Tíminn - 30.10.1949, Page 4

Tíminn - 30.10.1949, Page 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 30. október 1949 233. blað Af siónarhól hálfrar aldar Niðurlag- Og nú mynduð þið ekki ó- ! líklega spyrja með skáldinu á þessu fimmtíu ára afmæli byggðar ykkar: I „Hvað er þá orðið okkar starf ? Höfum við gengið til góðs j götuna fram eftir veg?“ , Ef þið ættuð sjálf að svara þeim spurningum, mynduð þið vafalaust gera sem allra minnst úr því, sem þið hafið | afrekað, ég þekki ykkur nógu vel til þess. En nú hef ég leyft mér að færast það í Eftir eir. Ricliard Bcck. fang að svara þeim spurr;- ingum sjálfur, og ekki að- eins út í bláinn, því að ég byggi svör mín við þeim bæði á eigin kynnum af byggð ykk- ar og starfi, og einnig á hinni greínagóðu og næsta ítarlegu sögu byggðarinnar, eftir sveit unga ykkar og byggðarskáld, Jóhannes H. Jíúnfjörð, sem birtist í Almanaki Ó. S. Thor- geirssonar 1937-’40. Persónuleg kynn; mín af ykkur hér í byggðinni og lest- ur ofangreindrar sögu henn- ar hafa fyrst og fremst sann- fært mig um það, að þið hafið með prýði innt af hendi hið daglega starf ykkar, bænda- starfið, ræktun landsins, en það er meginstarf ykkar lang flestra. Og hversu mikilvægt og grundvallandi starf bónd- ans er í þjóðlífinu benti Jón- as skáld Hallgrímsson á eftir minnilega í þessum alkunnu orðum sínum: „Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi, því skal hann viröur vel.“ Og Davíð Stefánsson, sem um margt er skyldur Jónasi skáldi fyrirrennara sínum, og kann jafn vel og hann að meta starf bænda og búa- liðs, lýsir gildi þess starfs í eftirfarandi gullfallegu og sönnu ljóðlinum: „Þeir, sem akra yrkja, auka landsins gróður, eru í eðli tryggir ættjörð sinni og móður, ryðja grýttar götur, gjafir lífsins blessa. Bóndans starf er betra en bæn og sálumessa." En þið hér í þessari byggð hafið ekki aðeins leyst hið daglega starf ykkar af hendi með sóma. Þið hafið haldið uppi, og gerið enn, jnerkilegu og harla margþættu félags- lífi, ekki fjölmennari en þið hafið verið og eruð. Tel ég ykkur það til híns mesta sóma hvað vel þið hafið haldið hóp inn, og ber það fagurt vitni góðum byggðaranda og fé- lagslegum áhuga ykkar. Trúin var grundvallarþátt- ur 1 hugsun og lífi landnem- anna. Frá því um aldamót hefir hér einnig verið starf- andi íslenzkur söfnuður, er séra Jónas A. Sigurðsson stofn aði og þjónaði fyrstur is- lenzkra presta, er síðan hafa fylgt honum í spor i því starfi. En haustið áður höfðuð þið stofnað íslenzkt lestrarfélag, sem ber réttnefnið „Fróði“, og er enn lifandi. Ber það fagran vott fróðleikshneigð ykkar og bókmenntaást. Þá er það ekki siður ykkur til sæmdar og ber hinu sama vitni, að þið urðuð fyrstir til þess, landarnir, að stofna skólahéruð á þessum slóðum. Sú umhyggja fyrir menntun barna og unglinga hefir einn ig borið ríka ávexti, meðal annars í þvi, að myndarlegur mun orðinn hópur þeirra héð- an úr byggð, sem stundað hafa nám í æðri skólum og getið sér hið bezta orð á menntabrautinni. i Þá hafa hér verið starfandi um lengra og skemmra skeið: knattleikaflokkur (Baseball),' lúðrasveit, Góðtemplarastúka og Rauða Kross deild, að ó- gleymdu kvenfélaginu ,.Fjól- an“, sem á mikið starf að baki, og er enn bráðlifandi, j og þjóðræknisdeildin „ísland“ sem starfað hefir í meir en aldarfjórðung óslitið, og er enn með fullu fjöri- Ber það því crækan vott, að þið haf- ið viljað halda við sem bezt tengslunum við ættlandið og varðveita sem lengst íslenzk- j ar menningarerfðir. Eins og oft hefir verið bent á af mér j og öðrum á þingum þjóðrækn isfélagsins, þá á þessi byggð, sérstöðu um það, að hér er ( öll byggðin í félaginu, í þeim skilningi, að einn eða fleiri af hverjum heimili eða því^ sem næst eru í félagínu. Er það bæði þakkarvert og mjög til fyrirmyndar. í sambandi við félagsmál ykkar og félgagslíf er þá eins ógetið, og hreint ekki hins ómerkilegasta, sem sé þess, að snemma