Tíminn - 12.10.1949, Blaðsíða 2
TÍMINN, migvikudaginn 12. október 1949
218. blað
Frá hafl
til heiba
1 dag:
Sclin kemur upp kl. 7,03.
Sólarlag kl. 17,23.
Ardegisflóð kl. 8,10.
Síðregisflóð kl. 20,25.
1 nótt:
Næturakstur annast Litla bíl-
st'ðin simi 13,80.
Næturvörður er í læknavarðstof-
unni í Austurbæjarskólanum, sími
5030.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki, sími 1760.
Útvarpið
V tvarpið í kvöld.
Fastir liðír eins og venjulega.
Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Hefnd
vinnupiltsins" eftir Victor Cher-
buliez; XIX. lestur (Helgi Hjörvar).
21,00 Tónleikar: Lög úr óperunni
„Brúðkaup Figaros“ eftir Mozart
(plötur). 21,40 Erindi: Steinturninn
gamli í Newport (séra Óskar Þor-
láksson). 22,0Ó Fréttir og veður-
fregnir. 22,05 Danslög (plötur) 22,30
Dagskráriok.
Flugferðir
Bolvíkingafélagið í
Reykjavík.
Fundur að Röðli í kvöld kl. 8,30.
1. Tveir íslenzkir kvikmynda-
þættir.
2. Framsóknarvist.
3. Gerð grein fyrir tilhögun
vetrarstarfsins.
Byrjað verður stundvíslega.
Fjölmennið!
Stjórnin.
Frarasóknarvist
A
1
Loftleiðir.
í gær var flogið til Akureyrar,
ísafjarðar og Fatreksfjarðar.
í dag er áætlað að fljúga til
Vestmannaeyja, Akureyrar, ísa-
íjarðar, Þingeyrar og Flateyrar.
Á morgun er áætlað að fljúga
til Vestmannaeyja Akureyrar, ísa-
fjarðar, Siglufjarðar og Sands.
„Geysir“ er væntanlegur frá
Presíwick og Kaupmannahöfn um
kl. 18,00 í dag.
Flugfélag Islands.
í dag eru áætlaðar flugferðir til
Akureyrar, Siglufjarðar, Blönduóss,
ísafjarðar Hólmavíkur og Vest-
mannaeyja.
Á morgun er ráðgert að fljúga
til Akureyrar, Reyðarfjarðar, Fá-
skrúðsfjarðar og Vestmannaeyja.
í gær var flogið til Akureyrar.
Hvar eru skipin?
Einarsson & Zoega.
Foldin fermdi í Hull í gær.
Lingestroom er í færeyjum.
Árnað heitla
Iljónaefni.
Opinberað hafa trúlofun sína
Ragnheiður Tryggvadóttir, Vallar-
tiö5 3, Kcpavogi og Þórður Guðna
son, rennismiður.
Úr ýmsum áitum
A innanfélagsmóti
Knattspyrnufélags Akureyrar s.l.
laugardag setti boðhlaupssveit fé-
lagsins nýtt íslcnzkt drengjamet í
4x1500 m. boðhlaupi á 18:36,8 mín.
í sveitinni voru Skjöldur Jónsson
(4:43), Hermann Sigtryggsson
(4:47), Hreiðar Jónsson (4:34) og
Óðinn Árnason (4:27).
Áður hafði sveit K.A. hlaupið á
18:28,6 mín., sem er bezti timi j
íslenzkrar sveitar í sumar. í sveit-
inni voru: Hermann, Hreiðar, Óð- j
inn og Kjartan Jóhannsson.
Á samd móti hljóp Ásdís Karls- '
dóttir K.A. 800 m. á 2:56,6 míp., '
sem er íslenzkt met, þar sem ekki
hefir verið keppt í þcirii vega-
lengd áður.
Frá Mcnntaskólanum
í Revkjávík
Námskeið skólans til undirbún-
ings uhdir landspróf hefst um 20.
