Tíminn - 10.08.1949, Side 4

Tíminn - 10.08.1949, Side 4
TÍMINN, miðyikudaginn 10. ágúst 1949 166. blað - Blöð Sjálfstæðisflokksins :.næðast nú mjög út af dýrtíð- :ínni. Þau segja hreinlega, að hún sé búin að sliga atvinnu- 7egina, hennar vegna sé rík- issjóðurinn kominn í fjárhags 'legt þrot, og af hennar völd- um sé ekkert nema algert hrun framundan, ef nú sé ekki hið bráðasta brugðið við •til bjargar. Saga Sjálfstæðisflokksins í dýrtíðarmálunum hefir verið ærið litförótt á undanförn- um árum, stundum eintóm bölsýni, þar sem bölvun dýr- iíðarinnar hefir verið lýst á á íakanlegan hátt, einkum af Ölafi Thors og Morgunblað- 2nu, hina stundina fyrir- hyggjulaus bjartsýni með há- lofi um blessun dýrtíðarinn- ar frá sömu aðilum. Nú stend- ur yfir bölsýnistímabil í ilokknum. Ólafi Thors og dýrtíðar- hetjum hans þurfti ekki að koma þetta ástand að óvör- um. Framsóknarmenn voru árum saman búnir að segja allt þetta fyrir. Þeir sögðu, að sívaxandi dýrtíð mundi að lokum stöðva atvinnuvegina, ríkissjóðurinn mundi komast á heljarþröm og allsherjar hrun verða óumflýjanlegt. Um þetta sögðu Framsóknar- menn ekki eitt í dag og ann- að á morgun eins og Sjálf- stæðismenn gerðu. Loks klikkti Ólafur Thors út með þeirri fullyrðingu, að allt þjóð lífið væri „í blóma“, einmitt þegar öngþveitið var að ríða i garð vegna óstjórnar hans og kommúnista. " Þjóðin hefir nú um sinn jDreifað á því, að Framsókn- armenn sögðu henni satt, þó að það væri ekki vinsælt á þeim tímum, en Sjálfstæðis- menn og kommúnistar sögðu henni ósatt og flekuðu hana til fylgis við sig í kosningun- um 1946. Ýms merki eru nú á lofti um það, að leiðtogar Sjálf- stæðisfíokksins hyggjast að tæla hana í annað sinn við næstu kosningar. Ungir Sjálfstæðismenn létu nýlega út ganga frá þingi sinu ályktun þess efnis, að þeir vissu um eitthvert alls- herjarbjargráð við dýrtíð og fjárhagshruni, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefði í fór- um sínum. Þetta átti að vera eins konair leynivopn, sem engir utan vébanda Sjálf- stæðisflokksins vita nein deili á. Menn eiga bara að trúa því, að í þessu leynivopni íelist alveg öruggt bjargráð til fullkominnar lækningar á ástandi því, sem Ólafur Thors og kommúnistar sköp- uðú með stjórnarstefnu sinni á árunum 1944—1947. Auðvit- að forðast hinn „glæsilegi séskulýður" Sjálfstæðisflokks ins,' sem Mbl. kallar svo, að gefá nokkra skýringu á því, hvér’ skonar bjargráð hér er uúí 'að ræða eða hvernig eigi að beita því. Það er sýnilega algert leyndarmál og mun verða það fram yfir næstu kosningar. En mikil unun má það vera landslýðnum að mega lifa í sælli trú á mátt þesáá leynivopns Sjálfstæðis- f lókksins! Ungir Sjálfstæðismenn kréfjast þess í stjórnmálayf- irlýsingu sinni, að samstarfs ílokkarnir um ríkisstjórnina Rátstjéniargreiji sir Síegi fallist á íeynitillögur Sjálf- stæðisflokksixrs, þ. e. að þeir beygi til skilyrðislaust til hlýðni við stefnu flokksins, ella muni þeim voðinn vís. Gallinn er bara sá, að eng- inn veit um, að Sjálfstæðis- flokkurinn hafi nokkra stefnu í þessum mestu vandamál- um þjóðarinnar, og er naum- , ast sanngjarnt að krefjast; þess, að menn aðhyllist I steínu, sem ekki er til. | Framsóknarflokkurinn hefir borið fram ýmsar tillögur um