Tíminn - 12.10.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 12.10.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 12. oktéber 1949 218. blað Ætluðu Bandaríkin að vanefna herverndarsattmálann ? Bjarni Ben. gefur til kynna, að hann hafi verið reiðubúinn til að verja vanefndirnar Til þess er hvorki tími né rúm að leiðrétta allar þær mörgu missagnir, sem eru i hinum langa greinaflokki, er Bjarni Benediktsson hefir verið að birta í Mbl. undan- farnar vikur og fjallað hafa um utanríkismál. Þess mun heldur ekki gerast þörf, þar sem umræddir málavextir munu mönnum enn í fersku minni, en þeir, sem síðar kynnu að vilj a athuga þessi mál, munu eiga auðvelt með að sjá skekkjurnar. í augum þeirra mun greinaflokkur Bjarna að því eina léyti þykja merkilegt plagg, að hann er vitnisburður um sálarástand manns, sem reynir að finna sér afsökun og hugsvölun í því að skrifa hólgreinar um sjálfan sig upp á hvorki meira né minna en 14 Morg- unblaðssíður! í grein Bjarna er þó eitt atriði, sem þarfnast nánari umtals og skýringar og miklu getur breytt í ísl. utanríkis- málum, ef rétt reynist frá því sagt. Jafnframt gefur það merkilegar upplýsingar um, hver sé afstaða Sjálfstæðis- flokksins og hvers megi af honum vænta í utanrikis- málum. Skýlaus ákvæði her- verndarsáttmálans. Það atriði, sem hér er átt við, er sú frásögn Bjarna, að Bandaríkjamenn hafi ætlað sér að túlka herverndarsátt- málann frá 1941 á þann veg, að þeir mættu hafa her á íslandi þangað til að gengið hefði verið frá friðarsariin- ingum við Þjóðverja. Þessu hafi verið afstýrt með Kefla- víkursamningnum og þess- vegna hafi verið nauðsyn- legt að gera hann. Raun- verulega hafi Bandaríkin neytt hann upp á Íslendínga með þessum hætti. Sé það rétt hjá Bjarna, að Bandarikjastjórn hafi ætlað að túlka herverndarsamning inn á þennan veg, hefð'I þar verið um hreinar og yfirlagð ar vanefndir að ræða. Á- kvæði herverndarsáttmálans um þetta efni eru eins skýr og greinileg og verða má- Herverndarsáttmálinn var gerður með þeim. hætti, að orðsendingar fóru milli stjórna íslands og Bandaríkj anna. í orðsendingu íslenzku stjórnarinnar sagði svo: „Eftir vandlega íhugun á öllum aðstæðum og með tilliti til núverandi ástands fellst íslenzka ríkisstjórn- in á, að þessi ráðstöfuu (þ. e. herverndin) sé í sam- ræmi við hagsmuni Islands og er þessvegna reiðubúin til að fela Bandaríkjnnum vernd íslands með eftirfar andi skiiyrðum: 1. Bandaríkin skuldbintla sig til ,að hverfa burtu af íslandi með allan herafla sinn á landi, í lofti og á sjó, undir eins og núver- andi ófriði er lokið“. í svari Roosevelts forseta eru öll skilyrðin, sem ís- lenzka stjórnin setti, talin upp og síðan sagt á þessa leið; ’ * " „Mér er það ánægja að staðfesta hér með við yð- ur, að skiiyrði þau, sem sett eru fram í orðsendingu yðar, er ég hefi nú mót- tekið, eru fyllilega að- gengileg fyrir ríkisstjórn Bandaríkjanna, og að skil- yrða þessara muni verða gætt í viðskiptum íslands og Bandaríkjanna“. Greinilegar gat Bandaríkja stjórn ekki gengið að skil- yrðum íslendinga og þar á meðal því, að fara með her sinn héðan „undir eins og núverandi ófriði er lokið“ þ. e. ófriðnum við möndulveldin. Þeim ófriði lauk vitanlega með uppgjöf möndulveld- anna og afvopnuninni á herj um þeirra, en hitt skipti í þessu sambandi engu máli, hvenær formlega var frá frið arsamningum gengið. Er ekki hægt að treysta Bandaríkjunum? Af hinum tilfærðu ummæl um úr orðsendingum stjórna íslendinga og Bandaríkjanna er það ljóst, að það hefðu verið hreinar vanefndir af hendi Bandaríkjamanna, ef þeir hefðu ætlað að túlka þær þannig, að þeir þyrftu ekki að fara með her sinn héðan fyrr en búið væri að ganga frá friðarsamningum. Það hefðu verið hrein svik á ský- lausu loforði Roosevelts for- seta. Sé það rétt, að Bandarík- in hafi ætlað að vanefna herverndarsamninginn á þennan veg, hlýtur það að gerbreyta viðhorfi íslenzku þjóðarinnar til þeirra. Hing- að til hafa íslendingar gert samninga sína við Bandarík- in í fullu trausti þess, að samningum við