Tíminn - 26.08.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.08.1949, Blaðsíða 5
178- blað TÍMINN, föstudaginn 26. ágúst 1949 5 Föstudagur 26. tíejúst Þögn Þjóðviljans um Titodeiluna Dag eftir dag hafa fregnirn ar af orðsendingum þeim,: sem ganga nú milli stjórna Sovétríkjanna og Júgóslavíu, verið aðalfréttaefni heims- blaðanna. Flest bendir til! þess, að brátt muni draga til stærri tíðinda í þessum efn- um. Framkoma Rússa við Júgóslava er og ný sönnun um yfirgang þeirra og drotn- unargirni. Það hefir áreiðanlega ekki farið framhjá íslenzkum' ERLENT YFIRLIT: Erfifleikar Gottwalds „Tlae Tiiiies44 segia* ffrá vaxaaadi efiaalaags- legiiEit ei'ffiðleikaam í Tékkóslóvakíu. blaðalesendum, að eitt hér- lendra dagblaða, Þjóðvilj-' inn, hefir algerlega þagað um 1 þessa atburði. Hann hefir { ekki enn birt um þá eitt ein- ! asta orð. Raunverulega væri! honum þó allra blaða skyldn ast að rekja orsakir þessarar deilu og skýra hana fyr-ir les- endum sínum, þar sem hún er háð af erlendum skoðana- bræðrum hans. Fyrir Þjóðviljann ætti þetta líka að vera kærkomið tilefni, þar sem hann gæti hér afsannað þann áburð, að flokkur hans væri undirlægja Rússa, ef sá áburður væri rangur. Öll eðlileg rök mæla nefnilega með því, að forustu menn Sosialistaflokksins hér lýstu samúð sinni með Tito, ef það væri sosialisminn einn, sem þeir bæru fyrir brjósti. í löndunum austan járntjaldsins er framkvæmd sosialismans hvergi eins langt og vel á veg kominn og í Júgóslavíu, enda er Tito ekki ákærður í því sambandi. Fyrir hitt er hann ákærður að vera ekki nógu þénugur valdhöfunum í Kreml í heims valdatafli þeirra. Það sem þessvegna ræður því, hvort sosialistar eru með eða móti Tito er það eitt, hvort þeir meta meira sosialismann eða þj ónustuna við rússnesku valdhafana. Þögn Þjóðviljans um Tito- deiluna verður við nánari at- hugun ekki skilin á aðra leið en þá, að forustumenn Sosial istaflokksins setji þjónustuna við Rússa ofar sosialisman- um. Að öðrum kosti hefðu þeir gripið þetta tilvalda tæki færi til að sýna hið gagn- stæða á þann hátt að taka afstöðu með Tito. Þögnina velja þeir vegna þess, að þeir vita, að það er óvinsælt — og þá ekki síst fyrir kosningar — að láta það sjást, að þjón- ustan við Rússa sé þeim æðri en sosialisminn. Þeir þora ekki að láta fylgi sitt við Moskvustefnuna sjást berlega og hafa því valið sér þann kost að þegja. Fyrir þá, sem hafa glæpst til fylgis við forsprakka Sosial istaflokksins í þeirri trú, að aðalstefna þeirra væri að vinna að framkvæmd sosial- isma og breyttum stjórnar- háttum á íslandi, mætti þessi þögn Þjóðviljans vera lær- dómsrík. Hún sýnir, að það er annaö mál, sem forkólfar Sosialistaflokksins telja mikil vægara. Það er þjónustan við Rússa. Afstaða þeirra er m. a. o. nákvæmlega hin sama og Moskvukommúnista annars- Flestum fregnum frá Tékkó- slóvakíu kemur nú saman um, að stjórn kommúnista hafi þar við vaxandi efnahagslega erfið- leika að etja, auk þess sem kirkjudeilan veldur henni marg- víslegum örðugleikum. í grein þeirri, sem hér fer á eftir og ný- lega birtist L danska blaðinu „Information‘‘j> er nokkuð sagt frá þessum erfiðleikum valdhaf- anna í Tékkóslóvalcíu: Blaðamaður frá Tinies í Eng- landi hefir nýlega verið í Prag