viðnám og lækkun á dýrtíð- inni, en Sjálfstæðisflokkur- inn snúizt gegn þeim öllum, án þess að bera nokkuð fram sjálfur í þessa átt, meira að segja hjálpaði hálfur Sjlf- stæðisflokkurinn á Alþingi konmmúnistum til að hleypa af stað nýrri dýrtíðaröldu í þinglokin eins og alkunnugt og alræmt er orðið. Framsókn | arflokkurinn vildi aftur á móti bæta kjör launþega með því að auka kaupmátt laun- ' anna og vinna móti okri og svindilbraski, en það máttu hinir flokkarnir ekki heyra nefnt á nafn, Sjálfstæðis- flokkurinn af skiljanlegum á- j stæðum, því að hann á allt sitt undir stórgróðamönnum og bröskurum, en þeim er ó- sárt þó dýrtíðin og verðbólg- an fari vaxandi. Flest ætla ungir Sjálfstæð- ismenn að megi bjóða almúg- anum, þegar farið er að halda því að honum, að Sjálfstæð- isflokkurinn með sína flekk- óttu fortíð og ráðleysi fyrir nútíð og framtíð hafi bjarg- ráð á takteinum úr þeim Ivanda, er nú steðjar að þjóð- inni í atvinnumálum hennar og fjármálum. Að minnsta kosti ætti flokkurinn að fara að sýna þetta leynivopn sitt — bera það fram á vopna- þingi — ef það er nokkurt til. .. Jón Pálmason er einu sinni enn kominn fram á vígvöll- inn í Mbl. og þykist hafa mik- il sannindi að flytja, sem þjóð in verði að taka til greina og . tileinka sér við næstu kosn- ! ingar. Enga dul dregur hann 1 á það, að ástandið í þjóðmál- j unum sé verulega meini bland ; að, svo sem í fjármálum, skattamálum og drtíðarmál- J um. Orsök meinsemdarinnar telur J. P. þá, „að meirihluti þjóðarinnar hefir ekki skilið sinn vitjunartíma". En það skilningsleysi á að dómi hans að vera fólgið í því, að þjóð- in hafi ekki haft vit á að fá Sjálfstæðisflokknum meiri- hlutavald á Alþingi, svo að hann gæti einn ráðið. En flokki sínum gefur J.P. þenn- an vitnisburð: „Sjálfstæðis- flokkurinn einn fylgir eðli- legri og heilbrigðri íslenzkri stefnu“. í þessum sleggjudómi felst það, að hinir tveir stjórn arflokkarnir fylgi óeðlilegri, óheilbrigðri óíslenzkri stefnu. Að vísu segir J. P., að „Al- þýðuflokkurinn sé miklu nær Sjálfstæðisflokknum en áður var“, og er víst mörgu meira logið. Má af þessu marka, að J. P. ætlar að lofa Alþýðu- flokknum að hjara, á meðan hann heldur trúnað við stefnu Sjálfstæðisflokksins. Öðru máli gegnir um Fram- sóknarflokkinn. J. P. dæmir hann hiklaust til lífláts, því að hann eigi „engan tilveru- rétt“. Hann segir, að stefna flokksins sé að „jafna lífs- gæðunum“, þ. e. að vinna á móti gróðabraski, en verja fénu til arðbærrar vinnu. Þessi stefna er dauðasynd í augum J. P. og annarra bi’odda Sjálfstæðisflokksins. Jón Pálmason harmar það, að Framsóknarflokkurinn skuli hafa aukizt stórum fylgi vegna 'stuðnings hans við samvinnuhreyfinguna, sem sé „þjóðinni í heild til óhamingju". Lýsir þetta því mæta vel, hverra þjón J. P. telur sig. Stuðningur Fram- sóknarflokksins við þessa al- mennt þýðingarmiklu félags- málaþróun mun ekki sízt valda því, að hann telur flokkinn engan tilverurétt eiga. Málflutningur J. P. í Mbl. mun fremur spilla en bæta málstað Sjálfstæðisflokksins. Hann gerir enga grein fyrir því fremur en ungir Sjálf- stæðismenn, hvaða umbóta- tillögur Sjálfstæðisflokkur- inn hafi á prjónunum, sem valdi því, að hann eigi að fá aukin mannaforráð á Al- þingi. Allt er