Tíminn - 05.11.1949, Side 5

Tíminn - 05.11.1949, Side 5
238. blað TIIVIINN, laugardaginn 5. nóvember 1949 0 tmtm Lauyard. 5. nóv. Nauðsyn stjórnlaga- þings Óvissa ríkir nú um það hvað við taki um stjórn íslenzka ríkisins. Menn óttast stjórnar kreppu og þau vandræði, sem slíku eru löngum samfara. Og þessi kvíði er alls ekki á- stæðulaus, svo sem Alþingi er og hefir verið skipað og hljóðið í blöðunum hefir ver- ið þessa dagana. En þeir, sem hafa áhyggj- ur af yfirvofandi stjórnar- kreppu, mega ekki gleyma því, að stjórnskipulagið er einmitt bezt til fallið að búa til slíkar kreppur. Með kosningalögunum og kjör- dæmaskipun hefir verið stefnt að því, að leysa þjóð- ina upp í sem flest og sundur leitust brot, en ekki ,að mynda hreinar línur og hrein átök um höfuðstefnur. Svo langt má ganga í því að leysa upp í brot, að upplausnin verði alls ekki stjórnhæf. Lýðræðið verður að búa við stjórnhæft form, þar sem þjóðin hefir aðstöðu til að velja menn til að fara með stjórnina. Uppbótarþingmannakerfið er kóróna þess óskapnaðar, sem til þess eins er fallinn að rugla þjóðina og villa hana. Flokkar geta verið klofnir um afstöðu til sjálfr- ar ríkisstjórnarinnar og stjórnmálaflokkarnir geta boðiö fram fyrir sig utan- flokkamenn eða menn úr öðrum flokkum. Svo Vita þeir, sem kjósa flokkana og hina sundurleitu frambjóðendur þeirra, ekki með neinu móti hvaða menn kunna að skol- ast inn í þingið á atkvæðum þeirra. Slík tilhögun er ein- mitt bezt til þess fallin að búa til stjórnarkreppu. Án þess að hér verði frekar fjölyrt um ókosti ríkjandi skipulags, ættu þó allir, að geta verið sammála um það, að endurskoðun stjórnarskrár innar sé aðkallandi meðal annars af þessum ástæðum. Þrátt fyrir fíjgur orð og góð- an ásetning hefir sú endur- skoðun dregizt. í því sam- bandi er fengin full reynsla af því, að þing og þingflokkar eiga óhægt með að stiga já- kvæð spor til framkvæmda í stjórnarskrármálinu. Sú hætta sem þarf að fjarlægja, — hættan af stjórnarkrepp- unum, vofir jafnt yfir, þó að flokkarnir skipi einhverja stjórnarskrárnefnd, sem al- drei fær að sinna ætlunar- verki sínu, eins og reynslan hefir verið undanfarin ár. Hið nýkjörna Alþingi ætti að viðurkenna staðreyndir þessara mála með því að á- kveða að fela sérstöku stjórn lagaþingi endurskoðun stjórn arskrárinnar. Það stjórnlaga þing ætti að semja nýja stjórnarskrá, sem síðan yrði borin undir þjóðaratkvæði til synjunar eða samþykktar. Þessari hugmynd hefir mjög aukizt fylgi á síðustu árum. Mönnum finnst, að reynsla liðinna ára styðji fast að því, að hér sé einmitt um hina réttu leið að ræða. Þörfin fyrir nýja stjórnarskrá og endurbætta skipun lands- ERLENT YFiRLIT: Kosningar í New York Kosningahariíttan milli Dnlles oj* Lolnnans vekur mikla athyg'li. Á þriðjudaginn kemur fara fram kosningar í New York, sem ekki vekja aðeins athygli um öll Banda ríkin, heldur um víða veröld. Úr- slit þcirra eru líkleg til að leiða það í ljós, hvort hin frjálslynda og róttæka stjórnarstefna Tru- mans á enn fylgi almennings að fagna eða hvort stefna hægri afl- anna er tekin að vinna á aftur. Kosningar þessar fara fram í tvennu lagi. Aðrar þeirra snúast um kosningu á einum fulltrúa til öldungardeildar Bandaríkjaþings og ná þær til alls New Yórk-fylk- is. Hinar snúast um borgarstjóra- embættið í New York, en það hef- ur oft verið talið annað vanda- mesta embættið í Bandaríkjunum, næst