Tíminn - 03.09.1949, Blaðsíða 5

Tíminn - 03.09.1949, Blaðsíða 5
185. blað TÍMINN, laugardaginn 3. september 1949 5 Luugurd. 3. sept. Kaupfélag Svalbaröseyrar 60 ára Loddarabrögð Sjálf- stæðisflokksins Framkoma Sjálfstæðis- flokksins við verðlagningu landbúnaðarafurðanna að þessu sinni, varpar góðu ljósi á starfshætti flokksins. í verðlagsnefndinni áttu tveir Sjálfstæðismenn sæti, annar sem fulltrúi framleið- enda, en hinn sem fulltrúi neytenda. Sjálfstæðismaður- inn, sem var fulltrúi fram- leiðenda, stóð með stéttar- bræðrum sínum að þeim verð hækkunarkröfum, sem þeir báru fram. Sjálfstæðismaöur- inn, sem var fulltrúi neyt- enda, fylgdi hins vegar að málum Alþýðufiokksmönn- um, er gerðu kröfur um 10% lækkun afurðaverðsins. Af þessari framkomu Sjálf- stæðismannanna í verðlags- nefndinni er sannarlega ekki hægt að fá skýra mynd af af- stöðu Sjálfstæðisflokksins í afurðaverðsmálunum. En allt er þetta þó með ráði gert. Út um sveitir ætla for- sprakkar Sjálfstæðisflokksins að tala um hið lága aíurða- verð, sem sé miklu lægra en Sjálfstæðismaðurinn Sigur- jón í Raftholti hafi lagt til, að það yrði. Því verður síðan bætt við, að þetta ranglæti í garð bænda sé afleiðing þess skipulags, sem Framsóknar- menn hafi komið á verðá- kvörðunina., í kaupstöðunum verða hins vegar barðar bumbur af Sjálf Stæðismönnum út af hinni ó- sanngjörnu verðhækkun á landbúnaðarvörum og bent á, að Sjálfstæðismaðurinn Ein- ar Gíslason hafi lagt til, að verðið yrði miklu lægra. í á- framhaldi af því verður svo sagt, að hin ósanngjarna verð hækkun sé afleiðing skipulags þess, sem Framsóknarmenn hafi komið á þessi mál. Þannig mun Sjálfstæðis- flokkurinn túlka tvær gerólík ár stefnur í verðlagsmálum landbúnaðarins eftir því, hvort bændur eða launamenn eru áheyrendur hans í það og það skiptið. Þetta kemur hins vegar ekki neitt á óvart, því að allt síðan að Jón Þorláksson var hrakin frá ílokksforustunni og Ólafur Thors og Bjarni Ben. fengu hana í hendur, hefir Sjálfstæðisflokkurinn talað tveimur eða fleirum tungum í flestum málum, sern einhverju hafa skipt. Með þessum tvísöng eða margradd aða söng hefir honum tekizt furðu vel að dylja hina raun- verulegu stefnu sína og ginnt til fylgis við sig ýmsa þá, sem ekki hafa séð við þessum lodd arabrögðum hans. Það er sannarlega kominn tími til þess, að menn fari að varast þessi loddarabrögð Sjálfstæðisflokksins og geri sér grein fyrir af hverju þau stafi. Vitanlega er það frum- skilyrði þess, að menn varist þau. Þessi loddarabrögð Sjálf- stæðisflokksins stafa einfald- lega af því, að stefna hans er þannig, að hún þolir ekki dags ljósið. Kjarni hennar er að Sunnudaginn 21. ágúst bauð Kaupfélag Svalbarðs- eyrar félagsmönnum og kon- um þeirra til samkomu í Vaglaskógi, til að minnast 60 ára afmælis félagsins. Veður var hið bezta og samkoman fjölmenn þvi að allir mættu sem gátu. Formaður félagsins, Jón Laxdal, Meðajheimum, setti samkomuna og stjórnaði henni. Séra Þormóður Sigurðs son Vatnsenda flutti guð- þjónustu, en allur þingheim- ur söng sálma fyrir og eftir undir stjórn Áskels Jónsson- ar- Finnur Kristjánsson fram kvæmdastjóri rakti sögu fé- lagsins frá fyrstu tíð í