Tíminn - 26.07.1949, Blaðsíða 3
155. blað
TÍMINN, þriðjudaginn 26. júlí 1949
3
mKnmwmwmwwnwwwmnmmnmwmtmwwnnnmmw
• I ÞROTTI R •
Meistaruniót Reyhjjavíhur:
Þrj ú ný islandsmet sett
Aðalhluti meistaramóts Reykjavíkur fór fram á föstudag
og Iaugardag'. Þrjú met voru sett í 400 m. grindahlaupi,
kringlukasti og kringlukasti beggja handa. Veður var hag-
stætt fyrri daginn, en síðari daginn var úðarigning og all-
hvasst, en samt sem áður náðist ágætur árangur í flestum
greinum. Eftir aðalhluta mótsins hefir Í.R. flest meistara^tig
eða 8, K.R. hefir 7 og Ármann 1, en eftir er að keppa í boð-
lilaupunum og fimmtarþraut.
Fyrri dagur:
200 m. hlaup:
1. Haukur Clausen, í. R.,
21.7 sek. 2. Guðm. Lárusson,
Á., 22.3 sek. 3. Hörður Haralds-
son, Á., 22.4 sek. 4. Finnbjörr.
Þorvaldsson, Í.R., 23.5 sék.
Eftir þessari keppni var beð
ið með mikilli eftirvæntingu,
en hvílík vonbrgði. Strax upp
úr startinu hægði Finnbjörn
á ferðinni og Guðmundur
hægði einnig á, en Haukur
og Hörður hlupu áfram. Á-
stæðan til þess var sú, að skot
iæsis bergmálaði í þjóðminja-
safninu og Finnbjörn hélt að
einhver hefði þjófstarfað og
það væri verið að kalla þá til
baka. Haukur hljóp mjög vel
og skorti aðeins 1/10 á metið.
Hástökk:
1. Halldór Lárusson, Á., 1.70
m. 2. Eiríkur Haraldsson, Á.,
1.70 m. 3. Þórir Bergsson 1.65.
Kúluvarp:
1. Gunnar Huseby, K.R.,
16.24 m„ 2. Friörik Guðmunds-
son, K.R., 14.29 m„ 3. Vilhj.
Vilmundarson, K.R., 14.14 m.
Gunnar setti nýtt vallarmet.
en gamla metið átti Roland
Nielson, Svíþj, 15.92. Nielson
átti einnig Norðurlandametið,
sem Gunnar bætti fyrir
nokkru og var það 16.24 m„
eða sama kastlengd og hann
náði núna.
800 metra hlaup:
1. Óskar Jónsson, Í.R., 1:55.5
mín„ 2. Pétur Einarsson, Í.R.,
1:58.1 mín„ 3. Þórður Þor-
geirsson, K.R., 2.00.2 mín.
Óskar hljóp mjög vel og er
þetta bezti tími, sem hann
hefir náð hér landi. Pétur
bætti tíma sinn mikið og er
það þriðji bezti tími íslend-
ings á þessari vegalengd.
400 m. hlaup:
1. Sig. Björnsson, K.R., 56.1
sek„ 2. Reynir Sigurðsson, í.-
R„ 59.0 sek„ 3. Ingi Þorsteins-
son, K.R., 59.3 sek.
Sigurður setti nýtt met, en
gamla metið er Reynir átti,
var 57.1. Samkvæmt finnsku
stigatöflunni gefur það 854
stig, sem samsvarar 15.5 í 110
m. grindahl. Til samanburöar
má geta þess, að á Oslo-leik-
unum 5. júlí vannst þessi
grein á 56.3 og í landskeppn-
inni milli Noregs og Danmerir-
ur hljóp fyrsti maður á 56.0 og
er hann varamaður í keppn-
inni milli U.S.A. og worður-
landa.
Langstökk:
1. Torfi Bryngeirsson, K.R.,
6.68 m„ 2. Magnús Baldvins-
son, Í.R., 6.55 m„ 3. Halldór
Lárusson, Á„ 6.24 m.
