Tíminn - 05.11.1949, Page 4
4
TÍMINN, laugardaginn 5. nóvember 1949
238. blað
Eftir kosningarnar
A kjördaginn fer hið svo-
kallaða lýðræði að njóta sín.
Á kjördaginn er hinn fátæki
og tíki nokkurnveginn jafn
rétthár. Á kjördaginn fellur
dómur þjóðarinnar yfir mönn
um, málefnum og flokkum.
Hitt er annað mál, að und
irbúningurinn undir þennan
mikilsverða dóm þjóðarinn-
ar ét misjafn. Og það er
hann sem gerir oft gæfu-
muninn.
t ,1 if- •»
Framsóknarmenn
Á árinu 1942 sameinuðust
allir þrír andstöðuflokkar
Framsóknarmanna um að
hafa tvennan kosningar til
þess að breyta kosningalög-
unum fyrst og frefnst með
þeim tilgangi að draga úr
áhrifamætti sveitanna og
aðalmálsvara þeirra, Fram-
sóknarflokknum.
Kosningalögin, sem þessir þrí
eínuðu bjuggu þá til nokkr-
um árum áður og farið hefir
verið eftir síðan eru það en-
demis hrákasmíði. að jafn-
vei höfundar þeirra æðrast nú
sjálfir yfir sínum eigin af-
kvæmum, þegar þeir sjá m. a-
að eftir þessum lögum eru
tveþ- menn kosnir á Alþing
hvað eftir annað í alminnstu
kjördæmum landsins, svo
sem í Austur-Skaftafells-
sýslu og Seyðisfirði.
En Framsóknarflokkurinn,
sem þeir þríeinuðu ætluðu að
vinna allt það tjón, er þeir
máttu, vex — hann vex þrátt
fyrir allar bölbænir þrenn-
ingarinnar, sem búin er að
snúa hinu mesta góðæri í
hálfgert hallæri.
Við þessar kosningar hefir
Framsóknarflokkurinn bætt
við sig fimm þingsætum frá
síðustu reglulegum kosning-
um, 1946. Hann hefir unnið
sætin frá öllum hinum þrí-
einuðu.
Orsakir — afleiðing ------ —
Þó að talið sé, að fullt lýð-
ræði ríki á kosningadaginn,
þá er þó margt í kosninga-
undirbúningnum, sem blekk-
ir saklausa kjósendur og hef-
ir áhrif á úrslitin. í kosninga
undirbúningi eins flokksins
sérstaklega má segja, að rang
hverfa og ofvöxtur einkaauðs
ins yrði mjög áberandi. Birt-
ist þetta í áberandi mestum
blaðakosti, fjölmennum
flokksskrifstofum, íburða-
miklum „hátíða“ — og veizlu
höldum, trúðleika'rasamkom
um o. fl. o. fl. — þótt ekki
sé nefnd vefnaðarvara, bygg
ingarefni, lúðusendingar, kex
kassar o. fl- þ. h., sem ósjálf-
stæðum kjósendum kemur
vel að fá frá þessum dæma-
laust vinsælu, hjálpsömu og
elskulegu kaupsýslumönnum
sem láta svo lítið að birtast
kannske sjálfir í kotum smæl
ingjanna með bros á vör,
svona rétt um kosningarnar.
Foringjar tveggja hinna
flokkanna úr þeim þríein-
uðu, er hafa aðalfylgi sitt
meðal launafólksins, sýna aft
ur á móti „dyggð“ sína og
dugnað í því að fjölga stöð-
ugt krónum launafólksins á
kostnað verðgildis þeirra. Og
hrópa svo „kjarabætur",
„kjarabætur"! Hinu leyna
þeir eins og þeir geta fyrir
fátæku launafólki, að því
fleiri sem nýjar og smáar
krónur velta, því hægara eiga
stóreignamennirnir með að
ná undir sig þeim eignum
Eftir Viiífús GufimiindNNOii.
sem aðal veðmætið hafa- —
Svona hefir svikamyllan
malað niður velferð almenn-
ings til beggja hliða við j
Framsóknarflokkinn. En und
anfarið hafa augu fleiri og j
fleiri kjósenda verið að opn- j
ost fyrir hinu sanna og raun'
verulega. Og það er aðal-
orsök kosningasigurs Fram-
sóknarmanna.
