Tíminn - 07.10.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.10.1949, Blaðsíða 2
2 TÍIVIINN, föstudaginn 7. október 1949 214. blað Frá kaf i til keiba I dag: Sclin kom upp kl. 8.40. Sólarlag kl. 17.37. Árdeglsflóð kl. 5.15. Síðdegisflóð kl. 17.30. í nótt. Næturakstur annast bifreiðastöð in Hreyfill, sími 6633. Næturlækn- ir er í læknavarðstofunni í Aust- urbæjarskólanum, sími 5030. Næt- urvörður er í Laugavegs Apótekí, sími 1618. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss er á Húsavík, fer það- an 1 kvöld til Reykjavikur. Detti- foss fór frá Gautaborg 3. okt., væntanlegur til Reykjavíkur um hádegi á morgun. Fjallfoss fór frá Leith 4. okt. til Reykjavíkur. Goða foss kom til New York 3. okt. frá Reykjavík. Lagarfoss fór frá Hull 4. ckt. til Reykjavíkur. Selfoss íór frá Reykjavik 5. okt. vestur og norður. Tröllafoss fór frá Reykja- vík 28. sept. tíl New York. Vatna- jökull er í Antwerpen, fer þaðan 7. okt. til Rotterdam og Reykja- víkur. Ríkisskip: Hekla er í Álaborg. Esja er vænt anleg til Reykjavíkur í dag. Herðu breið er í Reykjavík. Skjaldbreið var í Vestmannaeyjum í gær á austurleið. Þyrill var á Flatcyri í gær á norðurleið. Helgi fór frá Reykjavík í gærkvöldi til Snæfells ness- og Breiðafjarðarhafna. Einarsson & Zoega. Foldin er í HulI.Lingestroom er á Ieið til Reykjavíkur um Fær- eyjar. Flugferðir Loftieiðir. í gær var flogið til Siglufjarðar. í dag er áætlað að fljúga til Vestmannaeyja, Akureyrar, ísa- fjarðar og Fatreksfjarðar. Á morgun er áætlað að íljúga til Vestmannaeyja, Akureyrar, ísa fjarðar og Bíldudals. Geysir fer i dag kl. 9.30 til Lond on og er væntanlegur um kl. 18 á morgun. Flugfélag íslands. í dag verða farnar áætlunarferð- ir til Akureyrar, Siglufjarðar, Hcrnjfjaiðar, Fagurhólsmýrar, Kirkjubæjarklausturs og Vestm.- eyja. á morgun verður flogið til Ak- urcyrar, Blönduóss, ísafjarðar, Vestmannaeyja og Keflavíkur. I gær flugu flugvélar F. í. til Akureyrar (2 ferðir), Siglufjarðar, Reyðarfjarðar, Fáskrúðsfjarðar og Vestmannaeyja. Tvær ferðir voru einnig farnar til Fagurhólsmýrar með fóðu’.bætý en þar voru teknar lanábúnaðrrafurðir, sem fluttar vcru til Reykjavíkur. Ur ýmsum áttum. Happdrætti Háskála íslands. Dregið verður í happdrætti há- skóians mánudaginn 10. okt. Vinn ingar eru 630, en 2 aukavinningar, samtals 235.200 kr. Stærsti vinn- ingur 25.000 kr. Á mánudagsmorg- un verða cnjir m.ðar afLreiddir, og því eru í dag og á morgun síð- ustu forvöð að kaupa nýja miða og endurnýja. = C Gerir formaöur Heimdallar sig að fífli? Stjórnmálafélög ungra manna í Reykjavík hafa að | | undanförnu rætt sín á milli um almennan útifund í § \ Reykjavík, þar sem ungir menn flyttu og verðu mál i | flokka sinna. Engin ákveðin niðurstaða hefir enn orðið af um- l ■ \ ræðum þessum, enda þótt þrír fundir hafi verið haldn- i | ir um málið, og þykir líklegt að ekkert verði af i i umræðunum. i i H : A tveimur hinum síðari fuudum hefir Gunnar Helga- = i son, formaður Heimdallar, mætt. Skömmu eftir að = | hann kom á hinn fyrri fundinn, lýsti hann yfir i f þvi, auðvitað með viðeigandi látbragði og handapati, i i að hann gerði sig ekki að fífli. i | Á hinum siðari fundi, er Gunnar mætti á skýrði i | hann frá því að Heimdallur setti það sem skilyrði fyrir þáttöku í umræðunum að aldurstakmark ræðu- manna væri 35 ár. Ekki vildu fulltrúar hinna fél- aganna samþykkja þetta. Gerði Skúli Benediktsson, formaður Félags ungra Framsóknarmanna, það að tillögu sinni að aldurstakmarkið væri 30 ár en af ástæðum sem öllum væri kunnar, taldi hann nauð- synlegt að IlO'mdalli yrði veitt undanþága með 35 ára aldurshámark. Brást Gunnar þá all reiður við, skók hnefann út í loftið og sagði að spursmál væri hvort Framsóknarmenn ættu að fá að tala. Þótti öllum viðstöddum Gunnar taka Jóhanni Haf- stein, kammerherra Ileimdallar, fram við að túlka hinar háleilu lýóræð'ishugsjónir Sjálfstæðisfiokksins með einni gagnyrtri setningu. Ilætt er við því að Gunnar Helgason þyki ólíkur nafna sínum Hámund- arsyni frá Hlíðarenda, þótt hann geti nú tekið sér í munn ummæli fornkappans er hann hittir Kammer- hcrra og ræðir við liann um kapphlaup þeirra í þjón- ustunni við iýðræðiö: „Sárt ertu leikinn, Sámur fóstri.