Tíminn - 10.09.1949, Síða 5

Tíminn - 10.09.1949, Síða 5
191. blað' TÍMINN, laugardaginn 10- september 1949 5 Ltmgard. 10. sepi. ERLENT YFIRLIT: Hvað er kommúnismi? &retit eftlr Lonis Fiseher Vill þjóöin minni framkvæmdir, en meiri eyðslu ? í svari Alþýðufloklcsins til Framsóknarflokksins frá 9. f. m., þar sem hann hafnar samkomulagstilraunum um lausn vandamálanna, örlar tæpast á nokkurri ákveðinni tillögu. Eina ákveðna tillagan, sem þar kemur frarn, er sú, að dregið verði verulega úr inn- flutningi f j árf estingarvara, en innflutningur á neyzlu- vörunum sé aukinn í þess stað. Þessi tillaga Alþýðuflokks- ins er áréttuð mjög eindreg- ið í Alþýðublaðinu í gær. Orðalag þessarar tillögu veldur því sennilega, að menn gera sér ekki fulla grein fyrir því hvað hún fjallar um. Efni hennar er raunverulega það, að dregið skuli úr verklegum framkvæmdum í landinu. Það er rétt, að verklegar fi’amkvæmdir voru hér svo miklar á striösárunum og fyrstu árin eftir stríðið, að eftirspurnin eftir vinnuáfii var of mikil og átti það sinn þátt í aukningu dýrtíðarinn- ar. Tvö seinustu árin virðist fjárfestingunni hins vegar hafa verið það í hóf stillt, að hún hefir ekki leitt til yfir- boða á vinnumarkaðinum. Fjárfestingin eða verklegar framkvæmdir hafa tæpast verið öllu meiri en þurft hef- ir til þess að tryggja næga atvinnu. Niðurskurður á verk legum framkvæmdum að nokkru ráði frá því, sem verið hefir nú um tveggja ára skeið, myndi því þýða at- vinnuleysi. Sú röksemd Alþýðuflokks- ins er harla veigalítil, að svo miklar framkvæmdir hafi verið hér seinustu árin, að þessvegna megi nú draga úr þeim. Við erum svo til alls- staðar enn í miðjum klíðum og tæplega það í þvi uppbygg ingarstarfi, sem hófst hér fyrir fáum áratugum og haldið hefir áfram þrotlaust síðan. Okkur vantar meiri ræktun, fleiri orkuver, betri hafnir, áburðarverksmiðju, sementsverksmiðju o. s. frv., o. s. frv.Það er því hin hættu- legasta afturhaldskenning, að nú sé nóg komið og því megi fara að halda rneira að sér höndunum en gert hefir verið. Nú ríður kannske meira á því en nokkru sinni fyrr að herða róðurinn, ef við eig- um að standast samkeppnina við aðra að dragast ekki aft- ur úr. í þessu sambandi mættum við gjarnan íhuga fordæmi nágrannaþjóðanna, er yfir- leitt hafa þrengt neyzluna miklu meira en við til þess að geta haft fjárfestinguna sem mesta. Þær vita, að allar kjarabætur eru bundnar því, að sköpuð séu skilyrði til fram leiðsluaukningar með aukinni ræktun, bættum vélakosti og öðrum verklegum fram- kvæmdum. Sú kenning á heldur ekki rétt á sér, að neyzluvöruinn- flutningurinn sé og hafi verið svo lítill, að hann hafi skapað Hvarvetna þar, sem kommún- istar sitja að völdum, er hart og ósveigjanlegt einræði í fram- kvæmd. Þeir leyfa aðeins einn flokk. Þegar 32 ár eru liðin frá byltingunni í Rússlandi, er ein- ræði kommúnista harðara en nokkru sinni fyrr og gagnrýnin ófrjálsari en þegar flokkurinn stóð tæpast, kringum 1920. Kosningar eru aðeins fyrir siða- sakir. Þar er aðeins einn fram- bjóðandi og einn listi. Meira pn 99% kjósenda greiða þessum eina frambjóðanda atkvæði. Hvað eiga þeir annað að gera? í febrúar 1948 tóku kommún- istar voldin í Tékkóslóvakíu með ofbeldi, þó að þeir væru í