Tíminn - 10.09.1949, Síða 3
191. blaff
TÍMINN, laugardaginn 10- september 1949
Norrænt kennaramót
Framhald.
Sunnudaginn 3. júlí var
hægviöri og léttskýjað, eða
með öðrum orðum eins yndis
legt veður og hugsast getur.
Aldrei kom það betur í Ijós
en þennan dag, hve þessi
staður, og umhverfið allt, er
dásamlega fagurt. Og margir
þeir, sem aldrei höfðu gist
lönd hinna ljósu nátta, aldrei
séð djúpa, friðsæla firði, eða
há, fannkrýnd fjöll voru bók
staflega orðlausir of hrifn-
ingu. — Fyrir mér var hins
vegar hin tígurlega, svip-
hreina náttúra Norður-Nor-
egs að engu leyti ókunn, nema
hvað skógana snertir. Og
vissulega er þar mikill mun-
ur. En að öðru leyti er svip- (
urinn sá sami og hér heima,1
— fegurðin jafn hrífandi. —
Kl. 11 var guöþjónusta í]
lýðháskólanum og predikaði!
prófasturinn O. K- Steinholt.
Af sérstökum ástæðum gat
ég ekki tekið þátt í guðþjón- ,
ustunni. — Kl. 13. hafði ver- :
ið boðað til mikillar útisam-
komu í skemmtigarði Harstad ,
bæjar, og áttu þátttakendur j
norræna mótsins að mæta
þar. Kl. 12,30 lögðum við af
stað frá lýðháskólanum,
gegnum hin fögru skógar-!
göng, áleiðis til Harstad. —'
Skemmtigarður kaupstaðar-!
ins er hinn fegursti, með stór
um, smekklegum íþrótta-1
vangi og trjáröðum allt í,
kring. Það er tíguleg og hríf,
andi sýn, þegar við gengum
inn í garðinn að sjá Norður-!
landafánana fimm blakta ■
hlið við hlið í kringum fagur,
léga skreyttan ræðustól. Allt
í kring var ógrynni fólks, tel,
ég víst, að það hafi skipt þús,
undum. Samkoman fór þann
ig fram að fyrst spilaði lúðra
sveit nokkur lög. Síðan talaði
starfsmaður bæj arins og
bauð sérstaklega velkomna1
hina mörgu kennara frá hin
um ýmsu Norðurlöndum. Þá!
talaði próf. Francis Bull,1
flutti þar eina af sínum:
glymjandi ræðum. Síðan töl-!
uðu fulltrúar frá Norðurlönd
unum og voru þeir jafnframt
kynntir og boðnir hjartan-1
lega velkomnir. F. h. Dan-:
merkur talaði hinn þekkti
lýðháskólastjóri og fyrirles-
ari C- O. Christiansen. Að
lokum talaði fylkisprófastur
Alfwig. Lúðrasveitin lék á
milli ræðnanna. Var samkom
an öll hin virðulegasta og eft
irminnilegasta. — Kl. 18 bauð
svo bæjarstjórnin í Harstad,
öllum þátttakendum mótsins!
og mörgum fleiri, til íburðar
mikillar og veglegrar veizlu í
matsal lýðháskólans. Fánar
Norðurlandanna af stærstu
gerð blöstu við á veggjum,!
auk margra borðfána, og,
hljómsveit iék vinsæl lög. i
Þarna var setið fulla þrjá
tima undir borðum, enda1
rausnarlega veitt í mat
og drykk. Allt fór þó náttúr-
lega vel og hcflega fram, og
þá kurteisi kunni bæjarstjórn
in í Harstad, að ekki voru
bindindismenn látnir sitja
með sín glös tóm, eins og ég
hef rekið mig á hér heima.
— Eins og að líkindum læt-
ur voru þarna margar ræð-
ur fluttar og m. a. af full-
trúa frá hverju Norðurland-
anna. Að lokinni ræðu hvers
fulltrúa, var þjóðsöngur við-
komandi lands leikinn. Allt
fór þetta mjög virðulega
frám. Þarna flutti próf. Bull
Eftip SÍKurð Gunnarsson skólastjóra
eina af sínum léttu, gaman-
sömu ræðum, og einnig C. O.
