Tíminn - 08.09.1949, Blaðsíða 5
189. blað
TÍMINN, fimmtudaginn 8. september 19949
5
Fimtntud. 8. sept.
Réttindakröfur
bænda
Á hinum nýlokna funcli
Stéttarsambanös bænda var i
samþykkt krafa um, að bænd- '
ur fengju sjálfir að ákveða
verðlag á vörum sínum. Jafn- i
framt var lýst eðlilegri óá-!
nægju yfir þeirri tilhögun, að ,
gerðardómur væri látinn i
hafa æðsta vald í þessum |
málum, enda fengin sú!
reynzla, að hann hefði á-1
kveðið verðið lægra en bænd- I
ur hefðu átt réttmætt tilkall
til.
í núgildandi lögum um
verðlagsmál landbúnaðarins
er gert ráð fyrir því sem aðal-
reglu, að bændur ákveði verð -
ið sjálfir, ef ekki næst sam-
komulag í verðlagsnefndinni,
sem skipuð er fulltrúum
framleiðenda og neytenda'. Sú
undantekning er þó í lögun-
um, að meðan landbúnaðar-
vörur séu greiddar niður úr
ríkissjóði, skuli verðið ákveð-
ið af gerðardómi, ef ekki næst
samkomulag í verðlagsnefnd-
inni. Framsóknarmenn voru
andvígir þessari undantekn-
ingu, en Alþýðuflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn gerðu
hana að skilyrði fyrir stuðn-
ingi sínum við lögin. Þess
vegna hefir afuröaverðið
verið ákveðið með þessum
hætti undanfarin ár.
Þótt þessi skipan sé hvorki
sanngjörn eða eðþleg, er hún
þó mikill ávinningur fyrir
bændur, ef miðað er við þá
tilhögun, er áður var. Bænd-
ur geta gleggst séð það af til-
lögum þeim, sem komu fram í
verðlagsnefndinni, hvernig
nú hefði farið, ef fyrv. stjórn
hefði setið áfram og stjórn-
skipuð nefnd ákveðið verðið.
Þeir fulltrúar í verðlags-
nefndinni, sem fylgt hefðu
fyrv. stjórn að málum, tveir
Alþýðuflokksmenn og einn
Sjálfstæðismaður, lögðu nú
til, að afurðaverðið yrði Iækk-
aö um 10%, þrátt fyrir það,
að launastéttirnar hafa
fengið miklar hækkanir und-
anfarið. Á þennan veg hefði
líka fallið úrskurður stjórn-
skipaðrar afurðaverðsnefnd-
ar, sem þessir flokkar hefðu
ráðið yfir.
Það er því víst, að gildandi
fyrirkomulag, þótt gallað sé,
hefir tryggt bændum mikinn
ávinning frá því, sem orðið
hefði, ef stefnu fyrv. stjórnar
hefði verið fylgt í þessum
málum áfram.
Hitt er svo annað mál, að
bændur eiga ekki að sætta sig
við þann ávinning, heldur að
sækja rétt sinn og fá hann
óskertan til jafns við aðrar
stéttir. Þá kröfu gerði líka
fundur Stéttarsambandsins
og þeirri kröfu eiga bændur
að fylgja á eftir.
Þessum málum er hins veg-
ar svo komið, að þau verða
ekki sótt né þeim komið fram,
nema á vettvangi stjórnmál-
anna. Það verður að sækja
þau í hendur ríkisstjórnar og
Alþingis. Þeim verður aðeins
komið fram með því móti,
að bændur dreifi ekki liði
sínu, heldur efli einhuga þann
flokk, sem mun ótrauður og
einbeittlega berjast fyrir rétti
þeirra. Og vel má bændum
ERLENT YFIRLIT:
Konratí Adenauer
Haun verður seunilega fyrsti forsætisráð>
herra Vestur»l»ýzkalaiids og |»ar með
valdamesti maður fsess
Hið nýja ríkisþing Vestur-
Þýzkalands kemur saman í
Bonn í þessari viku. Eitt fyrsta
verk þess verður að ganga frá
stjórnarmyndun. Það hefir ver-
ið ákveðið, að formaður kristi-
lega demokrataflokksins, dr.
Konrad Adenauer, verði kanzl-
ari eða forsætisráöherra þess-
arar fyrstu þýzku ríkisstjórnar,
er verður mynduð eftir hrun
nazismans. Stjórn hans verður
studd af frjálslynda þingflokkn-
um og þýzka miðflokknum, en
samanlagt hafa þessir flokkar
208 þingmenn af 402 alls. Enn
mun ekki fullráðið, hvort stjórn
dr. Adenauers verður flokks-
stjórn eða samsteypustjórn, en
hann vill sjálfur miklu heldur
hið fyrrnefnda.