Traðkað á einstaklings-
framtakinu
Ekki er svo að skilja, að
við Framsóknarmenn séum
algóðir, þótt við höfum hundr
að sinnum varað þjóðina við
að stýra ekki út í það forað,
sem hún er nú komin í. En
fólkinu er óðum að finnast.
fleiru og fleiru, að við höfum
sagt því mest af sannleika
og okkar ráð hafi verið bezt
þótt þau hafi verið virt að
vettugi af þeim þ ríeinuðu
sem kallað hafa sig „ný-
skapara“.
Þegar sá, er þessar línur
skrifar, vann nokkra daga í
skrifstofu Framsóknarflokks-
ins fyrir kosningarnar, komu
fjöldi manns þar inn, Sem áð
ur höfðu kosið með hinum
flokkunum. Einn af þeim
var roskinn myndarlegur sjó
maður. Hann var frá ísa-
fjarðardjúpi og hafði róið þar
í ýmsum verstöðvum fjölda
ára, en átti nú heima í Reykja
vík. Hið veðurbarna andlit
hans og silfurhvít hárin í
vöngunum gáfu orðum hans
vissa áherzlu og þunga, en
þau voru á þessa leið:
„Eg hefi kosið með jhalds-
flokknum og áframhaldi
hans, Sjálfstæðisflokknum,
frá fyrstu tíð. þar til nú að
ég get það ekki lengur. í
þeim flokki hefir alltaf verið
talað mikið um einstaklings-
frelsi og einstaklingsframtak.
En mér finnst þessi gamli
flokkur minn vera búinn að
svíkja þetta tal sitt allt
eins rækilega og verða má.
Eg hefi aldrei Iátið tóbak né
áfengi í vit mín og eg hefi
sparað saman í sparisjóðs-
bók eins og ég hefi getað af
kaupi mínu nú í yfir 30 ár
og ætlað að tryggja með því
afkomu mína og minna á
efri árum. Eg á nú þrefalt
fleiri krónur í bönkum ríkis-
ins heldur en fyrir 10 árum
síðan, en er þó í raun og veru
miklu fátækari. Ríkisvaldið.
undir fjármálastjórn og aðal
áhrifum minna flokksmanna
hefir rænt eða stolið öllu því,
sem ég hefi sparað saman
undanfarin tíu ár og tals-
vert meiru. Þessi flokkur
minn hefir alltaf verið að
svíkja mig og táldraga. Frelsi
mitt og einkaframtak er nú
helzt að mega horfa í rústir
vona minna og hins barna-
lega trausts, sem ég setti á
þennan flokk, sem ég sé að
afæturnar í landinu ráða og
hafa orðið stórauðugar af að
braska með spariskildingana
mína og annarra stéttar-
bræðra minna, sem höfum
verið að hætta lífi okkar til
að reyna að draga saman
aura okkur til öryggis og
framdráttar.
Þó að ég hafi oft heyrt
iíla talað um ykkur Fram-
sóknarmenn og þið séuð eng
ir englar, þá finnst mér þó
nú orðið að þið hafið sagt
okkur daglaunamönnunum
mest af sannleika og þvi
ætla ég að kjósa B-listann í
þetta sinn“.
Á svipaða leið og þessum
aldraða sjómanni fórust mörg
um alþýðumanninum orð fyr
ir þessar kosningar. Þeir
fundu sig blekkta og svikna
af sínum eigin gamla flokki-
Þeir stungu því við fæti. Og
þeir sennilega gera það mjög
margir fleiri í næstu kosning
um.
y
Samvinnufélögin.