“ z 5 Framboösfundir í Gull- bringu- og Kjósarsýslu í Keílavík, mánudaginn 10. þ.m., kl. 8 í Bíóhúsinu. í Grindavík, þriðjudaginn 11. þ.m., kl. 8 í Kvenfé- lagshúsinu. Á Vatnsleysuströnd, miðvikudaginn 12. þ.m., kl. 2 í Barnaskólanum. í Si’^idgerði, miðvikudaginn 12. þ.m., kl. 8. í Sam- kbmuhúsinu. í Garðinum, fimmtudaginn 13. þ.m., kl. 8 I Sam- komuhúsinu. í Garðahreppi, föstudaginn 14. þ.m. kl. 2, í Barna- skólanum. í Kjósinni, föstudaginn 14. þ.m., kl. 9, í Félagsgarði. í Mosfellssveit, laugardaginn 15. þ.m., kl. 2, á Brúar- landi. 1 Aðrir fundir tilkynntir síðar. FRAMBJOÐENDUR. .............MIIIMIIMIMIIIIMMMMI....................................................IIIIMIIIIII •'IMMIMMI KONDR! Framsóknarfélag kvenna hefir kosið nefnd kvenna til þess að vinna að kosningu Rannveigar Þorsteinsdóttur. Skipa nefndina þær frúrnar: Guðlaug Hjörleifsdóttir, Báru götu 7, sími 3505, Guðríður Jónsdóttir, Víðimel 42, sími 81109 /os Jakobína Ásgeirs- dóttir Laugaveg 69, sími 4603. Nefndin óskar eftir sam- bandi við sem flestar konur, er vilja stuðla að kosningu Rannveigar Þorsteinsdóttur. Framsóknarmenn í Reykjavík. Hafið samband við kosninga- skrifstofu Framsóknarflokksins, Lindargötu 9 A. Síniar 55G4 og 81303. Fininitugiir í tlsig. (Framha'd af 4. síðu). og trúlega. Þar hefir hann notið þeirrar sælu að finna starfskröftum sínum alltaf ný og stærri verkefni þegar einn vandi var leystur. Hver steinninn af öðrum er lagður í samvinnubygginguna. Fram kvæmdastjórinn heldur um etjcrnartaumana en það er kraftur og vilji fjöldans, sem leikur í höndum hans. Sam- vinnufrömuðurinn er í sam- starfi við fúlkið að byggja upp hamingju þess, móta og grundvalla það skipulag, sem skapar frið, velmegun og gagnkvæmt traust og þroskar manndóm, þegnskap og rétt- lætiskennd allra. Þannig vinna samvinnumenn að því, að tryggja aíkomu fólksins, bæta lífskjör þess og bæta það sjálft. Sú hugsjón, sem Jakob Frí- mannsson helgaði líf sitt strax í æsku, hefir lyft hon- um hátt til áhrifa og valda! og fengið honum eitt verk1 af öðru. Hún hefir gert hann i oddvita Eyfirðinga í sam-1 vinnumálum og þýðingarmik inn mann í sögu þjóðarinnar. Þó mun sá þátturinn mest- ur og merkastur, sem ekki verður auglýstur, — hin innri mótun mannsins af miklu og góðu starfi. En það er líka gildasti þátturinn í hamingju hans. Sú afmælisósk, sem sam- vinnumenn ciga bezta í til- efni af fimmtugsaímæli Jak- obs Frímannssonar er, að hann endist sem lengst og bezt til að þjóna æskuhug- sjön og köllun lífs síns og að KEA ali upp undir stjórn hans nóg af ungum og rösk- um samvinnumönnum til að flytja hinn heilaga loga sam- vinnuhreyfingarinnar lengfa áfram frá kyni til kyns. s$ótaróö(ýiiócipni(í jj Fyrstu fimrn sögurnar eru komnar út.— Þær eru þessar: :: ♦♦ I. £cm áÁt % Z. $ulur eg áét | 3. m ccf M!ik | 4. VimuÁ táika leikkchuhhar ♦♦ 5. Hwkaðegir áAtœrimar Allt eru þetta skemmtilegar og spennandi ástar- sögur. — Verðið er ótrúiega lágt, aðeins fimm krónur hver bók. Kaupið Ástarsögusafnið frá byrjun. BÚKAÚTGÁFAN DSP Pósthólf 561 — Reykjavík. ♦ »♦♦♦♦*♦< Adeins TVEIR söludagar eftir í 10. flokki Happdrætti Háskóia ísiands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.