Tíminn - 23.07.1949, Síða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarinsson
Fréttaritstjóri:
Jón Helgason
Útgejandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur i Edduhúsir.::
Fréttasimar:
81302 og 81304
Afgreiðslusími 2323
Auglýsingasími 81300
Prentsmiðjan Edda
33. árg.
Reykjavík, laugardaginn 23. júlí 1949
154. iúa&’
Lítill síldarafíi
sera fyrr
Prá fréttaritara Tímans ' |
í Siglufirði.
Sílclveiðiflotinn heldur sig
nú mest á svæðinu út af Haga
nesvík og Siglufirði, og fengu
12—15 skip afla á þeim slóð-
um í nótt.
Sjö skip komu í fyrrinótt
og í gærmorgun meö afla
til síldarverksmiðja ríkisins.
samtals 1800 mál. Aflahæstu
skipin voru Ægir G. K. með
500 mál, og Keflvíkingur með
400 mál.
Sólskin og mikil veðurþlíða
er á Siglufirði dag livern
Mikil aðsókn að
lesstofu Banda-
ríkjanna
Flestir vilja lesa
tæknilegar baekur
og nýjustu skáld-
sögurnar
Lesstofa og taókasafn upp-
iýsingaþjónustu Bandaríkj-
anna í Reykjavík hefir. nú
verið opin í rúman mánuð. Er
mikil. aðsókn að lesstofunni
eftir því sem við er að búast
á þessum tíma árs. Margir
vilja fá lánaðar bækur og
mest er spurt eftir tæknileg-
um bókum og nýjum amerísk
um skáldsögum.
Mr. Rees blaðafulltrúi
bandarísku sendisveitarinn-
ar hér, segir að af þeim sem
komi í lesstofu safnsins skoði
flestir einhverjar l>ækur. Fá-
einir koma reglulega með
nokkru millibili til að skoða
tímarit en varla nokkur mað-
ur lítur við dagblöðunum sem
liggja þar frammi.
Útlán eru all mikil frá safn
inu og að jafnaði lánaðar tólf
bækur á dag. Yfirleitt spyr
fólk sjaldan um sérstakar
bækur en þegar það kemur
fyrir eru það nær eingöngu
fagbækur um ýmis efni. Sum
ir vilja lesa um fluglistina al-
mennt, en aðrir vilja ein-
göngu fá einhverja vitneskju
um helikoptervélar. Þegar
bækurnar eru ekki til í safn-
inu hér eru þær stundum
pantaðar frá aðialsafninu í
Woshington. í bókasafninu
eru nú um 2 þúsund bindi og
bætast um 25 við á mánuði
hverjum.
Reykjavíkurmeisíaramót í frjálsum íþróttum hófst &
íþrótíaveilinum í Reykjavík í gærkvöldi. Þrjár fyrstu grei v.
arnar, sem keppt var í, voru 200 metra hlaup, 800 meira
hlaup og kúluvarp. Náðist góður árangur í þessum greimn
öllum, en engin mét voru sett.
Tvö með pela sinn.
stunda þorskveiöar á Vest
fjorðum í sumar
Afli clragnóíaSBáta sæisillegur í vor en
Miim: ispp á síðkastið
Úrslit urðu sem hér segir i
þessum þremur greinum:
200 metra hlaup:
Haukur Claúsen 21,7 sek.
Guðmundur Lárusson 22,3.
sek. Hörður Haraldsson 22,5
sek.
800 metra hlaup:
Óskar Jónsson 1.55,5 mín.
Pétur Einarsson 1.58,1 mín.
Þórður Þorgeirsson 2.00,2 mín.
Kíiluvar>**
Gunnar Huseby 16,24 m.
Friðrik Guömundsson 14,29
m. Vilhjálmur Vilmundarsor.
14,14 m.
Annars kastaði Gunnar
Huseby við þessa keppni, sen..
hér segir: 15,46 m., 15,92. 16,24
15,78, 15,90 og 15,47.
AII margir bátar af Vestfjörðum hafa stundað veiðar í
vor, bæði með dragnót og handfæri. Afli var sæmilegur
fram til síðustu mánaðamóta, en í þessum mánuði hefir
verið dauft yfir aflabrögðum. Stærri bátar hafa dregið að
fara á síld þar til sézt hvort líkur eru fyrir veiði að ráði en
komi ekki fjörkippur í síldveiðarnar fyrir Norðurlandi núna
fyrir mánaðamótin munu sumir stærri bátarnir fara á þorsk
veiðar með línu.
Hátíð í Póllaitdi
í dag eru fimm ár liðin síð-
an Pólland varð frjálst á ný
og var dagsins minnst með
miklum hátíðahöldum um
land allt. í Varsjá var m. a.
opnuð til umferðar ný breið-
gata, gegnum borgina endi-
, langa, sem er 4 mílur á lengd.
Sömuleiðis var vígð ný brú
þar og 20 nýjar verksmiðjur
onnaðar.
Á Þingeyri var hraðfrysti- !
hús starfrækt á vetrarvertíð- |
inni sem varð ákaflega rýr,1
bæði sakir gæftaleysis og1
aflatregðu, frystihúsið starf-
aði áfram í vor og tók á móti
fiski til frystingar af bátum
sem stunduðu veiðar á vorver
tíðinni bæði með dragnót og
handfæri.
Aðeins einn þilfarsbátur
var gerður út frá Þingeyri á
dragnót í vor, en allmargir
opnir trillubátar stunduðu
veiðar á firðinum og voru
menn með handfæri á þeim.