Hvort sem stjórn dr. Adenau-
ers verður flokksstjórn eða sam-
steypustjórn, verður hún að
teljast miðflokkastjórn, sem er
nokkuð lengra til hægri en
miðflokkastjórnirnar á ítalíu og
í Frakklandi, þar sem jafnaðar-
menn taka ekki þátt í henni.
Borgarstjóri í Köln.
Dr. Adenauer er 73 ára gam-
all og hefir langa stjórnmála-
sögu að baki. Hann er Rínlend-
ingur að ætt, fæddur í Köln, og
er af efnuðu fólki kominn. Eftir
að hann hafði lokið laganámi,
hóf hann fljótlega afskipti af
stjórnmálum. Hann var kosinn í
borgarstjórn Kölnar og vann
sér þar svo mikið álit, að hann
var kjörinn . aðalborgarstjóri
hennar, er hann var rúmlega
fertugur að aldri. Þetta álit sitt
styrkti hann þó stórum bæði
meðal landa sinna og Banda-
manna, er Köln var hernumin
eftir fyrra stríðið. Þó dró það
nokkuð úr pólitískum frama
hans lím skeið, að hann hafði
lýst sig fylgjandi því, að Rínar-
héruðin yrðu skilin frá Þýzka-
landi og gerð. sérstakt ríki í
sambandi við Frakkland. Eink-
um spilti þetta fyrir honum ut-
an Rínarhéraðanna. Eigi að síð-
ur vann hann sér stöðugt aukið
álit á sviði landsmálanna og
náði fljótlega kosningu til ríkis-
þingsins í Berlín. Á þingi varð
hann brátt einn af helztu leið-
togum katólska miðflokksins.
Álit hans á þessum árum má
marka á þvi, að Hindenburg fól
honum einu sinni að mynda
stjórn, en honum mistókst það.
Andstæðingur nazista.
Dr. Adenauer var frá fyrstu
tíð ákveðinn andstæðingur naz-
ista. Eitt fyrsta verk þeirra eftir
valdatökuna 1933 var að svipta
hann borgarstjóraembættinu i
Köln, en hann hafði þá gegnt
því samfleytt í 16 ár. Tvívegis
létu þeir fangelsa hann eða í
sambandi við Röhm-uppþotið
1936 og morðtilraunina við
Hitler 1944. í bæði skiptin höfðu
þeir hann þó stutt í haldi. Fang-
elsanir þessar hreinsuðu hann
í stríðslokin af samneyti við
nazista og gerðu honum það
auðveldara en ella að gerast for-
ingi hins nýja kristilega demo-
krataflokks, sem var stofnaður
strax, þegar stríðinu lauk, og
teljast má arftaki katólska mið-
flokksins, er nazistar höfðu
bannað. Forustu dr. Adenau-
ers er það ekki sízt þakkað, að
kristilegi demokrataflokkurinn
er nú stærsti flokkurinn í Vest-
ur-Þýzkalandi.
Árekstur við Breta.
Það væri rangt að geta þess
ekki, að þegar Bretar hertóku
Köln eftir síðari styrjöldina,
gerðu þeir dr. Adenauer strax
að borgarstjóra þar. Hann héit
hins vegar svo fast fram kröf-
um Þjóðverja, að Bretar sviptu
hann embættinu eftir skamma
stund. Dr. Adenauer mun hins
vegar ekki hafa grátið það, því
að vinsældir hans eftir styrjöld-
ina hafa ekki sízt byggzt á þess-
um atburði. Það hefir alltaf ver-
ið heldur kalt milli hans og
Breta, en hins vegar hefir nú
sem fyrr farið vel á með dr.
Adenauer og Frökkum. Dr. A-
denauer heldur því fram nú,
eins og eftir fyrri styrjöldina,
að framtíð Evrópu byggist fyrst
og fremst á góðri sambúð Þjóð-
verja og Frakka, en sú stefna á
nú miklu fleiri og áhrifameiri
talsmenn meðal Frakka en þá.
Hæfileikar dr. Adenauers.
