Tíminn - 01.11.1949, Síða 3

Tíminn - 01.11.1949, Síða 3
234 blað TÍMIXN, þriðjudaginn 1. nóvember 1949 3 Sveitfesti- og útvarpsmál Efísr Kristján Benoilikíssion, Einholti. Þegar ég varð hreppsnefnd- aroddviti árið 1917 og áfram um nokkuð mörg ár, var sveit- festismálum á landi hér svo háttað, að maður þurfti að vinna í 10 ár í sömu sveit, til þess, sem kallað var „að vinna sér inn sveit“. Þá kom það og fyrir að er maður var, til dæmis, búinn að vinna í 7 ár, þá féll eitthað upp á hann svo hann varð styrks þurfi, þá varð hann að byrja aftur upp á nýjan leik með sírf 10 ár. Þetta var ljóta fyrirkomu- lagið. Svo voru að koma kröf- ! ur hingað og þangað að til hreppanna, bæði frá sveitum og bæjum, og þó sérstaklega frá Reykjavík. Frá stöðum, sem fólksstraumurinn hafði legið til á undanförnum ár- um. Þá hafði eitthvað fallið upp á Pétur eða Pál, Gunnu eða Siggu, svo þau gátu ekki bjargast upp á eigin spýtur, annaðhvort varð fólkið fyrir heilsubresti. eða því varð á óvart að auka kyn sitt, svo að til trafala varð fyrir lífs- afkomu þess. Þegar einhver þurfti á hj álp að halda þá var farið að útfylla æviferilsskýrsl ur, til að sjá hvar fblkið hafði dvalið og hvort það hefði nokkursstaðar unnið sér inn sveit, — svo var af hinum aðilanum gjörð athugasemd við skýrsluna allir vildu venda frá sér vandanum, svo var þetta orðinn þvílíkur blaða- bunki, sem oddvitar sendu sín á milli í gegnum sýslumenn sína, og bæjar- og borgar- stjóra, og í þetta gengu árs- hlutar og ár, og kom fyrir að út af því yrðu málaferli milli sveita, sem einstaklingarnir voru flæktir inn í á einn og annan hátt. Frá þessum fyrstu oddvita árum mínum eru mér minnis stæðust átök, er urðu milli mín og borgarstjórans í Reykjavík. Hingað var send útfyllt æviferilsskýrsla stúlku nokk- urar, er héðan hafði flutzt, skýrslan átti að sanna sveit- festi hennar hér. Mér fannst ég finna punkt í skýrslu- gjörðinni, "sem sannaði, að stúlkan hafði unnið sér inn sveit í Reykjavík og neitaði ég að viðurkenna hana hér, og ég fékk fleiri bréf harð- orð frá borgarstjóranum, þar sem heimtað var að ég viður- kenndi þurfalinginn, en ég í mínum veikleika, sagði nei og aftur nei. Svo hættu kröfurn- ar að koma og við hér losn- uðum við að borga þær krón- urnar. Svo var þessu breytt, sveit- festistíminn var færður niður í 5 ár, 2 ár og síðan niður í ekki neitt. Af því þóttist Reykjavík fá nokkurn skell, og var talið eitt meðal ann- ars, sem sýndi fjandskap sveitanna og Framsóknar- flokksins til bæjanna og þá sérstaklega Reykjavíkur, að mega ekki halda áfram að hafa allar nytjar af fólkinu, er þangað flutti meðan vel gekk, og geta svo sent kröfur til sveitanna þegar eitthvað út af bar og einhverju þurfti að kosta upp á fólkið vegna heilsubrests eða annara or- saka. Þá voru ekki sjúkrasamlög, Almannatryggingar og ann- að slíkt til hjálpar fólkinu. Þá var það sveitin og ekkert annað. unu-- > Leikfélag Reykjavíkur: HRINGURINN Síðan rýmkað var um sveit- festisákvæðin hefir gengið árekstralítið milli hreppa og bæja og borgarinnar um nokkurt skeið. Þó eru nokkur ár síðan fór að bera á þó nokkurri ágengni Reykjavik- ur-yfirvaldanna á hendur sveitanna, um að ná í út- svör og ýmsa skatta af því fólki er heimili á í sveitunum, en vinnur tíma og tíma úr ári eða árum í Reykjavík, þessi ágengni virðist nú fara í vöxt með ári hverju. Lengi vel dugði a<5 viðkom- andi yfirvöld í sveitunum, oddvitar og hreppstjórar gáfu vottorð um að hlutaðeigandi persóna ætti heima í sveitinni og greiddi þar öll opinber gjöld. Nú virðist slíkt “kki duga lengur. Nú eru vinnu- I veitendur krafðir tii að halda eftir af kaupi fólksins upp* 1 í slík opinber gjöld og virð- | ist lítt tekið tillit til þess, hvort vjnnuþiggjandi á heima í Reykjavík eða annarstaðar. Oft er þetta ungt fólk úr sveit unum, sem til Reykjavíkur hefir farið um tíma vegna auglýsinga