Öfluðu þeir all vel lengi fram
an af. Bátar þessir eru ekki
gerðir út frá Þingeyri held-
ur víðsvegar utan úr firði, en
þeir leggja afla sinn upp á
Þingeyri og hefir hann verið
hraðfrystur.
Er hraðfrystihúsiö þar nú
búið að frysta um 12 þúsund j
kassa af flökuöum fiski sem
nemur samtals um 300 smá- j
lestum. Má þetta teljast all
gott þar sem vetrarvertíöin
brást svo hrapalega sem raun
varð. Nái húsið að frysta 100
smálestir meira er kominn
sæmilegur afli þó aö vetrar-
vertíðin hafi brugðist.
Um næstu mánaðamót
munu margir Vestfjarðabát-
ar hefja þorskveiðar að nýju
en júlímánuður er venjulega
aflarýr fyrir þorskveiðarnar
á Vestfjörðum. Margir smáir
bátar munu ganga til veiða,
bæði með handfærí og clrag-
nót og einnig með línp, sem
sjaldgæft er á þessum tíma
árs, þar sem flestir bátanna
eru vanir að vera við síld-
veiðar.
Gnnnar Þorsteins-
son bæjarfógeti
í Eyjum
Á ríkisráðsfundi í dag 22.
júlí 1949, var Gunnari Þor-
steinssyni, hæstaréttarlög-
manni veitt bæjarfógetaem-
bættið í Vestmannaeyjum,
frá 1. ágúst 1949 að telja.
(Frá ríkisráðsritara)
Snyderí Aþenu
John W. Snýder, fjármala-
ráðherra Bandarikjanna kon .
í dag til Aþenu. — Hanr.
tjáði blaðamönnum, að hanx
kæmi þangað til þess at
kynnast af eigin raun ýms-
um af innanlandsvandamál-
um Grikkja. Hann sagði, ac’
engar ákvarðanir myndu
teknar um aðstoö við Grikki,
þessa tvo daga sem hann
clveldi i landinu. Hann mur,
halda flugleiðis til Washíng-
ton á sunnudag, ásamt sendi
herra Bandarikjanna ^ I
Aþenu, er fer til Wagþ.ing-
ton til skrafs og ráðagerða um
auka hernaðaraðstoð Bands-
ríkjanna við grísku stjórnina.
gar í
Sigiufirði
Frá fréttaritara Tímans
i Siglufirði.
Leikflokkúrinn Sex í bíl lék
hér í, fyrradag við góða að-
sókn og prýðilegar undirtekt-
ir. Alls efndi fiökkurinn til
þriggja sýninga.
Á frumsýningunni bárust
Guðbjörgu Þorbjarnardóttur
blórn, en hún hefir um all-
mörg ár tekið þátt í leikrita-
starfsemi hér í Siglufirði.
Friðsamleg víkingaferð nor-
rænna manna til Bretlands
Víkingaskipið er byg'gt eftir lýsisijgMin úr
rituin Ssiorra Sturlusonar og Valtýs
_jí
Guðsminclssonar
Um þessar mundir er einkennileg sjóferð farin milli Dan
merkur og Englands til minningar um það að 1500 ár ern
liðin síðan norrænir víkingar lögðu undir sig England 446,
Var til þessara ferðar smíðað skip sem á að vera nokkum
veginn eftirlíking, þó ekki nákvæm, af gömlu víkingaskir
unum og því siglt yfir hafið á seglum einum og án siglinga-
tækja, radars og annarra furðuverka tækninnar sem nív.
þykja nauösynleg í svo til hverri fleytu.
Forseti íslands stað-
festir Aílantshafs-
sáttmálann
Á ríkisráðsfundi í dag 22.
júlí 1949, staðfesti og fullgilti
forseti íslands Norður-At-
lantshafssamninginn, sem
undirritaður var fyrir íslands
hönd 4. apríl 1949, að fengnu
samþykki Alþingis 30. marz,
1249.
Skip þetta var byggt af
skipasmíðastöðinni í Fredriks
sund sem byggt hefir marga
íslenzka fiskibáta. Skip þetta
er að miklu leyti byggt eftir
iýsingum sem varðveitzt
hafa fyrir sagnritun íslend-
inga og er aö finna í Ólafs-
sögu Tryggvasonar er Snorri
Sturluson ritaði og riti Valtýs
Guðmundssonar um skip á
víkinga- og söguöldinni.
Það er ekki fyrr en í apríl
síðastliðinn að ákveðið var að
gera þessa eftirlíkingu af vík
ingaskipi fornmannanna. Var
skipiö smiðað á sex vikum að
öllu leyti og því hleypt á flot
! með mikilli viðhöfn 1. júlí s. 1.
Hefir Eggert Kristjánsson
umboðsmaður skipasmíða-
stöðvarinnar hér látiö blaðmi
í té yfirlit um væntanl. fert
skipsins, sem farin er af nor-
rænum mönnum til gamans
og í friðsamlegum tilgangi til
að minnast atburða vikinga-
aldarinnar þegar hetjurnai'
sóttu auðæfi, ævintýri og:
yrkisefni í viking á svona
skipum.
Eftir nokkurt ferðalag milli.
hafna á vesturströnd Jót-
lands lét skipið í haf til Bret-
lands hinn 18 þessa mánaöar.
Eftir tíu daga siglingu, eða
28. þ. m. á skipið svo að koma
til Kent í Englandi, en helö-
ur þaðan til Lundúna og kem
ur þangað væntanlega 1.
ágúst.