forsetaembættinu. Frægir keppinautar Kosningin á öldungardeildar- manninum er aukakosning og kjör tímabil þess, er kjörinn verður, aðeins eitt ár. Hann þarf því að keppa aftur um þingmannsstarf sitt strax á næsta ári. Kosning þessi fer fram vegna fráíalls annars öldungardeildar- mannsins, er fylkið hafði. Sam- kvæmt amerískum reglum tilnefn- ir ríkisstjóri fylkisins öldungardeild armann til bráðabirgða, þegar slíkt fráfall ber að höndum, eða þangað til aukakosning getur far- ið fram. Samkvæmt þessu tilnefndi Dewey ríkisstjóri John Foster Dulles til að gegna störfum öld- ungadeildarmanns á þinginu í sum ar. Dulles er nú frambjóðandi republikana í aukakosningunni. Eins og kunnugt er, var Dulles utanríkisráðherraefni republikana, ef þeir hefðu unnið forsetakosn- ingarnar á s. 1. hausti. Hann hefir verið einn af aðalfulltrúum Banda ríkjanna á þingum Sameinuðu þjóðanna, og nýtur mikils álits á sviði utanríkismálanna. Innanrík- ismálin hefir hann látið minna til sín taka. Að flestra dómi virðist hann ,sig(uvvænlegasta öldungar- deildarmannsefni, er republikanir gátu telft fram. Það sama má einnig segja um frambjóðanda demokrata, sem er Herbert H. Lehman, er tók við af Roosevelt sem ríkisstjóri New York- fylkis. Hann var kjörinn ríkisstjóri þrívegis, en gaf þá ekki lengur kost á sér. Síðar varð hann fram- kvæmdarstjóri alþjóðlegu hjálpar- stofnunarinnar (UNNRRA). Stefnumunur Dulles og Lehmans í kosningabaráttunni, sem þeir Dulles og Lehman hafa háð und- anfarið hefir mikill skoðanamunur komið í Ijós. Lehman lýsir sig ein dregið fylgjandi umbótastefnu Trumans forseta, er hlotið hefir nafnið „Fair deal“ (réttlát skipti). Hann hefir deilt á þingið fyrir að falast ekki á hana, nema að nokkru leyti, og hefir lofað að beita sér eindregið fyrir henni. Dulles hef- ir hinsvegar deilt harðlega á stefnu Trumans og talið hana leiða til sósíalisma og eyðilegging- ar á einkaframtakinu. í Utanrík- ismálum hefir stefna þeirra verið hin sama, en Dulles hefir allmik- ið hampað því, að vel gæti svo farið, að republikanir hættu sam- starfinu við demokrata um þau, ef hann félli, því að hann hafi i unnið manna mest að því, en1 Taft og fleiri foringjar republikana séu því andvígir. Þá hefur Dulles gert það að kosningamáli, að hann sé andvígur þeim tillögum Trumans, að ríkið taki upp styrkveitingar til skólamála, en þær miða að því að bæta hlut fátækari fylkjanna. Dulles segir, að New York-fylki muni fá aðeins fjórðung þess aft- ur, er það verði að leggja af mörk- um vegna þessara tillagna. Lehman hefir kallað þessa afstöðu Dulles „rangláta einangrunarstefnu". Kosningum þessum er ekki síst veitt mikil athygli vegna þess, að þær geta verið vísbending um úr- slit þingkosninganna, er fram eiga að fara á næsta ári. Fari svo að Dulles vinni, þykir líklegt, að það verði til þess, að republikanir taki yfirleitt upp ihaldssamari stefnu en Dewey hafði í forsetakosningunum og herði stórum baráttuna gegn umbótastefnu Trumans. í forsetakosningunum í fyrra vann Dewey New York-fylki, en það átti hann að þakka klofnings framboði Wallace. Borgarstjórakosningin Um borgarstjóraembættið í New York keppa þrír menn að þessu sinni. Það eru þeir William O’Dwyer sem verið hefir borgarstjóri und- anfarið og er frambjóðandi demo- krata, Newbold Morris, sem er frambjóðandi republikana og liber- ala, og Vito Marcantonio, sem er