Tíminn - 10.09.1949, Page 4

Tíminn - 10.09.1949, Page 4
TÍMINN, laugardaginn 10' september 1949 191- blað 3 Málstaður Morgunblaðsins Morgunblaðið hefir ef til viU trúað því sjálft, að ég /æri alhættur störfum við Timann, þegar það sagði, að /egna Framsóknarflokksins ;æri þess gætt, að ég skrif- aði sem minnst j blaðið. Ég þarf ekki fremur en aðrir starfsmenn Tímans að gefa Mbl. skýrslu um ráðningar- cima minn eða starfstilhögun. En af marggefnu tilefni ætla ég að sýna lesendum Tímans svart á hvítu, að það er ekki einu orði trúandi af óllu því, sem Mbl. segir. Ef menn vita ekki annars stað- ar frá, að það sem blaðiö segir sé satt, skyldi enginn /era svo fávís að taka hið minnsta mark á fleipri þess jg fullyröingum. Augljóst dæmi í Tímanum 3. september stóð þetta: „Mbl. finnur, sem von er, að það stendur höllum fæti og reynir því að falsa ummæli Timans. Segir blaðið, að Tím- inn haldi því fram „að Jón Sigurðsson hafi viljað svarta markaösbrask með skömmt- unarmiða árið 1949 sam- kvæmt tillögum Hermanns og Skúla“. Lesendur Tímans, aðrir en ritstjórn Mbl. vita, að það var allt annað, sem Tíminn hél't fram. Blaðið birti grein- arkafla eftir forsetann, þar sem það kom fram, að hann var hvatamaður að stofnun káupfélaga og vildi gera verzl unina íslenzka og þjóðlega í eiginlegasta skilningi, þann- ig að hún væri almennings- eign, rekin af félögum, sem stæðu öllum opin, og allir nytu sömu kjara hjá og fé- iagsmenn sjálfir kysu sér stjórn og réðu framkvæmda- stjóra. Þetta eru allt einkenni á verzlun kaupfélaga en ekki kaupmanna“. Hvernig haldið þið svo, að Mbl. svari þessu? Svariö kem- úr' 7. september í sambandi við bað, sem sagt er um kosn- ingaávarp Framsóknarflokks ins og er á þessa leið: Eftir Malldór Ég skil þctta elcki Það skal játað, að ég skil ekki þessa blaðamennsku. Lesendur Tímans skulu reyna að skýra hana sjálfir. Þeir hafa nú frumheimildir fyrir sér og ættu líka sem flestir að lesa Mbl. eða ísafold, því að naumast munu þeir fá veröugt og réttmætt álit á þeim málgögnum án þess að lesa þau. En hitt er auöséð, að þessir aumingjar leggja ekki stund á málefnalegar rökræður og binda vonir sínar meira við annað. Og ekki skal ég halda því fram, að heild- salar og fjárplógsmenn láti sig dreyma um dyggari og heppilegri þjóna en þá frænd ur: Valtý og Sigurð Bjarna- son. Þetta eru smámunir Auðvitað eru það smámun- ir, sem ég hef nefnt hér. Það er ekkert þjóðmál hvort mér er ætlað meira eða minna starf við Tímann, hversu hyggilegt sem það kann að þykja, að segja annan daginn að mér sé bannað að skrifa, en eigna mér svo nafnlausar' ritstjórnargreinar hinn dag- inn. Það er lítilræði, þó að Mbl. segi, að ég geri Jón Sig- urðsson að fyrsta flutnings- manni frumvarps um skömmtunarseöla 1948, af því að Tíminn hefir sannað það, sem allir íslendingar áttu að vita, að Jón Sigurðsson var hvatamaður að stofnun kaup félaga á íslandi, trúöi á fé- lagsverzlun almennings og tók hana langt fram yfir einkaverzlun ágætustu kaup- manna. Ég skil þessi viðbrögð Mbl. svo, að það sjái að von- laust er að reyna að hrekja sögulegar staðreyndir um skoðun og stefnu Jóns Sig- urðssonar í verzlunarmálum. En í stað þess að taka þann kostinn, sem heiðarlegastur myridi þykja, að þegja þá við slíku, finnur það upp á því að búa til skröksögu og grobb ar svo af sigri sínum yfir Kristjánssou. þeim, sem á að hafa sagt að Jón forseti hafi viljað gera skömmtunarseðla að innflutn ingsleyfi. Vel má vera, að þeir Val- týr og Sigurður finni það á sér, að þeir muni ekki vinna aðra meiri sigra í haust en þennan og þvílíkan. Ég trúi því samt, að þessi sigur þeirra muni verða þeim dýr og snú- ast í ósigur og hrakfarir. Svona er Morgunblaðið Ég hef fjölyrt svo um þetta lítilræði, vegna þess, að það er heppilegt til skýringar á Mbl. Hér þarf ekki langt að leita eftir frumheimildum