Tíminn - 01.10.1949, Qupperneq 5

Tíminn - 01.10.1949, Qupperneq 5
211. blað TÍMINN, laugardaginn 1. október 1949 Laugard. 1. ohtóber Kosningin í Reykjavík Andstæðingar Framsóknar- flokksins eru nii byrjaðir á gamla söngnum, að flokkur- inn sé vonlaus um að fá þing- mann kosinn i Reýkjávík. At- kvæðin, sem flokkurinn fái hér, verði því til einskis. Þessi sami söngur var ekki sízt sunginn kröftuglega fyrir bæ j arst j órnarkosningarnar 1946, en þá átti fiokkurinn engan fulltrúa í bæjarstjórn- inni. Úrslitin uröu samt þau, að flokkurinn fékk fulltrúa, kosin og 1615 atkvæði. Það var 540 atkvæðum meira en flokkurinn hafði fengið í kosningunum næst á undan. Þó er alveg víst, að flokk- urinn missti nokkur hundruð atkvæði, sem ' hann hefði annars fengið, ef menn hefðu ekki látið glepjast af von- leysisáróðri andstæðinganna. Þegar á þessa staðreynd er litið, verður það siður en svo talið ólíklegt, aö Framsóknar- flokkurinn fái nú þingmann kosinn í Reykjavík. Valda því m. a. þær ástæður er nú skal greina: Síðan 1946 hefir fyígi Fram sóknarflokksins I Réykjavík eflst stórum. Bárátta flokks- ins fyrir heilbrigðari verzl- unarháttum og öðrúm ráð- stöfunum til að auka kaup- mátt launanna og bæta þann- ig afkomu almennings, hefir notið,, vaxandi fylgis meðal Reykvíkinga/ Til viðbótar hef- ir það svo komið, að Reykvík- ingum verður það alltaf Ijós- ara og ljósara, að þaö er ekki síður hagsmunamál þeirra en annarra landsmanna, að tryggð sé réttlát dreifing fjár magnsins og framkvæmdanna milli höfuðborgarinnar og héraðanna. Barátta Fram- sóknarflokksins fyrir þessu jafnrétti var áður ófrægð með miklu kappi af andstöðu flokkunum og tókst þeim þannig áð vekja gegn honum óeðlilega tortrýggni meðal Reykvíkinga. Þessi rógstarf- semi ber nú alltaf síminnk- andi árangur. Vöxtur Frámsóknarfélag- anna í Reykjavík seinustu fjögur árin ber þess Ijósast vitni, að fylgi flokksins hefir elfst þar mjög mikið á þess- um tíma og miklu meira en á árunum 1942—46, en þá bætti flokkurinn víð sig 540 atkv. þrátt fyrir árangúrsríkan vonleysisáröðúr andstæðing- anna. Félagatalan í félögun- um hefir margfaldast á sein- ustu fjórum árum og eru nú miklu fleiri ménn í félögum Framsóknarflokksins í bæn- um en t. d. í flokksfélögum Alþýðuflokksins. Fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík hefir ankist alveg sérstaklega seinustu misserin. Því veldur meðal annars, að fjöldi manna hefir yfirgefið bæöi Alþýðúflokkinn og Sos- ialistaflokkinn. Alþýðuflokk- inn hafa menn ýfirgefið vegna þjóiiustu hans við í- haldið, en Sosialistaflokkinn vegna hinna algeru yfirráða Moskvudeildarinnár og ein- hliða fylgispektár hennar við austrænu „línuna/1 Þeir menn sem þannig hafa yfirgefið ERLENT YFIRLIT: Árangur Marshallhjálparinnar Útdráttur iir ræðu, Sem Paul Hoffman flutti nýlega, þar sem hann gerði grein fyrir viðhorfi Bamlaríkjamanna til Marshallendurreisnarinnar Undanfarnar vikur hafa Was- hingtonfregnir flestar fjallað um ýmis smáatriði í sambandi við við- reisnaráætlun Evrópu. Þessvegna tel ég rétt að rifja upp aðalatrið- in og líta i stórum dráttum á þessa áætlun, sem við verjum milljörðum til þess að nái til- gangi sínum. Hvað viljum við framkvæma — og hversvegna? Hvað er aðalmarkmið Marshall- hjálparinnar? Hversvegna hefir Bandaríkja- þing beðið þjóðina að eyða öllu þessu fé fyrir málstað, sem í margra