Tíminn - 05.07.1949, Blaðsíða 4
'A
TMINN, þriðjudaginn 5. júlí 1949.
139. blað
Ílykíun Hp|^Mismála|iingsins
„Á heimsenda
kö!dum/7
Evylin Stef ánsson: Á
heimsenda köldum. Jón
Eyþórsson íslenzkaði:
Prentsmiðjan Oddi. Verð:
kr. 56,00 innb.
Tíminn hefur áður birt
t'yrrihluíann aí ályktunum
uppcldismálaþingsins, er
fjallaði urn vernd barna og
ungiinga. Síðari hlutinn, er
einkum fjallar uin björgun
barna og unglinga á glap-
stigum, fer hér á eítir:
Það er álit þingsins, aö á
-einustu áratugum, er þús-
mdir manna hafa flutzt til
'raupstaðanna og milrill hluti
pjöðarinnar horfiö frá alda-
gömlum uppeldisaðstæðum,
">afi ekki veriö nema að nokk-
iru leyti séð fyrir þeim
ippeldisskilyrðum, er vegið
gætu móti þeim, er horfið
>ar frá. í umróti ófriðar og
,eftirstríðsára“ virðist og
hafa slaknað á siðferðis-
kennd þjóðarinnar, mat á
verðmætum raskast, og stund
armunaður metinn meir en
bað, sem varanl. menningar-
gildi hefur. Við frumbýíings-
hætti þjóðarinnar í nýjum
heimkynnum og við ný við-
horf hefur iskyggilega mikill
fjöldi barna og unglínga vilist
U1 lausungar og lögbrota. Má
telja víst, að þessar þjóðfélags
meinsemdir veröi stöðugt ægi
legri, sé ekki búizt til skei-
^ggrar varnar og beitt þeím
aðgerðurn, sem skylt er að
beita í hverju mönningar-
'pjóðíélagi. Vitað er, að all-
stör hópur barna heíur leiðst
ut í hnupl, þjófnað, innbrot,
spellvirki, lauslæti og áfengis
aautn. Verður sá hópur srnám
saman stærri og stærri, sem
ekki er hægt að bjarga við
pær aðstæður, sem nú er við
að búa. Er því hætt við, að
nargir þessara unglinga verðl
annaðhvort vandræða- eða af
brotamenn, sé ekki nú þegar
hafizt handa um nauðsyn-
legar ráðstafanir. Þess vegna
leggur uppeldismálaþingiS tii
pað, er hér fer á eítir:
a) Hæii fyrir fá%’ita og geð-
veik börn séu sett á stoín
sem allra fyrst.
b) Upptökuheimili fyrir
börn og unglinga, sem vilst
aafa á glapstigu, sé byggt á
hentugum stað í nágrenni
Reykjavíkur. Verður það fylli
lega að svara kröfum nútím-
ans. Skal þar fara fram athug
Fasteignasölu-
miðstööin
ILaekjarg'ötu 10B. Sími 6530.
Annast sölu fasteigna,
skipa, blfrelða o. ti Enn-
Jremur r.lls konar trygglng-
ar, svo sam brunatryggingar,
'nnbús-, iiftrygglngar o. fl. í
umboði Jóns Finnbognsonar
hjá S]óvátrygg1ngarfélagl ís-
lands h.f. Vlðtalstími alla
virka daga kl. 10—5, aðra
tíma eft.ír samkomulagl.
A Kg’lýsí isgnsí Jti I
| X 1 M A N S
er 81300.
un á hverjum einstaklingi, áð
ur en honum er ráðstafað
til frambúðar.
c) Reist varði uppeldisheim
ili skv. 37. gr. barnaverndar-
laganna, handa drengjum 8
—12 ára gömium, sem ráð-
stafa þarf til langdvalar.