og sönnunum. En vitanlega er þetta sama aöferð og Mbl. notar daglega. Það birtir falsaöan kafla úr blaðagrein eftir Hermann Jónasson, tekinn upp úr Landvörn með frágangi Jón- asar Jónssonar en ekki úr Tímanum, þó aö Mbl.segi það. Mbl. segir, að Framsóknar- flokkurinn hafi komið inn gerðardómsákvæðinu um verðlagningu landbúnaðaraf- urða, en það voru Sjálfstæðis menn og Alþýðuflokksmenn. Mbl. segir að Sjálfstæðis- menn hafi fyrr og síðar bar- izt fyrir auknum innflutn- ingi landbúnaðartækja, en það eru Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn og fjárhagsráði, sem hafa staðið að því að minnka þann innflutning. Mbl. segir, að Sjálfstæðis- menn hafi beitt sér fyrir því að fjármagnið væri notað til uppbyggingar, sem það kallar nýsköpun, en Sjálfstæðisflokk urinn hefir staðið fyrir hinni verstu eyðslu og fjárflótta úr landi. Þær tilvitnanir, sem birt- ar eru hér að framan, sanna það, að Mbl. hefir alls ekki þann sið, að ræða málefni og halda sér við staðreyndir. Það býr sjálft til hið pólítíska um- hverfi, sem það fjallar um og það er hvergi til nema í dálk- (Framhald á 6. síSu) Listsýning Júlíönu Sveinsdóttur „Þar er að vísu gert ráð fýrir að skömmtunarmiða- frumvarpið leysi verzlunar- málin, enda þykist nú „sálma skáldið“ hafa sannað að Jón Sigurðsson hafi verið fyrsti flutningsmaður þess'! Hefir skáldið nú „slegið“ alla ís- ienzka sagnfræðinga í einni Tímagrein. Má það heita vel af sér vikið.“ Er þetta ætlað heil- viía mönnum eða heiðar- legum manneskjum? Ég kann ekki að svara því hverjum svona blaða- mennska er ætluð. Trúa vesl- ings blaðamennirnir við Mbl. því, að íslenzkir kjósendur séu nógu heimskir til að gleypa við þessu sem góðum rökum? Treysta þeir því, að nógu margir kjósendur hlusti á þá eina, svo að sama sé hvað þeir segja þeim? Eða er þessu starfsliði heildsalanna orðið það ljóst, að þeir eru vonlausir um at- kvæði og fylgi allra þeirra. sem hafa Tímann til saman- burðar við Mbl., svo að einu gildi þó að þeir, sem bæði plöðin lesa, sjái hvað vesall máistaðurinn er? Þeir séu tapaðir íhaldinu hvort eð er. Júlíana Sveinsdóttir list- málari sýnir um þessar mund ir vefnaðar- jafnframt mál- verkasýningu sinni i Lista- mannaskálanum. Þessi vefnaðarsýning hlýt- ur að vekja athafnalöngun, svo vel er til hennar vandað. Þar eru ekki aðeins fagur- fræðileg atriði vel af hendi leyst, heldur einnig tækni- leg, svo að notagildi voðanna verður hið ákjósanlegasta. Þarna er um að ræða kjóla- og kápuefni, værðarvoðir, á- kiæði, gluggatjöld, veggteppi, gólfteppi o. fl. Júlína notar mest hinar einföldu bindingar, einskeftu og fjórskeft vaðmál á dúka sína, sem eru svo óvenju fallegir og fjölbreyttir. Þeir bera það með sér, að þar fer glöggt og öruggt auga með línur og liti. í gólfteppunum, sem eru hnýtt, gefur listakonan hug- myndaflugi sínu útrás í ó- bundnum mynztrum, enda gefur þessi vefnaðartegund gott tækifæri til þess. Hefir Júlíana hlotið mikla viður- kenningu fyrir þessi teppi sem og annan vefnað sinn á hannyrðasýningum erlendis. Flestir eru sýningarmun- irnir úr íslenzkri ull, en hún er mjög vel fallin til heimilis iðnaðar. Væri betur, ef meiri áherzla væri lögð á að vinna hana til þeirra hluta en gert er. Fyrirkomulag sýningarinn- ar er einnig til fyrirmyndar, hver hlutur valinn og fær að njóta sín til fulls. Þessu at- riði er sjaldan nægur sómi sýndur á hannyröasýningum okkar. Júlíana Sveinsdóttir á þakk ir skilið fyrir að gefa okkur Reykvíkingum tækifæri til að skoða vefnað sinn. Það er mikill hagur fyrir þessa gagn legu og skemmtilegu grein heimilisiðnaðar, að svo menntuð og mikilhæf lista- kona skuli velja sér hana sem viðfangsefni. Margrét Ólafsdóttir GESTUR NEFNIST SÁ, sem sendir mér eftirfarandi bréf. Hann segir sjálfur að það sé kosninga hugleiðing og sennilega sé rétt að þvo alla flokka hreina af ábyrgð