minni- hluta. Kommúnistar svifast þess ekki að ná völdum og halda þeim með ofbeldi. Til að halda völdunum, nota kommúnistar ógnanir, harð- stjórn, kúgun, fangabúðir og kappkosta að brjóta niður per- sónulegt sjálfstæði einstakl- ingsins. Vinnubrögð kommúnista eru hin sömu og nazistar og fasistar notuðu. Stjórnarkerfi Ráð- stjórnarríkjanna er samkynja stjórnarkerfi fasistaríkja. Ein- ræðisherra, auðsveip þjóð, rík- isskipulögð stéttarfélög, ríkis- valdið' ræður blöðum, bókaút- gáfu og útvarpi, landamærin eru lokuð og víðtækt njósnar- kerfi grípur um allt þjóðlífið, dómstólar eru háðir ríkisvald- inu, löggjöfin stjórnast af vel- þóknun einvaldsins og annað eftir þessu. Það var ekki neitt atvinnuleysi heldur í ríki Hitl- ers — það er eins og í öllum. fangelsum og öllum einræðis- ríkjum. Nazistar gáfu fólki líka orlof með fullu kaupi. Þeir höfðu vöggustofur og dagheimili fyrir börn. Þ?,r voru menn verndaðir frá vöggu til grafar ! — en vaggan var svo nærri gröfinni að þetta var þó ekki hið minnsta öryggi. Ég hefi heyrt menn segja, að í fasistalöndunum hafi auðvald- ið tryggt eignir sínar og fé með ríkisvaldinu,en undir Ráðstjórn- inni séu iðnaður og olíulindir, garðrækt og járnbrautarlestir í opinberum rekstri ríkisvaldsins til hagsmuna fyrir hið vinnandi fólk. Það, sem er aðalatriði, og það jafnt í löndum kommúnista og íasista, er þetta, að ríkið tekur allt að sér og ríkið er svo vold- ugt, að enginn ræður við það. Upphaflega var hugsunin í Ráðstjórnarríkjunum sú, að al- þýðan, öreigarnir, ættu að stjórna ríkinu, alveg eins og iðnrekendur þeir, sem efldu Hitler til valda, væntu bess, að þeir gætu síðar haft stjórnar- taumana í hendi sér. Einræðið verður hins vegar alltaf svo sterkt, að þar komast engir að til að taka í stjórnartauma. Þar þýðir engum öðrum en stjórnendunum sjálfum að segja .nokkuð. Engir aðrir hafa vald eða frelsi. Frá sjónarmiði einstaklings- ins, frá sjónarmiði mannsins — og það eitt skiptir nokkru máli, er ómögulegt að greina milli kommúnisma og fasisma. Öllu, sem benti til annars, skal verða vel tekið, en ennþá hefir eng- inn getað lagt neitt slíkt fram. Það sem á sínum tíma varp- aði ljóma sínum á kommún- ismann, var hið alþjóðlega. Ör- eiginn átti allan heiminn jafnt að föðurlandi. Kommúnistar tóku afstöðu gegn ættjarðarást í venjulegum skilningi og sögðu, að hún hefði sljóvgandi áhrif á lýðinn og deyfði áhuga almenn- ings á hagsmunamálum sínum. Hins vegar voru fasistar alltaf heitir þjóðernissinnar. Þeir trúðu á „Blut und bolen“, á blóð og jörðu. Þeir voru heimsveldis- sinnar, sóttust eftir nýlendum, lífsrými og stöðu sólarmegin í tilverunni. Þjóðernið, — ætt- jörðin, — var hjá fasistum haf- ið yfir allt, ofar stéttum og öll- um áhugamálum. — Það var „Deutschland úber alles.