P. Christiansen- Um kvöldið
var svo kemmtisamkoma í
fyrirlestrarsalnum og komu
þá enn fram fulltrúar frá
hverri þjóð. Varð þá fulltrúi
íslands að koma fram í þriðja
sinn þann dag, og í þetta sinn
m. a. að syngja nokkur ís-
lenzk lög. Um og eftir mið-
nætti gekk ég svo út á Þránd
arnes, með sumu af þessu
elskulega fólki og leiddumst
við eins og systkini, eða nán
ir vinir, og spjölluðum sam-
an eða sungum. Nóttin var
mild og hlý og björt eins og
hábjartur dagur. — Þetta var
allt eins og ævintýr.
—
A víðavang!
Mánudaginn 4. júli var enn
sama blíðviðrið. Kl. 9,30—10
fór fram kennsla í norsku,
dönsku og sænsku, fyrir þá,
sem óskuðu. En kl. 10—13
flutti próf Bull 2 fyrirlestra,
sem hann nefndi: „Udsyn
over norsk litteratur í det 19.
og 20. Aarhundrede." — Hann
sagði að fjögur skáld bæri
tvímælalaust hæst: Halberg
Wergeland, Björnson og
Ibsen. Síðan tók hann tvö og
tvö skáld, bar þau saman og
dró fram einkenni þeirra. —1
Fyrirlesturinn var frábær-
lega snjall, svo að maður var
spenntur allan tímann- Ekki
hafði ræðumaður eitt orð
skrifað, þótt hann talaði
þarna í nærri 2 y2 tíma og vitn
aði í sæg ljóða og óbundins
máls. Heyrði ég marga tala
um, að hann hefði dregið
fram einkenni skáldanna á
ótrúlega skarpan hátt.
★
Kl. rúmlega 13 fluttl Wig,
fylkisprófastur, erindi um
Finnmörk. Hafði hann eitt
sinn verið þar prestur í 11 ár
og var því vel kunnugur. í
Finnmörk og Norður-Trones
höfðu nazistar gjöreyðilagt
öll verðmæti að kalla, svo að
undantekning var, ef eitthvað
var skilið eftir. Stór þorp eins
og Hammerfest, með 4000
íbúum voru gjörsamlega jöfn
uð við jörðu. Af því að ég er
ekki viss um, að öllum hér
heima sé kunnugt, hve stór-
kostleg þessi eyðileggingar-
starfsemi var, skal ég nefna
hér nokkrar tölur um þau
efni. 1200 íbúðir voru eyðilagð
ar, 6000 bændabýli, 500 verk-
smiðjur, smærri og stærri, 130
skólahús, 220 kirkjur og fjöl
mörg prestssetur, 12 sjúkra-
hús, 22.000 símastaurar á-
ásamt leiðslum, 350 brýr, 600
stórir vélbátar með öllum út
búnaði og 3—4000 róðrabátar
og smærri vélbátar. Er þess-
um ,,afrekum“ nazistanna
lauk stóðu 45 þúsund manns
heimilislausir og voru neyddir
til að flýja burt. Ástandið
var ægilegt, og prófasturinn
bregður upp ógleymanlegum
myndum frá þessum neyðar-
tímum. En þegar Noregur
varð frjáls á ný, vildi flest af
þessu fólki fara heim aftur
og reisa hús sín úr rústum,
því að þar gildir sem hér, að
,.röm er sú taug, er rekka
dregur föðurtúna til.“ Og nú
væri uppbyggingarstarfið
komið svo langt, sagði pró-
fasturinn, að síðasta flótta-
fólkið mundi koma heim í
sumar. — Síðan ræddi hann
nokkuð um Samana, sem við
köllum venjulega Lappa, og
lagði áherzlu á, að þeir væru
sérstök þjóð, hefðu eitt sér-
stakt mál og sína sérstöku
siði og venjur. Sagði hann, að
í Finnmörk væru nú um 20
þúsund Samar. — Er próf-
asturinn hafði lokið máli sínu
tók til máls Gunnar Olsen,
kennari í Svöfjord í Norður-
Finnmörk. Gunnar Olsen er
með minnstu mönnum að vall
arsýn og ólíkur öllum á mót-
inu, enda af samiskum ætt-
um. Á mótinu sat hann alltaf
einn, og aldrei sáum við hann
brosa- Þessi hægláti, þung-
lyndislegi maður lýsti nú á
ljósan hátt starfi sínu þar
nyrðra. Hann starfar við
heimavistarskóla (í bragga
eftir stríðið) sem ríkið rekur.