þau og yfir- lýsingum þeirra mætti treysta. íslendingum hefir virzt, að öll framkoma Bandaríkjanna væri slík, að treysta mætti orðum og lof- orðum stjórnenda þeirra í milliríkjamálum. Upplýsist það hinsvegar hér, að þau hafi ætlað að vanefna her- verndarsáttmálann, breytist þetta viðhorf gersamlega. Reynist það rétt, hljóta ís- lendingar að líta eftirleiðis alla samninga við Bandarík- in með fyllstu tortryggni. Hjá íslendingum skapast þá tortryggni til Bandaríkjanna 1 stað trausts þess, er þau hafa áður notið. Af þessum ástæðum hlýt- ur það að verða skilyrðislaus krafa íslenzku þjóðarinnar, að fyllstu heimildir verði birtar um þetta mál og al- veg verði því hægt að ganga úr skugga um það, hvort Bandaríkin hafi ætlað að vanefna herverndarsáttmál- ann eða ekki- Gögn, sem verða að birtast. Að óreyndu getur þjóðin ekki vænzt þess, að utanrík- isráðherra hennar beri þær sakir á erlent ríki, sem hún á mikil skipti við, að það hafi ætlað að brjóta á henni samn inga, nema hann telji sig hafa öruggar, skjallegar heimildir fyrir því. Þessar heimildir verður hann að birta þjóðinni. Þjóðin getur ekki látið sér nægja sleggju- dóma um það, að erlent ríki hafi ætlað að svíkja samn- inga við hana. Hún verður að fá að vita heimildirnar, sem þessir dómar eru byggð- ir á. Þessir atburðir eru líka þannig vaxnir, að ekkert ætti að vera í vegi þess, að öll gögn úm þá væru birt. Fyrst sá maður, sem bezt á að vita um þessi mál, er líka búinn að koma þeim orðrómi af stað, að Bandaríkin hafi ætlað að svíkja samninginn, spillir það ekki neinu til við- bótar, þótt hann birti sann- anirnar fyrir áburði sínum. Með því móti ávinnst hins- vegar það, að þjóðin veit það rétta í málinu. Fer ráðherrann með uppspuna? Aðeins ein skiljanleg á- stæða virðist geta legið því til grundvallar, ef utanrikis- ráðherrann birtir ekki nein- ar sannanir fyrir áburði sín- um, heldur lætur sér nægja dylgjurnar einar. Hún er sú, að hann fari hér með upp- spuna einan í þeim tilgangi að réttlæta óhappaverk þeirrar ríkisstjórnar, sem þröngvaði Keflavíkursamn- ingnum upp á þjóðina. Til þess að finna henni máls- bætur láti hann í það skína, að Bandaríkin hafi neytt hana til þess að gera Kefla- víkursamninginn með hótun- um um, að ella svíki þau her- verridarsamninginn og hefðu hér herlið áfram um óákveð- inn tíma eða þangað til frið- arsamningar hefðu verið gerðir við Þjóðverja. Verði sú niðurstaðan, að utanríkisráðherrann geti eng ar sannanir fært fyrir slúðri sínu og kjósi því þögnina, hefir hann bersýnilega fram- ið verknað, er í sérhverju sið uðu landi myndi tafarlaust kosta hann embættið. Hann hefir þá orðið ber að því að ljúga samningsrofum á vin- veitta þjóð og ætla þannig að afsaka vondan málstað sjálfs sín og samherja sinna. Slík afglöp manns, sem gegnir embætti utanríkisráð herra, eru vissulega svo mik- il, að hann á tafarlaust að víkja úr embættinu, ef þau sannast á hann. Og þau sann ast á Bjarna Benediktsson, ef hann getur ekki fært sönn ur fyrir því tali sínu, að Bandaríkin hafi ætlað að vanefna herverndarsáttmál- ann. Reiðubúinn verjandi vanefndanna. Þjóðin bíður nú eftir því, að Bjarni Benediktsson færi sönnur á þann áburð sinn, að Bandarikin hafi ætlað að vanefna herverndarsáttmál- ann, og þessvegna hafi orðið að gera Keflavíkursamning- inn. Þeirra sannana mun hún krefjast með sívaxandi þunga og vilji Bjarni ekki leggja gögnin á borðið, verður næsta Alþingi að knýja það fram. Meðan þjóðin biður eftir hinni endanlegu vitneskju um það, hvort Bandaríkin hafi ætlað að vanefna her- verndarsáttmálann eða ekki, hefir hún það óvéfengjan- lega fyrir augunum, að til eru þeir íslenzkir menn, sem virðast hafa verið reiðubún- ir til að styðja málstað Bandaríkjanna, ef þau hefðu kosið vanefndaleiðina- í stór letraðri fyrirsögn yfir einni grein sinni tekur Bjarni Benediktsson svo til orða, að án Keflavíkursamningsins „hafi verið óvíst, hvenær Bandaríkin væru skyldug að flytja herafla sinn frá ís- landi“. Bjarni reynir hér m. ö. o. að véfengja það ský- lausa ákvæði