og dregur upp dökka mynd af ástandinu þar í grein, sem hann birtir í blaði sínu. Hann segir, að kirkjudeilurnar hafi víða um Slóvakíu, þar sem prestastéttin hefir frá fornu fari haft mikil áhrif, leitt til stjórnleysis og sums staðar hafi kornið til al- varlegra óeirða. Þó er ágrein- ingur þjóðariiinar og stjórnar- innar ekki einungis barátta kommúnista við kaþólsku kirkj- una. Ræturnar liggja ekki sízt á fjármálasviðinu, en þar hafa almenn kjör mikið versnað á síðustu árum. Eins og vænta mátti hafa kommúnistar reynt að auka iðnaðarframleiðslu Tékkóslóvak íu með því að samræma fram- leiðslukerfi landsins reglum Marx og Lenins. Af ýmsum á- stæðum hefir þó árangurinn orðið þeirn til hrellingar, að því er Zapotocky forsætisráðherra játaði opinberlega á þingi flokks ins í maí 1 vor. Hann kvartaði í vor yfir því, að í flestum verk- smiðjum landsins væri fram- leiðslan bæði minni og verri en við mætti uná. Ef til vill eiga verðlagsákvæðin sinn þátt í því, því að verðlag er þar valdboðið ofan frá, en stjórnast ekki af eðlilegum logmálum. Oft er verðlagið látið laga sig eftir kaupgetu neytendanna. Bíll, sem kostar 200 þúsund tékk- neskar krónur í Tékkóslóvakíu, kostar 36 þúsund í Hollandi og 80 þúsund í Póllandi. Þetta er svo, þrátt fyrir það að Pólland heyrir til fjölskyldu kommún- ista austan járntjaldsins. Verðlagsstjórnin virðist hafa haft spillandi áhrif á fram- leiðsluna, en það kann að mega rekja til þess að nokkru leyti, að gjaldeyrisþörf landsins er mikil til hráefniskaupa frá Vestur- löndum. Ef ríkisstjórnin kapp- kostaði í alvöru að auka við- skiptin utan landa kommúnista, myndi það vera unnt, en við- leitni hennar í þá átt er ekki rækileg og í öllum viðskipta- málum þjóðarinnar ráða pólit- ísk yíirsjónarmið. Þannig hefir verið hætt að flytja inn kopar frá Júgóslavíu til að refsa þeirri vondu þjóð, sem lýtur Titó, en þar af leiðir, að margar tékk- neskar verksmiðjur skortir nú þetta hráefni. Alltaf vex hlut- deild landanna í austri í út- flutningnum, en því miður er það takmarkað, sem þau geta látið Tékkum í té á móti. Eink- um virðist þó erfitt að eiga við Rússa í þeim efnum. Þeir hafa orðið vanskilamenn meö jám, asbest og baðmull og svo er að sjá, að iðulega sendi rússnesk yfirvöld vörur, sem áttu að fara til Tékka, eitthvað annað, á síð- ustu,-stundu. Þó að Tékkóslóvakía sé lang- mesta iðnaðarland í austur- hluta álfunnar, er þar mikill hörgull á margskonar iðnaðar- vörum til daglegra þarfa. Þar er tæpast hægt að komast yfir ljósaperur stærri en 15 watta og steikarpönnur fást ekki, svo að dæmi séu nefnd. Af hráefna- skorti hefir orðið samdráttur í iðnaðinum og fylgir því atvinnu leysi, sem allmikil brögð eru nú að. En það er líka knappt um neyzluvörur, Brauð, kjöt, mjólk, feitmeti, sykur og egg er strang- lega skammtað. í júlíbyrjun var kjötskammturinn minnkaður úr 1500 grömmum í 1200 grömm á mánuði. Þó að hann hafi verið mun minni í Englandi, er á bað að líta, að þar geta menn bætt sér það upp með ýmsu því, sem ekki fæst í Tékkóslóvakíu. Eins og sakir standa, má heita óger- legt að ná þar í ost eða svína- kjöt og erfitt er að fá fiskmeti. Stjórnin kennir lélegri upp- skeru haustiö 1947 og skemmd- arverkum stórbændanna um þetta. Stórbændur