Tíminn - 03.09.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.09.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsínu Fréttasímar: S1Z02 og 81303 Ajgreiðslusími 2323 Auglýsingasimi 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, laugardaginn 3. september 1949 - .ík>r<mmtu 185. blað; Búnaðarþing samþykkir stefnu- yfirlýsingu í landbúnaðarmálum Samþykkt að halda búnaSarþing árlcga. — SamvÍHna milli ESíínaðarféfagsins og’ Skóræktarfélagsins Framhaldsfundur Búnaðarþings var háður á Egilsstöðum á Völlum í fyrradag óg í gær, og í dag munu búnaðarþings- fulltrúar og boðsgestir búnaðarþings halda að Reykjahlíð í Mývatnssveit til móts við þá, er þar sitja aðalfund St.éttar- sambands bænda. í gærkvöldi var veizla mikil haldin að Egilsstöðum, og sátu hana auk hinna föstu gesta, er voru «m nítíu, milli fimmtíu og sextíu manns af Fljótsdalshéraði. er búnaðarþing hafði boðið til hófsins. Áður en lagt var af stað vestur á bóginn í morgun ætlaði Búnaðarsamband Austurlands að efna til árdegisboos að Egilsstöðum. Framhaldsfundur Búnaöar þings var settur að Egilsstöð- um klukkan tíu í fyrradag af formanni Búnaðarfélags ís- lands og forseta búnaðar- þings, Bjarna Ásgeirssyni at- vinnumálaráðherra. Flutti hann snjalla ræðu við þetta tækifæri og bauð fulltrúa og gesti velkomna. Hafði verið boðið í austurförina öllum fyr verandi búnaðarþingsfulltrú- um, heiðursfélögum Búnaðar félags íslands, öllum núver- andi starfsmönnum þess, skógræktarstjóra og for- manni Skógræktarfélags ís- lands og konum þessara manna allra. Allir búnaðarþingsfulltrúar mættu til framhaldsfundar- ins, nema Gunnar Þórðarson í Grænumýrartungu, Haf- steinn Pétursson á Gunn- steinsstöðum og Kristj án Karlson á Hólum, en varafull trúar Hafsteins og Kristjáns mættu í þeirra stað. Fjögur mál afgreidd. Á fundum Búnaðarþings voru f jögur mál afgreidd. í fyrsía lagi var þar sam- þykkt almenn yfirlýsing um búnaðarmál og stefnu búnaðarþings í þeim. í öðru Iagi var ákveðin nán ari samvinna en verið hef- ir milli Búnaðarfélagsins og Skógræktarfélagsins. í þriðja lagi var ger.ð sú lagabreyting, að búnaðar- þing skuli framvegis hald- ið á hverju ári. í fjórða Iagi var Björn Hallson, Verkfalli afstýrt í Stykkishólmi Verkalýðsfélag Stykkis- hólms hafði sagt upp samn- ingum og boðað til verkfalls 1. okt. n. k. ef samningar um kaup og kjör hefðu ekki tek- izt þá. Nú hafa samningar tekizt milli félagsins og at- vinnurekenda og eftir hinum nýja samningi hækkar grunn kaup karla úr kr. 2,70 í kr. 3,00. bóndi á Rangá, kjörinn heiðursfélagi Búnaðar- félagsins. Stefnuyfirlýsing um búnaðarmál — sex ára áætlun. Yfirlýsing sú um búnaöar- mál, sem samþykkt var, er þríþætt. í fyrsta lagi er þeim mönnum þakkað, er stóðu að stofnun búnaðarþings og helgað hafa búnaðarsamtök- unum krafta sina. í öðru lagi voru skilgreind- ar kröfur búnaðarsamtak- anna á hendur alþingi og ríkisvaldinu, og nefnd sérstak lega allmörg mál, sem krafizt er á ákveðinnar lausnar á næstu sex árum. Eru þar á meðal ræktunarmál, raf- magnsmál, samgöngu- og símamál, lánastarfsemi, skólamál bændastéttarinnar og tilraunastarfsemi í þágu landbúnaðarins og land- græðslumál. Loks er í síðasta lagi beint kröfum og áskorunum til bændastéttarinnar sjálfrar, bæði um ræktun landsins og bústofnsins. faglega menntun og eflingu félagssamtaka sinna, bæði hagsmunalegra og faglegra. 50 ára síörf búnaoarþings. Metúsalem Stefánsson, fyr- verandi búnaðarmálastj óri, flutti erindi um fimmtíu ára störf búnaðarþings. Kom hann víöa við, og var erindi hans hið fróðlegasta. Valtýr Stefánsson ritstjóri flutti ávarp frá Skógræktar- félaginu. Ferð í Hallormsstaðaskóg og Fljótsdal. í fyrradag fóru búnaðar- þingsfulltrúar og gestir skemmtiferð í Hallormstaða- skóg í boði Skógræktar ríkis- ins, og var þá veður gott, og ferðin hin ánægjulegasta. í gær fóru allmargir full- trúar og gestir að Skriðu- klaustri í Fljótsdal, en þá var þoka og miður gott veður. í dag verður, eins og áður er sagt, haldið vestur á bóg- inn, að Reykjahlýð, til móts við fulltrúa á aðalfundi! Stéttarsambands bænda. Nýlega var halöið alþjóðlegt íþróttamót fyrir daufdumbt fólk í Danmörku. — Mynd þessi er frá setningu mótsins, er Knútur Danaprins er að halda ræðu. Fremst á myndinin sjást tékk- neskir þátttakendur. Fjögur ár íiðin frá uppgjöf Japana í gær