Tíminn - 01.07.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 01.07.1949, Blaðsíða 2
TÍMINN, föstudaginn 1. júlí 1949. 137. blað hafi tii keiia 1 dág: Sólin kom upp kl. 3.05. Sólárlag kl. 23.56. ÁrdegisflæSi kl. 9.55. SíSdegisflæði kl. 22.17. I nótt: Næturlæknir er í læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs Apóteki, sími 1330. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. Útvarpið Útvarpið í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. 19.30 Tónleikar: Óperulög (plötur). 20.C0 Fréttir. 20.30 Útvarpssagan: „Catalína“, eftir Somerset Maug- ham; XI. lestur (Andrés Björns- son). 21.00 Strokkvartettinn „Fjark inn“: Kvartett i F-dúr op. 18 nr. 1 eftir Beethoven. 21.15 Frá útlönd- um (Jón Magnússon fréttastjóri). 21.30 Tónleikar: Fiðlukonsert ÍD- dúr op. 77 eftir Brahms (plötur). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Vinsæl lög (plötur). Hvar eru skipin? Ríkisskip: JEsja var á Akureyri síðdegis í gær. Hekla er á leiðinni frá Rvík tii Glasgow. Herðubreið fór frá Reykjavík kl. 15 í gærdag austur um land til Siglufjarðar. Skjald- breið fer frá Reykjavík í kvöld til Húnaflóa-, Skagafjarðar- og Eyja- fjarðarhafna. Þyrili er á leið til Norðurlandsins. Eimskip: Brúarfoss kom til Akureyrar í gær, fór þaðan í gærkvöldi til ísa- fjarðar. Dettifoss fór frá Rotter- dág 27. júní, væntanlegur til Rvík- ur um hádegi í dag. Fjallfoss fór írá Immingham 26. júní, kom til Reykjavíkur í gær. Goðafoss er í Kaupmannahöfn. Lagarfoss fór frá Hull 29. júní til Reykjavíkur. Sel- foss fór frá Hamborg í gær til Áustur- og Norðurlands. Tröllafoss fór frá New York 28. júní til Rvík- ur. Vatnajökull kom til Álaborg- ar. 29. júni, fór þaðan í gær til Reykjavíkur. ,,, : _ Einarsson & Zoega: . Foldin er á leið til Reykjavíkur ftá Hull með viðkomu í Færeyj- tiWir væntanleg um helgina. Ling- estroom er í Amsterdam. Flugferðir Flugfélag íslands: Flugvélar Flugfélags íslands fljúga í dag áætlunarferðir til eft- irtaldra staða: Akureyrar (2 ferð- ir), Vestmannaeyja, Keflavíkur, Kirkjubæjarklausturs, Fagurhóls- mýrar, Hornafjarðar og Siglufjarð- ar. í gær flugu flugvélar frá Flug- félagi íslands til Akureyrar (2 ferð- ir), Siglufjarðar (2 ferðir), ísa- fjarðar, Hólmavíkur, Djúpavíkur og Keflavíkur. Á morgun verða áætlunarferðir til þessara staða: Akureyrar (2 ferð ir), Vestmannaeyja, Keflavíkur, Siglufjarðar, Kirkjubæjarklaust- urs, Fagurhólsmýrar og Homa- fjarðar. Ferðafélag Templara efn- ir til skemmtiferðar til Horna- fjarðar og verður flogið þangað í einni af Douglas flugvélum Flug- félagsins. Gullfaxi kemur^ frá Osló í dag kl. 17, en fer síðan beint til Kaup- mannahafnar í fyrramálið kl. 8.30. Loftieiðir. í gær var farin ein f erð til Sands og ein ferð til Akureyrar. í dag verða farnar áætlunarferð- ir til Vestmannaeyja, Akureyrar, ísafjarðar, Patreksfjarðar, Siglu- fjarðar, Kirkjubæjarkiausturs og Fágurhólsmýrar. Geysír kom í nótt frá Stokk- hójmi og Kaupmannahöfn með 46 farþega. Hekla fór kl. 8 í morgun til Prest víkur og Kaupmannahafnar með 42 farþega, væntanleg aftur um kl. 17 á morgun. Geysir fer í kvöld til Parísar með 44 farþega. Árnað heilla Hjónaefni. Nýlega opinberuðu trúlofun sína ungfrú Sigríður Skúladóttir, Fram- nesveg 17, Reykjavík og Gísli Jó- hannesson, Gauksstöðum, Garði. Úr ýmsum áttum ísfiskssölur. Þann 27. júní seldi Skallagrímur 