Tíminn - 10.08.1949, Page 6
6
TÍMINN, miðvikudaginn 10. ágúst 1949
166. blað
TJARNARBÍÚ1
í Eiginkona á hest f i
baki
1 (The Bride wore boots) [
1 Skemmtileg og vel leikin |
I amerísk mynd.
[ Aðalhlutverk: I
I Barbara Statiwyck |
| Robert Cummings i
| Diana Lynn
| AUKAMYND
I Atburðirnir við Alþingis- I
| húsið 30. marz 1949. |
| Sýnd kl. 5 og 7.
JiiiiiiiiiiiiiiiiMiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiniHiiiiiiiiinnHiiMi
N Ý J A B í Ú
I Mamana notaði líf- i
I stykki
| (Mother Wore Tights) i
J Hin mikið umtalaða skemmti \
| mynd með: BETTY GRABLE }
| og DAN DAILEY. — Sýnd kl. 9. }
i Hver var iiiaður- i
| inn?
I EInisrík( spennandi og vel |
| leikin írönsk mynd. Tvö aðal- |
Í hlutverkin leikur snillingurinn i
E.LOUIS JOUVET.
1 Bönnuð börnum yngri en 12 ára \
| Sýnd kl. 5 og 7.
áiiiiiiin111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
Erlent yfirlit
(Framhald at 5. slOu).
er fulltrúi fyrir stóran hóp —
milljónir óþekktra Þjóðverja, er
hugsa nákvæmlega eins. Það vita
allir, sem hafa haft eitthvert
tækifæri til þess að kynnast
Þjóðverjum, eins og þeir eru i
dag. Og sú vitneskja fæst enn
betur staðfest, er maður kynn-
ist Þjóðverjum, sem eru leið-
togar á sviði menningarmála,
efnahagsmála eða gegna öðrum
áhrifamiklum þjóðfélagsstörf-
um. Margir hugsa eins og hann,
þótt þeir séu betur staddir efna
lega. Skoðanabræður hans er
yfirleitt að finna í öllum stétt-
um þjóðfélagsins. Hann er ekki
nazisti og hefir aldrei verið, aö
því er hann bezi veit sjálfur.
Hann hefir aðeins fylgst með
straumnum, í góðri trú, og ef
annar Messías kemur fram á
sjónarsviðið í Þýzkalandi, mun
hann einnig fylgja honum, án
umhugsunar.
Þess vegna er hann hættu-
iegur, hversu lítilsigldur mað'ur,
sem hann kann sjálfur að vera.
Hann er ekki hættulegur vegna
þess, að hann dreymir um hina
gömlu, góðu daga, þegar Hitler
stjórnaði og hann þurfti ekki
annað en stunda sitt starf og
allt annaö gekk af sjálfu sér.
Hann er hættulegur vegna þess,
að hann dreymir sífellt um for-
ngja, sem getur stjórnaö hon-
um og fengið allt til þess að
ga,nga vel á ný. Hann er kjós-
andinn ,sem ekkert veit og neýt
ir.sennilega ekki kosningarétt-
ar síns. Hann hefir engan á-
nuga á hinum stærri stjórn-
málaflokkum, sem eiga í sí-
felldum deilum sín á milli. Og
honum finnst smærri flokkarn-
tr næsta spaugilegir. Hann er
kýóeandinn, sem myndi stofna
nýjan stjórnmálaflokk, ef ekki
væri búið að þjarma svo að
honum, að hann -hefir hvorki
dugnað né áhuga á því. Hann
verður að láta sér nægja, að
Öíða eftir nýjum, glæsilegum
foringja.
nr ...
I Bráðskemmtileg og fjörug |
| sænsk söngva- og gamanmynd. |
I — Danskur texti.
i Aðalhlutverk:
EMIL FJELLSTRÖM.
ADOLF JAHR,
ULLA WIKANDER,
| Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Miiinnniiiiniiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiimiiiiiiniiiiiiiniiiiiii
BÆJARBÍD
[ HAFNARFIRÐI |
Fyrirmyndar-
Iijnskapur
| Mjög skemmtileg amerisk =
I mynd frá Paramont.
| Aðalhlutverk:
| LOVETTA YOUNG,
DAVID WIVEN,
EDDIE ALBERT.
1 Sýnd kl. 7 og9.
É Simi 9184.
MNIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIII*
Yið skoðanakönnun, sem ný-
lega fór fram í Þýzkalandi,
sögðu 60% þeirra, sem spurðir
voru, að þeir vissu ekki af nein-
um manni, sem væri hæfur til
þess að eiga sæti í stjórn hins
nýja þýzka sambandslýðveldis.
