Tíminn - 23.07.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.07.1949, Blaðsíða 3
154. blað TÍMINN, laugardaginn 23. júlí 1949 3 ÍÞRÓTTE ttgmmmmmmtmiffi* 8 :: Kcppnisför K.R. I Noregi Ein glæsilegasta utanför íslenzkra íþróttamanna SettBE 10 met í förinni Frjálsíþróttamennirnir úr K. R., sem keppt íiafa í Noregi að undanförnu eru nýkomnir heim. Er þetta ein glæsileg- asta utanför, sem íslenzkir íþróttamenn hafa farið. Alls voru sett 10 met í ferðinni. Gunnar Huseby bætti metið í kúluvarpi 4 sinnum og varpaði lengst 16,41, sem er nýtt Norðurlandamet. Einnig setti Gunnar met í kúluvarpi beggja handa. Torfi Bryngeirsscn bætti stangarstökksmet- ið tvisvar og boðhlaupssveit K. R. setti met í 4X400 m. — Ingi Þorsteinsson bætti drengjametið í 400 m. grindahlaupi tvisvar. Brynjólfur Ingólfsson, far- arstjóri K. R.-inganna skýrði blaSamönnum nýlega frá ferSinni. Einnig voru Erlend- ur Ó. Pétursson og Gunnar Huseby viðstaddir. FerSin var undirbúin af Frjálsíþróttasambandi Nor- egs, eða nefnd innan þess, sem sér um að glæða áhuga almennings á frjálsum í- þróttum. Formaður nefndarinnar er Christian Schau. Gunnar Ax elsson var fulltrúi K.R. í Nor egi og ferðaðist ni°ð flokkn- um til 10. júní. Solheim, ritari frj álsíþróttasambands- ins norska,- ferðaðist einnig með flokknum allan tímann, sem þeir voru úti. Fyrsta keppni K. R. var í Hönefoss þann 3. júní. Næsta mót og jafnframt stærsta mótið; er þeir tóku þátt í var á Bislet-leikvanginum í Osló 4.—5 júlí. Þar varpaði Gunn- ar kúlunni 15.82 m. og Torfi stökk 4.08 m. í stangarstökki. Næsta hæð var 4.21 m. og munaði litlu að Torfi kæm- ist yfir hana. K. R.-sveitin setti met í 4X400 boðhlaupi, hljóp á 4.26,4 mín. 9. júlí var keppt í Skien. Þar bætti Gunnar met ið og varpaði kúlunni 15.89 m. Þann 10. júlí var keppt í Rauland og unnu K. R.-ing- arnir allar greinar, sem þeir kepptu í og Gunnar bætti metið í kúluvarpi í þiúðja sinn í ferðinni, varpaði 15.93 m. í Odda var keppt 12. júlí og þar unnu þeir einnig all- ar greinar, sem þeir tóku þátt í. 14.—15. kepptu þeir á stóru móti í Stavanger. Torfi bætti stangarstökksmetið aftur og stökk nú 4.12 m. Atrennu- brautin var mjög erfið og bjóst enginn við meti. Síðasta keppni K. R. og jafnframt sú glæsilegasta var í Haugasundi 18. júlí. Þar setti Gunnar tvö ný Noröur- landamet. Varpaði 16,41 m. í kúluvarpi og í beggja handa kúluvarpi 28.28 m. (varpaði 11.88 m. með vinstri hendi). Ekki verður nánar skýrt frá úrslitum í einstökum mót um, enda hefir það áður birzt í blaðinu. Þess má þó geta, að hver einasti keppandi K. R. bætti árangur sinn í förinni, meira að segja Magnús Jónsson, er hljóp 800 m. 2:01^ mín., en Magnús keppti aðeins tvisvar í förinni vegna meiðsla. K. Frægur dýravinur Barátta Axel Munthe fyrír friðun farfugl- anna á Capri Norðurlandamethafinn í kúluvarpi Gunnar Huseby R.-ingarnir hlutu mikið af verðlaunum í þessari ferð. Ásmundur Bjarnason hlaut 12 fyrstu verðlaun, Gunnar Huseby 11 og Torfi 8 og aðrir færri. Einnig hlaut Gunnar sérstakan bikar í Stavangri fyrir mesta afrek mótsins. Flokkurinn hlaut alls stað- ar í Noregi hinar frábærustu móttökur og blaðaummæli voru mjög góð og marg- ar myndir birtust af íslend- ingunum í norskum blöðum. Afmælismót íþróttabandalags Hafnarfjarðar Frá íþróttabandalagi Hafn- arfjarðar hefir blaöinu borizt svohljóðandi frásögn: Miðvikudaginn 20. júlí kl. 8.30 stundvíslega hófst af- mælisíþróttamót á Hörðuvöll- um, frjálsíþróttasvæðinu, til minningar um knattspyrnufé- lögin „Framsókn og 17. júní“, er stofnúð voru í Hafnarfirði 1919. Félög þessi komu sér upp knattspyrnuvelli af eigin ramleik. Síðan hefir verið ó- slitin íþróttastarfsemi í Hafn- arfirði, enda þótt félög þessi störfuðu ekki lengur en til 1926. Afmælismót þetta var í til- efni af því að 30 ár eru síöan félögin hófu