voru liðin fjögur ár frá því að Japanir gáfust upp fyrir bandamönnum og her- seta landsins hófst. í tilefni af því flutti japanski for- sætisráðherrann ræðu í gæt ' og ræddi ástandið í landinu ! um þessar mundir. Sagði hann, að Japanir þyrftu að stefna markvisst að því að verða efnahagslega sjálf- stæðir og óháðir. Til þess yrðu þeir að herða sig mjög og auka framleiðsluna og ut- anríkisverzlunina. Þeir yrðu og að standa í skilum með stríðsskaðabætur og endur- greiða Bandaríkjunum það fé, sem þau hefðu lagt fram til viðreisnar landinu. á næstu árum yrði að hefia stórfelldar viðreisnarfram- kvæmdir og nýsköpun at- vinnuveganna og óhjákvæmi legt yrði að fá inn í landið erlent fjármagn til þeirra hluta. K o s i n y f i r- kjörstjórn Á bæjarstjórnarfundi í Reykjavík í fyrradag var kos in yfirkjörstjórn við alþingis- kosningarnar í haust, tveir aðalmenn og tveir varamenn. Aðalmenn voru kosnir Ein- ar B. Guðmundsson og Ragn- ar Ólafsson en varamenn Ól- afur Sveinbjörnsson og Stein þór Guðmundsson. HIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIMIIIflllMiMMIIMIIIi ' | Hlutur íslands 7,31 | miljón dollara j i Eins og skýrt hefir verið 1 | frá 1 fréttum hafa Marshall | | löndin 19 í Evrópu nýlega | | lokið niðurjöfnun f jár- | | framlagsins á öðru f jár- | 1 hagsári Marshalláætlunar | 1 innar. Samkvæmt þeirri út § | hlutun fær ísland 7,3 | í millj. dollara eða 45.5 millj. § | ísl. króna. Er þetta heldur 1 | minna en sá dollara-1 I greiðsluhalli, sem íslend- 1 1 ingar höfðu áætlað, en | I hann var 8,5 millj. dollara. | | Hlutur íslands er hins veg- | | ar talinn góður miðað við | 1 hlut annarra, þvj að 1 I Bandaríkjaþing minnkaði | I f járveitingu sína í þessu | | skyni mjög mikið. «11111MIMIIIMIMIIIIIIMIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIIMIIIIIIMII ingarskrifstofa opnuð Bu'. SSattliías Jónassou vertlsir tll viðtals & Melaskólauuiu vlrka daga kl. 4—5 ueins laugardaga Ðr. Matthias Jónasson hefir opnað uppeldisfræðiiega rannsóknar- og leiðbeiningaskrifstofu í rannsóknarstofu. sinni í Melaskóla. (Viðtalst. virka daga nema laugardaga kl. 4—5). Ætlunin er að rannsaka börn, sem aö einhverjn leyti þykja afbrigðileg, hvort sem er vegna erfiðleika í námj3 óvenjulegra gáfna eða annarra vandamála í uppeldinu, og að veita foreldrum hagnýtar Ieiðbciningar og aðstoð. Erlendis eru slíkar leið- beiningarstofnanir algengar, og leita foreldrar til þeirra á svipaðan hátt og til heilsu- verndarstöðva og lækna. Þetta er fyrsta tilraunin með slíka stofnun hér á landi og virðist hún fyllilega tímabær. Þröngbýlið skapar ávarllt margvísleg uppeldisleg vanda mál, sem foreldrar einir fá ekki ráðið fram úr, nema með aöstoð sérfræðings, en hins- vegar hefir uppeldisvísindun um fleygt fram á síðustu ára tugum. Sú þekking má ekki liggja ónotuð. Með nákvæmm og skilningi má greiða úr ýmsum uppeldislegum vanda, ef það er aðeins reynt í tíma og rétt á málinu tekið. En oft leiða erfiðleikar, sem í fyrstu virtust smávægilegir, til mik- illa vandræða og jafnvel ó- gæfu, af því að þeim var ekki sinnt strax eða beitt var rangri aðferð. Því ber mjög að fagna, að dr. Matthías Jónasson hefir séð sér fært að opna slíka leiðbeiningarstofnun fyrir foreldra og aðra uppalendur. Hann hefir á undanförnum árum unniö að almennum rannsóknum i uppeldisfræði á vegum fræðslumálastjórnar innar og skólanna. Hefir fólk þá leitað til hans með uppeldisleg vandamál, en hann ekki getað sinnt því sem skyldi, vegna hinna al- mennu rannsókna, en nú gefst foreldrum færi á ad leita ráða hjá honum um eir- stök tilfelli. Kviknaði í út M oííukyndingu í gærkveldi var slökkviliðiö kvatt inn í Miðtún 82 en þaó er hús í smiðum. Hafði kvikr. að þar í út frá olíukyndirgi. Slökkviliðinu tókst þegar ab' slökkva eldinn og litlar sen. engar skemmdir urðu á hús- inu. Grískir uppreisnar menn aðeins 5 þús Gríska stjórnin tilkynnir. að nú séu aðeins eftir ósigr aðar 5 þús. manna sveitii uppreisnarmanan í Gram mosfjöllum, en fyrir mánuð. síðan voru sveitir þeirra ac minnsta kosti 18 þús. Mikil.. flóttamannastraumur frí. uppreisnarmönnum hefir ver ið út fyrir landamærin ac undanförnu. Talið er að un. 3 þús.. uppreisnarmenn haf.. flúið yfir landamærin til Al- baníu og eitt þusund til Júgó- slavíu og Búlgaríu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.