það þoku hul- ið. Menn eiga aðeins að trúa því, að allsherjarbjargráð flokksins búi í þokunni. Grein J. P. ber vott um hrolllcenndan kosninga- skjálfta í manntetrinu. ★ Af þrálátum skrifum Morg- unblaðsins um skattfríðindi samvinnufélaga er helzt að draga þá ályktun, að aðal- bjargráð Sjálfstæðisflokks- ins eigi að vera í þxví fólgið, að auka í stórum stíl skatta af þeim tekjum kaupfélag- anna, sem leiða af viðskipt- um við félagsmenn. Sam- vinnumenn svara því til, að þetta „bjargráð“ sé í senn ranglátt og óeðlilegt. Til- gangur kaupfélganna sé að efla hagsæld félagsmanna sinna, en „bjargráð" Mbl. stefni að því að eyðileggja þann tilgang, því þar sé í raun og veru um neyzluskatt að ræða, sem hækki vöru verð og leggist á félagsmenn án tillits til efna og ástæðna. Framsóknarmenn líta sömu augum á þetta baráttu- og bjargi-áðamál Mbl. og óefað einnig margir í öðrum flokk- um. Það eru því engar líkur fyrir því, að stagl Mbl. um afnám skattfrelsi sammvinnu félaganna, er það svo kallar, bæti aðstöðu þess og Sjálf- stæðisflokksins í næstu kosn- ingum, þvert á móti mun það rýra fylgi hans og það að verðugu. Benda má á það, að mitt í stagli Mbl. um skattfrelsi samvinnufélaganna ber skatt skrá Reykjavíkur það með sér, að S. í. S. greiðir 750 þús. kr í útsvar og skatta, en Kveld úlfur með nýsköpunarflot- ann aðeins 50 þús. kr. útsvar og hvorki tekju- eða eigna- skatt. Hver fylgist meff tímanmn ef eteki m L O F T U R ? Hér á eftir fer niðurlagið á grein Benedikts Gíslasonar, en fyrri hluti hennar birtist í blað- inu í gær: „Um Hjörleifs söguna vil ég bara segja það, að það er bara smekksatriði, hvort menn álíti að þrælarnir hafi logið raka- laust og Hjöi’leifur ginnst af rakalausri lygi. Ekkert get ég sannað um þetta, en hef mína skoðun á Hjörleifi og þessum atburðum. Svo er ekkert rúm til þess að taka fyrir það, sem Vöggur drepur á, og læt ég það allt bíða annars tíma, sem ég hef um þetta að segja, svo sem háðssöguna af Flóka. En hvað- an komu hreindýrin í Græn- land og allar tegundir búfjár í Ameríku? Hafa menn numið nokkur lönd, þar sem eigi var fénaður fyrir? En nú er bezt að taka sög- una af Þóri Dúfunef og Flugu undir smásjána, því að í sam- bandi við hana er sagt frá fjár- flutningi til landsins. Sagan er skráð fram undir 300 árum eft- ir að hún á að hafa gerzt. Það ber að athuga. Þórir er sagður leysingi Öxna Þóris, en hann var afi Króka-Hreiðars land- námsmanns í Skagafirði, og langafi Þorsteins hvíta á Hofi í Vopnafirði. Þorsteinn kom út um 900 og þá sennilega nær þrítugsaldri (f. 870—75). Lang- afi hans mundi þá fæddur fast að 100 árum fyrr, eða um 780. Svo er Þórir Dúfunef í kappreið á Kili á þeim tíma, sem búið er að hefja Alþingi 930. Finnst þér svona saga ekki þurfa at- hugunar við, Vöggur minn! Nú er búin til þjóðsaga af Flugu. Væi'i það þá ekki í stíl að láta hana koma all þjóð- sögulega til landsins? Þarf þetta skip endilea að hafa verið hlaðið kvikfé? Þess er einmitt getið, að skipverjum hvarf unghryssi eitt, folald eða hvað? Það er einmitt líklegt, að ungviði hafi verið flutt út til íslands, og kannske framar venju á þessu skipi, Þó ekki hafi verið um neina hleðslu að ræða á fé. Svo kemur góð saga um Flugu. Þórir skildi hana eftir á Kili eftir kappreiðina J og þegar hann kemur aftur „af ■ þingi“ til að vitja hennar fann í hann hjá henni hest, „föxóttan ; og gráan.