starfsemi sína. Keppt var í fimm greinum og urðu úrslit þessi: 80 metra hlaup: 1. Sævar Magnússon 9.3 sek. Er það hafnfirzkt met. 2. Þór- (Framhald á 6. síðuj. Dýravinurinn mikli, dr. med. Axel Munthe, lézt í vetur, 91 árs að aldri. Hann var sænsk- ur að ætt og uppruna, en lengst af ævinnar dvaldi hann og starfaði í öðrum löndum, og hvar sem hann var, stuðlaði hann að bættri meðferð á dýr- um bæði með ritum sínum og lækniskunnáttu. En hann var hvort tveggja, heimsfræg- ur rithöfundur og mikilsvirt- ur læknir. Þekktust er senni- lega barátta hans fyrir verndun farfuglanna á eynni Capri við Ítalíu. í bók sinni, Sögunni um San Michele, hefir hann sagt frá þessum þætti ævisögu sinnar. Bókin er til á íslenzku, en ekki sakar samt að rifja þenn- an kafla lítið eitt upp. Þegar dr. Munthe tók sér hvíld frá læknisstörfum, dvaldi hann jafnan í bústað, sem hann átt-i á eynni Capri, er hann nefndi San Michele. Þar þótti honum gott að vera. En þó amaði þar eitt að hon- um, og það var hið miskunn- arlausa fugladráp þarna á eynni. Farfuglarnir komu þangað þúsundum saman til að leita sér hvíldar. Þeir komu jafnan um sólarlagsbilið, en fáeinum klukkustundum síðar höfðu fuglamorðingjarnir flækt þá unnvörpum í.snörur sínar. Síðan voru þeir látnir hundruðum saman, matar- lausir og vatnslausir, í tré- kassa og fluttir með gufuskipi til Marseille og. étnir á við- hafnar matsölustöðum París- arborgar skömmu síðar. Fuglaveiðin var því ábatasöm atvinna. Fuglarnir voru veiddir í snörur. Undir snörunum voru búr og í þeim voru tálfuglar, er ætíð endurtóku sama kall- ið, nætur og daga, meðan þeim entist þrek til þess. En hvernig var hægt að fá tál- fuglinn til þess að kvaka þannig án afláts? Dr. Munthe svarar því á þessa leið: „Djöf- ullinn hefir fyrir löngu opin- berað lærlingi sínum — manninum, þá svívirðilegu aðferð að stinga augun úr fuglunum með glóandi nálum. Þá syngja þeir, unz þeir deyja“. Þetta er gömul aðferð, og um 1930 var hún enn tíðkuð við Miðjarðarhafið, til dæmis bæði á Spáni og Grikklandi, en á Ítalíu hafði hún þá ný- lega verið bönnuö vegna ó- sleitilegrar baráttu dýravina þar í landi, bæöi dr. Munthe og fleiri. Aðeins fáir fuglar þola þessa meðferð. Fugladrápið stóð yfir sex vikna tíma bæði haust og vor. Fjallið, þar sem bústaður dr. Munthe stóð, Barbarossafjall- ið, var þakið snörum. Það var bezta veiðiland eyjarinnar. Flesta dagana voru snaraðar þúsundir fugla. Eigandi fjallsins var upp- gjafa slátrari og bjó á megin landinu. Hann var sérfræð- ingur í því að blinda fugla. Siðan voru þeir seldir sem tál- fuglar háu verði. Við þennan mann átti dr. Munthe í sí- felldu stríði, frá því að hann kom fyrst til eyjarinnar og þar til viðureign þeirra lauk með því, að dr. Munthe bar hærra hlut. Hann fór til allra I hugsanlegra valdsmanna með I kærur á hendur fuglamorð- ingjanum, en alls staðar fékk hann sama svarið, að ekkert væri við þessu að gera. Mað- urinn ætti fjallið, og hér væri ekki um neitt lagabrot að ræða. Þá tók dr. Munthe til sinna ráða. Hann skóf ryðið af fallbyssu einni, sem ein- hvern tíma hafði orðið inn- lyksa á San Michele, og skaut úr henni á fimm mínútna fresti frá miðnætti til sólar- uppkomu í þeirri von að hræða fuglana frá þessu ó- lánsfjalli. En slátrarinn, eig- andi þess, kærði dr. Munthe, og var hann dæmdur til að greiða sektir. Þá vandi hann hunda sína á að gelta alla nóttina, en fáum dögum seinna dó einn bezti hundur- inn hans snögglega. Honum hafði verið gefið eitur. Dr. Munthe rakst á illræðismann- inn nóttina eftir í grennd við bústað sinn, réðist á hann og sló hann til jarðar, og aftur varð dr. Munthe að greiða sektir. Hann fór til slátrarans og falaði fjalliö af honum til kaups. Slátrarinn gaf honum kost á því, en setti upp marg- falt hærra verð en sanngjarnt var. Dr. Munthe seldi dýrmæt listaverk, sem