Tíminn - 27.10.1949, Page 8

Tíminn - 27.10.1949, Page 8
„ERJLEJVT YFIRLIT“ í DÆG: Viðsjjár í Alhaníu ;J3. árg- ! ■•f! Keykjavík 99 Á FÖRYLlft VEGI“ í DAG: Atvinnuhílstjjórarnir »ij hílainnílutninqurinn 27. okt. 1949 230. blað. í»aS verSiiP eiaihver liin viSaanesta ©g' fjöl- i breytíasta sýiiiitg, seaai Iialdin hefir veriS ?;ér á laiuli og sýuir garóimarsögu hæjariías og memiiiig'sis’Iífs |sai* í mörgimi myndam. i -- Kæstkoraantli miðvikudag 2. nóverabrr kl. 3 vcrður Réyftjavíkursýniniíin opnuð í hinu nýja safnahúsi á há- sirólalóðinni. Vcrður þctta umfangsmesta sýning, sem hald- in hefir verið hér á landi og á að sýna sögu bæjarins á öll- um sviðum. Vilhjálmur Þ. Gislason, formaður sýningar- nsfndar, kvaddi fréttamcnn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá undirbúningi sýningarinnar. Reykjavíkursýningin verður opnuð næsta miðvikudag Sýningin mun verða opnuð með hátíðlegri athöfn. Mun Vilhjálmur Þ. Gíslason for- maðu-r sýningarnefndar flytja ræðu auk borgarstjórans. Sýning þessi verður ákaf- lega fjölbreytt og mun reynt að. sýna þróunarsögu bæjar- ins á öllum sviðum. Þar verð- rr meðal annars klæða og tízkusýning. Mun sýningar- fólk ganga um meðal sýning argesta og sýna hina ýmsu tízku, sem verið hefir í Reykjavík. Samtímis þessu verða sýndar ýmsar Reykja- vikurkvikmyndir. Miðstöð félagslífs og skemmtana. Meðan sýningin stendur er vonazt til að þar geti verið eins konar miðstöð félags- og skemmtanalífs fyrir bæjar- búa. Þar verða opnir veitinga salir og hljómsveit leikur og fleiri skemmtiatriði verða þar um höqd höfð. Verða þeir saiír aðallega opnir eftir há- degi. Þá munu í sambandi við sýninguna verða farnar ýms- ar ferðir út í bæinn og skoðuð ímis fynrtæ;:i, sem táknræn eru fyrir sögu bæjarins á ein- hvern hátt. Verða skipulagð- ar hópferðir með leiðsögu- manni á ákveðnum tímum. Auk þess verða flutt erindi á ýningunni og önnur fræðslu starfsemi um hönd höfð og verður henni skipt niður á daga. Þá verða einnig kvöld- v'ökur með ýmsu efni varð- andi sögu bæjarins. í veit- ingasölunum munu liggja frammi gömul blöö og ný. rtp’n þrjár til fjórar vikur. Ekki er enn ákveðið hve lengi sýning þessi verður op- in en gera má ráð fyrir, að bað verði þriár t.il fiórar vik- ur erftir aðsókn. Á einum stað í svnín^unni verður komið fvrir deild barnaleikfanga og P3.r, verður einnig barna- peymsia . fyrir mæður. sem koma á sýninguna. Fá börnin að leika sér þar í umsjá bamfóstra. Á neðstu hæð hússins verð- ur y-firlit yfir iðnsögu bæjar- in$, ‘í ýmsum myndum. Hafa þar 'vmis fyrirtæki sérstakar deildir, sem þær sjá um að óllu leyti. Verða þar einnig ýmsar vélar í gangi. Camalt eldhús— og nýtt. Þá er á sýningunni gamalt hioSáeldhús með öllum venju legum munum mjög vel búið, við hlið þess er annað yngra með eldavél og að síðustu eld hús búið öllum nýtízku þæg- ' indum. Sjórainjasýning. Eitt hið athyglisverðasta á sýningunni mun verða sjáv- arútvegssýningin, sem verður mjög vel úr garði gerð og hef- ir að geyma marga mjög fá- gæta muní. Þá verður bóka- og blaða- deild sem einnig verður hin merkilegasta. Margt fleira verður þarna til sýnis, sem ekki er rúm til að minnast á nú, en þó má ekki gleyma hinni viða miklu listsýningu á efstu hæð hússins. Sýningarnefnd. Sýningarnefnd skipa þessir menn: Vilhjálmur Þ. Gislason formaður, Jóhann Hafstein, Einar Erlendsson, Soffía Ól- afsdóttir, Ásgeir Hjartarson, Haraldur Pétursson og Sigurð ur Halldórsson. Framkvæmda stjóri sýningarinnar er Sigurð ur Egilsson og arkitekt Þór Sandholt. Auk þess hefir starf að að undirbúningi sýningar- inar fjöldi fólks, þar á meðal margir teiknarar og aðrir fag menn. * Agætur síldarafli við Reykjanes Undanfarna daga hefir síld arafli í reknet verið góður við Reykjánes aðallega sunnan þess og hafa bátar frá ver- stöðvum við Faxaflóa stund- að þar veiðar. Hafa þeir að- allega lagt aflann upp í Þor- lákshöfn, Grindavík og Sand gerði. Hefir aflinn verið salt- aður þar eftir því sem hægt hefir verið, en hitt flutt á bílum til