4493 vættir fyrir 1971 pund í Aber- f deen. 28. júní seldi Kári 3615 kits í Fleetwood fyrir 6444 pund. Hall- veig Fróðadóttir landaði í Hamborg 27. þ. m. 289 smál. Séra Árni Sigurðsson fríkirkjuprestur er farinn í sumar- leyfi. í f jarveru hans afgreiðir séra Kristinn Stefánsson, Hringbraut 39, vottorð úr kirkjubókum Frí- kirkjusafnaðarins. Ferðaskrifstofan ráðgerir að efna til tveggja sum- arleyfisferða um næstu helgi, 7 daga ferðar norður í Mývatnssveit og 8 daga ferðar austur í Öræfi og Hornafjörð. Mývatnssveitarferöin hefst kl. 2 á laugardag, ekið um Hvalfjörð og gist í Reykjaskóla í Hrútafirði. Næsta dag ekið til Hóla í Hjalta- dal með viðkomu á Sauðárkróki. Þriðja daginn ekið fram Blöndu- hlíð til Akureyrar. Fjórða daginn ekið fram að Grund í Eyjafirði. í Vaglaskóg og til Reykjahlíðar. Fimmta daginn helztu staðir skoð- aðir í Mývatnssveit, t. d. Slútnes, Námuskarð, Dimmuborgir, Stóra- gjá og fl. Sjötta daginn ekið frá Reykjahlíð til Reykjaskóla í Hrúta firði og sjöunda daginn til Reykja- víkur. .J, .............................................••••iMiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiinin 8 daga ferðin austur í Oræfi og Hornafjörð hefst á laugardaginn 2. júlí. Flogið verður til Horna- fjarðar. Daginn eftir ekið til Fag- urhólsmýrar. í Öræfabyggö verð- ur dvalið í 5 daga. gengið á Hvannadalshnjúk og farið um byggðina á hestum eða bíl. Komið til Reykjavíkur 9. júlí. Ennfremur mun Ferðaskrifstof- an efna til tveggja eða þriggja helgaferða, ef veöur leyfir, t. d. austur að Gullfossi og Geysi, og verður sápa látin í hverinn. Biöð og tímarit Musica, júni-hefti 1949 er komið út. Efni m. a.: Jón Leifs, heimskunnur listamaður íslands, fimmtugur, eft- ir Fritz Jarits. Shostakovich á ís- landi, eftir Alan Moray William. Fréttabréf frá Ítalíu. Nútima norsk tónlist, eftir Olav Gurvin. Gagn- rýnandinn Sigurður Skagfield, eft- ír Tage Ammendrup. Tónminning- ar: M.A.-kvartettinn. Lagið fagra land, eftir Þorstein Sveinsson er á nótum. Rússneska söngaðferðin, viðtal við Serge Jaroff. Grein um Hándel. Úr tónlistarlífinu. Jazz- hljómleikar K. K. Líf tónlistar- mannsins er skemmtilegt, stutt samtal við Jónatan Óiafsson. Af- mælisávarp Jóns Leifs o. m. fl. Tvefr ktmuir .... (Framhald af 1. síöu). dag veröur i^mið í hæsta- rétt. Á þriðjv/'.ag verður far- ið með Esju í hringferð aust- ur fyrir land til Akureyrar. Komið verður við á ýihsum stöðum á Austfjöröum. Þann 11. júlí veröur farið frá Ak- ureyri landveg til Reykjavík- ur. Eftir það ráða gestirnir ferðum sínum sjálfir og mjög líklegt er að þeir fljúgi til Norðurlanda og dveljist þar nokkrar vikur, en munu koma aftur við á íslandi, á heim- leið sinni til Bandaríkjanna. Eru sjúkrabílarnir ógangfærir? Ég hitti sunnlenzkan bónda að máli í gær. Hann hafði orðið að flytja konu sína sjúka af skæðri botnlangabólgu hingað í sjúkrahús til uppskurðar um helgina. Á Sel- fossi á að vera sjúkrabíll, en þeg- ar til átti að taka var sá bíll í Reykjavík og náðist ekki til hans þar. Bóndinn hringdi þá til yfir- læknis sjúkrahúss Hvitabandsins og spurðist fyrir um það, hvort hægt mundi að fá sjúkrabíl úr Reykjavík, en læknirinn kvað það vonlítið, þar sem bílar Rauða kross ins væru sagðir bilaðir og færu helzt ekki út úr bænum vegna þess. að þeim væri ekki treystandi til langferða. Varð konunni því j ekki komið til uppskurðar