skýr- um dráttum. Vilhjálmur Árnason lögfræðingur flutti ræðu og kveðjur frá Sam- bandi ísl. samvinnufélaga. Arnór Sigurjönsson, Þverá, lýsti verzlunarástandi eins og það var fyrir 60 árum og þeim miklu verzlunarumbótum, er félaginu lánáðist að fram- kvæma þegar'í byrjun. Margir fluttu stuttar ræður og ávörp, þar á meðal: Jón Jónsson, Fremstafelli, Ólafur Pálsson, Sörlastöðum, Sigurður Geir- finnsson, hreppstjóri Landa- móti, Stefán Stefánsson, Svalbarði og Stefán Tryggva son, Hallgilsstöðum. Kvæði fluttu Jón Jónsson, Fremsta- felli og Jónatan Benedikts- son, Breiðabóli. Milli ræðanna var ýmist, að Jóhann Kon- ráðsson frá Akureyri söng einsöng eða þingheimur söng allur. Undirleik og söngstjórn annaðist Áskell Jónsson. Um 6 leytið var kvöldverð- ur framreiddur í hótel Brú- arlundi, síðan var sýnd kvik mynd og að' lokum dansað til miðnættis. Samkoman var að öllu leyti hin ánægjulegasta og félag- inu til sóma. Fyrirkomulag og stjórn vár í bezta lagi og veitingar rausnarlegar. Minnist ég ekki að hafa kom ið á nokkra samkomu svo fjölmenna, þár sem þátttaka í söng var jafn almenn og fólkið allt, sem ein fjölskylda. Kaupfélag Svalbarðseyrar hefur um langan aldur verið eins og smáríki milli tveggja stórvelda, en ibúarnir á landa mærunum átt þegnrétt til ■ beggja handa. Það hefur því löngum skifst á flóð og fjara í umsetningu og starfi fé- lagsins, en friður og vinátta rikt milli þess og grann- anna. Félagið hefur haft pönt- unarfyrirkomulagið lengur en nokkurt annað félag eða um 50 ár og heldur því að ein- hverju leyti ennþá. Samkv. ræðu framkvæmda stjórans voru tildrög til fé- lagsstofnunarinnar þau, að árið 1885 ferðaðist Jón Jóns- son frá Múla um vesturhluta Þingeyjarsýslu til að kynna mönnum félagsstarfið hjá Kaupfélagi Þingeyinga og hvetja menn til að stofna samvinnufélag. Árangur ferð arinnar varð sá, að þá þegar var fundur haldinn á Sval- barði. Mættu á fundinum fulltrúar frá Eyfirðingum Höfðhverfingum, Svalbarðs- ströndungum og Fnjóskdæl um- Voru deildir stofnaðar, en Magnús á Grund annaðist framkvæmdastjórn fyrsta ár iö og rak erindi þeirra gagn- vart Kaupfélagi Þingeyinga, en þaö sá um öll innkaup fyrir deildirnar. Þetta sam- starf hélzt í fjögur ár, en þá þótti heppilegra að stofna sérstakt félag og skildu því áður nefndar deildir við Kaupfélag Þingeyinga í fullri vinsemd og stofnuðu Kaup- félag Svalbarðseyrar á fundi í Tungu á Svalbarðsströnd 17. desember 1889. Brátt stækkaði félagið að mun, því 1892 gengu í félagið fjölmennar deildir úr út- sveitum Eyjafjarðar austan og vestan, og varð þá einnig vöruafgreiðsla á Hjalteyri og í Hrísey auk Svalbarðseyrar. Deildir þessar mynduðu sér- stakt félag 1905, en gengu síðan í Kf. Eyfirðinga 1906 og síðar. Framkvæmdarstj. minntist margra ágætra frumherja og forráðamanna félagsins svo sem Höfðabræðra, Baldvins og Gunnars Þórðarsonar, Helga Laxdals í Tungu, Jó- hanns Einarssonar á Víðivöll um, Friðbjörns Björnssonar á Hvar fást „kram- vörurnar“? Það er undarlegt ástand Grýtubakka og Einars Ás- ' orðið í þessu landi með flest- mundssonar í Nesi, Ingólfs ar lífsþarfir manna aðrar en Bjarnasonar í Fjósatungu, matinn. er um langt árabil