Það verkefni, sem dr. Adenau-
er hefir nú tekizt á hendur, er
vissulega vandasamt. Það verð-
ur engin leikur að stýra hinu
nýja vestur-þýzka ríki gegn um
brim og boða byrjunarörðug-
leikanna. Það kemur dr. Aden-
auer þá kannske að góðu haldi,
að hann er bæði hygginn og
kaldlyndur. Einn blaðamaður
lýsti honum þannig nýlega, að
hann kæmi fyrir eins og Prússi,
en væri kænn eins og jesúíti, og
því væri hann manna líklegast-
ur til forustu í Þýzkalandi, eins
og allt væri þar í pottinn búið.
Kröfuharður fyrir Þjóðverja.
Vafalaust mun dr. Adenauer
halda fast fram ýmsum kröfum
Þjóðverja og því telja brezk blöð,
að betur hefði farið, að jafnað-
armenn hefðu hlotið stjórnar-
taumana. Vel má þó vera, að
það reynist misskilningur og ó-
lán Veimarlýðveldisins hafi
einmitt byggzt á því, að það
lenti á jafnaðarmönnum að
taka á sig byrjunarerfiðleikana.
Af þeim kröfum, sem dr. Aden-
auer mun gera, er þegar vitað
um þá, að hann krefst inngöngu
Vestur-Þýzkalands í Atlants-
hafsbandalagið og að varnarlína
þess í Vestur-Evrópu verði ekki
Kaldrananesmálið
Mbl. gerir vesældarlega til-
raun í gær til að verja þá
framkomu Eggerts Kristjáns-
sonar heildsala, að hann kom
í veg fyrir það með yfirboði
sínu, að Bjarnfirðingar eign-
uðúst frystihúsið í Kald-
rananesi aftur með sann-
gjörnu verði.
Mbl. reynir nú einkum að
afsaka frumhlaup E. K. með
því, að Bjarnfirðingar hafi
ekki undir neinum kringum-
stæðum viljað kaupa húsið.
Eins og margsinins hefir ver-
ið lýst, lá þetta aldrei fyrir.
Athugun dr. Jakobs Sigurðs-
sonar, sem hann gerði á veg-
um stjórnar Fiskimálasjóðs,
beindist fyrst og fremst að
þvi, hvort heimamenn vildu
kaupa húsið á verði, er
tryggði lán Fiskimálasjóðs,
en til þess þurfti húsið að
seljast á 500—550 þús. kr. Á
þessu verði treystust heima-
menn ekki til að kaupa hús-
ið, enda er þetta hærra verð
en E. K. fékk það á. Hitt var
aldrei rannsakað, hvort þeir
vildu kaupa það á sama verði
vio Rm, heldur Elbu. I ræðum t, ■ TJ- i . * , » . .
’ . , , . . i og E. K. fékk það a eða jafn
sinum hefir hann lagt aherzlu „„„
á að minna sigurvegarana á
það, að það hafi verið þýzki
herinn, sem gafst upp, en ekki
þýzka þjóðin. Þetta er öfugt víg-
orð við það, sem Þjóðverjar
sögðu eftir fyrri styrjöldina, en
(Framhald á 6. síðu)
vera ljóst, að þar er hvorki
um Alþýðuflokkinn eða Sjálf-
stæðisflokkinn að ræða, sem
hafa staðið að því skipulagi,
að stjórnskipuð nefnd réði ein
öllu í þessum málum, en hafa
síðar fengizt það lengst til
samkomulags, að gerðardóm-
ur fjallaði um þau. Loks má
það vera bændum glögg vís-
bending, að nú seinast lögðu
fulltrúar hinna ráðandi afla í
þessum flokkum það til í
verðlagsnefndinni, að verð
landbúnaðarvara yrði lækkað
um 10% á sama tíma og nær
allir aðrir hafa fengið meiri
og rriinni hækkanir.
Af þessum flokkum geta
bændur því einskis góðs
vænst. Reynsla fyrr og síðar
sýnir, að þessu réttindamáli
sínu, sem öðrum, geta bænd-
ur því aðeins komið fram, að
þeir efli Framsóknarflokk-
inn og tryggi honum úrslita-
valdið á Alþingi. Ef bændum
er það alvara, að standa sam-
an um hagsmunamál sín,
verða þeir að gera sigur
Framsóknarflokksins stærri í
næstu kosningum en nokkuru
sinni fyrr. Það er stærsta á-
takið, sem bændur geta gert
til að tryggja réttindakröfum
sínum framgang og sigur.