Heimili þetta sé.fjarri Reykja
vík eða öðrum stærri bæjum,
þar sem land er til búreksturs
og jarðhiti til gróöurhúsarekst
urs.
d) Stofnáð sé uppeldisheim
ili handa 12—16 ára drengj-
um, sem framið haía lögbrot
eða eru á annan hátt á glap-
stigum svo og eldri ungling-
um, skv. 28. gr. barnavernd-
arlaganna. Sé heimilinu val-
inn staður með tilliti til rækt
unar, búreksturs, sjósóknar og
markaðsmöguleika.
e) Rekið sé uppeldisheimili
handa 12—16 ára stúlkum,
sem eru á glapstigum svo og
eídri unglingum, skv. 28. gr.
. laganna, og séu tilsvarandi
starfsskilyrði höfð í huga og
við heimili drengjanna.
f) Menntamálaráðherra
skipi nú þegar nefnd sérfróðra
manna til þess að gera nán-
ari tillögur um stofnanir þess
ar og framkvæmdir, sem þær
. snerta. Ennfremur sé þeirri
nefnd faliö að rannsaka og
gera tillögur um með hverj-
um hætti unnt verði að koma
atvinnulitlum afbrotaung-
lingum í fasta arðbæra vinnu
til sjávar eöa lands.
Uppeldisþingið lítur svo á,
að samræmá þurfi starfshætti
barnaverndarnefnda í land-
inu, svo.að framkvæmd barna
verndarlaganna verði með
svipuðum hætti um iand allt.
Þingið beinir því eftirfarndi
íillögum til Barnaverndar-
ráðs íslands:
I. Reglugerðir um barna-
vemd verði settar fyrir kaup
staði og kauptún landsins.
II. í kaupstöðum og stærri
kauptúnum verði öllum ungl-
ingum á aldrinum 12—18 ára
gert að skyldu að bera aldurs
skirteini (vegabréf) til að
sýna í kvikmyndahúsum, op-
inberum skemmtistöðum og
annarsstaðar, þar sem dval-
arleyfi er bundið við vissan
aldur.
III. Látin sé fara fram at-
hugun á þvi, hvort ekki sé
rétt að hafa aðeins eitt ald-
urstakmark unglinga við
banni að kvíkmyndum, í stað
inn fyrir þrjú, eins og nú
er gert.
| IV. Gerð séu eyðublöð fyr-
: ir tilkynningar um ráðstöf-
uil á börnum í umdæmi ann-
arrar barnaverndarnefndar í
samræmi við 29. gr. laga um
varnd barna og ungmenna.
| Uppeldisþingið leyfir sér að
mæla mjög eindregið gegn
því að 'bæjarstjórnir liver í
sínu umdæmi leyfi atvinnu-
rekstur, sem eykur siðferði-
’.egar hættur og freistingar
’oarna og unglinga. Þingið vill
þar til nefna ýmsa veitinga-
staði, hinar svonefndu „sjopp-
ur“, sem margir nefna nú
, barnaknæpur, því að veitinga
| staðir þessir eru nær eingöngu
sóttir af börnum og ungljng-
I um. Benda má á, að vörur,
sém þarna eru á þoðstólunum,
| eru dýrar og óhollar til neyzlu.
í bók þessari segir Evylin
Stefánsson frá nokkrum þjóð
1 um, sem búa fyrir norðan
. heimsskautsbaug. Frásögnin
er öll létt og lipur. Það er
sagt frá af samúð og góð-
1 girni en þó að því er virðist
án þess að fegra eða fela það
sem máli skiptir. Bókin virð-
ist byggð á beztu heimildum,
sem völ er á, enda er vitnað
| til ákveðinna heimildamanna
og fræðara um flesta kaflana
í inngangsorðum bókarinnar.
! Jón Eyþói’sson hefir þýtt
þessa bók, en hann hefur get
1 ið sér það orð, að vera góður
! og traustur þýðandi, vanda
Iverk sitt og segja frá á góðri
íslenzku, og mun þetta álit
vera maklegt. Bókin hefir því
fariö um þær hendur að hún
mun ekki hafa spillzt við að
færast á íslenzkuna.
| Útgáfa bókarinnar er vönd
uð, pappír góður, prentun og
prófarkalestur í fremri röð,
og margt fallegra og skemmti
: legra mynda til fróðleiks og
fegrunar.