“ Við honum hafði hún fengið, og var það Eiðfaxi, sem utan var færður, og varð 7 mönnum að bana á einni nóttu við Mjörs. En hvaðan kemur hesturinn föxótti og grái? Skyldi það ekki hafa verið hreinn íslendingur? Kyn- bótafræöingar mundu telja að Eiðfaxi hefði verið kynblend- ingur. En svo er þessi saga kannske öðruvísi. Þórir Dúfu- nef verið einn af fyrstu land- námsmönnunum og skipið, sem kom í Kolbeinsárós, eitt af síð- ustu skipum, sem heimsóttu ís- land frá írlandi og flutti fé að gömlum vana, án allrar hleðslu. Öxna-Þórir gaf Har- aldi Hái-fagra heila ey og 80 yxn þegar hann var að brjóta undir sig Noreg, en hefir þá vei'ið allgamall. Svo augljóst mál er það, að Irarnir hafa flutt hingað búfé, að enginn þarf um það að spyrja, en auðvitað hefir þetta fé allvíða, og á stórum svæð- um, sætt þeim örlögum, sem íslenzkt fé hefir jafnan sætt, og er það skýringin á fjárfell- inum í Vatnsfirði hjá Flóka Vilgerðarsyni, en ekki hitt, að Flóki hafi komið með fé úr Noregi og leikið sér að því að sigla með það meðfram suður- strönd íslands og þvert fyrir Faxaflóa og yfir Breiðafjörð inn á Barðaströnd. Hvers vegna þurfti Uni Danski að kaupa fé af landsmönnum? Líklegast mætti þó telja slíkt, sem erindi hans var, að þar hafi ekki þurft og ekki verið látið skorta á hinn fyllsta útbúnað til landnáms- ins. Líklegt má telja, að gölturinn Beigarður, sem svam á Svína- vatni þar til af gengu klauf- irnar, hafi verið villigöltur, sem lagt hefir í þessa ófæru undan veiðimönnum. Af þessu mættirðu sjá, Vögg- ur minn, að það þarf að gera meira en lesa ísl. fræði og trúa fyrst. Ari fróði vissi það á sín- um tíma, að missagt gat orðið í fræðurn, þá ættum við að vita það líka nú á dögum, og það jafnvel í fræðum Ara fróða sjálfs. Þessar sögurannsóknir er nauðsynlegt að gera, því að þær hjálpa til skilnings á því, sem í ljós kynni að koma við fornleyfafundi, skjalarannsókn ir úti í írlandi og víðar, og þó einkum frjógreiningar, ef is- lendingar lofa Sigurði Þórar- inssyni að fá starfsvið á þeim vettvangi. Svo að síðustu þetta: Þú segir, að búfjárflutningar hafi átt sér stað í fornöld til íslands. Mig langar til að vita, hverjir þeir voru og hvernig þeim reiddi af. En ég leiði huga að því, sem þekkt er síðar, t. d. þegar Pétur Fjallalappi gaf Danakonungi 30 hreindýr til þess að flytja út til íslands. Þá komust 4 lifandi hingað út. — Fálkann var ekki hægt að flytja lifandi út af íslandi á 18. öld, nema með sérstökum útbúnaði á skipi, og varfærinni siglingu, auk hins vandaðasta fæðis, lif- andi fjár, sem slátrað var eftir hendinni á skipinu. Þú heldur sjálfsagt, að það hafi verið öðruvísi og betra hjá hetjunum í gamla daga. Svo bið ég af- sökunar á lélegheitum þessa baðstofuhjals. Þetta er bókar- efni en ekki svona hjals.“ Af minni hálfu verður hér ekki lagt orð í belg. Heimamaður. Hjartans þakkir og góðar óskir færum við þeim, sem heiðruðu okkur með heimsóknum og hlýjum skeyt- um í tilefni af 60 ára hjúskaparafmæli okkar 27. júlí s.l. Anna Kristófersdóttir. Jónas Jónsson, frá Syðri-Reykjum, V.-Hún.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.