Tíminn - 03.09.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 03.09.1949, Blaðsíða 8
33. árg. Reykjavík „Á FÖmsWM VECÍ“ Í DAG: Óboðnir gestir 3. september 1949 185. blaff Stungið upp á að reisa litlar íbúðir fyrir aldrað fólk Stofnnnum og fyrirtækjum boðið að leggja fram fé g'cg'n tryggðum afnotarétti Gísli Sigurbjörnsson forstjóri Elliheimilisins Grund í Reykjavík skýrði fréttamönnum frá nýrri hugmynd varð- andi úrbætur á húsnæðisþörf aldraðs fóíks í bænum. Er hugmyndin sú að reisa sambyggingu með einhleypinga- íbúðum og hjónaíbúðum og verði stofnunum og fyrirtækj- um gefinn kostur á að leggja fram fé til framkvæmdarinnar gegn yfirráða- og afnotarétti síðar. Úrbætur nauðsynlegar Á . Elliheimilinu að Grund eru nú 250 vistmenn, karlar og konur, og er fullskipað. Margir bíða eftir vist þar og komast þar ætíð miklu færri að en vilja. Brýn þörf er því á því að bæta úr húsnæðis- þörf aldraðs fólks. Margt eldra fólk getur séð um sig sjálft ef það á aðeins völ á hæfilegu húsnæði, og mundi seinna þurfa á algerri um- önnun að halda, ef svo væri. Uppdráttur að íbúðum. Nú hefir Þórir Baldvinsson, byggingarmeistari, sem teikn að hefir allar byggingar elli- heimilisins, gert uppdrátt að byggingu með íbúðum fyrir aldrað fólk. Er þar gert ráð fyrir 36 íbúðum, 27 einhleyp- ingaíbúðum og 9 hjónaíbúð- um. Elliheimilið sjálft sér sér ekki fært að reisa þetta hús, því að til þess skortir það fé, en heppilegt mundi þó vera að slík sambygging yrði í nokkru sambandi við elliheim ilið í rekstri, og fólk sem þar dvelst gæti átt vísa vist á elliheimilinu. þegar það hætt ir að geta séð um sig sjálft. Margt eldra fólk býr í óhent- ugu húsnæði, stóru og miðuðu við. stærri fjölskyldur og mundi vilja skipta, ef kostur væri á. Mundi þannig losna húsnæði fyrir aðra bæjarbúa við • haganlegri notkun og þannig fást nokkur' hjálp í húsnæðisvandræðunum. Leitað til stofnana og fyrirtækja. Forstj órinn kvaðst vilj a kofria- þessari hugmynd á framfæri og einnig því, að Portúgalir sækja fast á Græn- landsmið s. Portúgalir eru all fjölmenn ir á Grænlandsmiðum í sum- ar. í Færeyingahöfn eru fimm. eða sex skip, sem eru móðuskip fiskibáta. Portúgal- ir fiska á litlum bátum og er aðeins einn maður í hverjum bát, og við hvert móðurskip eru um 20 slikir smábátar. Portúgalir hafa ekki leyfi til •að athafna sig í landi, en það er heldur ekki talið nauðsyn- legt, því að móðurskipin eru svo stór og vel búin. Þau hafa með sér vistir og allan búnað til fimm mánaða úti- vistar. stofnanir og fyrirtæki leggðu fram nokkurt fé til þessara framkvæmda þannig, að gegn 30 þús. kr. framlagi fengi fyr- irtæki umráðarétt og afnot af einni einhleypingsíbúð og gegn 45^ .þús. . kr, Iramlagi samskonar rétt til hjónaíbúð ar. Mættu þau síðan ráða hverjir byggju þar gegn 200 kr. húsaleigu á mánuði. Borg arstjórinn í Reykjavík hefir tilkynnt að bærinn muni sjá fyrir góðri lóð undir bygg- ingu þessa, ef af henni yrði. Hefir flutt nær 100 þúsund farþega Frá því að Flugfélag ís- lands hóf starfsemi sina árið 1938 hafa samtals 97.807 far- þegar ferðast með flugvélum þess, bæði á innanlands- og utanlandsflugleiðum. Nálgast þvi óðum, að félagið flytji 100,000. farþegann, en það mun að öllum líkindum verða í þessum mánuði. Það sem af er þessu ári, hafa flugvélar F. í. flutt 24.557 farþega, en á fyrstu átta mánuðum ársins 1948 voru fluttir alls 19.260 manns. Hefir því aukningin í ár mum ið um 27% miðað við sama tíma í fyrra. í ágúst ferðuðust 5851 far- þegar með flugvélum F. í., þar af 4949 innanlands og 902 á milli landa. f sama mánuði í fyrra var farþegafjöldinn 5242, þar af 693 á milli landa. Flutt voru 4706 kg. af pósti á innanlandsflugleiðum og 9935 kg. af öðrum flutningi. Gullfaxi hefir farið allt 25 ferðir á milli landa í mánuð- inum og flutt 902 farþegar. Þá hefir hann flutt 299 kg. af pósti og 681 kg. af öðrum flutningi. Rösklega 12.000 manns hafa ferðast með flugvélum F. í. á undanförnum tveimur mánuðum, og mun nú vart finnast önnur þjóð, sem not- færir sér flugsamgöngur jafn mikið og