á sér, en bréfið er svona: (,Alþýðuflokkurinn hefir lýst því yfir, að hann telji rétt að breyta hlutfallinu í innflutningnum og flytja inn meira af neyzluvörum en minna af fjárfestingarvörum. Björn Ólafsson kaupmaður hefir líka talað þessu líkt. Hann hefir látið í ljós að fjárfestingin væri allt of mikil og yrði því að minnka. ÞETTA Á VÍST AÐ SKILJA svo, að verið sé að lofa íólkinu meiru til daglegrar eyðslu. Nú skal ég ekki gera lítið úr því, að við þurf um föt til að ganga í og heimilis- áhöld og matvæli. Þetta hefir að 1 vísu stundum vantað. Tilbúinn silkiíatnaöur er sú tegund klæðn- 1 aðar og klæðaefnis, sem sízt hefir orðið þurrð á. Það hefir mánuðum saman verið ómögulegt að fá bolla pör til almennra þarfa, þó að gling urbollar, sem kosta yfir hundraö krónur hafi fer.gizt í búðunum. Svona má lengi telja. ÞAÐ VITA LÍKA ALLIR að fjár festingarvörur eins og efni til húsa, hafa mörgum orðið torfengnar undanfarið. Það er því enginn fagn aðarboðskapur fyrir framfaramenn þjóðarinnar, ef nú á að minnka skerf fjárfestingarinnar í innflutn ingnum. Þeir krefjast þess fyrst og fremst að óþarfinn sé lokaður úti, fluttar inn hentugar og þarfar neyzluvörur til daglegra þarfa en glingur og hégómi hverfi. Fjárfest ingarvörur fái hins vegar að halda sínu svo lengi sem mögulegt er. ÉG VEIT EKKI HVORT NOKK UR hefir tekið eftir því, að einu sinni voru færð rök að því í blaða grein, að tíu ára tóbaksbindindi is lenzku þjóðarinnar gæti bætt bú- skap hennar svo, að hún hefði 50 milljónum krónum meiri gjald eyristekjur til ráðstöfunar árlega að þeim áratug liðnum. Eg veit lieldur ekki hvort nokk- ur hefir veitt því athygli, að áætlað hafi verið með rökum, að drykkjuskapur íslendinga muni kosta þjóðina yfir 40 milljónir kr. árlega beinlínis og eingöngu í vinnutapi. ÉG ÆTLA EKKI að gera upp á milli flokka, en hitt segi ég hik- laust, að mér virðist nú hafa grip ið um sig meðal stjórnmálamann- anna sterk tilhneiging til að gæla við nautnasýki, ómennsku og ræfil dóm þjóðarinnar á kostnað fram- faraaflanna. Stefna Alþýðuflokks- ins og Björns Ólafssonar sé miðuð við það. Og ég get vel viðurkennt það, að vera megi að þetta sé sú eina stjórnarstefna, sem þjóöin vill og verðskuldar. En framfaramenn landsins verða þó enn sem fyrr að gera sér það ljóst, að uppbygging landsns kostar sjálfsafneitun og er undir því komin^ að þjóðin hafi manndóm og greind til að afneita óþarfanum. FYRIR HANDAN ÞILIÐ mitt búa ungir elskendur. Þetta par reykir fyrir 4000 krónur á ári og stundum fara þau í Sjálfstæðis- húsið eða Borgina og skemmta sér fyrir 300 krónur á einu kvöldi. Þetta er viðkynningargott og elsku- legt fólk en ég er hræddur um að það verði nokkuð seint til að byggja yfir sig. En ef til vill á það að heimta íbúðina af ríki og bæ. Svo munu einhverjir vilja hvísla að því og sennilega enginn flokkur mótmæla því með kosningar yfir höfði sér.“ SVO MÆLIR GESTUR og skal ég engu orði við það bæta að sinni. Starkaður gamli. Þakka öllum fjær og nær, sem veittu hjálp og sýndu hluttekningu við andlát og jarðarför konu minnar INGIGERÐAR JÓNSDÓTTUR Einar Jónsson Alúðar þakkir til allra er sýndu okkur samúð við andlát og jarðarför ÞÓRUNNAR HANNESDÓTTUR á Kollslæk Aðstandendur .......................... | ÚTBOÐ | Tilboð óskast í að leggja rafmagnslagnir í íbúðarhús | | Rafmagnsveitunnar við Elliðaár. Ennfremur óskast tilboð í aö leggja hitalagnir í sama | hús. Uppdrátta og lýsinga má vitja í íeiknistofu Siguröar § Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar, Lækjartorgi 1, 1 kl. 1,30 til 3,30 í dag. mt 11111(1111111111111111111^111111111111111111111 iii 111111111111111 iiiiii iii 11111111111111111111111111 miiumi 1111111111111111111111111,11 Útbreibib Tímann lllllllllllllltltllllilltlllllllllllllllllllll

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.