En hann þarf að sjá fyrir
öllu, ásamt konu sinni, því að
hjálp fæst engin, — og
hann er bundinn svo að
segja allan sólarhringinn. En
þótt það geti stundum verið
þreytandi, gengur allt þolan
lega, því að hjónin ganga
börnunum algjörlega í föður
og móður stað. Og börnin
segja frá foreldrunum, að
þannig eigi það að vera. Og’
þannig líður tíminn við nám
og leik, með sínu gamni og
gleði, með sínum erfiðleikum
og áhyggjum.
En í þessu landi norður-
heimskautsins, þar sem ó-
veðrin geysa svo oft og nótt-
in ríkir koldimm og nístandi
mikinn hluta ársins, gerast,
því miður harmsögur, sem
erfitt er að átta sig á og
gleyma. Þar þarf maður líka,
síður en annarsstaðar, að
vera við öllu búinn. Og hann
segir eina slíka harmsögu af
móður, sem ætlaði að sækja
börn sín tvö, að loknu náms-
tímabili þeirra í skólann. En
hún kom aldrei fram, hún
hafði orðið úti á leiðinni. Og
Gunnar Olsen segir með
klökkri röddu, að það hafi
fallið í sinn hlut að flytja
þessa harmafregn. Það hafi
verið erfið spor. Er hann
hafði lokið máli sín söng
prófasturinn og hann einn
sálm á samisku, eða á máli
lappanna. Var það sálmurinn
„Vor guð er borg á bjargi
traustu." —
★
Því næst tók prófasts-
frú Wig til máls. Hún er
frábærlega látlaus og blátt
áfram í framkomu, — og hún
sagði berum orðum, að hún
hefði enga sérmenntun hlot
ið og væri því í raun og veru
ekki neitt, — aðeins prest-
kona. En það leið ekki löng
stund, þar til hún hafði náð
fyllstu athygli allra áheyr-
enda og sýnt, að þar var eng
in meðalkona á ferð, heldur
kona, sem gædd var óvenju-
legri athygli, dugnaði og
færni. Fyrirlestur frúarinnar
fjallaði um Samana, siði
þeirra og sérkenni, og alveg
sérstaklega um þá stórkost-
lega erfiðleika, sem á því eru
að hafa þá í skóla með norsk
um börnum, svo sem lög mæla
fyrir um, og að samræma nám
þeirra norsku námi og sjónar
miðum. Þeir væru algjörlega
sérstök þjóð með eitt mál,
sína siði og venjur, — og sinn
sérstaka hugsunarhátt- Lappa
barnið liti á hlutina frá sínu
sjórarmiði sinnar þjóðar, og
(Framhald á 6. síðu)
SVEINN
Sveinn á Egilsstöðum hef-
ir átt sér eitt áhugamál um
þjóðskipulagsmál. Það er
að frambjóðendur viff alþing
iskosningar séu búsettir í
kjördæmum sínum. Þetta
mál hefir hann flutt á tveim
ur búnaðarþingum, án þess
að gera nokkrar tillögur um
önnur atriði stjórnskipulags-
ins.
Þennan mann hefir nú
Sjálfstæffisflokkurinn skipaff
í það hlutverk að reyna aff
bera Árna G- Eylands á herð
um sér inn í þingsalinn en
standa sjálfur utangátta.
Ekki er hægt að segja að
framboðið í Norður-Múla-
sýslu sé í góðu samræmi viff
þjóðskipulags hugsjónir
Egilstaffabóndans, en hér
hafa áhrif flokksins vegið
meira, þegar til kom en holl
ustan við persónulegar hug-
sjónir, sem maðurinn hefir
barizt fyrir árum saman.
Slíka menn þarf Sjálfstæðis
flokkurinn alltaf að eiga.
BUNAÐARRAÐIÐ
Mbl. flytur nú daglega lof
greinar um Búnaffarráðiff
sæla og þá tilhögun að ráð-
herra hafi sjálfdæmi um
verðlag á framleiðslu bænda.
Er ekki að efa eftir skrifum
blaðsins, aff Sjálfstæðisflokk
urinn mun ætla sér að standa
við það, að endurlífga þetta
afkvæmi fyrrverandi stjórn-
ar, ef hann fær aðstöðu til.