íslendingar. Myntl pessi synir herskipalægi Breta í Gibraltar. Píanótónleikar á Akureyri Rögnvaldur Sigurjónsson pranóleikari efndi til píanó- hljómleika á Akureyri í fyrradag. Var leik hans mjög vel tekið og varð hann að leika mörg aukalög. Scotland Yard elt- ir peningafalsara Scatland Yard er nú að elta einhverja mestu peninga falsara sem sögur fara af. Hafa þeir dreift út kynstrum um öllum af fölskum dollara seðlum og pundseðlum, og er talið, að þeir hafi notað sams konar myndamót við fölsun- ina og Hitler notaði til þess að falsa peninga, sem hann notaði til að greiða með nj ósn urum sínum og skemmdar- verkamönnum í Bretlandi og Bandaríkjunum. Scotland Yard hafir nú rakið slóð fals- aranna frá Þýzkalandi yfir Holland og Sviss til suður- strandar Frakklands. Telja leynilögreglumennirnir, að þeir séu nú komnir á slóðina og ekki líði á löngu áður en hendur verða hafðar í hári þessara manna. Belgíska stjórnin lækkar skatta Belgíska stjórnin hefir til- kynnt að hún muni á næst- unni vinna að því að lækka að mun skatta og tolla á lág- launafólki, því að opinber gjöld þeirra stétta séu nú orðin mjög há og miklu hærri en gjaldþol þessara þegna leyfi. Nánara fyrirkomulag þessarar skattalækkunar hefir þó ekki verið tilkynnt. Aukinn bílainn- flutningur í Dan- mörku Bættnr vrr/liinar- jöfnuðnr á punda- svæðinu jgerlr það kleiit. Danir gera sér vonir um að bætt afkoma þeirra og verzl- unar jöfnuður á' sterlingsvæð inu geri þeim fáért að flytja inn frá Englartdi um 400 einkabíla á siðari helmingi þessa árs. Á fyrra helmingi ársins voru fluttir inn 600 bílar frá Englariaí og átti það að vera allur innflutningur þeirrar vöru á þessu ári, en nú hefir hinn bætti- hagur leyft það, að 400 verði- bætti við. Alþjóðleg húsa- Heldur til Suður- skautslandsins Richard E. Byrd aðmíráll mun brátt leggja af stað í ferð til Suðurskautslands- ins. í þessari ferð verða 8 skip og hátt á þriðja þúsund manns. Mun förin taka fjóra mánuði og er farin til að kort leggja landsvæðið, sem enn er ókannað að miklu leyti. Alþjóðleg húsagerðarsýn- ing verður haldin í Stokk- hólmi fyrri hlula þessa mán- aðar. í sambáadi við hana verða ýmsar rjjjðstefnur sér- fræðinga um “t'æknileg efni varðandi húsagpíð og gert er ráð fyrir að tuargt manna muni sækja syriinguna víða að. Unnið hefir verið kapp- samlega að uppsetningu sýn- ingarinnar að undanförnu. --------------------------- kúlur í vörpuna Danskur togari, sem var að veiðum í Stórábelti nýlega fékk fremur óhugnanlega veiði í vörpu Sina. Það var stór kassi, og við nánari at- hugun kom í ljös, að hann hafði að geyma l9 sprengikúl ur 40 cm. langar. Togarinn hélt með þenrian hættulega farm til Kerté'triinde og af- henti hann þár lögreglustjór anum, og þar voru sprerígi- kúlurnar gerðar óvirkar. Góð sala á Bret- landsmarkaði Togarinn Jón Þorláksson seldi afla sinn í Englandi fyrir nokkrum dögum. Aflinn var 4524 kit og seldist fyrir 10874 pund. Fyrri daginn seldist mjög vel en siðari dag- inn féll verðið allmikið. Afla þennan fékk skipið á Græn- landsmiðum eins og áður hef- ir verið frá skýrt og var 8 sól- arhringa að veiðum. Skipstjóri á Jóni Þorláks- syni er Einar Thoroddsen. Kemur saman 7. september Hið nýkjörna þing Vestur- Þýzkalands kemur saman til fyrstu funda sinna í Bonn 7. sept. n. k. Báðar deildir þings- ins koma þá saman og verður fyrst unnið að því að sníða starfshætti þingsins. Lækkar Marshall- hjálpin enn? Paul Hoffmann fram- kvæmdarstjóri Marshalláætl- unarinnar lét svo um mælt í ræðu í gæi;, að svo gæti farið, að framlag Bandaríkjanna til viðreisnarinnar í Evrópu yrði enn skert að mun frá því sem riú er orðið. Vfirmaðui* Ku KIux- Klan látinn Aðalforystumaður Ku Klux Klan-hreyfingarinnar al- þekktu í Ameríku hné nýlega dauður niður, þar sem hann var að við vinnu í garði sín um. Hann hét Samuel Green og hafði verið meðlimur hreyfingarinnar síðan 1918. Klan-hreyfingin í Georgia telur nú 25 þús. meðlimi, Green gekk áður fyrr undir nafninu Hinn mikli dreki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.