á árum réðust þið í það að byggja samkomu hús. Það var bæði mikið verk og þarft, en fyrir þá framsýni ykkar og dugnað, hafa hin félagslegu samtök ykkar átt þak yfir höfuðið, og er auð- skilið, hve mikils virði það er fyrir alla menningarlega við leitni í byggðinni. Með tilliti til þess, sem sagt hefir verið um almenn störf ykkar, félagsleg sam- tök og menningarviðleitni, svara ég því, hiklaust og raup laust, játandi spurningum skáldsins, sem ég vitnaði til: Ykkar starf er mikið, marg- þætt og ávaxtaríkt orðið, og þið hafið vissulega til mik- ils góðs gengið götuna fram eftir veg. Þið hafið eigi aðeins ræktað jörðina, heldur haf- ið þið lagt engu minni ástund un á ræktun hins andlega lífs. Þið hafið, með öðrum orðum, fetað í fótspor frumherjanna til gagnsemdar sjálfum ykk- ur og landinu sem þið búið í og eigið þegnskuld að gjalda, og jafnframt ykkur til heið- urs og ættlandinu; sómi barna þess og afkomenda þeirra hvarvetna er sómi þess. Og þegar við á þessum degi minnumst að verðugu og um annað fram íslenzkra frum- herja þessarar byggðar, þá minnumst við einnig með þakkar- og ræktarhug lands ins, sem ól þá, landsins svip- mikla og sögufræga á norð- urslóðum, íslands, ættlands okkar allra og fæðingarlands margra okkar. Við biðjum því og heimaþjóðinni blessunar um ókomna tíð, minnugir þeirra erfða, sem við höfum þaðan fengið, og jafnt minn ug þess, að ,,lengi mun lifa í þeim glæðum, sem landarn ir fluttu um sæ“. Þegar ég svo að málslokum þakka ykkur hjartanlega unnin störf og óska ykkur til hamingju með þetta merkis- afmæli byggðar ykkar, óska ég þess jafnframt, að hér í þessu byggðarlagi megi hið bezta í íslenzkum hugsjóna- og menningarerfðum halda áfram að sameinast hérlend- um menningarstraumum á sem affarasælastan hátt. Og þá mun framtíðin segja: Hér voru að verki menn og kon- ur af íslenzkum stofni, trúir hinu bezta í sjálfum sér og erfðum sínum, trúir og gjöf,- ulir þegnar lands síns, og minnug þeirra orða skálds- ins: „Að fólk, sem tignar trú- mennskuna í verki, það tendrar eilíf blys á sinni gröf“. Sérkennileg tilviljun? Edgar Poe andaðist 7. októ ber 1849. Hann var stórskáld en ólánsmaður. Andlátsorð hans voru: „Drottinn hjálpi mér aumum manni". Nokk- ur — of fá — minningarorð voru í því tilefni lesin upp í Útvarpinu fyrir nokkrum dög um. Þá var um leið lesið upp hið víðkunna og fræga kvæði hans ,-Hrafninn“, í þýðingu Einars Benediktssonar. í erindi um „The Philosophy Of Composition“ minntist Poe á það hvernig þetta kvæði varð til Hann segist þar hafa reynt að vera frumlegur („eins og vanalega"), enda er bragarhátturinn svo „dýr“ að ég hygg að tæplega verði fundinn annar „dýrari“ á enska tungu. En svo tekur Poe fram, að hann hafi gert annað, sem aukið hafi á „dýr leikann" með „óvenjulegum og sumpart algerlega nýjum áhrifum", sem voru auk þess hvernig hann rímaði, að nota stafarím (alliteration). Með öðrum orðum líkt og við ger um með því að nota höfuð- stafi og stuðla. Dæmi um þetta eru víða í ,,Hrafninum“ og þarf ekki að nefna nema þetta úr upphafinu: Once upon a midnight dreary, while I pondered weak an weary Over many a quaint an curi- ous volume of forgotten lore While I nodded nearly napping . . . En dæmi um þetta eru við ar í kvæðum Poes og má nefna þetta úr kvæðinu Anna bel Lee, þar sem bregður fyr- ir rammíslenzkum hætti ljóða: For the moon never beams without bringing me dreams Of the beutiful Annabel Lee... En er það víst að Poe hafi ékkert þekkt til íslenzks brag arháttar? Það er sennilegt. En þó má benda á línur í einu kvæði hans, sem keppir (Framhald á 6. síðuj Hvarvetna er talað um kosning- ingarnar og úrslit þeirra þessa dagana. Menn ræða um þau á vinnustöðum, í strætisvögnum, á götunum og hvar sem þeir mæt- ast. Engar almennar ályktanir verða dregnar af því, sem einn maðui’ heyrir. En ýmsum þeim, sem vöktu á þriðjudagsnóttina og hófu þá vöku í þeirri trú, að það væri satt