Tíminn - 18.08.1949, Qupperneq 8
„ERLENT YF1RJLIT“ t BAG:
Herstyrteur Sovétrítejjanna
33. árg.
Reykjavík
„A FÖRMJM VEGI“ í DAG:
25 ára tgömul lyf
18. áffiist 1949
173. b?að.
Kunnur Vestur-Is-
lendingur látinu
Eimi hinna kunnustu kaup
sýslu- og athafnamanna í
hópi Vestur-íslendinga,
Sveinn Thorvaldsson, kaup-
maður í Riverton við íslend-
ingafljót, andaðist 14. júlí
síðastliðinn, 77 ára að aldri.
Sveinn var Skagfirðingur
að uppruna, fæddur að Dúki í
Sæmundarhlíð, en fluttist
vestur um haf með foreldr-
um sínum 1887, fimmtán ára
að aldri.
Hann gekk menntaveg
vestra, varð fyrst kennari, en
^neri sér síðan að kaupsýslu.
Stofnaði hann í Riverton
verzlunarfélagið Sigurdson &
Thorvaldson og færði fljót-
lega út kvíarnar, svo að það
varð eitt af stærstu og þekkt-
ustu verzlunarfyrirtækjum í
Manitóba, utan hinna stærri
borga.
Sveinn Thorvaldson tók
mikinn þátt í þjóðræknis-
starfi íslendinga, kirkjumál-
um og stjórnmálum, og fylgdi
jafnan íhaldsflokknum að
málum.
Sveinn var maður tvíkvænt
ur og kynsæll mjög, og eru
mörg barna hans í fremstu
röð atkvæðamanna í Mani-
tóba.
Dr. Jörgensen flytur
fyrirlestur um líkn-
arstarf kirkjunnar
Dr. Alfred Jörgensen frá
Danmörku flutti fyrirlestur
um líknarstarf kirkjunnar í
dómkirkjunni á þriðjudags-
kvöldið. Meðal annars sýndi
hann fram á, 1 hverj u fólginn
væri munur á framlögum rík-
is og bæja og frjálsum fram-
. lögum hins vegar. Gæti hvor-
ug aðferðin komið að fullum
notum einvörðungu, en bezt
færi á því, að þær héldust í
hendur.
Sagði hann, að lútherska
kirkjan væri á eftir öðrum
kirkjudeildum, hvað líknar-
starf snertir. Innan kaþólsku
kirkjunnar eru menn betur
vakandi í þessum efnum.
Líknarstarf dönsku kirkjunar
hefir þó á síðari árum tekið
miklum framförum, og mun
dr. Jörgensen sjálfur hafa átt
sinn mikla þátt í því.
Dr. Jörgensen kvað menn
þurfa að vera vakandi gagn-
vart því, að bezta boðun fagn-
aðarerindisins væri miskunn-
semi í verki.
Er ástæða til þess að hvetja
fólk til þess að sækja fyrir-
lestur er dr. Jörgensen flytur
í dómkirkjunni í kvöld. Að-
staða er að mörgu leyti svip-
uð hér í Reykjavik og í Kaup-
mananhöfn, og dr. Jörgensen
hefir miklum fróðleik að
miðla í þessum efnum.
Afmælisdagnr
Reykjavíku rbæ jar
í dag er afmælisdagur
Reykjavíkurbæjar, og eru nú
Í63 ár liðin síðan Reykjavík
fékk kaupstaðarréttindi.
Fegrunarfélag Reykjavík-
ur hefir sent Tímanum
greinargerð um starfsemi
sína. Þar segir'
Fyrir tilstilli Fegrunarfé-
lagsins verður .„komið upp
skrúðgarði við l^fekjargötu
milli Bankastrætis og Amt-
mannsstígs og verður þar
Kinn 17. júlí s.l. lagði hópur 25 ítalskra skáta af stað í hjól- ! komið fyrir .„„trjágróðri,
reiðarför yfir Evrópu 4 þús. km. leið og var förinni heitið blómabeðum, grásbölum og
á alþjóðamót skáta í Osló.