! Þarna er einn kafli um
Grímseyinga og gætu íslenzk
ir lesendur haft hann til
marks um það, hversu rétt-
orð frásögnin sé. Þó munu
ýmsir finna þar ýmsan þann
fróðleik um þessa íslenzku ey,
sem farið hefir framhjá þeim
til þessa.
1 íslendingar hafa löngum
litið á sig, sem eins konar út-
verði menningarinnar í
norðri, á heimsenda köldum,
og er margt rétt i þvi viöhorfi.
Það væri fásinna að metast
um slík öndvegissæti, en illa
er þá skipað sæti vort menn-
ingarlega ef við höfum ekki
hug á þvi að kynnast nokk-
uð þeim bræðrum vorum er
jsitja við hin sömu borð á
norðurvegum og vita sem
‘gerst skil á menningu þeirra.
, Hér er nú á boðstólum,
handhæjj og skemmtileg bók,
sem veitir ýmsar upplýsingar
í því sambandi.
I Þessi bók er skrifuð í þeim
anda, sem metur lífið og nýt- i
ur fegurðar heilbrigðs mann-
lífs og vaxtar þess, án þess
að binda sig fast við einstak-
1 ar kreddur. Það er horft á
| fólkið með því frjálsa og tigna
hugarfari, sem ekki hefir
neina tilhneigingu til að am-
ast við séreinkennum kyn-
þáttanna eða fyllist fordöm-
um yfir því, sem kemur nýst-
árlega fyrir sjónir.
J Því hugarfari höfum við
gott af að kynnast líka.
H. Kr.
Kvenfélags Neskirkju
fást á eftirtöldum stöðum:
, Mýrarhúsaskóla.
Verzl. Eyþórs Halldórsson-
ar, Víðimel, Pöntunarfélag-
j inu, Fálkagötu, Reynivöllum
(í Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs
G. Gunnlaugssonar, Austur-
stræti.
íltbreiiii Tttnam
Gestur á Annmarkastöðum
tekur hér til máls:
,,í minni sveit er eins og víð-
ar, að fólki hefir fækkað og býli
lagist í auðn. Mér finnst sumir
hafa eins ðg nokkra tilhneig-
ingu til að álasa þeirri bænda-
stétt, sem enn situr eftir, fyrir
það, að hinir hafa brugðið á
annað ráð og yfirgefið búskap-
inn. Sjálfur finn ég ekki betur,
en við eigum að hafa sama rétt
og sama frelsi og * hver annar
til að velja okkur atvinnu og
því sé enginn átthagafjötur á
okkur lagður. — En hvaða bend-
ingu hefir þjóðfélagið gefið?
Okkur vantar brú fyrir 250
þúsund. Sú brú myndi tengja
sveitina saman og auk þess
tryggja samgöngur milli fleiri
sveita og þorpa. Hið háa Alþingi
hefir ekki fjárráð til að veita
þetta. Þjóðin okkar hefir ekki
ráð á því, er okkur sagt. í verzl-
unarstaðinn okkar fæst ekki
framlag ríkissjóðs, 150 þúsund,
til bryggjugerðar Og þegar við
bændurnir erum að byggja íbúð-
ir okkar og peningshús, og vinna
önnur slík fjárfrek framtiðar-
störf, þá fáum við mjög tak-
mörkuð og ófullnægjandi lán.
Og um afkomuna er það að
segja, að okkur dugar yfirleitt
ekki 7—8 stunda dagvinna með
nærri 100 frídögum árlega til að
komast af.
Það er hægt að segja, að pen-
ingarnir séu ekki til handa okk-
ur og því verðum við að taka
því. En við sjáum ekki betur
en að byggö sé hver milljóna-
höllin við aðra í Reykjavík. Þá
eru peningarnir til, hvaðan sem
þeir koma nú.»Það skyldi þó al-
drei vera, að bönkunum þætti
jafngott að lána í íbúðir í Reykja
vik og fjósin og túnin okkar?