um góða atvinnu um lítinn tíma, eða þ_ettá fólk sem stundar né.m að vetrin- um og er nauðbeygf til að fá sér atvinnu til að geta stund- að áfram námið. Ýmist er þetta fólk, sem er undir lækn ishendi þarf að ganga í ljós eða annað slíkt, en getur unn ið fyrir sér að nokkru leyti. Þetta fólk er títt heimsótt og það dálítið frekjulega á stundum og það gefst upp í mótspyrnunni við að greiða (og greiðir og endar svo með I því að þetta fólk segir: Nú, .fyrst ég ekki get verið laus við að greiða í Reykjavík út- svar og skatta, þá er bezt að söðla yfir og skrifast þar líka. ,Oft eru þetta kurteisir menn sem sendir eru í þessar fjár- j öflunarherferðir fyrir Revkja ^vík og segja þegar þeir finna }að þeir eru að veröa þreyt- andi uppáþrengj andi í þessu jstarfi og sérstaklega þegar ljúflyndar stúlkur eiga í hlut. I „Nú, þetta er ekki mér að kenna, mér var falinn þessi starfi af tilheyrandi skrif- stofu hér í bænum eða borg inni.“ I í þessu falli kemur Reyk-^a- Vik mér fyrir sjónir sem nokk urskonar seiðkona, sem veiðir fólkið til sín með sínum at- vinnuauglýsingum, með sín- um skólum og með sinum laknastofum og sjúkrahús- um, síðan byrjar nartið, fáar kr„ nokkrar kr„ margar kr. til margra þarfa fyrir R.vík og endar með því r ð fólkið er lekið með húð og hári upp í einhverja skuld eða skat'. er Reykjavík telur sér skylt að fá, og þar með er búið. Fólkið verður að vcra þarna áf”am að vinna af sér húsa- líigu, útsvar og önnuv gjöld. Fólkið er fangað. Út af þessum hugieiðingum dettur mér í hug að spyrja: Ei ekki hægt að kenna inn- hcimtumönnum Reykiavíkur ao láta það fólk í friði með iinnheimtu útsvara og annara gjalda sem ekki á heima í Reykjavík, þótt það vinni þar ýmsa tíma árs að ýmiskonar störfum? Þetta er þó ekki nema það, sem innheimtu- menn annara hérað.i kunna. Ég hef haldið, að innheimtu rr.önnum Reykjavíkur beri a5 Leikfélag Reykjavíkur hef- ir byrjað starfsemi sína á þessu leikári. Siðastliðið föstudagskvöld hafði það frumsýningu á sjónleiknum Hringurinn eftir W. Somerset Maugham. Somerset Maugham er ís- lendingum einna bezt kunnur allra brezkra skálda. Ekki veit ég hversu margar sögur eftir hann hafa komið út á ís- lenzku, en þær eru allmargar og tvö leikrit hans hefir Leik- félag Reykjavíkur sýnt á und- an þessu. En þessi leikur var fluttur í útvarp fyrir tveimur árum eða svo. Það er vandi að segja hvort Hringurinn eigi helzt að télj- ast skopleikur, gamanleikur eða harmleikur, ef farið væri í slíka flokkun. Hann er þetta allt. Þar er gert skop að virðu- legum yfirstéttarmönnum, sem eru þó ósköp eðlilegir og venjulegir menn. Og þó að leikurinn fjalli um dapurleg örlög og þungar æviraunir, er hin spaugilega og gamansama hlið manna og atvika dregin svo glöggt fram, að ekki er annað hægt en hlæja að því. Það er nefnilega hægt að ganga á vald ógæfu sinni með þeim hætti, að það sé hlægi- legt. Ef þið vitið það ekki, skuluð þið fara og sjá Hring- inn. f leiknum koma fram tveir rosknir aðalsmenn og kona, sem var gift öðrum þeirra, en hljóp burt með hinum og bjó með honum síðan. Þessir ald- urhnignu herramenn hafa báðir hafnað tign og mann- virðingum þjóðfélagsins vegna kvennamála sinna. En sonur þessara hjóna er nú orðinn þingmaður og kona hans er að yfirgefa hann. Nú skal ekki lítið gert úr því í hvaða félagsskap menn eru, en þó minnt á það, að hamingja manna hér i lífi er meira bundin við það, hvernig þeir reynast í sambúð en með hvaða persónu þeir búa, þó að , Ég trompa.“ — Lafði Champion-Cheney (Arndís Björns- dóttir), Edvard Luton (Róbert Arnfinnsson), Clive Champ- ion-Cheney (Ævar Kvaran), Portius lávarður (Valur Gísla- son) og frú Shenstone (Þóra Borg Einarsson). slikar fullyrðingar eigi ekki við nema innan vissra tak- marka. Og í Hringnum tak- ast á ævintýri hverfullar „Ætlarðu ekki að taka í hend- ina á mér, Hughil?