var fram- | Ég bý úti á landsbyggðinni, kvæmdarstjóri félagsins, og og ég hefi hvergi getað fengið Guðna Þorsteinssonar Grund, í Reykjavík eða öðrum er að Ingólfi látnum stjórnaði kaupstöðum, þar sem ég hefi félaginu á örlagaríkum tím-! komið, efni í sængurver, ut- um. an um kodda eða efni í skyrt- Kaupfélag Svalbarðseyrar. ur, að ég tali nú ekki um átti mikinn þátt í stofnun i efni í kjól á kvenfólkið, eða Sambandsins en fulltrúar' svuntulepp- þess bæði á undirbúnings-1 Hið eina, sem heimili mitt fundi á Draflastöðum og hefir fengið af „kramvöru‘“, stofnfundinum í Ystafelli er þessi litli skammtur, sem 1902 voru þeir Helgi Laxdal kaupfélagið okkar var að 1 Tungu og Friðbjörn Bjarna son á Grýtubakka. í félaginu er aðfall eins og stendur og nýtur það fyllsta traust félagsmanna. Verið er að kvikmynda sög\i fé- lagsins. p.t. Akureyri 24. 8. 1949 H. Sigtryggsson.. verja og styrkja hagsmuni braskara og gróðamanna. Ef fólkið vissi þetta, myndi flokk urinn lítið fylgi þá. Þess vegna verður flokksforustan an að keppast við að leyna þessu. Þetta gerir hún á þann veg, að hún lætur eins og flokkurinn sé „allra stétta flokkur“ og lofar því hverri stétt því, sem hún heldur að henti henni bezt. Um hitt er ekki skeytt, þótt eitt reki sig þar á annars horn og loforðin stangist hvert við annað, eins og frekast er mögulegt. Á. þessari loddaramennsku hefir flokknum tekizt að fleyta sér undanfarið og með aðstoð hennar skapað brösk- urunum þá beztu gróðaað- stöðu, er hér hefir þekkst. Jafnvel dönsku einokunar- kaupmönnunum tókst ekki að afla sér eins rnikils gróða og mörgum bröskurum hefir nú hlotnast í skjóli þeirrar valda aðstöðu, sem Sjálfstæðisflokk urinn hefir haft. Nú ætti mælirinn hins veg- ar aö vera orðinn fullur. Nú ætti það fólk, sem Sjálfstæð- isflokkurinn hefir glapið með loddarabrögöum sínum, að geta séð, hvað það er, sem flokkurinn raunverulega vill og stefnir að. Verzlunarein- okunin og okrið, sem hann hefir innleitt og viðheldur, er ein gleggsta vísbendingin um það. Sú reynsla er nú fengin, að fólkið getur dæmt hann eftir verkunum og þarf því ekki lengur að glepjast af loddaraskapnum. Nú á það ekki að gagna honum lengur, að lofa verðhækkun á land- búnaðarvörum, þegar hann talar við sveitafólk, en verð- lækkun á þeim, þegar hann talar við kaupstaðabúa. Nú á hann að dæmast eftir verk- unum, en ekki skruminu og blekkingunum. Verði hann veginn eftir þeim, mun hann vissulega verða léttvægur fundinn og þá mun hann missa aðstöðu til að spilla stjórnarfarinu, eins og honum hefir tekizt á síðari árum. Þá munu skapast möguleikar til viðnáms og viðreisnar í stjórn málum og fjármálum íslend- inga. Raddir nábúanna Þjóðviljinn skýrir frá því, að einkaspæjari Bjarna Bene diktssonar, Pétur Sigurðsson að nafni, hafi dvalið um skeið á Hólmavík og síðan ætlað að útvega sér bíl til að ferð- ast á um sýsluna. Þjóðviljinn heldur svo áfram: „En meðan verið var að útvega bílinn kom bátur að landi með síldarslatta. Sjó- mennirnir sjá spæjarann vera að vakka á landi og sá gamansamasti þeirra segir við félaga sína: Nú skulum við flýta okkur að skipa síld- inni upp og kjöldraga svo spæjarann á eftir! Þessi