Tíminn - 03.11.1949, Qupperneq 4
4
TÍMINN, fimmtudaginn 3. nóvember 1949
236 blað
Hugleiðingar Vestur-lslendings á
Keflavíkurflugvellinum
Niðurlag
Það mætti sjálfsagt skrifa
margt og mikið um Keflavík-
urflugvöllinn því hann er hið
mesta mannvirki og afar stór
enda er hann mikið notaður.
Um 250 flugvélar lenda þar
mánaðarlega. Koma þær vél-
ar frá ýmsum löndum: Banda
ríkjunum, Englandi, Frakk-
landi og Skandinavísku lönd-
unum. íslendingar nota hins-
vegar Reykjavíkurflugvöllinn
jafnvel fyrir sínar stærstu vél
ar, sem eru engu minni en,
þau bandarísku loftför sem
fljúga frá New York um ís-
land til Kaupmannahafnar
og Svíþjóðar. Annars vil ég
ekki hætta mér út á það hála
svell, að tala um flugvöllinn
því ég ber lítið skynbragð á
slíka hluti.
★
Hugurinn dvelur fremur við
horfnar myndir úr aldagömlu
þjóðlífi ættbálks míns, eins og
þær blasa við hugarsjón
minni frá þessari strönd. Ég
sé hina gömlu og góðu sjó-
sóknara í anda, alskeggaða,
sterklega, harðlega að ytri
sýn, en þelgóða og trausta
hið innra eins og þeir beri
svipmót sinna óðala, hina
brimbörðu útnesjamenn. Ég
sé báti beitt úr vör yfir rjúk-
andi unnir í ofviðri köldu. Öt-
ulir ræðarar leggjast fast á
árar því langt er sótt til fjar-
lægra miða. Sumir róa kon-
ungsskipum. Bessastaðavaldið
hefir þröngvað þeim þar á
skip. Suðurnesjungar bjuggu
allra íslendinga næst höfuð-
bóli hins danska einræðis-
valds og höfðu mest af því
að segja Suðurnesjakjálkinn
hefir jafnan verið ágangs-
reitur fyrir útlent vald; við
rekjum nöfnin og um okkur
fer hrollur: Kópavogur, Bessa
staðir og Reykjavík —
danskra selstöðukaupmanna.
— Þarna fóru Englendingar
með ránskap og þarna stigu
„Tyrkir“ á land. Þarna hefir
íslenzkur háskríll tíðum
gengið á máli hjá erlendri
ásælni, þjóðinni til ófarsæld-
ar. En þessir menn, sem beittu
í kaldann voru sannir íslend-
ingar, óbrotnir en traustir al-
þýðumenn. Þeir virtust
kannske nokkuð hrjúfir að
ytri sýn en skrápurinn skýldi
vörmu hjarta, sem elskaði
djúpt og innilega konu og
krakka, átthaga og ættar-
land. Þeir þurftu á þykkri yfir
húð að halda þar sem þeir
dorguðu á miðunum, þar sem
brimsalt sjávardrifið rauk um
þá, ísvindar frá Grænlands-
gnúpum léku um þá, þar sem
allir vindar Atlantsála ógn-
uðu þeim. í æðum þeirra og
innræti geymdist það „víta-
min“ sem viðhélt þjóðlífinu
gegnum allt böl og hörmung-
ar ótal alda og frækorn þeirr-
ar menningar sem ennþá átti
eftir að dafna í endurreisin
landsins á vorri tið. Þetta
voru hinir sönnu aðalsmenn
íslands og laukar vors ætt-
ernis. Lengi var á miðunum
setið — helzt til lengi, stund-
um — fiskarnir voru fáir sem
eftir urðu til hlutar eftir að
kóngurinn hafði haft sitt.
Veiðarfærin voru ófullkomin,
bátarnir opnir og smáir. Á
tvær hættur varð að tefla
svo börnin héldu ekki fyrir
foreldrunum vöku, kveinandi
um brauð. Þetta var menn-
ing aldarfarsins sem lifir að
nokkru leyti enn, að sumum
bæri forréttindi til að éta,
öðrum skyldan til að vinna.