“ — Port- ius lávarður (Valur Gíslason) og Clive Champion-Cheney. (Ævar Kvaran). snúa sér til viðkomandi hreppsnefnda til að fá hlirfa af útsvari fólksins, ef urn svo mikla atvinnu er að ræða. Ef þetta ekki breytist til batnaðar á næstunni, verca sveitirnar að leita réttar síns i þessu efni. Sveitirnar verða að vernda sitt fólk fyrir frek- legum ágangi Reykjavíkur á hendur því. stundarhrifningar og tildur og hégómi yfirstéttarlífs. Jón Aðils leikur Arnold Champion-Cheney þingmann, Þetta er siðfágaður aðalsmað- ur, rótgróinn í hugsunarhætti stéttar sinnar, safnar að sér gömlum húsgögnum og verður andvaka af því, að gestur hans segir fyrirlitlega, að nýi stóllinn hans sé eftirlíking og línurnar í fótunum liggi öfugt, en er stoltur af þvi hvað hann á fallega konu og mikið er horft á hana. Jón Að- ils gerir þennan fágaða mann með alla sina vankanta og þröngsýnu menntun glögga og minnisstæða persónu. Senni- lega er þetta erfitt hlutverk. Elín Ingvarsdóttir leikur Elísabetu, konu þingmanns- ins. Hún kemur hér fram í fyrsta sinn hjá Leikfélaginu. Verður þetta eflaust sigurför. Hlutverkið er mikið og vandá- samt og þó að leikhúsgestir ali sjálfsagt með sér óskir um að átökin í sál frúarinnar hefðu komið ljósar fram er á leikinn J leið, kastar það ekki rýrð á leikinn. Það er barátta milli öryggis og ævintýra, skynsemi og lífsnautnar mætti líka segja, sem þar er háð, þó að allt bendi raunar til, að sú lífsnautn, sem freistar og seiðir, geti orðið minni en ætl- að er. Ævar Kvaran leikur Clive Champion-Cheney, föður þingmannsins. Þetta er eingar skemmtileg persóna, gáfaður maður og lífsreyndur, sem segir margt vel og hefir góða stjórn á skapi sínu, en getur verið bæði markviss og ó- væginn. Konu hans fyrrverandi, lafði Catherine Shampion- Cheney, leikur Arndis Björns- dóttir. í fyrstu virðist hún ef til vill heldur ýkt, en þó mun hún vera sýnd eins og rétt er, því að ef leikurinn er athug- aður vel, verður það ljóst, að höfundurinn ætlast til þess, að frúin sé orðin að skrípa- mynd af sjálfri sér engu síður en forsætisráðherraefnið fyrr verandi, Portius lávarður, fyigimaður hennar, sem Valur Gíslason leikur. Þetta er taugaveiklaður drykkjumað- ur, uppstökkur og önuglyndur. Róbert Arnfinsson leikur Edvard Luton, unnusta El- isabetar. Við það er ekki neitt sérstakt, enda sjálfsagt ekki neitt sérstakt að því að finna. Þó hygg ég, að betur hefði mátt koma fram náttúrlegur þróttur og karlmennska þessa hrjúfa verkstjóra 1 Austurlöndum, sem er and- stæða aðalsmannsins. Frá hendi höfundarins mun þarna vera teflt fram fulltrúa þeirra manna, sem skaya brezka heimsveldið með störf- um sínum og stjórn í fram- andi heimsálfum og fulltrúa hins gamla aðals, sem enn fór með völd og gegndi forustu- hlutverki í brezkri menn- ingu. Sú mótsögn mátti koma ljósar fram. Þóra Borg Einarsson leik- ur gestkomandi frú og Lúðvík Hjaltason þjón. Bæði hlut- verkin eru lítil og með þau farið svo sem efni standa til. Ævar Kvaran er leikstjóri og hefir þýtt leikinn. Það er vandi að dæma um þýðingu á sjónleik, þó að einu sinni sé á hann horft og hlýtt. Eflaust er mikill vandi að þýða þetta leikrit og það er trú mín, að sums staðar væri æskilegt að það væri betur gert, en þetta er auðvitað sagt af tilfinningu einungis. En um þennan leik í heild er það að segja, að hanxi er bráðskemmtilegur á að horfá og gefur margvísleg umhugs- unarefni, þvi að það er raun- verulegt fólk, sem þar er sýnt, og framsetning leiksins og meðferð er góð. H. Kr. FasteignasölU" miðstöðin Lækjargötu 10B. Síml 653C, Annast «ölu fasteigna, sklpa, biírciða o. fl. Enn-- fremur alls konar trygglr.g ar, svo sem hrunatryggingav, Innbús-, liftryggingar ö. fl. íi 1 umboði Jóns Finnbogasoná' hjá Bjóvátryggingarfólagi ts- landa h.f. Vlötalstimi allt, virka daga kl. 10—5, aðrs, tima eftlr «amkomulaal.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.