manna augum virðist vera fjarstæða? Þessu má blátt áfrarn svara á þá leið, að. meginþáttur Marshall- áætlunarinnar sé sá að hjálpa hin- um frjálsu þjóðurn Vestur-Evrópu til endurreisnar og sjálfsbjargar, 1 og leysa þær frá því að þurfa aö þiggja utanaðkomandi aöstoð. | Frá því síðustu styrjöld lauk, og þar til Marshalláætlunin var haf- in höfðu Ameríkumenn ýmist lán- að Evrópuþjóðunum eða gefið 21 milljarð dollara. Þessum milljörð- um var aðallega varið til líknar- starfs. Það er reginmunur á Mar- I shalláætluninni og þessari bráða- ' birgðahjálp. | Munurinn er sá sami og á því, að ala önn fyrir bjargarlausum fjölskyldum — það er liknarstarf — og að útvega heimilisfeðrunum atvinnu — það er viðreisn. EN HVERSVEGNA ríður á því að styðja Evrópu til sjálfsbjargar? i Hversvegna féllst þjóðþingið á það, J eftir ítarlegar athuganir og um- ! ræður, að það myndi borga sig að verja tugmilljörðum dollara til fjögurra árá áætlunar um aðstoð við erlend ríki? | Svarið er, svo að notuð séu ó- 1 breytt orð sjálfra laganna, að ! „með núverandi ástandi í Evrópu i er varanlegum friði í hættu stofn- • að“. Það væri ekki úr vegi að rifja ! upp, hvernig högum var háttað þar. Mennirnir í Kreml voru í sókn arhug. Vegna fimmtu herdeilda- aðgerða voru gervöll lönd Austur- Evrópu — Búlgaría, Rúmenía, Ung verjaland, Pólland og Tékkósló- vakía — orðirl undirokuð lögregiu- ríki. Kommúnistar áttu orðið ískyggilega mikil ítök í Grikk- landi, Ítalíu, Frakklandi og Þýzka- landi. Þeir, sem manna bezt þekktu til, spáðu því, að þess væri ekki langt að bíða, að allt meginland Evrópu myndi lúta rússnesku ein- ræði. Fóikið var hungrað. Því fór fjarri, að matur væri nægur í mörgum löndum. Fólkiö hafði varla nægan mat til að lifa, því síður til þess að vinna. Framleiðsl- an minnkaði. Kommúnistar höfðu hrifsað völdin í mörgum stéttar- félögum. Verksmiðjur stöðvuðust vegna hráefnaskorts. Framleiðslu- tæki Evrópu voru í niðurníðslu vegna ófriöarins. Mörg þeirra höfðu verið lögð í rústir í stór- felldum loftárásum okkar og, Breta. Geysileg verðbólga ríkti í mörg- um löndum og vofði yfir öðrum. Rikisstjórnir margra landanna voru valtar í sessi. Alltof víða l hafði fólkið glatað trúnni á fram- tíðina og var tekið að sætta sig við sitt ömurlega hlutskipti. Þannig var ástandið orðið — ögrun við öryggi allra frjálsra landa, og því var það, að þjóð- þingiö samþykkti Marshalláætlun- ina fyrir einu og hálfu ári. HVAR STÖNDUM VIÐ í DAG? Eftir fjögurra ára Marshalláætlun hefir nú verið starfað rétta 18 mán. Fyrir tveim vikum kom ég úr ferða lagi um Evrópulöndin, þar sem ég hafði kynnt mér með eigin aug- um árangur viðreisnarstarfsins. Eftirfarandi staðreyndir komu í ljós: 1. Efnahagssamvinnustjórnin (ECA) hefir hjálpað Evrópumönn- um um viöunandi mataræði. Án þess hefði bersýnilega engin efna- hagsendurreisn getaö átt sér staö. Þetta hefir tekizt. 2. Samanlögð framleiðslugeta Vestur-Evrópu er ekki aðeins orð- in jafn mikil, heldur hefir hún aukizt um 15% frá því fyrir stríð. X Bretlandi hefir framleiðsla þeg- ar aukizt um 50% frá því sem hún komst hæst fyrir stríð. Iðnaður Vestur-Evrópu, sem var næstum þurrkaður út í hernaðarátökunum, hefir nú komizt á réttan kjöl aft- ur, endurnýjaður og efldur. 3. Verðbólgan, sem lék lausum hala í Vestur-Evrópu, er nú hér um bil stöðvuð. Verðlagi er nú víðast hvar haldið í skefjum. 