þann j daginn, en til allrar hamingju rén aði botnlangakastið og var hægt að flytja hana í venjulegum fólks- bíl til Reykjavíkur á sunnudag- inn. Var konan síðan skorin upp á mánudag og tókst vel. Hér hefði þó getað farið illa, þvi að slæmt botnlangakast getur hæglega leitt til skjóts bana, ef ekki er íljótt við brugðið. Liggur þá lííið á að koma sjúklingnum Bæjarráð Reyltjavíkur hefir ákveðið, að efna til al- mennrar hugmyndasamkeppni um útlit og fyrirkomu lag á þrem stærðum sumarhúsa, er byggð yrðu á hin- um nýju garðlöndum við Rauöavatn. Þeir húsameistarar, sem áhuga hafa á þessu, geta fengið útboðsskilmálana afhenta í skrifstofu bæjar- verkfræðings, Ingólfsstræti 5 (2. hæð) alla virka daga á venjulegum skrifstofutíma, gegn kr. 50.00 skilatrygg ingu. Úrlausnir skulu berast sömu skrifstofu fyrir kl. 12 á hádegi 15. ágúst n.k. Borgarstjórinn í Reykjavík éllMIHMHHIHMMMMMIHMHIMIIMHIIHMIIMIHIHMIIIIMHHIIIHIIIIMnHIHHIIIIIIIIIMIIIIIMHIMIIMMMHIIIIIMIIIIIIIIIIIM ! Kaupfélag Siglfirðinga óskar aö ráða nokkrar stúlk ur til síldarverkunar í sumar á söltunarstöð sinni á Siglufirði. Fríar ferðir — Kauptrygging — Gott hús- næði. Nánari upplýsingar gefur Magnús Guðmundsson Sambandshúsinu Sími 7080 eem allra fyrst til uppskurðar og skilja þar oft fáar klukkustundir mii:i heims og helju. Það er því með öliu óviðunandi ástand, að ekki sltuli hægt að ná til sjúkra- bíla með litlum fyrirvara, og þeir skuli ekki vera í svo góðu lagi, að þeim sé treystandi til styttri ferða út fyrir bæinn. Ef til vill eru þeir nú orðnir gamlir og úr sér gengn- ir, en það má þá ekki heldur spara gjaldeyri til kaupa á nýj- um. Annað eins látum við nú eft- ir okkur. Sé hins vegar bifvélavirkjaverk- íallinu um að kenna, má ekki láta við það s’tja, enda trúi ég tæp- lega, að verkfallsmenn gefi ekki undanþágu til að láta gera við sjúkrabíla. Félög, sem gert hafa verkföll, hafa aldrei stöðvað lækna bíla, og ótrúlegt er, að viðgerð á sjúkrabílunum nú yrði meinuð. En hvernig sem þessu víkur við, þá verða sjúkrabílarnir að vera gang- færir, og það má heldur ekki koma fyrir, að fólk úr sveitunum geti ekki náð til sjúkrabíla, þegar mik- ið liggur við. ^"•1 : t-:«SIMd Al k.O i^-" ' * áí r:íV'l í 70 jjbL&r’: '&H TILKYNNING frá Vörubílstjórafélaginu Þrótti Þessa árs merki á bifreiðum félagsmanna verða af- hent á vörutoílastöðinni frá 1.—15. júli. Félags- menn eru áminntir um að þeim ber að hafa merkt bifreiðar sínar með hinu nýja merki fyrir 16. júlí n.k. Stjórn Vörubílstjórafél. Þróttar IMMIMMMMMMMIIIMMIMIIMMMMMMIIMMIIMIMMMMMMIMMIIMIllllMIIIIMilMMII'MIIIMIIMIIIIIMIMMMMIMIMIMIIIIIMIII Rafmagnsvörur — Fittings — Kapal — Straujárn | — Hraðsuðupotta — Pönnur — Kaffikönnur — Raf^ 1 suðuplötur — Hitapúða o. fl. bjóðum við frá einni | stærstu verksmiðju í Danmörku. Hagkvæmt verð. Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu vorri f Þingholtsstræti 23. Sími 1707. : | Jóhann Karlsson & Co. IIIIIII llll lllllllflllll IIIIIII MlÍlllll IIII MIIMltí IIMMMMIIIII lllllll II MIMMMIMMMMMMMMMIIIMMMMM Tvær stúikisr óskast til vinnu í verksmiðju vorri. Helzt vanar sauma skap. Getum látið í té húsnæði ef óskað er. Ú LT I M A Laugavegi 105, 4. hæð — Sími 81735 IHlllllMtlllHIIIIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIHIHHIIIIIIIIIIIIIHIIIMHHIIItllHIHHHir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.