sem Þjóðviljinn hefði sagt: „Katrín skal á þing“ og svo fram- vegis, mun hafa fundizt nóttin sú bæði löng og köld. Og í grárri skimu haustmorgunsins var Kat- rín fallin og þeir Sigfús Sigurhjart arson og félagi Brynjólfur báðir á hana ofan. Ég gekk niður Skólavörðustíginn á miðvikudaginn. Enn lágu útbreidd á gangstéttinni Þjóðviljablöð með vígorðunum: Katrín skal á þing“. Eg var nýbúinn að heyra menn tala um það sín á milli, að þetta væru undarleg kosningalög, sem ekki létu sósíalista fá fleiri þing- menn í Reykjavík. Eg festi mér þau orð í minni, rökstuðninginn heyrði ég ekki til fulls, en þó að ég kenni ekki kosningalögunum um þá hluti, veit ég vel, að ann- að eins hefir nú verið lagað með lagabreytingum og þykir ekki vanda samt handan járntjaldsins. Þeim finnst nefnilega, Kommúnistunum okkar, að 'þetta sé ekki neitt lýð- ræði hér, úr því að þeir fá ekki hreinan meirihiuta. Þeir, sem trúðu á mikið gengi „stjórnarandstöðunnar" eins og Þjóðviljinn sagði, finnst ýmsum að þetta séu dimmir dagar. Menn hafa misjöfnu láni að fagna í kosningum. En víst er það vor- kunn að Þjóðviljinn sé beiskur á bragðið þessa dagana. Það verður ilt að tendra baráttubálin fyrir bæjar stjórnarkosningarnar, svo mjög sem eldiviðurinn hefir blotnað við þetta áfall. En ekki mun það bæta tóninn í blaðinu, að ritstjórinn féll en bæjarpósturinn komst á þingið, — á atkvæðunum hennar Katrínar. Áður en farið var að telja í nokkru kjördæmi, sagði Vísir, að þessar kosningar myndu litlu breyta um styrkleik flokka á þingi. Þá var allt í einu hjaðnað allt tal Sjálf- stæðisblaðanna um hreinan meiri- hluta á þingi. Og nú sjá líka all- ir, að það tal var ekki annað en fánýtt gaspur. Hitt hafa ef til vill ekki allir gert fér ljóst, að hefði Alþýðuflokkurinn hlotið 113 atkv. umfram það sem hann fékk, hlyti hann 8 þingmenn, en Sjálfstæðis- flokkurinn ekki nema 19. Svo tæp ur er nú Sjálfstæðisflokkurinn að halda sömu þingmannatölu og hann hafði fyrir kosningarfiar. Og þó hafði hann 20 menn eftir síð- ustu kosningar. Miðað við það vantaði nú lítið á að hann missti tvo þingrilenn. Og þó er enginn efi, að Sjláf- stæðismenn fengu nú mörg hundr- uð atkvæði eða jafnvel þúsundir vegna þess, að þeir töldu mögu- legt, að þeir fengju hreinan meiri hluta, en engin slík samstæða var tii á mðti þeim. Framsóknarmenn létu sig ekki dreyma um annað, en að þessar kosningar yrðu ákveðin bending til stjórnmálamanna um það, að alþýða landsins vildi hafa umbótastarf á þjóðlegum grund- velli, þar sem vinnan, sannvirði hennar og mannréttindin lægju til grundvallar. Þetta hefir að vissu leyti náðst, og á grundvelli þeirr- ar kenningar mun þjóðin hafa að- stöðu til að mynda sterkan þing- meirihluta fyrir íslenzka alþýðu- stjórn í næstu kosningum, enda þótt erfitt sé að sjá á þessu stigi hvernig málin leysast á næsta stigi, svo sem þingið er nú skipað. Nú tala menn um það, hvernig stjórn verði mynduð. Um það er allt óvíst og verður engu spáð hér. Ef til vill verður hægt að mynda einhverjá þingstjórn, með meirihluta eða minnihluta þings. En um þetta getið þið lesið í stjórn málagreinum blaðanna frá degi til dags. Eg mun halda mér meira við útjarðana og þau þjóðmál, sem síður eru þungamiðja flokka- baráttunnar, og þó kann að vera að ég segi ykkur til gamans frá einni og einni kviksögu, sem nóg- ar munu myndast, ef að líkum lætur. Starkaður gamli. Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðaríör mannsins mins PÉTURS J. JÓNSSONAR frá Fljótstungu Halldóra Jónsdóttir Tek að mér raflagnir í hús, skip og báta, ennfremur ýmsar rafvéla- viðgerðir. s\oiuie >i\c;\i sso\ Rafvirkjameistari. - Sími 166 B. - Suðurg. 5 - Akranesi. TAPAST í kosningahitanum töpuðust tveir manchetthnapp- ' | ar úr silfri annar með drekaskrauti hinn með hauskúpu og leggjum. Finnandi vinsamlegast tilkynni i síma Fundarlaun. > ► <> 4399. » i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.