Tíminn - 01.10.1949, Qupperneq 1

Tíminn - 01.10.1949, Qupperneq 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgejandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduliúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusimi 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, laguardaginn 1. október 1949 211. blað Útför Sigríðar Hansdóttur Beck Sigríður Hansdóttir Beck verður jarðsungin í dag, og fer útförin fram frá dómkirkj unni í Reykjavík. Athöfnin í kirkjunni hefst klukkan ellefu. Þessarar merku koun verð- ur nánara minnzt síöar. Austanbíllinn teppt- ur í Möðrudal Undanfarnar nætur hefir nokkuð snjóað í fjöll einkum norðan lands og austan, sums staðar á láglendi í hásveitum. Nokkur snjcr var á Siglufjarð arskarði í fyrradag, en þó komst áætlunarbíllinn leiðar innar. Á Norðausturlandi snjóaði dálítið, og á Möðru- dalsöræfum var kominn svo mikill snjór, að áætlunarbíll inn milli Akureyrar og Reyð- arfjarðar tepptist. Var hann snjótepptur í Möðrudal í gær kveldi. Búizt er einnig við, að snjór hafi komið á Breiðdals- heiði. Samþykktir iðn- nemaþingsins Sjöunda þing Iðnnemasam bands íslands lauk á sunnu- daginn var, eins og áður hefir verið skýrt frá. f’ingiö gerði allmargar sam þykktir, og verður hér greint frá hinum helztu: Þingið iagði til, að kaup nema verið samræmt og al- drei lægra en hér segir: 1. ár 30%, 2 ár 40%, 3. ár 55%, 4. ár 70% af kaupi sveina í viðkomandi iðngrein um. Mikill áhugi ríkti á þing- inu fyrir hagsmunamálum iðnema og einhugur og sam- samstarfsvilji einkenndu störf þingsins. í stjórn sambandsins voru kosnir þessir menn: Tryggvi Sveinbjörnsson bókbandsn. form., Magnús Lárusson hús- gagnasm.n., varaform. Magn ús Geirsson rafvirkjan. gjald- keri, Guðbergur H. Ólafsson. húsasmíðanemi ritari, allir úr Reykjavík og Sigurður Árna- son múraranemi frá Hafnar- firði. meðstj. Þingið skoraöi á næsta al- þingi að afnema bindingu vísi tölunnar við 300 stig, lýsti á- nægju sinni yfir hinni nýju iðnfræðslulöggjöf frá síðasta þingi, er væri spor í rétta átt, skoraða á stjórn Sambands iðnskóla á íslandi að beta sér fyrir samræmingu prófverk- efna og skólaseta í iðnskólun um og setti lágmarkskröfur um kennslu, og loks ítrekaði það fyrri kröfur um, að bók- lega námið færi fram í dag- skólum og komið á verknáms skólum, sem ríkið starfrækti. Hafskipabryggja tekin í notkun nýlega á Dalvík Hinn heimskunni atómfræð- ingur, Rothbiatt prcfessor. Hann starfar nú í Liverpool, en vann að kjarnorkurann- scknunum í Bandaríkjunum á síríðsárunum. | Enn !ofa | I þeir fögru I Það er nú líkt á komið | með sumum frambjóðend- i um Sjáifsiæðisfiokksins | og Gvend smala forðum, að 1 þeir skjálfa á báðum bein- | unum. Eitt af úrræðum | suinra þeirra er að iofa = bændum og búaliði, og | raunar hverjum sem er, | er jeppum, ef þeir | nái kosningu „í þetta sinn“. I Hins láist þeim að geta, s að enn hafa engin jeppa- = ! ieyíi verið veitt og allt er | : s óvissu um afgreiðslu þess i : máis hjá f járhagsráði, með | : fram vegna andstöðu Sjálf i : stæðisfulltrúanna þar. Og