hann átti og kom með féð til slátrarans, en hann glotti illgirnislega og hækkaði verðið um helming. Nokkru síðar varð slátrar- inn svo ve'ikur, að hann var á- litinn dauðans matur. Þá lét hann senda til dr. Munthe og biðja hann ásjár. Dr. Munthe lofaði að koma, ef slátrarinn vildi vinna eið að því við krossmark að stinga aldrei framar augu úr fugli, og að hann seldi dr. Munthe fjalliö fyrir það verð, sem hann hafði tiltekið í fyrstu. Ekki vildi slátrarinn ganga að þessu. En næstu nótt elnaði honum sóttin, og morguninn eftir sendi hann aftur til dr. Munthe með þau skilaboð, að kröfu hans skyldi verða full- nægt. Stóð þá ekki á dr. Munthe, og litlu síðar hafði hann dælt hálfum lítra af greftri frá vinstra lunga sjúklingsins. Eftir það batnaði honum svo, að hann komst aftur til heilsu. Og nú varð Barbarossafjall- ið griðastaður fuglanna. Þús- undir ferðlúinna farfugla nutu þar nú hvíldar haust og vor, án þess aö menn eða dýr gerðu þeim mein. Um veiðar segir dr. Munthe meðal annars svo: „Sá dagur mun koma, að mennirnir verða að skilja það, að dýrin eiga að njóta vernd- ar okkar, en ekki vera ofur- seld okkar lægstu hvötum. Sömuleiðis það, að við ménn- irnir höfum engan rétt til þess að svifta þau lífi okkur til gamans, heldur aðeins til að fuílnægja nauðsynjum okkar. Meðan mennirnir eru ekki lausir við drápsfýsnina,. hafa þeir engán rétt til að teljá- sig dýrunum æðri að siðgæð_i“._.. Dr. Munthe arfleiddi Land- samband sænskra dýravernd- unarfélaga að 100.000 kr. og mælti svo fyrir, að því fé skyldi sérstaklega verja til að fá afnumið með lögum að hafa dýr til sýnis í fjölleika- húsum og öðrum hliðstæðum stofnunum og til verndar far- fuglum í Svíþjóð. S. H. Kappreiðar í Skagafirði Frá jréttaritara Tívians á Sauðárkróki. Hinar árlegu kappreiðar Hestamannafélagsins Stíg- anda í Skagafirði fóru fram á Vallarbökkum sunnudaginn 17. þ. m. Veður var hið feg- ursta. Mörg hundruö manns sóttu samkomuna. Nítján hestar voru reyndir, 16 stökk- hestar og 3 skeiðhestar. í dómnefnd voru séra Gunn- ar Gíslason, Glaumbæ, Sveinn Guðmundsson, Sauðárkróki og Magnús Gíslason, Frosta- stöðum. í skeiðvallarnef nd voru: Sigurður Óskarsson, Krossa- nesi, Steingr. Óskarsson, Torfastöðum, Jóhann Jó- hannesson, Sólheimum, Sig- urjón Jónasson, Skörðugili, Björn Ólafsosn, Krithóli. Vallarstjóri var Haraldur Jónasson, Völlum og yfirtíma- vörður Guðjón Ingimundar- son, Sauðárkróki. Ræsir var Halldór Bene- diktsson, Fjalli. Fyrstu verölaun í 350 metra spretti hlaut Álfur (12 vetra) Péturs Sigurðssonar Hjalta- stöðum, á 27 sek. Önnur verð- laun Húni (9 vetra) Þórðar Þórarinssonar Ríp, á 27.1 sek. Þriðju verðlaun Sörli (16 v.) Jóns Gíslasonar Sauðárkróki, á 27.2 sek. í 300 m. spretti hlaut fyrstu verðlaun Fengur (12 vetra) Benedikts Péturssonar, Vatns skarði, á 23.- sek. Önnur verð- laun Húni Þórðar Þórarins- sonar Ríp, á 23.2 sek. (í und- anrás hljóp Húni á 22.9 sek.). Þriðju verölaun Geisli (15 v.) Valtýs Sigurðssonar Geir- mundarstöðum, á 23.5 sek. í folahlaupi, 250 m., hlaut fyrstu verðlaun Blesi(6 vetra) Árna Guðmundssonar, Sauð- árkróki, á 19.5 sek. og er þaö bezti tími, sem náðst hefir á Vellinum á þessari vegalengd. Önnur verðlaun hlaut Nói (6 vetra) Sigurbjörns Tryggva- sonar Grófargili, á 20.9 sek. Þriðju verðlaun Óðinn (6 v.) Benedikts Péturssonar Vatns- skarði, á 21.5 sek. Tveir skeiðhestanna hlupu upp en sá þriðji náði ekki lágmarkshraða til verðlauna, sem var 27 sek. miðstoðuu Lækjargötu 10B. Sími 6530. Annast sölu fastelgna, skipa, bifreiða o. fl. Enn- fremur alls konar trygging- ar. svo sem brunatryggingar, innbús-, líftryggingar o. fl. i umboði Jóns Flnnbogasonar hjá Sjóvátryggingaríélagi ís- lands h.f. Viðtalstími alla virka daga kl. 10—5, aðra tíma eftlr samkomulagi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.