Það var réttur konungsins að
sitja veizlur í Kaupmanna-
höfn á kostnað íslenzkrar al-
þýðu, einkum á kostnað sjó-
manna. Þá bjuggu íslending-
ar undir þrefaldri ánauð:
þeirri ánauð sem konungsvald
ið skóp þeim; þeirri ánauð
sem einokunarvald kaup-
mannanna lagði þeim á herð
ar; þeirri ánauð og kúgun
sem þeirra beturmegandi
grannar beittu þá eina.tt, í
skjóli þeirra laga er voru oft-
ast til þess gerð að lögfesta
ranglætið fremur en grund-
valla réttlætið.
★
Sem sagt: Þarna voru hraust
ir karlar að dorgi fyrir kóng-
inn út í Kaupmannahöín og
sjálfa sig. Þetta voru beztu
sjómenn íslands og djörfustu
sjósóknarar sannkallaðar
hetjur hafsins. — Hvergi á
landinu barst þvílík björg á
land sem á Suðurnesjum.
Fiskimennirnir við Faxaflóa
þóttu mestu og djörfustu sigl
ingamenn íslands um langt
skeið. Fiskiför þeirra báru
líka af öðrum bátum, Engeyj-
arbátarnir. Þegar aðrir börðu
sjóinn móti stormi og brimi
slöguðu þeir sig til lands.
Þarna í Faxabugtinni hafði
drottinn frá öndverðu stofnað
forðabúr er síðar varð auð-
kista landverja. Þarna voru
mörg hundruð Halldórar
Bessasynir og þúsundir Jónar
Hreggviðssynir er bognuðu en
brotnuðu aldrei. Þeir drógu
björg í bú hálfrar þjóðarinn-
ar eða vel það. Þeir sóttu fjör
efnið í djúpin meðan þess var
mest þörfin, um hina dimmu
skammdegis mánuði.
★
Minningar fortíðar sækja
að okkar sálar sjónum. Mað-
ur sér bát bruna að vör yfir
úfnar öldur. Kvöldskuggarn-
ir hafa lagst á láð og lög. Illa
sér til feigðarboðanna fyrir
vitalausum ströndum en
kænlega er stýrt fram hjá
flestum voða. Samt verður
ekki æfinlega framhjá þeim
öllum komist og margur var
sá kappinn er hlæjandi kysti
ástmey sína í húmi nætur en
berst nú sem lík að lándi með
an bátur á hvolfi veltist í
brimröstinni. Sumum er
kannske bjargað. Þeim er
hjúkrað sem bezt má verða
og háttaðir ofan í hjónarúm-
ið, í litlu lágreistu kotunum.
Konur og börn hafa horft á
slysið, en engin æðrast um
of. Mæður og synir gera heit
strengingu. Mæðurnar að
eyða öllum kröftum í þarfir
föðurleysingjanna, synirnar
að sækja sjóinn með engu
minni áhuga og dugnaði en
hann pabbi gerði. Þannig
heldur lífið og starfið áfram
frá kyni til kyns um blóðug-
ar og tárvotar ættarslóðir.
Margur reynist drengur í
þrautum og margt er það barn
ið, sem tekið er til fósturs
bæði af fátækum og ríkum.
Alþýðan verður að þrengj a
sér saman til samábyrgðar.
Þannig hafa kynslóðir strítt
og stritað, bariz og beðið
bæði sigur og ósigur — ef til
vill, ætti betur við að segja
sigrað sjálfan dauðann fyrir
manndóm sinn og mann-
gæsku.
j Suðurnesin voru óskalönd
og draumheimur drengjanna
í dölum Norðanlands. Hnokk-
ana dreymdi um þann dag,
þegar þeir gætu farið með
feðrum sínum suður til róðra.