eru samt engir til, því að lögum sam- kvæmt má ekkert ábýli hafa meira landrými en 50 hektara. Það er raunar satt, að bænd- urnir hafi heldur minnkað framleiðslu sína eftir valdatöku kommúnista. Að vísu hefir stjórnin verið mjúkhent á þeim til' þessa, en það virðist vera al- menn skoðun í sveitahéruðum landsins, að það sé aðeins tak- markaður frestur þangað til samyrkja verði valdboðin, og því sé ekki ómaksins vert að Gottwald, forseti Tékkóslóvakíu. leggja meira á sig en nauðsyn krefur. Einar og Svavar Blöð Sjálfstæðismanna lát- ast vera hin sigurreifustu um þessar mundir. Þau þykjast vera örugg um að fylgi Sjálf- stæðisflokksins fari ört vax- andi. Þessi sigurgleði hefir smitandi áhrif á braskaralýð in, sem þegar er farinn að veðja um, að Eggert Kristjáns son sé alveg viss á Ströndum, Árni Eylands í Norður-Múla- sýslu og Gunnar Bjarnason í Austur-Skaftafellssýslu! Svo oft áður hafa þó braskararn- ir tapað á veðmálum um þess ar sýslur, að þeir ættu að hafa lært að fara gætilega í þessum efnum. Sé hinum glæstu sigurspám íhaldsblaðanna hinsvegar sleppt og snúið að sjálfum staðreyndunum, verður tals- vert annað~uppi á teningnum. Víða út um land er nú kunn- ugt um Sjálfstæðismenn, sem Það er búizt við að stjórn- in hefji skipulagsbreytinguna strax í haust þegar uppskeran | hafa snúið baki við flokknum er komin í hlöðu. Ef til vill er j og forustu hans. Einkum er deilan við kaþólsku kirkjuna í j shka menn að finna í röðum sambandi við það. Kirkjan á sterkust ítök í sveitunum og þjóðnýting jarðanna skapar andstöðu og þá er eðlilegt að prestarnir taki forustu fyrir bændunum. Það er því mikils virði fyrir kommúnistana að gera prestana skaðlausa áður en þeir koma fram með óvin- sælar breytingar í landbúnað- armálum. Það er ekki aðeins í atvinnu- lífinu, sem tékkneska stjórnin stríðir nú við erfitt ástand. Vegna „hreingerninganna“ hef ir umboðsstjórn landsins misst margt manna, sem áður létu mikið til sin taka. í hernum er mikil vöntun menntaðra for- ingja og flugherinn skortir mjög kunnáttumenn. Sú afturför, sem verið hefir þrjú síðustu misseri virðist enn halda áfram. Það er að minnsta kosti ekki neitt, sem ennþá bendir þar til straum- hvarfa. Raddir nábúarma staðar, sem i blindni hafa hlýtt þeim fyrirskipunum að berjast gegn Tito og sosialism anum í Júgóslavíu af því, að það er Rússum þénanlegt. Munurinn er aðeins sá, að for sprakkar kommúnista hér eru það meiri heiglar en þessir flokksbræður þeirra að þeir þora ekki að lýsa af- stöðu sinni opinberlega, held- ur kjósa að þegja. En þótt þeir hafi valið sér þögnina, verður afstaða þeirra ekki misskilin. Hún sýnir, að þjónustan við Moskvu er þeim fyrir öllu. Hún sýnir, að fyrir þeim vak- ir ekki fyrst og fremst breyt- ing þjóðfélagsháttanna hér, heldur þjónustan við Moskvu. Þeir eru ekki íslenzkur flokk- ur, heldur fimmta herdeild. Þessvegna hafa þeir dæmt sig úr leik, því að hægt er að eiga skipti við menn, sem hafa aðr ar skoðanir um lausn innan- landsmála, en ekki við flugu- menn erlends ríkisvalds. Af þessum ástæðum eru kommúnistar líka dæmdir til ósigurs hér, eins og í öðrum lýðræðislöndum. í kosninga- baráttunni, sem nú fer í hönd, munu þeirra gæta stór um minna en áður. Það er óþarft