þ. m. Rektor tekur á móti um-
sækjendunum í skrifstofu tinni
næstu daga kl. 11—12.
Fékk 200 tunnur
í einni
Misjöfn síldvoiöi hjá
Faxaflóabátununi
Síldveiðarnar hjá Faxa-
flóabátunum ganga yfirleitt
vel, en veiði er misjöfn hjá
bátunum og einnig misjöfn
frá degi til dags.
í fyrrinótt var til dæmis
mjög treg veiði hjá öllum
flotanum, en nóttina þar áð-
ur, aðfaranótt mánudagsins
fengu nokkrir bátanna mjög
góðan afla.
Aflahæstur var þá vélbát-
urinn Sigrún frá Akranesi
með 200 tunnur eftir lögnina.
Lét þessi bátur reka út af
Grindavík. Nokkrir aðrir bát
ar á þeim slóðum fengu líka
mikinn afla eins og Böðvar
frá Akranesi sem veiddi 149
tunnur.
Annars er bátaflotinn nokk
uð dreifður þessa dagana.
Sumir bátanna láta reka út
af Grindavik en aðrir út af
Sandgerði og inn í Faxaflóa.
í fyrrinótt var lélegur afli á
öllum þessum slóðum.
Miklar flotaæfing-
ar við Ástralíu
í gær hófust flotaæfingar
hjá ástralska flotanum úti
fyrir ströndum Nýja Sjá-
lands. Margt herskipa tekur
þátt í þessum æfingum og við
staddir þær eru ýmsir brezk-
ir bandarískir hershöfðingj-
ar.
Framsóknarmenn í Siglu-
firði efnu til skemmtisam-
komu með Framsóknarvist
síðastliðið sunnudagskvöld.
Þar fiuttu ræður formaður
Framsóknarfélagsins á staðn
um og Jón Kjartansson fram
bjóðandi Framsóknarflokks-
ins í Siglufirði. En frú Eirík-
sina Ásgrímsdóttir las upp.
Framsóknarvist var spiluð
og að lokum dansað til klukk
an eitt um nóttina.
Framsóknarmenn í Siglu-
firði hafa undanfarna vetur
haldið uppi fjölbreyttri félags
starfsemi og oft verið spiluð
hin vinsæla Framsóknarvist
á skemmtisamkomum þeirra.
Þetta er i fyrsta sinn í vetur
sem Framsóknarvist er hald-
in.
KONUR!
Framsóknarfélag kvenna
hefir kosið nefnd kvenna til
þess að vinna að kosningu
Rannveigar Þorsteinsdóttur.
Skipa nefndina þær frúrnar:
Guðlaug Hjörleifsdóttir, Báru
götu 7, sími 3505, Guðríður
Jónsdóttir, Víðimel 42, sími
81109 og Jakobína Ásgeirs-
dóttir Laugaveg 69, simi 4603.
Nefndin óskar eftir sam-
bandi við sem flestar konur,
er vilja stuðla að kosningu
Rannveigar Þorsteinsdóttur.
Þórunn S. Jóhannsdóttir
Kveðjuhljómleikar
í Austurbæjarbíó, fimmtudaginn 13. okt. kl. 7.15 s.d.
Aðgöngumiðar hjá Eymundsen, Lárusi Blöndal og 1
Ritfangaverzlun ísafoldar.
Skaftfellingafélagið heldur skemmtifund að „Röðli“,
föstudaginn 14. október. — Skemmtiatriði: Félagsvist
og dans. Félagsvistin byrjar kl. 20.30.
Skaftfellingafélagið
Fraiiasókiiariiiciiii i
lícykjavik
Ilafið samband við kosninga-
skrifstofu Framsóknarflokksins,
I Lindargötu 9 A. Opin allan dag-
j inn til kosninga. Símar varðandi
■ kosningarnar í Reykjavík eru
5564 og 81300. Varðandi kosning-
arnar úti á landi 6066.
KOSNINGARSKRIFSTOFT
B-LISTANS
óskar eftir sjálfboða-
liðum í vinnu á kvöldin.