Þeir höfðu heyrt fólk tala
með aðdáun, á löngum kvöld
vökum um hina miklu for-
menn og aflasælu suður í
Vogum, Grindavík og Höfn-
um. Þar voru nöfnin á hvers
manns vörum: Guðmundur á
Auðnum, Ketill í Kotvogi,
Guðmundur á Vatnsleysu;
Einar í Garðshúsum. Þeir
höfðu heyrt menn tala um
sunnlenzkar verstöðvar sem
fjarlæga æfintýra veröld.
Smalinn bíður þess með ó-
þreyju, að hann megi yfir-
gefa rollurnar til að róa frá
einhverri verstöð á Suður-
nesjum.
★
Þokunni tekur að lyfta og
nú bregður fyrir sýnum. Ég
jsé mann á ferð um lágheiðar
jog fjallaskörð, það eru norð-
lenskir vermenn á heimleið.
Þeir þaufást þar með pjönk-
ur sínar og fáeina klyfja-
hesta. Löng og seinsótt er
leiðin. Bak við fjöllin bíður
bjargþrota fólk í norðlenzk-
um dölum og á útströndum
við fiskilausa firði. Sárfættir
og langlúnir síga þeir áfram
— hugurinn dregur þá hálfa
leið. Þeirra bíða langþreyðir
vinafundir og ef til vill ævin-
týri. Það má kannske finna
léreftspjötlu í malpokunum
handa eiginkonu, ungri j
heimasætu, unnustu, móður
eða systur. Hugsunin um feg-
ins fundi vakti í vonarglöö- !
um draumi og myndir blika í |
geðheimi þessara göngu-
manna. Innan stundar myndu
þeir hvíla í ástfúsum faðmi.
Þarna dvaldi draumlynd mær
feimin við sínar ungmeyjar
hugsanir, í sakleysi æskunn-
ar. Nokkrir eiga sér hvorki
eiginkonur eða unnustur en
þarna fara rómantiskir Skag
firðingar og riddaralegir Hún
vetningar. Alla dreymdi þá
um einhverja daladís: vinnu-
konu eða heimasætu. Þeir
rifjuðu upp fyrir sér fátæk-
legar endurminningar um lít
ið bros og hlýtt handtak. Nú
var hann næstum sigldur, ný
kominn af Suðurlandi, reif-
jaður ævintýraljóma fjar-
! rænna staða og hann slagaði
hátt upp í framandi riddara
^ sem lofaður er í sögum og
jljóði. Nú kunni hann frá
'ýmsu að segja. Á skáldadís-
jina var nú heitið að gefa lit
j í frásögnina eða þá helzt
að stuðla hana léttu ljóði.
jÁ Holtavörðuheiði og í Kal-
j mannstungu var bisað við
j bragargerð. Dæmin voru svo
sem til þess að skáldskapur
launaðist með gegnum lýs-
andi geisla frá glampandi
auga og mælskubrosi. Já, —
guð minn góður ef hann yrði
(Framhald á 7. siðu.)
í norskum blöðum finn ég þær
fréttir, að nafngreind kona uppi
í Guðbrandsda'l, 87 ára gömul,
hafi farið gangandi á kjörstað um
daginn og heim aftur, þó að það
væri 5 km. gangur báðar leiðir.
Þar er líka sagt frá einum karl-
manni hundrað ára gömlum, sem
fór á kjörstað og kaus. Og frú
María Padderud, sem er 102 ára
og þremur mánuðum betur fór í
bíl með múrara einum og greiddi
atkvæði.
Nú vil ég biðja lesendur mína
að gera mér þann greiða að láta
mig frétta um elztu kjósendur,
sem þeir viti tii að hafi tekið þátt
i lcosningunum hérna. Við skulum
bera okkur saman um það í bað-
stofunni hverja við vitum um elzta,
sem þátt hafi tekið í þeiri at-
höfn.
Mig langar til að minnast á bók,
sem liggur á borðinu fyrir fram-
an mig. Það er sænsk bók um
kristinn dóm. Það einkennilega
við þessa bók er það, að hún er
barátturit og deilurit frá báðum
hliðum, með og móti Kristindóm-
inum.
Þessi bók er þannig samin, að
hver höfundur skrifar sinn kafla.