“ hér óeðlilega vöruþurð. Vöru þurðin á rætur sínar í því, að innflutningsreglunum og skömmtuninni hefir verið þannig fyrir komið, að stór- fellt vörumagn hefir lent á svörtum markaði'. Væri svarti markaðurinn upprættur, væri hér síður en svo teljandi vöru skortur. Það er svarti mark- aðurinn, sem við þurfum að uppræta, en ekki að draga úr verklegum framkvæmdum til að auka neyzluvöruinnflutn- inginn. Þeir háu herrar, er með Alþýðuflokksforingjana í far- arbroddi heimta nú niður- skurð' verklegra framkvæmda ættu að byrja á að gera þjóð- inni grein fyrir því, hvaða framkvæmdir það eru, sem þeir vilja skera niður. Eru það ræktunarframkvæmdir, hafnargerðir og aðrar fram- kvæmdir í þágu sjávarútvegs ins, vatnsvirkjanir, íbúða- byggingar, áburðarverksmið- jan, sementsverksmiðjan? Þetta eiga þeir að nefna, svo að þjóðin viti, hvað hún er aö gera, ef hún felur þeim um- boð sitt. Stefna Fralmsóknarflokks- ins hefir verið og verður sú, að hér eigi jafnan að halda uppi eins miklum verklegum framkvæmdum og getan framast leyfir á hverjum tíma, án þess þó að valda of- þennslu á vinnumarkaðinum. Framsóknarflokkuriiin telur, að allar raunhæfar kjarabæt- ur séu bundnar því, að fram- leiðslan sé aukin, en verklegu framkvæmdirnar eru eitt frumskilyrði þess. Þessvegna mun hann verða ófús til þess að dregið sé úr verklegum framkvæmdum þj óðarinnar og kyrstöðu og atvinnuleysi boðið heim. Alþýðuflokkurinn vill hins- vegar draga úr verklegum framkvæmdum og vafalaust talar hann líka fyrir munn yfirflokks síns, Sjálfstæðis- flokksins. Þjóðin veit því að hverju hún gengur, ef hún felur þessum flokkum meiri- hlutann. Það verða minni framkvæmdir, meiri eyðsla. Vafalaust yrði það heppilegt fyrir braskarana, en hinsveg- ar óhagstætt fyrir allan al- menning. Vissulega ætti þessi seinasta stefnuyfirlýsing Al- þýðuflokksins að auðvelda kj ósendum valið milli hans og Sjálfstæðisflokksins annars- vegar, en Framsóknarflokks- ins hinsvegar. STALIN. Þetta var djúpið, sem skildi á milli kommúnista og nazista, en nú hafa Ráðstjórnarríkin brúað djúpið. Þau eru nú alveg eins þjóðernislegt stórveldi og Þýzka- land Vilhjálms keisara og Hitl- ers. Það er nóg að líta í eitthvert rússneskt blað til að fullvissa sig um þetta. Blaðið Bolsivíki, sem kemur út í Moskvu hálfs- mánaðarlega, birti í febrúar grein með þessari fywrsögn: „Berið merki ráðstjórnarætt- jarðarástarinanr hátt í bók- menntum og listum!" Þessi fyrirsögn segir alveg nóg. Ráðstjórnin er andvíg heimsborgarahætti. En hvað er heimsborgarinn? Hann er al- þjóðlegur í hugsun, en til að breiða yfir og fela sannleikann fyrir augum heimsins, þar sem kennisetningar kommúnismans eru enn í gildi frá þeim tíma, er stefnt var til hins alþjóðlega, er nú orðið heimsborgaraháttur (Framhald á 7. síBu) Raddir nábúanna í forustugrein Alþýðublaðs- ins í gær segir á þessa leið: „Nú er árangurinn af þess- ari stefnu núverandi ríkis- stjórnar hins vegar orðinn svo mikill, að tímabært má teljast að draga nokkuð úr fjárfestingunni, en auka innflutninginn á hvers kon- ar neyzluvöru að minnsta kosti að sama skapi. Alþýðu- flokkurinn hefir gert sér ljósa grein fyrir nauðsyn þess, eins og fram kom í svari hans við kröfum Framsókn- arflokksins í ríkisstjórn fyrir mánuði, þegar stjórnarsam- vinnan rofnaði. Þar segir, að Alþýðuflokkurinn telji að ýmsu leyti heppilegt eins og nú sé högum háttað hér hjá okkur, að breyta verulega hlutfallinu milli neyzluvöru- innflutnings og innflutnings á fjárfestingarvörum, þann- ig, að innflutningur á neyzlu- vörum verði aukinn, en dreg- ið úr innflutningi á fjárfest- ingarvörum, þar eð á undan- förnum árum hafi verið séð allvel fyrir innflutningi á þeim.