4. Hin vestrænu lýðræðisríki Evrópu hafa öðlazt nýjan póli- tískan þrótt og styrk. í samvinnu- ríkjum sitja nú öruggar lýðræðis- Alþýðuflokkinn og Sosialista- flokkinn, hafa yfirleitt skipað sér undir merki Framsóknar- flokksins, þar sem þeir hafa fundið, að hann var heil- astur i umbótabaráttunni og ákveðnastur andstæðingur afturhaldsins. Þegar kjósendur gera mál- in upp fyrir kosningarnar mun fylgishrun Alþýðuflokks ins og Sosialistaflokksins aukast enn af þeim ástæðum, sem að framan hafa verið greindar. Og það mun verða til ávinnings fyrir Framsókn- arflokkinn. Það er svo að nefna sein- ast, en ekki sízt, aö efsti maðurinn á lista Framsóknar flokksins, Rannveig Þorsteins dóttir, nýtur mikils álits og trausts. Við hana eru bundn- ar þær vonir, að þingið myndi fá nýjan nýtan starfskraft, þar sem hún fer, og er sann- arlega ekki vanþörf á slíku á þeim stað. Hinir flokkarnir hafa hins vegar ekki upp á neina nýja starfskrafta að bjóða, heldur tefla fram eldri þingmönnum, svo vel sem þeir hafa reynzt. Af þessum ástæðum öllum og raunar mörgum fleirum hafa Framsóknarmenn ekki aðeins sigurvonir í Reykja- vík, heldur sigurvissu. Til þess að tryggja sigurinn þarf hinsvegar ötula vinnu flokks- mannanna. Vinni Framsókn- armenn vel og láti ekki von- leysisáróöur andstæöinganna glepja fyrir sér, mun ekki aðeins takast með naumind- um að tryggja Rannveigu Þorsteinsdóttir kosningu, held ur mun það takast með þeim glæsibrag, er slíkur fulltrúi verðskuldar. Faul Hoffman, framkvæmda- stjóri Marshallendurreinsn- | arinnar stjórnir, er starfa á breiöum þing- ræðisgrundvelli, og þau ríki, sem áður áttu við erfiðlcika að etja, hafa nú styrkzt að mun. 5. Lýðræðislegar venjur, svo sem mðlfrelsi og fundafrelsS, eru í heiöri hafðar. 6. Bjartsýni ríkir í stað bölsýni, og jafnvel þótt bölsýnismenn bæði hér í Bandaríkjunum og í Evrópu haldi því fram, að Evrópa geti ekki verið orðin efnahagslega sjálf stæð í júní 1952, þegar Marshall- áætluninni er lokiö, er ég samt sannfærður um, að samvinnurík- in muni leggja sig öll fram við að ná því marki. 7. Útbreiðsla kommúnismans hef ir ekki aðeins verið stöðvuð, held- ur hafa kommúnistar verið hrakt- ir á undanhald i öllum hinum frjálsu löndum Vestur-Evrópu. KOMMÚNISTAR liafa misst yfir tökin í fjölmörgum stéttarfélög- um, sakir öruggrar baráttu verk- lýðsleiðtoga. Verkföll, sem runn- in eru undan rifjum kommúnista, hafa fallið um sjálf sig. Komm- únistar hafa neyðst til að breyta um áróður; þeir hafa neyðst til þess að láta af þeirri „línu“, að Marshalláætlunin stefni ekki að endurreisn Evrópu, og koma nú í staðinn með þá aumlegu kenningu, að árangur áætlunarinnar geti ckki orðið varanlegur vegna kreppu þeirrar, sem þeir eru stöðugt að stagast á að muni koma yfir Bandaríkin. Forvígismenn kommúnistísks ein ræðis eiga nú tvimælalaust minna fylgi að fagna i Evrópu en nokkru sinni áður, síðan stríðinu lauk. Hinar nýafstöðnu kosningar í Þýzkalandi bera þróun þessari ljós an vott. Þar biðu kommúnistar hinn herfilegasta ósigur. ÉG HEFI heyrt því fleygt, að efnahagsendurreisnin væri vonlaus, fyrr en pólitískt jafnvægi næðist í Evrópu. Þetta er alrangt, einmitt hið gagnstæða er rétt. Það er stað- reynd, að ekki væri um pólitískt jafnvægi að ræða, ef Marshall- áætlunin hefði ekki skapað efna- hagslegar umbætur, og væri ekki að skapa raunhæfan grundvöll fyr ir