Hafnarfjarðar, Keflavíkur og fleiri staða og saltaður þar. Búið er nú að salta við Faxaflóa og í höfn- um sunnan Reykjaness alls 32503 tunnur á þessari haust vertíð. Hvassviðri í Bretlandi í gær geisaði mikill storm- ur um Bretlandseyj ar og olli ýmsu tjóni og nokkrum slys- um. Óttazt var um það í gær kveldi, að skiptstapar hefðu orðið við ströndina, en í gær- kveldi höfðu engar fregnir borizt um það. Brezki flotinn hefir nýlega verið að gera tilraunir mcð ýmsa búninga, sem verja menn fyrir eldi og hita. Þessir búningar eiga að vera svo vel gerðir, að ekki verði vart verulegs hita frá eldi þótt logarnir sleiki manninn. Hér sést hvernig menn klædd ir þessum búningum geta blátt áfram vaðið eld án þess að þá saki og handfjallað járnhluti sem enn eru glóandi eftir eldsvoða Eiga að koma í veg fyrir verðbólgu og hrun Frá umræSnm I brezka þinginu um efna- liag'stillögur stjórnarinnar Umræður um efnahagstillögur brezku stjórnarinnar fóru fram í brezka þinginu í gær- Af hálfu stjórnarandstöð- unnar gagnrýndi Anthony Eden tillögurnar, en sir Stafford Cripps ræddi tillögurnar í ýtarlegri ræðu af hálfu stjórnar smnar. Cripps sagði, að samþykkt þessara tillagna væri þjóð- inni lífsnauðsyn til þess að notfæra sér þá möguleika, sem gengislækkunin byði til eflingar verzlunar- og fjár- málalífi Breta. Gengisfelling in ein væri ekkert töfralyf og gæti meir að segja orðið til þess að koma efnahagnum á kaldan klaka, ef ekki væri fylgt á eftir með skynsamleg um tillögum til þess að koma í veg fyrir verðbólgu og fjár- hagshrun. Þótt heildarjöfnuður hefði náðst á síðasta ári í verzlun- inni við útlönd, vofði hætta yfir í þeim efnum. Takmarka yrði eftir megni innflutning og auka útflutninginn. Stjórn in hefði þó ekki séð sér fært að minnka matvælainnflutn- ing, en hyggðist að spara á ýmsum sviðum öðrum, aðal- lega á ýmsum neyzluvörum. Eldneytissparnaður mundi verða aukinn og innan skamms komið á rafmagns- skömmtun. Stjórnarandstaðan taldi, að tillögur þessar mundu ekki koma að haldi og stjórnin fylgdi ekki nósr eftir sparnaði á mörgum sviðum. Stjórn brezka verkalýðs- sambandsins samþykkti í gær fylgi við tillcgur stjórn- arinnar, þar sem þær miðuðu að því að efla brezkan út- flutning og tryggja afkomu landsins en hefðu ekki í för með sér verulegar kjaraskerð ingar. Umræðurnar halda áfram í dag og gert er ráð fyrir, að Attlee forsætisráðherra mimi flvtja s(ðustu ræðuna áður en atkvæðagreiðsla fer fram. Stjórnarblöðin í Bretlandi hæla mjcg ræðu Cripps fyrir rökfestu og dirfsku og segja að hann hpfi þorað að horf- ast í augu við erfiðleikana og segja þjóðinni sannleikann, íhaldsmenn hafa borið fram frávisunartillögu á þeim forsendum, að tillögur stjórn arinnar nái ekki tilgangi sín um, séu ekki nógu viðtækar og muni ekki koma að gagni í viðnámi gegn verðbólgu. | Þessar tillögur muni ekki heldur megna að örva útflutn ingsverzlunina og torveldi jafnvel sc-lu þeirra vara, sem auðveldast ætti að vera að auka sölu á í dollaralöndun- um. Stytta af Leifi heppna í Minne- apolis Gjöf frá Norðmöim- um í Bandaríkj- ununi Sunnudaginn 9. október var I í borginni St. Paul í Minne- sotaríkis afhjúpuð mynda- 'stytta af Leifi heppna. Við i það tækifæri fluttu þeir á- vörp Morgenstjerna ambassa dor Norömanna í Washingtön og Valdimar Björnsson vara- jræðismaður íslands í St. Paul — Minnieapolis. Auk annara islenzkra gesta voru viðstaddir afhjúpunina Grett ir L. Jóhannsson ræðismaður í Winnipeg og dr. Richard Beck vararæðismaður í Grand Forks. Myndastyttan er gjöf frá mönnum af norskum ættum í Bandaríkjunum og hafði fjár söfnun til gjafarinnar staðið yíir um nokkurt skeið. Hún er gerð af myndhöggvaran- um John K. Daniels, sem er af norskum ættum. Aðalfundur Ung- mennafélags Reykja víkur annað kvöld Aðalfundur Ungmenna- félags Reykjavkur verður haldinn í baðstofu iðnaðar- manna annað kvöld, og hefst hann klukkan 8,30. Dagskrá verður samkvæmt félagslögum, auk mála, sem upp kunna að verða borin.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.