Spjótkast:
1. Jóel Sigurðsson, Í.R., 64.13
m„ 2. Halldór Sigurgeirsson,,
Á. 54.73 m„ 3. Gísli Kristjáns-
son, Í.R., 51.22 m.
Seinni dagur:
100 m. hlaup:
1. Finnbj. Þorvaldsson, í,-
R„ 10.5 sek„ 2. Haukur Clau-
sen, Í.R., 10.6 s k„ 3. Guðm.
Lárusson, Á„ 10,7 sek.
Finnbjörn náði bezta við-
bra#ðinu og varð strax 2—3 m.
á undan Hauki, en Guðmund-
ur var rétt á eftir honum. Eftir
80 m. hafði Haukur náð Finn-
birni, en Finnbirni tókst að
Verða brjóstþykkt á undan í
mark. Tímamunur var gerð-
ur og er það nokkuð hæpið.
Tími Finnbjörns er 1/10. betri
en íslenzka metið, en með-
vindur var of mikill, 3—4
vindstig.
Stangarstökk:
1. Torfi Bryngeirsson, K.R.,
3.80 m„ 2. Bjarni Linnet, Á„
3.40 m.
110 77i. grindahlaup:
1. Örn Clausen, Í.R., 15.2
I sek„ 2. Ingi Þorsteinsson, K,-
'R„ 16.0 sek„ 3. Sig. Björnsson.
K.R., 16.6 sek.
(Framnaia á 6. siðu).
Kantelehljómleikar
finnsku hjónanna
Byrði sorgarinnar lyftir sál-
um sumra manna og eykur
söng og gleði. Þá, sem þannig
eru gerðir, leggja forlögin
stundum í einelti, til þess að
þjálfa og styrkja hið milda
mál listarinnar, svo að þeir
geti borið boðskap hreinleik-
ans í heimalandinu eða til
fjarlægra landa, þegar vættir
hafa lokað hallardyrum þess
eöa landshlutum, þar sem
þúsundir verða að flýja þá,
ástkærustu staöina, er forfeð-
urnir hafa búið á öldum sam-
an.
Þeir heyra óminn úr fjar-
lægð tímans, kirkjuklukkn-
anna úr klaustrinu Valamo,
sem hljóma yfir alla skálmöld
og hrakviðri stríðsins, og með !
hugprýði og karlmennskuþori i
leggur fjöldinn leið sína til ó- J
kunnra landa, færandi dögg!
táranna 1 tónum og kvæðum i
heimalands sins. — Það var
fögur stund að hlusta á hina
ungu finnsku konu, frú Rin-
tala, syngia — og spila þá á
hið finnska þjóðarhljóðfæri.
„kantele", í Dómkirkjunni á
finimrudag síðastl. Herra
vígslubiskup Bjarni Jónsson
ínnleiddi þennan trúarlega
hljómleik með bæn og sálma-
söng, og með leiðsögn herra
Rintala, sem útskýrði sögu
„áaltele" hljóðfærisins, spil-
aði frúin fyrsta þáttinn úr
„Finnlandia" eftir Sibelius-
The mált i Finnlandium sem
er finnsk þjóðvísa, hljómaði
framúrskarandi vel, og með-
höndlaði frúin hljóðfærið
eins og Virtuóse, hinir
hreinu ljúflings hljómar
þessa hljóðfæris eru þýðendur
finnsku þjóðarinnar, sem í
aldaraðir hefir barizt fyrir
frelsi. í söng og vonarbænum
og hetjukvæðum hreystinnar.
talar „kantele“ hljóðfærið
máli hinnar hraustu ágætu
finnsku þjóðar í ys og þys
dagsins og í stríðsgóli stór-
veldanna, þá sé frú Rintale
velkomin hingað til landsins
- að láta hljóma:
„Kantele med
toner klara“.
Sig. Slcagfield.