Raddir nábúanna
Forustugrein Mbl. í gær
nefnist: Nú er hún Grýla
gamla dauð. Upphafið er á
þessa leið:
„Ár eftir ár hafa hinir svo-
kölluðu vinstri flokkar streyzt
við að telja íslenzku þjóðinni
trú um, að Sjálfstæðisflokk-
urinn væri eingöngu flokkur
hinna ríku í þjóöfélaginu og
að takmark hans væri það
eitt að gera hina ríku ríkari,
en hina fátæku fátækari.
Við hverjar einustu kosn-
ingar hefir þetta verið slag-
orð kommúnista, krata og
„millifIokksins“.
Hvers vegna hafa þessir
flokkar byggt baráttu sína á
jafn haldlausum fullyrðing-
um?
Vegna þess, að þeir hafa á-
litið að þeir gætu notað
Grýlutrúna til þess að rugla
dómgreind almennings.En nú
er hun gamla Grýla dauð.
Það er ekki lengur hægt að
telja neinum einasta manni,
með heilbrigða skynsemi, trú
um það, að Sjálfstæðisflokk-
urinn berjist fyrir því, að
viðlialda fátækt og misrétti í
þjóðfélaginu.
Vegna hvers er það ekki
hægt?
Það er ekki hægt vegna þess
að almenningur hefir séð
með eigin augum, það sem
hefir verið að gerast í land-
inu undanfarna áratugi. Það
er ekki hægt að villa honum
sýn um það og segja það
svart, sem er hvítt.
Já, hafa menn kannske
ekki séð það seinasta áratug-
inn eða síðan áhrifa Sjálf-
stæðisflokksins tók að gæta á
stjórnarfarið, að mjög illa
hefir verið búið að öllum
gróðamönnum og að þeir hafa
aldrei verið færri og máttar-
minni en nú? Eða sýnist
mönnum talsvert annað en
Mbl. og Grýlan, sem það tal-
ar um, sé enginn tilbúningur,
heldur alvarlegri veruleiki nú
en nokkuru sinni fyrr?
vel á enn lægra verði, sem
orðið hefði að selja húsið fyr-
ir, ef tilboð E. K. hefði ekki
komið fram.
Á sama hátt var það ekkí
rannsakað, hvort Kaupfélag
Steingrímsfjarðar vildi ekki
taka þátt í húskaupunum, ef
húsið fengist á sanngjörnu
verði.
Mbl. byggir því vörn sína á
algeru fleipri, er lika sést
bezt, þegar lesin er grein Jó-
hanns Kristmundssonar á
öðrum stað hér í blaðinu.
Grein Jóhanns Kristmunds-
sonar sýnir, &ð áhugi var fyr-
ir því meðal Bjarnfirðinga að
eignast húsið aftur, ef þaö
fengist á sanngjörnu verði.
Grein Jóhanns sýnir enn-
fremur, að forráðamenn
Kaupfélags Steingrímsfjarð-
ar höfðu fullan hug á að
leggja fram hjálparhönd
undir þeim kringumstæðum,
þar sem bréf Jóhanns tíl
stjórnar Fiskimálasjóðs var
skrifað í samráði við for-
stöðumann þess.
Yfirboð Eggerts og skil-
málar þeir, sem hann setti
stjórn Fiskimálasjóðs og
meirihluti hennar beygði sig
fyrir, kom hins vegar í veg
fyrir, að frekari athuganir
væru gerðar á þesssum mögu-
leikum, þar sem tekin var sú
ákvörðun að tala alls ekki
við Jóhann Kristmundsson.
Því meira, sem þetta mál er
rætt, liggur það því ljósara
fyrir, að Bjarnfirðingar hefðu
eignazt hús sitt aftur með vel
viðráðanlegum hætti, ef yfir-
boð E. K. hefði ekki komið
fram. Það er staðreynd, sem
ekki verður haggað.
Mbl. sneiðir réttilega fram-
hjá að ræða það, hvers vegna
E. K. gerði þetta yfirboð og
hvers vegna hann heimtaði
svör fyrir fundinn, þar sem
framboð hans var ákveðið.
Það þorir eðlilega hvorki að
halda því fram, að þetta hafi
verið gert af velvilja í garð
Bjarnfirðinga eða af löngun
til að bjarga fjármunum rík-
issjóðs og Fiskimálasjóðs. Þá
raunverulegu ástæðu, að
þetta hafi verið gert með til-
liti til framboðsins, vill .það
eðlilega ekki nefna.
Þá ber Mbl. á móti því, að
það hafi nokkuð veriö að telja
Jóhann Kristmundsson ó-
merking. Mbl. hefir þó hik-
laust reynt að verja það, að
(Framhald á 6. siðu)