Og af hverju skyldi það þá stafa?
Það eru mörg dæmi þess, að
annað eins og brúin okkar og
bryggjan myndi kosta, hafi ver-
ið lagt í húsbyggingu yfir ein-
staka fjölskyldu umfram það,
sem eðlilegt og nauðsynlegt gæti
talizt. Ég held, að þetta sé eitt
af því alvarlega og athyglisverða.
Peningarnir, sem áttu að byggja
sveitirnar upp, hafa verið festir
í óhófsbyggingum í Reykjavík.
Og það er ekki bændanna sök
á annan hátt en þann, að þeir
hafa kannske ekki gert allt sem
þeir gátu gert til að hindra völd
og áhrif þeirra manna, er þessu
fengu að ráða. En það ættu þeir
sjálfir, sem svona ráðstöfuðu
fjármagninu, helzt ekki að vera
að ásaka bændur um, eða það
finnst mér.
Ég held, að hér höfum við
bendingar þjóðfélagsins á þá
lund, að það sé ekkert athuga-
vert við þaö, og raunar bara
æskilegt, að sveitirnar eyðist og
þorpin með. Ef þjóðin lítur öðru-
vísi á, þarf hún að gera ráðstaf-
anir til þess, að svona hagfræði-
legar bendingar eigi sér ekki
framtíð."
Marga greinina höfum við les-
ið í Mbl. í vetur um skattfrelsi
og fríðindi samvinnufélaganna.
Nú er skattskrá Reykjavíkur
komin út, og þá kemur í ljós,
að þeir borga mest, sem gjald-
fríir eru, samkvæmt kenningu
Mbl. S. í. S. á að greiða 750 þús.
krónur í útsvar og skatta, Slát-
urfélag .Suðurlands 533 þús. kr.
og Kaupfélag Reykjavíkur og
nágrennis yfir 200 þúsund kr.
Til samanburðar má geta þess,
að Kveldúlfur, með allan sinn
glæsilega nýsköpunarflota, á
hvorki að borga tekjuskatt né
eignaskatt en 50 þús. kr. útsvar,
togaraútgerð Gísla Jónssonar á
samtals að borga 27 þúsund, svo
að nefnd séu íyrirtæki þeirra
manna, sem mestan hlut þakka
sér í „Nýsköpuninni“ og segja.að
togaraútgerðin haldi lífinu í ís-
lendingum og einstaklingsrekst-
ur og hlutafélög beri skattabyrð-
arnar fyrir samvinnufélögin.
Hitt er satt, að forstjórar þess-
ara fyrirtækja borga sumir marg’
faldan skatt á við atvinnufyrir-
tækin og þó er eignaskattur
Gísla Jónssonar ekki nema 286
krónur, enda hefir hann únnið
mikið starf fyrir lítil laun, þar
sem hann gaf þjóð sinni „Ný-
sköpunarflotann,“ „mesta og
glæsilegasta flota í heimi,“ án
þess að auðgast sjálfur meira
en þetta. Dæmin lýsa úr dálk-
um skattskrárinnar og þó að
Mbl. sé góð heimild er ekki úr
vegi að líta endrum og eins í
| skattskrána með því.
Starkaður gamli.
Ég votta hér með öllum þeim, sem á einn eða ann-
an hátt sýndu mér vinsemd og virðingarvott á sjö-
tíu ára afmæli mínu þann 27. júní s. 1., mitt innileg-
asta þakklæti.
Árnagerði, Fáskrúðsfirði 29. júní,
Guðbjörg Sigurðardóttir.
H
I
Skrifstofur
8
n
♦ ♦
n
Vatns og hitaveitu Reykjavíkur verða lokaðar í dag **
♦♦
p (þriðjudag). Ef alvarlegar bilanir köma fyrir, er hægt ::
að hringja í síma 1524.
I
::
♦♦
♦♦
n
Vatns- og hitaveita Reykjavíkur I
n
5::nnnn:::::::::::nnn::nnnnnn:::nnn:n:::::::::n«::::::«::n:n::»::n::::::