Einhver víðtækustu og á-
hrifamestu samtök almenn-
ings eru samvinnufélögin.
Þau hafa fært fjölda mörg-
um einstaklingum og heilum
héruðum margsk^nar rétt-
indi og umbætur. Þau hafa
víða verið sverð og skjöldur
fátækrar alþýðu og aukið
stórlega menningu hennar,
félagsþroska og framkvæmd-
ir.
Framsóknarflokkurinn og
samvinnufélögin hafa starfað
undanfarna áratugi hlið við
hlið, sem vinstri hendi og
hægri hendi á sama líkama.
Framsóknarflokkurinn var
stofnaður af niðjum fyrstu
samvinnumannanna, er mynd
uðu fyrstu samvinnufélögin
sem varnarvirki á móti á-
sælni fégráðugra fjárplógs-
manna.
Flokkurinn hefir jafnan
verið á verði — einkum á
löggjafarsviðinu — að bægja
frá hættunni og fyrir að
efla vöxt samvinnufélag-
anna. Það er því næsta óeðli-
legt, að samvinnumenn eða
þeir, sem starfa fyrir sam-
vinnufélögin, ljái lið sitt til
þess að efla yfirgang annarra
þjóðfélagsstefna eins og t. d.
marxisma og stór-einkakapi-
talisma. Þeir eru með því vilj-
andi eða óviljandi að svíkja
samvinnufélags hugsjónina.
— Eins hljóta samvinnufélög
in að gera þá kröfu til starfs-
manna sinna, að þeir deili
svipuðum kjörum og félags-
mennirnir, sem aðallega bera
uppi félögin. Samvinnufélög-
in, eru auðvitað jafngóð I eðli
sínu fyrir það þótt á stöku
stað séu mistök í þeim, sem
þarf að laga.
Þetta rifjast nú upp við
kosningarnar, þar sem sam-
vinnumennirnir eru aðal-
kjarni Framsóknarflokksins.
Flokkurinn er líka oft nefnd-
ur flokkur samvinnumanna
eða bænda. Það voru líka eink
um bændur, sem fyrstir brutu
okurfjötra kaupmannanna
með samtökum og samhjálp
sín á milli. Það voru líka aðal
lega bændur og bændavinir,
sem stofnuðu Framsóknar-
flokkinn. En nú fjölgar þeim
óðum við sjávarsíðuna, sem
aðhyllast úrræði samvinnu-
félagsskaparins og Framsókn
arflokksins —- auk þess sem
fjöldi frjálslyndra manna þar
ann bændunum alls velfarn-
aðar — bændunum, sem eru
að rækta og byggja upp land-
ið og framleiða hollar neyzlu
vörur fyrir alla þjóðina. Það j
er gagnkvæmur hagur fyrir (
þá, sem búa í sveitinni og
kaupstöðunum að báðum ‘
vegni vel og kritúr þar á milli
sprettur af heimsku eða
þröngsýni.
Þeir, sem berjast fyrir um
bótahugsjónum, verða styrk-
(Framhald á 6. síSu)
í Svíþjóð er nú rekinn mikill
áróður fyrir almennum sparnaði.
Hér á landi hefir verið talað um
skyldusparnað, en það hefir vit-
anlega ekki orðið annað en umtal-
ið. Svíar hafa ekki komið á skyldu
sparnaði, en þeir reyna að ná
sama árangri með frjálsu móti
með því að hvetja menn til að
spara af frjálsum vilja.