að eyða miklum skot- um á þá, því að þeir hafa dæmt sig sjálfir og eru létt vægir fundnir. Til viðbótar öllu öðru mun þögn Þjóðvilj ans um Titodeiluna auövelda kjósendum að fullnægja þeim dómi. Alþýðublaðið birti grein fyrradag, þar sem deilt var á ýmsar meinsemdir í verzl unarmálunum. í tilefni af því segir Mbl. í gær: „Blað viðskiptamálaráðherr ans og pínulitla flokksins ræðir í gær um tómar búðir og frjálsa verzlun. Segir það rétlilega frá því, að allskonar brask, svartur markaður og okur eigi sér nú stað með margskonar vörur, sem eft- irsóttastar séu meðal al- mennings. Allt þetta gerist unclir stjórn Alþýðuflokks- mannsins, sem fer með stjórn viðskiptamálanna í núver- andi ríkisstjórn. Að því gáir blað hans ekki þegar það er að lýsa öngþveitinu í verzl- unarmálunum.“ Það er ekki óþægilegt fyrir Mbl., þegar Alþýðuflokks- menn deila á verzlunarspill- inguna, að geta bent á, að hún sé ekki síður á ábyrgð Alþýðuflokksins og Sjálfstæð- isflokksins. Þeir Emil Jónsson og Stéfán Jóhann hafa hald- ið þannig á máli flokks sins, að það er álíka og að nefna snöru í hengds manns húsi, þegar Alþýðublaöið fer að skrifa um verzlunarspilling- una. hinna hugsandi manna, er hafa glöggt auga fyrir því hvert fjármálastefnan, sem er rekin undir forustu Sjálf- stæðisflokksins, er að leiða þjóðina. Einnig uggir þessa menn hin léttúðuga afstaða Sjálfstæðisflokksins í flestum stórmálum undir forustu þeirra Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Þessu til sönnunar skal bent á tvo menn, sem staðið hafa framarlega í baráttuliði Sjálfstæðisflokksins, en aðal lega er þó fráfallið meðal hinna óbreyttu liðsmanna. Á síðástliðnum vetri lýsti einn af helstu forvígismönn- um flokksins í Vestmannaeyj um, Einar Sigurðsson for- stjóri, yfir því, að hann væri genginn úr Sjálfstæðisflokkn um. Einar hefir um langt skeið verið einn helsti og á- hrifamesti leiðtogi flokksins í Eyjum, enda eigandi og rit- stjóri blaðsins Víðis, er átt hefir verulegan þátt í gengi flokksins þar. Fyrir nokkrum dögum síð- an sagði svo einn helzti á- hrifamaður Sjálfstæðisflokks ins á Akureyri, Svavar Guð- mundsson bankastjóri, sig úr flokknum. Svavar hefir sein- ustu árin verið einn helzti og athafnamesti forvígismaður Sjálfstæðisflokksins þar nyrðra, enda fulltrúi hans í bæjarstjórn Akureyrar. Það sýnir vissulega, að for- ustusveit Sjálfstæðisflokksins er ekki eins traust og sam- stæð og Mbl. vill vera láta, þegar menn eins og Einar Sigurðsson og Svavar Guð- mundsson ganga úr henni rétt fyrir kosningar. Þó er fráfallið fyrst og fremst með- al hinna óbreyttu liðsmanna, eins og kosningaúrslitin munu senn leiða í ljós. En Mbl. og ísafold geta haldið áfram að gleðja sig og sína fram yfir kosningarnar, yfir væntanlegum stórsigrum Sjálfstæðisflokksins. Braskar arnir geta veðjað og horft á það í hyllingum, þegar hinir „glæsilegu" fulltrúar þeirra Eggert, Árni og Gunnar, setj- ast í þingstólana. Þeim er ekki ofgott að gleðja sig þannig um stund, því að éftir tvo mánuði kemur sjálfur veruleikinn til sögunnar. Þá fá þeir að sjá, hvort hafi ver- ið öruggari vísbending brottför þeirra Einars og Svavars eða sigurspádómar Morgunblaðsins. . X-fY

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.