i : verði jeppar fluttir inn, sem | ; vonandi er, að ekki bregð- | i ist, fjallar nefnd manna | : um úthlutun á þeim, og § ; hafa einstakir frambjóð- | : endur úr íhaldsherbúðun- i : um þar ekkert úrslitavald. i Þessi viðbót viS hafnarinanimrki síað- arins skapar aukna atviimumös'uleika ; Á Dalvík hefir í sumar verið unnið að því að fullgera * viðbót þá við hafnargarðinn, sem byrjað var á í fyrrasum- ^ ar. Er þessu verki nú það langt komið, að búið er að steypa | pallinn ofan á garðinn, sem gerður er með grjótuppfyll- ingu, studöri af járnþili. Var þessi nýja hafnargarðsvið- L'ót tekhi í notkun fyrir nokkrum dögum, en mannvirkið jafnframt tryggja, sem millilandaskip okkar geta athafnað sig við. Tíðindamaður blaðsins átti í gær tal við Stefán Kallgrimsson, fréttaritara Tímans á Dalvík, og spurði hann um hafnarframkvæmdirnar þar. iiMuiiiiiimiuiiiimmuuiimiiuum Dalvik er nú orðin meðal stærri útgerðarþorpa á Norð- urlandi, enda hagar þar vel til, hvort heldur sem er um að ræða sjósókn eða land- búnað. Hafnarskilyrði hafa bó lengi verið fremur erfið á Dalvík, en nú eru þau mál ; loks að komast í það horf, að hafnleysi þarf ekki að standa í vegi fyrir vaxandi atvinnulífi á Dalvík. Hafnargarðurinn lengist um 50 metra Hafnargarðurinn, sem fyrir var, er um 250 m. og í fyrra- sumar var svo hafizt handa um lengingu, sem nemur 50 m., og er sá hluti garðs- ins jafnframt bryggja. En bryggja sú, sem bátaflotinn hefir aðallega notað hingað til, er innan við hafnargarðinn. Er hún um 230 m. að lengd, úr timbri. Er sú bryggja jafnframt sölt unarstöð. Ennfremur er ný- lega búið að byggja aðra bátabryggju inni í höfn- inni, svo að allmikið bryggju rýrni er nú fyrir hendi á Dal- vik, enda ekki vanþörf á, þegar mikil síld er þar lcgð upp til söltunar. Nýja bryggjan tekin í notkun Þessi nýi hluti hafnargarðs ins, sem nú er að verða lok- ið var tekinn í notkun fyrir nokkrum dögum. Með þess- ari viðbót er garðurinn orð- inn 300 m. langur. í fyrra- sumar var reist járnþil fyr- ir nýja garðinum, og það að mestu fyllt upp með grjóti og möl. í sumar hefir svo verið unnið að því að ganga frá bryggjunni og steypt of- an á uppfyllinguna plata- Þarna er því nú komin (Framhald á 2. síðu) Tvö bifreiðaslys í fyrrakvöld varð það hörmulega bifreiðaslys á Njálsgötunni í Reykjavik, að litil stúlka varð fyrir vöru- bifreið og beið bana. Féll hún undir afturhjól bifreiðarinn- ar og lézt þegar. Hún hét. Anna Óskarsdóttir, Frakka- stíg 19. í gær varð aldraður maður fyrir fólksbifreið á Hring- brautinn við gatnamót Hring brautar og Liljugötu. Maöur- inn heitir Sigurður Sigurðs- son á Hringbraut 30. Var hann að koma út úr vörubifreið og gekk yfir götuna, en varð þá fyrir bifreiðinni. Mun hann hafa meiðzt allmikið og var fluttur í Landsspítalann. lllllltUIUIIIilllUU IIUUUUIUUUUIIIUIUUIUIUIUUUUUIUUUUIIIIUU.IUIUUUIIUUIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIIII óknarfélögin í Reykja- vík Sjoða til fundar í íreiöfirðingabúð Framscknarfélag Reykjavíkur, Félag Framsókn- | | arkvenna í Reykjavík og Félag