKYNNING frá Skatístofu Hafnarfjarðar | lagt hefir verið fram 11 | 1. Skrá yfir tekju-, eigna-, viðauka- og stríðsgróða- skatt einstaklinga og félaga fyrir árið 1948 í Hafn í arfjarðarkaupstað. 1 2. Skrá um tryggingariðgjöld, samkv. hinum al- mennu tryggingarlögum frá 26. 4. ’47, bæði per- sónugjald og iðgjaldagreiðslu atvinnuveitenda — vikugjöld og áhættugjöld — samkvæmt 107., | — 112. og 113. gr. laganna. I 3. Skrá yfir þá íbúa Hafnarfjarðarkaupstaðar, sem | réttindi hafa til niðurgreiðslu á kjötverði, samkv. lögum um breytingu á lögum nr. 27. 29 apríl 1946 | frá 16. mai 1949. Skrárnar liggja frammi í skrifstofu Vinnumiðlun- i arskrifstofu Hafnarfjarðar, Vesturgötu 6, daganna 30. I júní til 13. júlí, að báðum dögum meðtöldum, frá kl. 10 | —12 ár. og 4—7 síðd., nema laugardaga, kl. 10—12 | árd. og skal kærum skilað til Skattstofu Hafnarfjarð- ! ar fyrir 14. júlí 1949. Skattstjórinn í Hafnarfirði ÞORVALDUR ÁRNASON Auglýsingasími Tímans 81300 þiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiimi ■ 111111111111 ■ 11111 ■ 111111 ■ 111111111111 ■ 11111 ■ 11111111111111111111M1111111111111111111111111111 ■ 11111111111111111 ■ 11111 ■ i ■ 1111111 ■ 1111111111111111111 * 11111111111111111111111111 rr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.