Vinur okkar, N. N., er einn af
þessum 60%, sem ekki bera
traust til neins núverandi
stjórnmálaleiðtoga í Þýzka-
landi, heldur bíða eftir því einu,
að nýr foringi komi fram á
sjónarsviðið. Áragurinn af þess-
ari skoðanakönnun kom eins og
reiðarslag yfir stjórnmálaleið-
togana í Þýzkaiandi, sem und-
anfariö hafa stefnt að því einu,
að vekja áhuga almennings á
stjórnmálum á ný. Augljóst er,
að viðleitni þeirra hefir ekki
borið neinn árangur.
| Af þessu er ljóst, að það eru
ekki nema örfáir mennta- og
! gáfumenn, sem skilja tilraunir
, þær, er undanfarið hafa verið
gerðar til þess að skapa já-
kvæöa stjórnmálaþróun úr
glundroðanum. Og þegar þessir
menn biðja um stuðning er-
lendis frá, gera þeir það í raun
réttri aðeins í nafni sjálfra sín,
en ekki í nafni almennings í
landinu.
Lýðræðið í Þýzkalandi kem-
ur m. ö. o. „að ofan.“ Hins veg-
! ar er engin trygging fyrir því,
1 að það komi nokkuö. Það getur
J eins vel farið svo, að það vgrði
gert útaf við það í fæðingunni
: af flokkadráttum, skrifstofu-
valdi og deilum milli hinna
einstöku ríkja.
Það er vafalaust rétt hermt,
að þótt milljónir Þjóðverja í
dag þrái duglegan foringja, þá
| vilji þeir ekki fara í styrjöld.
: Þeir vilja aðeins að Þýzkaland
hljóti á ný þann sess, sem því
ber í samfélagi þjóðanna, að
þeirra hyggju. Og það eru að-
eins örfáir Þjóðverjar, sem
J skilja, hvers vegna aðrar þjóð-
ir eru hikandi við að leyfa
Þýzkalandi að rísa upp sem
stórveldi á ný.
GAMLA B I □
I Masie í leynilög- I
reglunni
(Undercover Masie)
£
Spennandi og gamansöm |
amerisk leynilögreglumynd. |
Aðalhlutverk:
ANN SOUTHERN,
BARRY SOTHERN,
MARK DANIELS.
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
IMMMMIMMIIIIMMI.IIIIIIIMMIIMMIIIIIMIIIIIIIIIIMMM
vw
SmAGOTÚW
| „Eeiðin í fanga- |
nýleinlurnar44 I
| Vegna mikillar eftirspurnar:
|verður þessi ágæta franska j
sstórmynd sýnd í dag kl. 5, 7 ogl
j9. - f
jBönnuð börnum innan 14 ára.I
s 5
MIIIMIIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIMIIIIMMIMIIIIIMIIIMIIIIII
TRIPDLI-BÍD
I Fljiigandi morð- {
I inginn
I (NON — STOP NEW YORK) 1
I Afar spennandi ensk saka- í
I málamynd. byggð á skáldsög- j
E unni „Sky Steward" eftir Ken I
I Attiwill.
= Aðalhlutverk: =
JOHN LODER,
ANNA LEE,
FRANCIS SULLIVAN.
I Sýnd kl. 5, 7 og 9.
j Bönnuð börnum yngri en 16 ára. j
Sími 1182.
1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIMIIIIIMII
Þjóðverjar hafa . sennilega
fengið meira en nóg af styrj-
öldum í bráð. Næstu árin hafa
þeir meira en nóg að gera við
að koma innanlandsmálum sín-
um í sæmilegt horf og er flótta-
mannavandamálið þar erfiðast
viðureignar.
En er hægt að líta á þennan
eðlilega ímigust á styrjöldum
sem einlægan friðarvilja? Er
ekki réttara að líta á hann sem
hreint hlutleysi, er stafar af
því, að engir athafnamöguleik-
ar eru fyrir hendi? Mér virðist
a. m. k. vafasamt, að slá því
föstu, að þýzka þjóðin sé öll
haldin einlægum friðarvilja, í
þess orðs venjulegu merkingu.
Ýmislegt það, sem sagt hefir
verið í yfirstandandi kosninga-
baráttu, hefir styrkt þá sann-
færingu mína. Hvað þýða kröf-
ur Þjóðverja um einstaklings-
frelsi og rétt? Réttur einstakl-
ingsins hefir aldrei verið betur
tryggður en í Vestur-Þýzkalandi
í dag.
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65, sími 5833.
Heima: Hafnarfirði, simi 9231
iJernharcl Jjorclí:
cXarS í Wjarzhfíí
79. DAGUR
— Það er piparinn.
Meira sagði Lars ekki. Hann gat ekki fengið sig til þess
að segja henni, að hann væri að sjóða læmingja.