Aðallefftt eru þessi mál tekin
þannig, að í verksmiðjum og á
vinnustöðvum er reynt að fá ung-
linga til að leggja fyrir nokkurn
hluta af launum sínum. Það er
fólk á aldrinum 15 til 25 eða 30
ára, sem einkum er reynt að hafa
áhrif á. Því er treyst, af ef ung-
lingarnir venjist á sparnað, muni
þeir ekki þurfa eftirlit eða áróður
til þess að fara vel með fé fram-
vegis á efri árum. Og venjulega er
miðað við það, að unglingarnir
ieggi fyrir tiunda hluta launa
sinna. En þó er vitanlega stund-
um haft lægra hlutfall ef t. d. er
um iðnnema að ræða.
I .
Þessi svarnaðarhreyfing er sem
| sagt frjáls samtök. Það eru ýms-
ar stofnanir, þar sem allir ung-
lingarnir hafa tekið þátt í þess-
um samtökum. Og ýmsir af hag-
j fræðingum Svía vænta sér mikils
af þessari viðleitni.
Því segi ég frá þessu hér, að ég
veit ekki nema við mættum
hugsa og tala heldur meira um
sparnað. Sparnaður er ekki sér-
lega oft nefndur hér í blöðum okk
ar og þjóðin heldur ekki veru-
lega sparneytin. Við kunnum yfir-
leitt betur að afla fjár en gæta
þess. Víða er illa farið með hluti
og verðmæti látin grotna niður
af gáleysi og vanhirðu. Og það
liggur við að þetta virðist stafa af
inngrónu kæruleysi á sumum svið
um. Það væri vandalaust að benda
á andlegt samband milli drykkju-
skapar og annarrar vanhirðu
verðmætanna, því að áfengis-
nautn er meðal annars heimsku-
leg vegna þess, hvað slæm með-
ferð hún er á mannlegum líkama
og mannsandanum. Að því leyti
á hún skylt við vanhirðu á vélum
og verkfærum og aðra slika óhag-
sýni og vangæzlu.
Það er ósköp hœtt við þvi, að
fyrirhyggjuleysi og ábyrgðarleysi í
fjármálum sé eitt af því, sem við
verðum að beita okkur alvarlega
gegn. Blöðin okkar freistast til
þess að tala öllu meira um það,
að menn fái ekki nóg og eigi að
vera á verði gegn þeim, sem það
sé að kehna. Þetta er gott að
vissu marki. Víst eigum við að
verja rétt okkar og reisa sníkju-
stéttunum rammar skorður. En
farsælast er það, að læra jafn-
framt að liía með hagsýni og fara
sparlega með. Það er ekki neitt
óhollara og þvi minna sem við
þurfum til daglegrar framfærslu,
þvf meir höfum við aflögu til
nýtilegra framkvæmda. Og gam-
an er nú að safna orku sinni
þannig saman í eitt, að við getum
einhverntíma gert eitthvað, sem
munur er að.
Starkaður gamli.
ASKORUN
Hér meö er skorað á þá, er kröfur eiga á Byggingar-
samvinnufélag bankamanna -Búnaðarbankadeild), a'ð
lýsa þeim fyrir hr. Garðari Þórhallssyni. Búnaðar-
bankanum, innan 10 daga frá deginum í dag að telja.
Reykjavík, 5. nóv. 1949
Stjórn Byggingarsamvinnufélags bankamanna
Húseigendur
Höfum fyrirliggjandi olíugeyma af ýmsum stærðum.
— Sjáum um uppsetningu geymanna, og veitum enn-
fremur allar faglegar upplýsingar viðvíkjandi kynd-
ingartækjum og öðru þar að lútandi.
H.F. SHELL Á ÍSLANDI
Sími 1420.
nn::m8mmm»m::::m:m:::m:::m::m:i:mmmm::miimmmn
Allt til að auka ánægjuna
Stofuskápar — rúmfastakassar 3 gerðir. Borð marg-
ar tegundir, kommóður (ekki úr pappa). Eldhússtæði
og sérlega góðir eldhúskollar ný komnir. Borðstofu-
stólar væntanlegir í byrjun nóvember.
Dívanar vmsar stærðir og rúmstæði.
Verzl.
Sími 27 — Selfossi