Sá, sem skrifar á móti kristinni
trú byrjar, og svo tekur talsmaður
trúarinnar við. Hér er ekki tóm
til að segja frá þessum umræð-
um til gagns, en ég held að þær
geti verið okkur til fyrirmyndar.
Svona ættum við að geta rætt
umfangsmestu mál rólega og rök-
fast og leitað að niðurstöðu mál-
anna í félagi. Þannig gætum við
hjálpað hver öðrum til þess að
komast að einhverri niðurstöðu og
skapa okkur skoðun, einungis með
því að rökræða málin hysr-frá sínu
sjónarmiði.
Það kom út í fyrra lítið kver
sem heitir Játningar. Þar gerðu
13 menn grein fyrir lífsskoðun
sinni. Þetta var mismunandi vel
gert. Sumir voru hálf feimnir
að sjá og létu lítið uppi persónu-
lega og á þeim var minna að
græða. En aðrir skrifuðu af ein-
lægni og hreinskilni, svo að það
er sérstaklega lofsvert. Og þessi
bók er ein þeirra, sem sérstök
ástæða er til að benda þeim á
að lesa, sem vilja skapa sér ör-
ugga líísskoðun. Ekki af því, að
menn öðlist þar neina handfestu,
sem hver og einn geti reitt sig á.
Menn eignast ekki lífsskoðun nema
i samræmi við persónulega reynslu.
En þarna eru túlkaðar meira og
minna flestar höfuðstefnur and-
legra mála, þær sem nú eru uppi
á íslandi. Og þeirri túlkun er
gott að kynnast.
Játningar er ekki barátturit og
þar fara ekki fram beinar kapp-
ræður. Höfundarnir koma einn af
öðrum og gera grein fyrir því,
sem þeim liggur einkum á hjarta.
Og þó verða þetta að vissu leiti
óbeinar kappræður, því að hver
leggur áherzlu á sína lífsskoðun.
Og þrátt fyrir alla menntun þess-
ara tíma er mér ekki grunlaust
um að víða mætti vera dálitið
meiri festa í lífsskoðun fólksins.
Ætli það sé ekki hægt að finna
talsverðan hóp af gáfuðu fólki,
sem llpfir ; jfirlitsþokkingu á
býsna mörgu, en ef að er gáð
raunverulega harla litla skoðun á
lífinu. Þetta fólk hefir einhvem-
veginn gengið fram hjá því, sem
verður þó að teljast með hinu
þýðingarmeira.. Ef mannlífið sjálft
er ekki þess virði að skapa sér
neina skoðun um það, — hvað
er þá nokkurs virði hér í heimi?
Starkaður gamli.
„HEKLA“
Ef yður langar til að skrifast á við jafnaldra yðar ein-
hversstaðar á íslandi eða erlendis, þá er bezt fyrir yður
að ganga í Bréfaklúbbinn HEKLU. Meðlimir eru um
1000 í um það bil 40 löndum. Árgjald fyrir árið 1950
er kr. 15.00. Þér fáið tímarit klúbbsins frítt, og nafn
yðar og heimilisfang og áhugamál, verður prentað í
fyrsta heftinu, sem kemur út eftir að þér hafið gerzt
félagi. — Eignizt vini innan lands og utan, með hjálp
Bréfaklúbbsins Hekla. Skrifið eftir nánari upplýsingum.
Bréfaklúbburinn Hekla, P. O. Box 356, Reykjavík.
TILKYNNING
Viðskiptanefnd hefir ákveðið nýtt hámarksverð á
smjörlíki. og verður framvegis að frádreginni niður-
greiðslu ríkissjóðs sem hér segir:
í heildsölu ............ kr. 3.36
í smásölu .............. kr. 3.90
Hámarksverð á óniðurgreiddu smjörlíki er kr. 2,20
hærra pr. kg.. Verzlunum er óheimilt að hækka verð
á birgðum.
Söluskattur er innifalinn í verðinu.
Reykjavík, 1. nóv. 1949.
Verðlagsstjórinn