endurreisn atvinnuveganna. Það má í sannleika segja, að Marshalláætlunin sé á undan á- ætlun. En því fer víðs fjarri, að það þýði, að starfi okkar sé lokið. Því er ekki lokið. Þetta táknar að- eins, að fyrsta áfanganum í við- reisnarstarfinu sé að verulegu leyti náð. Evrópa í heild starfar nú þegar á lýðræðisgrundvelli, bæði fjár- hagslega og stjórnarfarsiega. En núverandi framleiðslugeta nægir ekki og afköst einstaklinga eru hvergi nærri nægileg til þess að gera Evrópu fært að yfirstíga erf- iðleika þá, sem steðja að i heimi nútímatækni. Auk þessa munu Evrópuríkin afla 4 milljörðum dollara minna en þau þurfa að greiða á þessu ári. Ef aðstoð okk- (Frumliald á 6. síðu' „Vinir“ sjóraanna Það hefir verið eitt helzta áróðursefni kommúnista i undanförnum kosningum, ar: þeir væru vinir sjávarútvegs ins og vildu allt fyrir hanr gera. Reyndin hefir hinsveg ar verið sú, að allt frá 1942, cn þá tók áhrifa kommún- ista að gæta á stjórnarfarió, hefir stöðugt hallað meira og meira undan fæti hjá sjáv arútveginum. Verðbólgan, sem kommúnistar og Sjáíf stæðismenn hafa hjálpasl við að skapa, hefur bitnað meira á sjávarútveginum en nokkrum atvinnuvegi öðr um. Fyrir nokkrum dögum hei: ir þó gerst atburður, sem ai hjúpar þessa „vináttu<; kommúnista betur en nokk uð annað. Þegar Bretar lækk uðu sterlingspundið, var o hjákvæmilegt að láta íslenzku. krónuna fylgja á eftir, eí: ekki átti að lækka fiskverðk um 30% og tekjur útvegs- manna og sjómanna að sama skapi. Slíkt hefði þýtt, ac þessum stéttum hefði veri'c' sköpuð verri kjör og afkoma en öllum öðrum landsmönn um. Það hefði því mátt ætla, a'ci hinir margyfirlýstu „vinir- sjómanna og útvegsmanna kommúnistar, hefðu dyggi- lega fylgt þeim ráðstöfunum En því var þó ekki aí) heilsa. Dag eftir dag ræðst: Þjóðviljinn nú á ríkisstjórn ina fyrir að hafa ekki lækkac fiskverðið og þar með tekjur sjómanna og útvegsmanna um 30%. Slík er öll „vinátta" komm únista í garð sjómanna og úv vegsmanna, þegar á reynn Hér hefir þessi „vinátta" þeirra afhjúpist til fullnustu, Sjómenn og útvegsmenn, sen: áður hafa ginnst til fylgis vic kommúnista, munu minnasv þessa vinarbragðs við kosning arnar 23. október. 10 % verðlækkun Forsprakkar Sjálfstæðis- flokksins þreytast aldrei á þeirri yfirlýsingu, að þeir séui hinir einu og sönnu „vinir‘; bænda. Þeir forðast hinsvegar afe' skýra bændum frá því, hverr; afurðaverðið hefði orðið j! haust, ef þeir hefðu mátv ráða. Fulltrúar Alþýðuflokksins og Reykjavíkurdeildar Sjálf - stæðisflokksins, sem sæti eiga í verðlagsnef ndinni, lögðu til í sumar að afurða- verðið yrði Iækkað um 10%, Hefðu þessir aðilar fengið afe ráða. myndi því hafa orðife 10% lækkun á afurðaverðinv. Vegna þeirrar skipunar, sem er á þessum málum fyrijr: tilverknað Framsóknarflokks ins, náði þessi tillaga ekkr fram að ganga. En það sésv á kosningaávarpi Alþýðu- flokksins, að hún verður tek in upp eftir kosningarnar. Og ekki mun þá standa á Reykji.. víkurdeild Sjálfstæðisflokks ins, en það er hún sem ræð- ur flokknum. Hún mun þa ekki horfa í það að leysa dýr tíðarmálið þannig á kostnaf bænda, svo að auðvel.dara verði að hlífa bröskurunúm Bændur skulu því ekki: láta „bændavináttu" Sjált stæðisflokksins og útsendara. hans blekkja sig. Tillagau, sem greind er að framan, syn ir, að það getur orðið þemi dýrkeypt.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.