íslendLngaþættir
Sextugur: Guðmundúr Árnason,
Bólstað, Steingrímsfirði
Guðmundur Árnason er aðslæknir okkar. Eru slíkar
fæddur þann 29. maí 1889 að ferðir Guðmundar ótaldar og
Bólstað í Steingrímsfirði og engin skrá yfir þá, sem hann
varð því sextugur þann dag á þann hátt beint og óbeint
á si. vori. | varð til að hjálpa til lífs
Foreldrar hans voru Árni og heilsu. Einn veturinn fór
Gunnlaugsson og kona hans Guðmundur t. d. 7 slíkar ferð-
Kristin Hallvarðsdóttir, sem ir.
þá bjuggu að Bólstað. | Um greiðslu fyrir slíkar ferð
Fjögurra ára gamall fór ir veit ég ekki, en nær er
Guðmundur frá foreldrum sín J mér að halda, að þær hafi
um í fóstur til föðurbróður ( oft ekki verið miklar. Og það
síns Ólafs Gunnlaugssonar | veit ég með vissu, að það
sem þá bj ó að Bassastöðum í skifti Guðmund ekki megtu
Steingrímsfirði. Vorið 1910 máli, hver greiðslan var; hon-
fluttist Guðm. með fóstra sinjum var það aðalatriði, að
um að Kúvíkum í Árneshreppi j geta komið til hjálpar, þar
og var þar í 3 ár. 1913 réðist sem hjálpar var þörf. Eftir að
E.s.,Brúarfoss’
fer frá Reykjavík fimmtu-
daginn 28. þ. m. til Gautaborg-
ar og Kaupmannahafnar.
d^œndí
ttri
Gætið þess að hirða og verka vel allar húðir og
skinn, er til falla á búum yðar og afhenda þær Kaup-
félögunum til sölumeðferðar.
Reynslan mun hér eftir sem hingað til færa yðui
sanninn um það, að með því móti fáið þér hagstæð-
ast verð.
£aimkan4 foi AatnViHnuýélaga
E.s. Lagarfoss
fer írá Reykjavík sunnudag-
inn 31. júlí til vestur- og norð-
urlandsins.
Viðkomustaðir:
Patreksfjöröur,
ísafjörður,
Siglufjörður,
Akureyri,
Húsavík.
H.f. Eimskipaféiag íslands
Httbmiíi Tmann
hann vinnumaður til séra
Böðvars Eyjólfssonar í Árnesi
og var hjá honum í 2 ár.
ÁiúÖ 1915 fluttist Guðmund
ur að Naustvík í Árneshreppi
og byrjaði þar búskap. 1916
fluttist Steinunn Guðmunds
dóttir frá Gíslabala til hans.
Voru þau þá heitbundin. Hafa
þau siðan búið í Naustvík og
eignast 9 börn, sem öll eru
á lífi nema eitt, 6 dætur og
2 synir.
Þetta er þá í stuttu máli 60
ára lífsferill bóndans í Naust-
vík. Fljótt á að.líta ósköp fá-
brotin og lík því sem almennt
gerist og sumum kann að
finnast óþarft að rifja upp
og rekja. En „hver einn bær
á sína sögu“, stendur þar, og
svo er hér.
Ekki hefir Guðmundur þó
komizt til mannvirðinga, eft-
ir því sem almennur skiln-
ingur er lagður í það orð.
Hann hefir ekki verið hrepp-
stjóri, ekki oddviti og ekki set
ið í hreppsnefnd og yfirleitt
ekki verið kosinn til opinberra
trúnaðarstarfa. Hvað er þa
merkilegt um manninn?
kann einhver að spyrja, sem
lítið þekkir til. En það er til,
að menn komist.til virðingar,
þó þeim hafi ekki hlotnazt
neitt af þessu. Og það þeirra
virðinga, sem öllum mannvirð
ingum er haldbetra. Og það
er einmitt það, sem Guð-
mundi hefir tekizt. Hann á
óskiftan vinarhug og virð-
ingu hvers einasta sveitunga
síns og meira þó. Strax á
ungdómsárum sínum tókst
honum að vinna sér hylli
sinna samsveitunga í Kald-
rananeshreppi, þar sem hann
ólst upp, svo að hann á þar
alla að vinum, sem ólust upp
með honum og eru ofar foldu
Það hefir orðið hlutskifti
Guðmundar síðan hann kom
í þessa sveit, að veita mönn-
um meiri hjálp og fyrir-
greiðslu, heldur en dæmi eru
til um einn mann annann.