spaugsyrði bárust skjótt um staðinn og höfðu menn gam- an af. Eftir hálftíma fékk spæjarinn sjálfur að heyra þau. Nokkrum mínútum síöar gerast þau tíðindi að spæjar- inn kemur móður og másandi til bækistöðva íhaldsins og tilkynnir að hann þurfi eng- an bíl. Þeir atburðir hafi gerzt að hann verði að fara suður þegar í stað, það þoli enga bið! Honum er síðan út vegað far í skyndi, og hann . kveður og fer. Síðustu orð hans til samherja sinna voru þau, að skila til bændanna, sem hann ætlaði að heim- sækja, að ef þeir þurfi á „fyrirgreiðslu“ að halda skuli þeir snúa sér til Eggerts Kristjánssonar, heildsala, Reykjavík. Þar sé „fyrir- greiðslan" til reiðu.“ Væntanlega leiðréttir Mbl. það, ef hér er ekki rétt sagt frá hinu frækilega ferðalagi einkaspæjarans. Skömmtunar- miðalaust KÁPUR DRAGTIR KJÓLAR Á fullorðna, börn. unglinga og „Notað og Nýtt“ Lækjargötu 6a skipta á milli félagsmanna í vetur, sem leið, eftir vöru- jöfnunarmiðum. Og þetta var svo sáralítið, sem kom í hlut hvers heimilis, að það var ekki nema brot af því, sem nauðsynlega þurfti með. Vinnufatnaður sést ekki nú orðið, því ef einhver ögn kemur í verzlanir, er það horfið áður en maður fréttir af því. En þegar maður kemur í kaupstaðina, sér maður að fólkið þar cr aldrei betur búið en nú.Hvar í ósköpunum fær fólkið allt þetta efni í fötin, eða fötin sjálf? Eru það biðraðirnar, sem byrja að myndast seinnipart nætur, eða er það s4arti markaðurinn svonefndi, sem er leiðin til að ná í einhverja spjör eða efni í hana? Það er ekki auðvelt fyrir þá, sem búa utan við kaup- staðina að frétta í tæka tíð um þau efni, sem biðraðirn- ar gefa, og ekki hefi ég hug- mynd um hvert ég, á að snúa mér til að komast á svarta markaðinn. Svo hygg ég vera um fleiri utanbæjarmenn. Það er heldur fáfengilegt, að fá þessa vefnaðarvöru- miða úthlutaða frá skömmt- unaryfirvöldunum, en fá síð- an ekkert út á þá, af því sem nauðsynlega vantar. Sjálfstæðismenn lýstu oft með mörgum þungum áfellis orðum verzlunarástandinu, sem var hér á kreppuáruhum fyrir stríð, en aldrei var það líkt því svona slæmt þá.' Eft- ir hinn mikla gróða, sem við söfnuðum á stríðsárunum, ætti það ekki að vera trúlegt, að við værum svona djúpt sokknir, þar sem gjaldeyris- tekjurnar hafa líka verið hagstæðar undanfarin ár. Manni finnst það því satt að segja dálítið skrítið, þegar Sjálfstæðisflokksmenn eru að hælast yfir því, hve mik- ið stjórnarfarið hefir batnað síðan þeir fengu hlutdeild og raunar mest áhrif í ríkis- stjórninni. Máske er það til úrbóta í þessum efnum, að Sjálfstæð- isflokkurinn vill senda fleiri heildsala á Alþing inn, og byrjar hina pólitísku göngu- för þeirra með bumbum og básúnum, og öðrum voldug- um skemmtikröftum. En einhvern veginn leggst það í mig, að ekki muni 'það vera ráðið til þess að kaupfé- lagið okkar fái rýmri inn- flutning á vefnaðarvörum, eða öðrum smávörum, sem nú vantar orðið svo tilfinn- anlega á mörgum heimilum. Hitt væri ekki með öllu /ti- lokað, með auknu veldi heild- salanna, að biðröðunum fjölg aði og svarti markaðurinn yrði enn meiri og verri — ef versnað getur úr þessu. — T.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.