herverndarsátt málans, að Bandaríkjunum hafi borið skylda til að fara með her sinn héðan í ófriðar lokin. Hér hefðu Bandarík- in því átt tilbúinn verjanda, ef þau hefðu reynt að bregð- ast íslendingum. Enginn Títóismi í Sjálf- stæðisflokknum. Þjóðin getur sannarlega dæmt vel af þessu, hvert traust hún getur borið til Bjarna Benediktssonar og annarra forsprakka Sjálf- stæðisflokksins, þegar Banda ríkin eru annarsvegar. Svo mikil er undirgefni og hlýðn- isafstaða þessara manna, að þeir ganga þannig fram fyr- ir skjöldu til að túlka ský- lausa samninga og yfirlýs- ingar íslandi í óhag, þegar Bandaríkin eru annarsvegar. Eins og Bjarni Ben. hefir verið reiðubúinn til að verja í þessu tilfelli samningsrof af hálfu Bandaríkjanna, myndi hann vafalaust fús til þess í öðrum svipuðum tilfell um að fylgja hinum amer- íska málstað. Til þess að finna hliðstæða framkomu utanríkismálaráð herra verður áreiðanlega að fara austur fyrir járntjald, þar sem utanríkisráðherrar leþpríkjanna meta meira hag Rússa en sinnar eigin þjóð- j ar. Það er vissulega ekki til ! neinn Títóismi í Sjálfstæðis- flokknum, þegar Bandaríkin eru annarsvegar. Hitt hefir gert gæfumuninn, að Banda- ríkjamefm beita ekki sömu aðferðum 1 skiptum við smá- þjóðirnar og Rússar. En þrátt fyrir það er nauðsyn- legt fyrir þjóðina að vera jafnan á verði og gæta vel hagsmuna sinna, hver sem á hlut að máli. Inngangur í Atlantshafs- bandalagið. í íslenzkum utanríkismál- um eru stór verkefni fram- undan á því kjörtímabili, sem nú fer í hönd. A því mun það ráðast, hvernig fer með Keflavíkursamninginn og hvernig framkvæmdum At- lantshafssáttmálans verður háttað. í áróðursgreinum Bjarna Benediktssonar er látið líta svo út, að svo til fullkomin samstaða hafi verið milli stjórnarflokkanna í utanrík- ismálum, t- d. í sambandi við inngönguna í Atlantshafs- bandalagið. Þetta er hin stór- felldasta blekking, sem kann að villa ýmsum sýn vegna þess, að ekki reyndi á stefnu- muninn við inngönguna í Atlantshafsbandalagið, þar sem engar bindandi kvaðir fylgdu inngöngunni. Þess- vegna mun fyrst reyna á stefnumuninn við fram- kvæmd bandalagssáttmál- ans. Um inngönguna í Atlants- hafsbandalagið sameinuðust tveir hópar manna með ger- ólíkar grundvallarskoðanir og markmið í þessum mál- um. Annarsvegar voru menn eins og Ólafur Thors og Stef- án Jóhann Stefánsson, er ekki fóru dult með það i ára- mótahugleiðingum sínum, að þeir vildu fá hingað erlend- an her og fullkomnustu víg- vélar. Þessir menn telja þátttökuna í Atlantshafs- bandalaginu spor að þessu marki. Hinsvegar voru svo Framsóknarmenn, er telja þátttöku í bandalaginu skapa þjóðinni bætta aðstöðu til þess að afla sér skilnings og viðurkenningar hlutaðeig- anda ríkja á því, að hún geti ekki haft neinn her eða neins konar hernaðarlegar bæki- stöðvar í landinu á friðartím um. Með því að flytja þetta mál okkar vel og drengilega á fundum bandalagsins og í nefndum þess, eigum við að hafa tryggt okkur hina beztu aðstöðu til að skýra sérstöðu okkar og eyða óeðlilegri tor- tryggni í okkar garð. Skýrar stefnur. Þær stefnur, sem þjóðin velur nú um í þessum mál- um, eru skýrar og ljósar. Annarsvegar er það stefna Sjálfstæðisflokksins og AI- þýðuflokksins. Þessir flokkar hafa engar yfirlýsingar gef- ið varðandi framtíð Keflavík ursamningsins, en afstaða þeirra til Atlantshafsbanda- lagsins mótast af áðurnefnd- um áramótahugleiðingum flokksforingjanna. Þær sýna bezt, hvað í vændum er, ef þessir tveir flokkar fá að móta utanríkismálastefnuna. Hinsvegar er það stefna Framsóknarflokksins. Fram- sóknarflokkurinn hefir sett þaö sem stefnuatriði, að end- urskoðunarákvæði Keflavík- ursamningsins verði notuð eins fljótt og hægt er og að unnið verði að því á allan hátt, að Keflavíkurflugvöll- urinn komist undir islenzka stjórn. Framsóknarflokkur- inn vill nota þátttökuna í Atlantshafsbandalaginu til að afla skilnings og viður- kenningar þeirra ríkja, sem ráða öryggismálum Atlants- (Framhald á 6. síðu*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.