Þaff er gott, að þetta komi
fram, svo að bændur viti, að
þeir þurfa ekki að gera sér
vonir um að Jón á Reynistaff
og Pétur Ottesen hafi fengiff
flokkinn ofan af þessari
fólsku í garð bænda, þó að
þeir hafi alltaf barizt fast á
móti þessu kúgunarfyrir-
fyrirkomulagi. Þeir eru enn
einskis megnugir í flokknum
og ætti því enginn aff glepj-
ast til fylgis við hann, þótt
þeir fylgi honum enn af
gömlum vana og sætti sig við
algert áhrifaleysi í honum.
Vonandi heldur Mbl. áfram
að hæla Búnaðarráði, því að
fátt ætti bændum að vera
meira til viðvörunar en sú
yfirlýsing, aff Sjálfstæffisflokk
urinn vilji endurvekja þaff.
ÓSKIR BÆNDA OG
ÍHALDIÐ
Hlálegt er nú aff lesa skrif
Mbl. um Stéttarsamb. bænda,
1 því að árum saman reyndi
j meirihluti Sjálfstæðisflokks-
i ins að koma því fyrir kattar
nef. Nú þegar Stéttarsam-
bandið hefir náð öruggri fót
festu, reynir flokkurinn hins
vegar að koma sér í mjúk-
inn við þaff. Það er gamla sag
an að íhaldið berst á með-
an það getur gegn umbóta-
málunum, en reynir síffan að
tileinka sér þau, þegar ósigur
þess er orffinn endanlegur.
Nokkuð er þetta lof Mbl.
um Stéttarsambandiff þó galli
blandaff, þegar þaff segir, að
seinasti fundur þess hafa gert
kröfu um, aff Búnaðarráðið
yrði endurreist, þ. e. stjórn-
skipaffri nefnd yrffi faliff að
ákvðea afurðaverðiff. Meirl
útúrsnúning er ekki hægt að
hugsa sér, því að fundurinn
krafðist þess, að hætt yrði
öllum opinberum afskiptum
af verðlagsákvörðunum og
bændur einir væru látnir
fjalla um hana-
Hinsvegar má hetta vera
bændum góð vísbending um,
hvernig íhaldið myndi fram-
kvæma óskir þeirra, ef þaff
hefði aðstöðu til þess. Þegar
bændur óskuðu að fá að ráða
einhverju sjálfir, myndi
íhaldið fela stjórnskipaðri
nefnd að gera það.
Hve margir bændur viljá
efla þann flokk, er býðst til
aff framkvæma óskir þeirra á
þennan hátt.
MOTMÆLI SEM
BÆNDUR ÞURFA
FYLGJA EFTIR
Mbl. lætur eins og það sé
mikill hvalreki fyrir íhaldiff,
en ósigur fyrir Framsóknar-
menn, aff Stéttasamband
bænda hefir mótmælt gild-^
andi tilhögun viff ákvörðun
afurffaverffsins.
Hér eins og endranær meff
höndlar Mbl. sannleikann á
öfugan veg.
Framsóknarmenn hafa ver
iff og eru andvígir þessari tií
högun, þótt þeir kysu heldur
að sætta sig viff hana én það
algera réttleysi, sem bændur
bjuggu áður við. Sjálfstæðis
menn og jafnaðarmenn gerðu
þessa tilhögun hinsvegar aff
ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir
stuðningi sínum viff afurða-
sölulögin.
Það, sem aðalfundur Stétt
arsambandsins hefir gert, er
að mótmæla þessari tilhögun,
er Sjálfstæðismenn og jafn-
aðarmenn þvinguðu fram.
Þessum mótmælum eiga
bændur aff fylgja eftir viff
kjörborðin meff því aff greiða
hvorugum þessara flokka at
kvæði, heldur efla Framsókn
arflokkinn, sem var og er þess
ari tillhögun mótfallinn, og
gera honum þannig kleift að
fá hana úr gildi numda og
rétt bænda tryggðan til fulls.
HOBBY,
sjálfvirku vatnsdælurnar. 3000
ltr. á klst. Ganga fyrir ljósa-
straum. ’Sendiö pantanir yöar
til næsta rafvirkja eða til
Sturlaugar Jónssonar & Co.,
Reykjavík. Sími 4680.
Auglýsingasími Tímans 81300