Leikskóii Ævars Kvaran
tekur til starfa mánudaginn 17. okt. n.k. Væntanlegir
nemendur gefi sig fram á Bergstaðastræti 36 eða í
síma 2458 þl. 12—14.
8
oCeihóhófi
« minn tekur til starfa á næstunni. — Væntanlegir nem- $
H endur tali við mig í dag eða á morgun, milli kl. 4—6 e.h.
1 LÁRUS PÁLSSON
Víðimel 70. — Sími 7240.
Atvinna
„Mig skal aldrei..
n
Eg birti að þessu sinni stutt bréf,
sem mér hefir borizt:
„Uppvöðslumenn þjóðfélagsins,
þeir sem undanfaiin ár liafa sog-
ið til sín obbann af afrakstrinum
af starfi þjóðarinnar, herða nú
kosningaróður sinn á allan hátt.
Það l.ggur mikið við fyrir þá, því
aö nú er um það kosið, hvort þjóð-
in vill halda áfram að vera
f róðalind þeirra msnna, sem eiga
Sjálfstæðisflokkinn með húð og
hári og nota hann sem verkfæri
til þess að auðga sig. En nú bregð-
ur svo viö, að áróðurinn fær mis-
jafnar undirtektir. Fó kið í land-
inu- er að verða fullsatt á „flokki
allra stétta" og þjónustu hans við
stórgróðavaldið. Og innan sjálfra
áróðursklíknanna eru heilindin
jafnvel ekki meiri en svo, að sum-
ir, sem þar starfa, geta ekki að sér
gert að liafa í flimtingum hvernig ,
fó!k bregzt við kjassmálum heild- ,
salanna. Þannig gengur nú manna
á mill í skrifstofum Sjálfstæðis- j
flokksins svar reykvísks borgara í
við þcim tilmælum er honum höfðu
verið send um það að ganga í eitt
af stjórnmálafélögum íhaldsins.
Svarið var í bundnu máli, og
hijóðaði svo:
Xllt er að líkjast aumum þræl
argra maurapúka.
Mig skal aldrei Varðar væl
véla, tungumjúka.
Eg finn ekki betur en sumum
kunningja minna í íhaldsherbúð-
unum sé í rauninni ósárt um svona
svör. Finna undir niðri, að þau
eru ekki nema réttlát. Og hafa í
hjarta sínu lítið dálæti á kemp-
unum, sem berjast nú fyrir póli-
tísku lífi sínu og gróða heildsal-
anna undir því yfirskini, að þetta
sé flokkur allra stétta.“
Eg bæti liér við því einu, að von-
andi fá biðlar Sjálfstæð'sflokksins
og lieildsalavaldsins sem víðast
svipuð svör hjá íslenzkum nlmenn
ingi v:ð þessar kosningar og lýst
er í bréfinu. Það er enn í fullu
gildi, að allt er betra en íhaldið.
J. H.
j
Nokkrir vanir pípulagningamenn óskast nú þegar til
j starfa utan Reykjavíkur.
Olíufélagið h.f.
Eg þakka hjartanlega öllum þeim, sem sýndu mér
vináttu og tryggð á sextugsafmæli mínu.
Steindór Gunnlaugsson.
IIIIIIIIIIIMI||||||||||||||||||,|||l|||MI„|||U|HII„l|,l||l|lll||l,|f.M|„l,|l(|||||„||||,|||||||||||||||||||||)||||||U
Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem sýndu mér
vinahót á sjötugsafmælinu
Guð blessi ykkur
Margrét Gísladóttir
Gautsdal.
Eiginmaöur minn og sonur
JENS GÍSLASON,
Bíldudal,
andaðis á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar, mánudaginn 10.
þ.m. — Jarðarförin ákveðin siðar. Fyrir okkar hönd,
systkina, barna og tengdabarna
Ingveldur Benediktsdóttir, Ragnhildur Jónsdóttir