frambjóðandi verkamannaflokks- ins og er eini fulltrúi flokksins á þingi Bandaríkjanna. O’Dwyer hefir yfirleitt getið sér gott orð sem borgarstjóri, en heilsa hans er ekki talin traust og kann það að spilla eitthvað fyrir hon- um. Sjálfur. ætlaði hann ekki að gefa kost á sér og hafði harðneit- að öllum áskorunum flokksmanna stjórnarinnar á sumum svið- j um er almennt viðurkennd , og Alþingi hefir mörg og vandasöm mál að leysa, þó aö þessi mál væru tekin úr höndum þess og flokkanna. Rökin, sem fram eru borin fyrir sérstöku stjórnlagaþingi, 'eru alltaf að.skýrast og styrkj t ast og veröa sterkari við hverja stjórnarkreppu. Menn jkunna að telja tormerki á , einstökum tillögum um :breytta kjördæmaskipun og J kosningjilög en án alls tilits [til þess, fjölgar þeim jafnt og þétt, sem gera sér ljóst, að endurskoðun þessara örlaga- ríku ákvæða og ný og betri skipun þolir ekki bið. Liðin tíð er lærdómsrík og hefir þaö gildi, að hún kenn ir. Nú ætti að geta verið sam komulag um það, að snúa á nýja braut í meðferð stjórn- arskrármálsins og láta eitt- hvað gerast á því sviði. Hið nýja þing ætti að verða sam- mála um að taka stjórnarskár málið út úr öðrum málum og afhenda það þjóðinni sjálfri, láta hana velja sér fulltrúa til þess eins að semja nýja stjórnarskrá, sem þjóðin yrði síðan látin segja álit sitt á. Þessi leið hefir fengið með mæli margra funda víðsveg- ar um land. Og það er á eng- an hátt brotið gegn neinum lýðræðislegum reglum, þó að sú leið sé farin, en hinsvegar tryggir hún það að eitthvað gerist í þessu stórmáli, sem þjóðin þolir ekki að látið sé liggja lengur í þagnargildi án þess að- á því sé tekiö. DE WE Y Kjörtímabili hans sem ríkisstjóra New York-fylkis lýkur d nœsta ári og hefir komið til orða að hann byði sig þá fram sem öldunga- deildarmann um það, unz Truman skarst I leik inn. Horfur voru á því, að demo- kratar myndu klofna, því að ekki var samkomulag um annan fram- bjóðanda en O’Dwyer. í seinustu kosningum fylgdu bæði liberalir og verkamanaflokkurinn O’Dwyer að málum. Nú fylgja liber alir republikönum í borgarstjóra- kosningunum, þótt þeir hinsveg- ar styðji Lehman í öldungadeildar mannskosningunni. Mestu getur þó klofningsframboð verkamanna- flokksins ráðið um úrslitin. Eins og áður segir, er borgar- stjóraembættið i New York talið annað vandasamasta og erfiðasta embættið i Bandaríkjunum. Und- ir það heyra ekki færri en 200 þús. starfsmenn og 109 stjórnardeildir. Útgjöld borgarinnar er yfir eina billjón dollara á ári. Framlagið til götuhreinsunar er t. d. hærra en öll útgjöld Vermontfylkis. Má á þessu sjá, að borgarstjóraembætt- inu fylgir mikill vanda og erfiði, ef það á að vera vel rækt. Raddir nábúarma í forustugrein Alþýðublaðs- ins í gær segir m. a. á þessa leið: „Því hefur verið haldið fram og ekki að ástæðulausu, að hlutverk stjórnafandstöðunnar á íslandi hafi í seinni tíð verið illa rækt. Framsóknarflokkur- inn rak öfgafulla andstöðu við fyrrverandi ríkisstjórn. Og and staða kommúnista við stjórn Stefáns Jóh. Stefánssonar hef- ur verið með þeim endemum, að slíks munu engin dfiemi meðal þingræðisþjóða. Al- þýðuflokkurinn mun ekki fara að dæmi þessara flokka, þegar hann tekst á hendur ábyrgð og skyldur stjórnarandstöðunnar. Hann mun láta málefnin ein ráða afstöðu sinni, berjast fyrir hag og heill umbjóðenda sinna og reyna að verjast öllum árás- um á rétt þéirra og hagsmuni. Hann