á síarfsemi Fegrunarféiags
ir '■ :■]
FjáröflHiiareSag'iEr pess í dag
Churchill vill að Evrópuráðið
verði vísir að alheims-
samtökum
Frá funcli ráðgjafarþlngsins í gær
Ráðgjafaþing Evrópuráðsins hélt annan fund sinn í dag
og var haldið áfram umræðum um einingu Evrópu. Win-
ston ChurchiII, fyrrv. forsætisráðherra Breta, var meðal
ræðumanna. Hann sagði m. a. að æskilegt væri, að Evrópu-
ráðið yrði vísir að alheimssamtökum, þ. e. a. s- að stofnað
yrði til hliðstæðra samtaka í heimsálfunum, er síðan sendu
fulltrúa á alheimsþing. Kvað hann heimsfriðnum bezt
borgið á þann hátt.
Styrkur fyrir S. Þ. j á stjórnmálalega einingu
Churchill sagði, að Evrópu Evrópu sem aðalmál, en láta
ráðið væri ekki á neinn hátt önnur sitja á hakanum að
„keppinavitur" S. Þ„ heldur Þessu sinn.i- McMilIan gerði
myndi það miklu fremur að tillögu sinni, að þing
styrkja og efla þau samtök. Evrópuráðsins yrði háð tvis-
Hann kvað mannréttinda-
málið, sem er næst á dag-
skrá þingsins, annað mikils-
verðasta málið, er þar yrði
rætt.
Mannréttindadómstóll.
Hann lagði til, að komið
yrði á fót dómstól fyrir
Evrópu, er fjallaði um mann
réttindabrot Evrópuþjóð-
anna. Þá ræddi Churchill um
„auðu sætin á þinginu“.
Hann sagði, að 10 höfuðborg-
ir Evröpu væru nú að baki
járntjaldsins. Er viðkomandi
lönd hefðu verið losuð und-
an áþján nazismans, hefðu
þau verið hneppt í fjötra
kommúnismans. Hann kvaðst
fylgjandi því, að fulltrúar
þessara 10 þjóða fengju full-
trúa á þinginu, er tímar
liðu.
Þýzkaland.
Churchill sagði, að Þýzka-
landsmálið væri mikilvægasta
málið, er fyrir þinginu lægi.
Hann sagði, að sameinuð
Evrópa gæti aldrei orðið til,
án öflugs Þýzkalands. Kvaðst
hann fylgjandi því, að nefnd
yrði skipuð til þess að athuga
möguleikana á því, að lýð-
ræðisöflin í Þýzkalandi gætu
sent fulltrúa á þingið.
Tillögur Morrison og
McMilIan.
Á undan Churchill höfðu
þeir tekið til máls á þinginu
Herbert Morrison og McMill-
an. Morrison lagði áherzlu á
það, að þinginu bæri að líta
var á ári hverju.
bekkjum. Bær og^ríki munu
í sameiningu bera kostnað af
þessu, en fela Fegrunarfélag- j
inu framkvæmdirr>Þá verður |
á svæðinu komið upp mynda-
styttu, sem íélagið gefur.
Fegrunarfélagið kom því
einnig til leiðar; að ríkis-
stjórnin lét mála hús sín,
sem snúa að þessum fyrir-
hugaða skrúðgarði.
Fyrir frumkvæði félagsins
og í samvinnu við Reykjavík-
urbæ hefir undanfarnar vik-
ur verið unnið að lagfæringu
og tyrfingu á svæðinu á
Skólavörðuholti, beggja meg-
in Leifsstyttunnar.
Ætlunin var að -koma upp
trjáröð meðfram Bergþóru-
götu á lóð Austurbæjarskól-
ans og láta skólabörnin gróð-
ursetja plönturnar. En getur
ekki orðið fyrr enjpæsta ár.
Fegrunarfélagið’hefir kom-
ið því til leiðar, að' Alþingis-
hússgarðurinn hefir í sumar
verið opinn almenningi. til
afnota og hafa margir haft
yndi af að sitjá í honum,
enda er þar einstaklega frið-
samur staður í þjarta borg-
arinnar. Garðurinn er opinn
Alþjóðaþing um samræmingu
umferöarreglna i
Alþjóðaþing hefir ekki verið lialdió um
mnferðamál síðan 11)15 j
Á síðustu tfu árum er talið, að rúmlega 30ÖSþús. menn
hafi farizt við bifreiðaárekstra í Bandaríkjuhum einum
j saman. I öðrum löndum eru bifreiðaslys tæplega eins mörg
hlutfallslega, en þó valda þau ískyggilega mörgum dauðs-
föllum. Milljónir manna eru nú taldar óvinnufærar vegna
meiðsla af völdum bifreiðaslysa. :.'V
I lok þessa mánaðar munu
umferðamálin verða rædd á
alþjóðlegum vettvangi í
fyrsta sinn síðan 1931. Það er
S. Þ. sem boðar til þings þessa
og er markmiðið að samræma
umferðareglur í hinum ýmsu
löndum heims.