ungra Framsóknar- | | inanna í Reykjavík boða til almenns kosningafundar 1 É í Breiðfirðingabúð á miðvikudaginn kemur- Hefst fund | | urinn kl. 8,30. i | Frummælendur verða Hermann Jónasson og | | Rannveig Þorsteinsdóttir. Margir fleiri ræðumenn | | verða á þessum fundi. Þess er vænzt, að allir stuðningsmenn B-listans | I í Reykjavík, bæöi Framsóknarmenn og aðrir, f jölmenni 1 ] á þennan fund. Nú er fylkt til sigurs fyrir Rannveigu f f Þorsteinsdóttur. <IIIIIU1U«MIU«UIUUIIIIIUIUIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII|IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII1IIIIIIIIIIIIIIIIII|I * Arraann vakti raesta athygli Handknattleiksflokkur Ár- manns vakti mikla athygli í keppni höfuðborga Norður- landa. Nýlega hafa borist blaðaúrklippur úr sænskum blöðum og er Ármann alstað ar getið mjög lofsamlega: Aft onsbladet segir, að Ármann hafi vakið mesta athygli og ekki verði langt að bíða að íslendingar muni standa bæði Finnum og Norðmönn- um framar í handknattleik og gefa Dönum og Svíum harða keppni- Express segir: Mesta athygli vöktu íslending arnir, sem ekki hafa keppt fyrri á erlendri grund. Bezt- ir voru markmaðurinn Sól- mundur Jónsson og Sigurð- ur Norðdahl. Svenska Dag- bladet segir: í Reykjavíkur- liðinu voru ágætir leikmenn eins og Snorri Ólafsson, Sól- mundur Jónsson, Birgir Þor- gilsson og Sig. Norðdahl. Morgen Tidningen segir: Reykjavíkurliðið var vin- sælasta liðið, og beztu leik- menn þess voru Sig. Norð- dahl, Birgir Þorgilsson, Rafn Stefánsson og S. Jónsson, ennfremur segir að Snorri Ólafsson hafi skorað flest mörk. Stokkhólms tidningen: Markmaðurinn Sólmundur Jónsson vann leikinn við Osló. At. Beztu leikmenn Reykja- vikur voru Birgir Þorgilsson og Sig. Norðdahl. Berklavarnardagur- inn er á morgun Berklavarnardagurinn er á morgun, og verður þá tímarit ið Reykjalundur og merki dagsins, sem jafnframt er happdrættismiði, selt til á- góða fyrir S. í. B. S. Vinning urinn í happdrættinu er flug ferð frá Reykjavík til Kaup- mannahafnar. í kvöld verður dagskrá út- varpsins að verulegu leyti helguð S. í. B. S. og málefn- um þess. Verkfall Klukkan tólf á miðnætti í nótt hófst verkfall hjá prent- urum þar sem tilboð sátta- semjara ríkisins var fellt við almenna atkvæðagreiðslu í prentarafélaginu í gær. Nei sögðu 185 já 22 og 3 seðlar voru auðir. Ríkisstjórnin hafði leyft prentsmiðjunum að hækka taxta s;nn um 6y2% Sáttatillaga sáttasemjara var 9% kauphækkun. uiuilliuiiiiuuiiiuiiiiiiiuuiiiiiiiiiiuiiiimiiiiiiiiiiitmifi 1 Veitið undir eins | fullkomnar upp- | lýsingar ) | Stuðningsmenn B.-list- ! I ans í Reykjavík og annars | í staðar og frambjóðenda | | Framsóknarflokksins eru | | beðnir að láta kosninga- | 11 skrifstofu flokksins tafar- { 11 laust vita um þá kjósend- | | ur, sem staddir eru eríend 1 i, | is eg líklegir eru til þess | 11 að fylgja þeim að málum i i I = þessum kosningum. II Nauðsynlegt er, að brugð \ 11 ið sé við undir eins, sökum | Í þess hve skammt er nú til \ § kosninga. i I =

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.