Börnin voru líka setzt upp — öll nema Jónas og litla
telpan. Þau störðu föl og kinnfiskasogin á föður sinn við
matargerðina. Ekkert þeirra mælti orð frá vörum — dauft
smjatt var eina hljóðið, sem heyrðist frá þeim. En kjálk-
arnir hreyfðust, og það fóru krampadrættir um innfallnar
kinnarnar. Aron slefaði niður á beinabera handlegginn.
Þetta var ennþá hræðilegra en þögnin áður. Þarna sátu
börnin, sljó og hungruð, og störðu á hann — og hvað gat
hann boðið þeim? Hann grúfði sig yfir pottinn, eins og hann
væri hræddur um, að þau uppgötvuðu, hvað í honum var.
Loks tók hann sleif og fór að veiða ofan af. Það var kom-
in svo einkennilega mikil froða. En þegar hann hafði veitt
hana ofan af, sá hann brá á gula fitu, sem flaut ofan á
soðinu. Hann hryllti við þessu.
En var nú kjötið ekki soðið?
Lars rak hníf niður í pottinn og færði einn bitann upp úr.
Það rauk af honum, og frumbýlingurinn blés og púaöi, svo
að kjötið kólnaði fyrr. Enn var það of heitt til þess að bita
í það. Hann lagði bitann á fjöl og brytjaöi hann í sundur.
Þetta kjöt var einkennilegt á litinn. Það var ekki rauðleitt
eins og kjöt af ferfættum dýrum átti að vera, og það var
ekki hvítt. Það var bláleitt, og stundum sýndist Lars það
jafnvel gult.
Lars brytjaði allt, sem hann hafði soðið, í agnarlitla bita,
Börnunum var auðveldara að kyngja því, ef það var brytj-
að smátt. Þau þurftu þá ekki að tyggja — gátu svelgt það
með súpunni af því — urðu heldur ekki vör við keiminn
af því.
Börnin tóku að sloka í sig, og Birgitta settist hjá Jónasi,
sem lika var farinn að hræra sig, og mataði hann. Siðan
mataðist hún sjálf.
— Ætlar þú ekki að borða, Lars? spurði hún.
Lars hrökk við og fálmaði eftir spæni. Jú — hann ætlaði
að borða.
Börnin voru þegar búin úr nóunum og sleiktu spæni sína.
Það hafði færzt ofurlítill litur í kinnar þeirra, og græðgin
í augunum var ekki eins átakanleg og áður.
— Hvers vegna borðarðu ekki súpuna meðan hún er heit?
Svitinn hnappaðist á enni Lars. Átti hann að segja eins
og satt var, að hann gæti ekki komið þessu niður — gæti
ekki lagt sér til munns læmingja? Nei — hann gat það ekki
heldur. Börnin köstuðu kannske upp . . .
Honum sló fyrir brjóst, er hann lét fyrsta spóninn upp í
sig. Þetta var ekki manni ætlandi. En áður en hann vissl
af, var hann búinn að láta spóninn upp í sig aftur, og að
lítilli stundu liðinni hafði hann lokið því, sem hann skammt-
aði sér. Hann gekk aö pottinum og aðgætti, hvort ekki væri
dálítið eftir.
Eftir nokkra stund byrjuðu börnin að kvarta um maga-
verk, og Lars varð dauðhræddur um, að þau fengju krampa
af þessu ómeti. En Birgitta vissi betur. Þau voru ekki í bráðri
lífshættu.Súpan hafði bara verið of megn handa þeim eftir
langvarandi sult. Verkirnir rénuðu líka brátt, og þegar Lars
var kominn i rúmið, sofnaöi hann vært í öruggri vissu um
það, að börnunum hans ætti að auðnast lengra líf.
Hlíðarfólkið nærðist næstu sólarhringa einvörðungu á
læmingjakjöti. Birgitta lét sér hvergi bregöa, er Lars sagði
henni, hvað hann hafði veitt. Það var auðvitað ekki fýsi-
legt að leggja sér til munns læmingja, en þeir voru samt
ætir. Enn var ofurlítið til af súrum, og þær voru líka ætar,
ef þeim var blandað saman við læmingjasúpuna. Börnin
höfðu að minnsta kosti góða lyst á þessu. Þau voru aftur orð-
in sísvöng. Og þaö var þó lífsmerki. Jafnvel Lars hámaði
þetta í sig, þrátt fyrir það ógeð, sem hann hafði á læmingj-
unum.
Einn daginn gerði Lars ánægjulega uppgötvun. Hann var
þegar orðinn heldur styrkari og treysti sér til þess að fara
lengra frá bænum. Og nú bar svo til, að hann fann í skóg-
inum bæli, þar sem stórir fuglar höfðu kúrt. Hann sá und-
ir eins, að hér höfðu orrar verið. Um þetta leyti voru þess-
ir stóru skógarfuglar einmitt að para sig.