Umferðasérfræðingar frá
70 löndum og 17 stórum flutn
ingafélögum munu koma sam
an til fundar í Genf og semja
tillögur að samræmingu um-
ferðalaga og fyrirkomulagi
umferðámerkja, kröfur þær,
sem gera skal um búnað öku
tækja og leikni ökumanna.
Vegna vaxandi ferðalaga
landa í milli er nauðsynlegt
að umferðamerki og vegavís-
ar séu með skiljanlegum á-
letrunum fyrir sem flesta, og
sé komið fýrir á svo augljós-
an hátt, að bending þeirra
þeirra skiljist án þess að
ferðamaðurinn .'ýskilji mál
þeirrar þj óðar, -5 sem hann
dvelur með. Þá er einnig
nauðsynlegt að setja ákveðn-
ar reglur um þyrigd og breidd
ökutækja. Þá mun þessi ráð-
stefna einnig taka' til meðferð
ar, hvernig tollskoðun og
öðru eftirliti með ferðamönn
um við landamærj. verða hag
anlegast fyrir komið.
Abdullah í london
Abdullah, konungur Tran-
sjórdaníu, kom í dag til Alex-
andríu. Forsætisráðherra E-
gyptalands tók á-móti honum.
— Abdullah er ..yæntanlegur
til London á .morgun, en
þangað fer hann í opinbera
heimsókn.
alla daga frá kl. 12—7.
Félagsstjórnin vill breyta
tjörninni þannig, að almenn-
ingur hafi meiri not og yndi
af henni en verið hefir, og
koma upp trjágróðri og gang-
stígum á bökkum hennar. í
því skyni hefir stjórnin ósk-
að eftir því við bæjarráð, að
það efni til hugmyndasam-
keppni um skipulag á um-
hverfi tjarnarinnar.
Þá hefir félagið útvegað sex
svani í Hljómskálagarðinn, og
hafa bæjarbúar haft mikla
ánægju af þeim í sumar.
Loks er í prentun árbók fé-
lagsins, sem send verður öll-
um félagsmönnum nú á næst
unni. Verða í henni ýmsar
góðar greinar og bókin prýdd
mörgum myndum og upp-
dráttum.
í dag, 18. ágúst, sem er af-
mælisdagur Reykjavíkur-
kaupstaðar, er fjáröflunar-
dagur félagsins, og gengst fé-
lagið í því skyni fyrir skemmt
unum. Lúðrasveit Reykjavík-
ur byrjar að leika á Austur-
velli í kvöld kl. 8.30 og geng-
ur síðan suður í Tívolí, en
þar verða ýms skemmtiat-
riði, eins og sjá má af aug-
lýsingum. Ennfremur verður
skemmtun í Sjálfstæðishús-
inu og dans á eftir. Merki
verða seld á götum bæjarins
í dag.
Mótmælabréf frá
Beran erkibiskup
Nú hefir verið birt mót-
mælabréf frá Beran, hinum
tékkneska erkibiskup, er ver-
ið hefir fangi á heimili sínu
síðan 19. júní s. 1. í bréfi
þessu mótmælir Beran því, að
honum skuli hafa verið haldið
1 fangelsi að ósekju allan
þennan tíma. Hann segist
hafa verið sviptur öllu per-
sónulegu frelsi, engir hafi
mátt heimsækja hann og
hann hafi verið með öllu ó-
fær um að gegna störfum sem
erkibiskup. — Það voru
kirkjuyfirvöldin í Tékkósló-
vakíu, er komu bréfi þessu á
framfæri, og er þetta í fyrsta
sinn, sem heyrist frá erkibisk
upnum, í tvo mánuði.
Rússar trufla út-
varpssendingar
Það hefir nú verið tilkynnt,
að er Kirk, hinn nýskipaði
sendiherra Bandaríkjanna í
Moskvu, ræddi við Stalin
marskálk s. 1. mánudag, þá
hafi hann farið þess á leit, að
Rússar efndu þau loforð sín,
að hætta truflunum á út-
varpssendingum á rússnesku
frá Bandaríkjunum. Stalin
lofaði að fá málið í hendur
utanríkisráðuneytinu.
Sendiherrann lét svo um-
mælt, að truflanir þessa^
væru einn liður í þeirri á-
ætlun, að einangra rússnesku
þjóðina frá umheiminum