“ í þessum ummælum Alþ.bl., sem raunar er ekki annað en árétting á stefnu flokksins, kemur það ljóst fram, að flokkurinn vill láta draga úr verklegum framkvæmdum, svo að hægt verði að auka ýmsan eyðsluvöruinnflutning. Þetta er vitanlega alveg í anda braskaranna, er vilja flytja inn þær vörur, sem veita mesta álagningu. En langt eru nú forsprakkar Al- þýðuflokksins komnir frá hinni upphaflegu flokks stefnu, þar sem markmið þeirra er orð'ið: Minni fram kvæmdir, meiri eyðslu. Óverðskulduð árás á Búnaðarbankann Mbl birtir í fyrradag ó- venjulega lubbalega og rætna árásargrein um Bún- aðarbanka íslands. Þótt margt hafi birst furðulegt í Mbl. í seinni tíð, tekur þessi grein því flestu fram. í grein þessara er m. a. ráðist á byggingu Búnaðar- bankahússins og talið, að fyr ir það fjármagn hefði mátt byggja svona og svona mörg nýbýli. Hins er ekki gáð, að bankinn hefði sennilega ella orðið að sæta bæði óhentugu og dýru leiguhúsnæði, sem ekki hefði aðeins verið þung ur fjárhagsbaggi á honum, heldur lamað starfsemi hans á ýmsan hátt. Reynslan mun vissulega eiga eftir að sanna það, að bygging þessi mun verða bankanum mikill fjár- hagslegur styrkur og drjúg- ur þáttur í að auka vinsæld- ir hans og álit- Bankinn hefir þar áreiðanlega ráðist í fram kvæmd, sem mun gera hon- um stórum auðveldara en ella að vera í framtíðinni sú meg instytta Iandbúnaðarins, sem honum er ætlað að vera. Þessu til viðbótar er Búnað- arbankahúsið vottur um glæsilegan stórhug, sem for- ystumenn landbúnaðarins þurfa og verða jafnan að sýna í verki, ef þeir vilja láta þennan höfuðatvinnuveg skipa hvarvetna ekki óvirðu- legri sess en aðrar atvinnu- greinar landsins. Þá er því haldið fram, að bankinn hafi lánað mikið fé til starfsemi í Reykjavjk og því til sönnunar vitnað í auglýsingu, sem hafi birst í Lögbirtingablaðinu. . . Það sanna í þessum efnum er, að bankinn hafði á stríðsárun- um mikið sparifé undir hönd um, en lánsbeiðnir nær eng- ar úr sveitunum, því að fram kvæmdir lágu þar þá niðri. Fyrir bankann var þá ann^ aðhvort að gera að reyna að vaxta þetta fé að einhverju leyti utan sveitanna eða að liggja með það vaxtalaust og verða þannig fyrir miklu tjóni. Fyrri leiðin var því held ur valin, en þó þannig, að hagsm. bankans og afstöðu hans til landbúnaðarins var fullkomlega gætt. Vitanlega var ekki neitt fé Iánað á þenn an hátt úr þeim sjóðum, sem sérstaklega eiga að veita lán til landbúnaðarins, og þess- um lánum líka hætt jafn- óðum og eftirspurnin frá bændum jóksta. Það er víst, að þessi lána- Starfsemi bankans, er staf- aði af óvenjulegum aðstæð- um, hefur síður en svo veikt aðstöðu hans til að vinna fyrir landbúnaðinn, heldur myndi það hafa orðið honum og landbúnaðinum miklu meira til tjóns, ef hann hefði ekki reynt að vaxta þetta fé meðan landbúnaðurinn ósk- aði ekki eftir því. f stuttu máli er áreiðan- lega óhætt að segja það um stjórn Búnaðarbankans, að hún hefur verið með slíkri hagsýni og sýnt land- búnaðinum slíkan áhuga, að ekki verður á betra kosið. Það hefur verið landbúnað- inum ómetanleg gæfa, að Búnaðarbankinn hefur notið hinnar öruggu og framsýnu stjórnar Hilmars Stefánsson- ar. Hilmar tók við stjórn (Framhald á 6. slðu).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.