Strax þegar hann kom hér,
ungur maður, var fljótlega
leitað til hans, um þau ferða-
lög, sem erfiðust þóttu og
skjótlegast þurfti að leysa af
hendi. En það voru læknis-
vitjanir og meðalaíerðir inn
á Hólmavík. Voru til þeirra
ferða valdir beir menn, sem
bezt var treyst um þol og
áræði, því yfir heiði og há-
fjöll var að fara og ekki spurt
um veður eða færi, þegar
mikils þurfti við. Var það held
ur ekki á færi neinna auk-
visa, að fylgjast með hinum
ötula ferðagarpi, Magnúsi
Péturssyni, sem þá var hér-
Guðmundur /ór að búa í
Naustvík, kom það í hans
hlut að ferja feiðamenn yf-
ir Reykjarfjörð, þegai- peir
áttu leið þangað, sem oft var
á þeim árum, bæði í verziun-
arerindum og annað. Ekkl
dróg úr þeim ferðum eftir að
læknir kom í héraðið og sett
ist að a Kúvíkum og sim-
inn var lagður þangað, en
þar var eina símstoo sveit-
arinnar í mörg ár. Á tíma-
bili naut Guðmundur lítils-
háttar styrks til þessara ferju
starfa, auk þess sem hver,
er fluttur var, átti að greiða
lítilfjörlegt gjald. En þetta
náði til fæstra ferjumanns-
ára Guðmundar og þá mun
ferjutollurinn ekki alltaf
hafa verið greiddur. Varð hon
um þetta því lítil búbót fjár-
hagslega, en mikið erfiði, því
oft var ekki spurt að ástæð-
um þegar ferjumaðurinn var
kallaður.
Á sama hátt hefir Guðm.
si og æ verið í þjónustu sinna
sveitunga á sjó og landi á svo
margvíslegan hátt. en aldrei
hefir það á honum heyrst að
þetta væri ekki alveg sjálf-
sagt. Hver fyrirhöfn og
hjálp hefir verið af hendi
látin með þeirri hjálpfýsi og
hjartahlýju, sem fágætt er.
Hafa þau hjón verið svo sam-
hent sem bezt getur verið og
eins þeirra ágætu börn, eft-
ir að þau komust upp.
Nautsvík er erfið jörð og
erfitt að gera hana að rækt-
arbýli í þeim stíl, sem menn
nú hugsa sér bújarðir. Allar
ferðir, sem ekki eru farnar
á sjó liggja um erfitt bratt-
lendi. Gildir þar einu máli,
hvort farið er til heyskapar
á tún eða engjar, til hirð-
ingar sauðfjár, aðdrátta eða
terðalaga, því undirlendi er
þar ekkert, en yfir bænum
eru hin erfiðu Naustvíkur-
skörð. En þó finnst mér allt-
af viðkunnanlegt í Naustvík.
Framundan bænum er Réýkj
arfjörðui’inn oft blækyrr með
hin háu og tignarlegu 'ijöll
sunnan fjarðarins, speglandi
á spegilsléttum haffletinum.
Kyrrt er þar, hlýtt og un-
aðslegt í hvömmum og hlíð-
um á mildum vor- og sum-
ardögum. Þarna heíir öuð-
mundur búið í 34 ár og 'bún-
ast vel, þegar á allt er litið.
Og ég hygg að hann tileinki
sér oft þau orð, sem skáldin
hafa lagt Gunnari á Hlíðar-
enda í munn: „Hér vil ég una
æfi minnar daga, alla sem
Guð mér sendir“.
Búskapur Guðmundar hefir
(Framhaid á 7. slðu)