getur ekki átt samleið með borgaraflokkunum, sem hafa blekkt þjóðina til fylgis við stefnu gengislækkunar og kjaraskerðingar. Hann getur ekki heluur átt samleið með kommúnistum, sem hafa kall- að yfir sig fyrirlitningu þjóð- arinnar og eru ekkert annað en útibú erlends stórveldis á ís- landi“. Alþýðuflokkurin virðist samkvæmt þessu hafa ákveð ið að dæma sig úr leik og taka ekki þátt í neinskonar stjórn arsamvinnu, án þess að kynna sér nokkuð áður hvað mál- efni hún kynni að hafa að bjóða. Þetta er vissulega ekki það, sem kallað er að láta málefnin ráða, enda ekki lík legt að Alþýðuflokksmönnum líki vel slíkt ..brjóstvarnar- starf“ foringjanna. Grundvöllur frara- faranna Þótt stuðningsmenn fyrrt stjórnar hafi keppst um aí lofa þær framkvæmdir, serr átt hafa sér stað í landinu seinustu árin, er það næsta ljóst, að hér er enn harla margt óunnið. Á næstu árum þarf að koma hér upp stór- um raforkuverum, áburðar verksmiðju, sementsverk- smiðju, byggja nýjar stórhafr, ir (Þorlákshöfn o. fl.), rækta landið, reisa spítala, íbúðar- hús o. s. frv. Verði þetta ekk; gert heldur kyrstaða og kjara skerðing innreið sína. Til þess að hægt sé að hef j- ast handa um þessar fram- kvæmdir og halda þeim á- fram, er sérstaklega eitt nauð synlegt. Það er að framleiðsi an beri sig. Stöðvist fram- leiðslan fæst ekkert fjármagri til þessara framkvæmda og neyð og skortur sækir lands- menn heim. Nú er framleiðsla lands- manna þannig stödd, að hún er að fyllstu stöðvun komin Margir mikilvægustu þættii hennar hafa verið reknir með tapi á undanförnum árum og þeim aðeins haldið uppi með styrkjum, er orsakað hafa stórkostlega skuldasöfnun ríkissjóðs. Slíkt getur ekkí gengið lengur. Ef ekkert er a? gert hlýtur meginhluti fiski- flotans að stöðvast upp úr næstu áramótum. Ef sú stöðvun helst um lengri tíma, munu allar þæi framfarir, sem þjóðin þarfn- ast og þráir, stöðvast og þá mun meiri skortur sækja al- þýðuheimilin heim en þai, hafa þó nú við að búa. Þjóðin horfist nú í augu við þá staðreynd, hvort hún vili kalla efir sig stöðvun atvinnu veganna, stöðvun framfar- anna og skort aðfluttra nauf synja eða hvort hún vill taka með manndómi og festu á málunum og koma framleiðsi unni aftur á heilbrigðari grundvöll. Það síðara er eini vegurinn til að tryggja lífs- kjörin og til að tryggja fram- farirnar. Framsóknarmenn rufu stjórnarsamstarfi á síðast- liðnu sumri vegna þess, að ekki fengust fram ráðstafan- ir, er tryggðu hlut framleiffsl- unnar. Framsóknarmemv munu enn setja það á odd. að slíkar ráðstafanir verði gerðar. Hitt munu þeir jafn- fram setja sem skilyrði, að jafnhliða eða áður verði tryggðar ráðstafanir, sem bæta verzlunar- og húsnæðh kjörinn, láta þá ríku borga sitt fulla tillag og tryggja það á annan hátt, að kjara- skerðingin, sem fylgir við- reisn framleiðslunnar í bili verði sem minnst. Þetta var stefnan, sem Framsóknarflokkurinn barð- ist fyrir í kosningunum Vegna hennar hlaut hanr, : aukið fylgi, en hinsvegar hvergi nógu mikið til þess að koma einsamall stefnumálun, sínum fram. Því hcitir flokk- urinn nú á stuðning allra þjóðhollra manna, að þeii styðji hann í því að koma þessum málum fram og tryggi með því ekki aðems kjör sín og annarra, heldur skapi með því grundvöll ar áframhaldandi framförum og aukinni velmegun þjóðar innar á komandi tímum. X+Y. ,

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.