Tíminn - 06.11.1949, Blaðsíða 3
239. blaS
TÍMINN, sunnudaginn 6. nóvember 1949
£p$«S$$
/ s/enc/mgajbæf t ir
teS$SS$S$SS$$$S$S$$S4s
«$$$$$$•$$$$$$$$$$$*$$
Dánarminning: Sæmundur Baidvinsson
frá Nesi í Fljótum
Fyrir skemmstu andaðist í
sjúkrahúsi Siglufjaröar Sæ-
mundur Baldvinsson frá Nesi
í Fljótum. Sæmundur var
maður á bezta aldri, fæddur
6. ágúst 1914. Hann var
kvæntur Guðrúnu Sigmunds-
dóttur, frá Vestara-Hóli, en
ekki varð þeim barna auðið.
Sæmundur bjó búi sínu að
Nési í Flókadal þar til á ofan-
verðum síðasta vetri, en þá
kenndi hann sjúkdóms þess,
sem ólæknandi reyndist, og
sem nú hefir dregið hann til
dauða. Sæmundur var, að
miklu leyti, alinn upp hjá
nafna sínum, Sæmundi Dúa-
syni á Krakavöllum, þeim
manni, er ég vissi margfróð-
astan og ágætastan í alla
staði. Er ég þess og fullviss, að
þar hafi hann orðið fyrir þeim
áhrifum, sem hann svo bjó
yfir allt til síðasta dags.
Ef það hefir verið eitthvaö
eitt, sem auðkenndi Sæmund
öðru fremur, álít ég að það
hafi verið göfugmennskan, en
hún var honum í blóð borin.
Öllum vildi han verða að liði,
bæði mönnum og málleys-
ingjum, því að hann var
drengur — sannur drengur.
Til skamms tíma var heimili
hans miðstöð fyrir glaðsinna
og hrausta æsku, sem naut
frístunda sinna á heilbrigðan
hátt í náinni snertingu við
náttúruna. Nú eiga þessir
æskumenn á bak að sjá góð-
um dreng og félaga og óvíst
hvenær annar kemur í fá-
mennið í sveitinni, sem fyllt
er
getur það skarð, sem nú
autt.
Nú eru brostnar þær vonir,
sem við þig voru tengdar,
vonir ástvina þinna og ætt-
ingja og vonir sveitarinnar
allrar, því að víst er um það,
að okkar fámenna sveit má
sízt við því að sjá á bak dug-
legum og framgjörnum mönn-
um, sem vinna af alhug og
einlægni að velferðarmálum
hennar.
Ég minnist þess nú, þegar
ég heimsótti hann á sjúkrahús
ið í sumar. Ég vissi, að hann
beið ekki eftir neinum bata,
og þess vegna var ég lengi á
báðum áttum, hvort ég ætti
að áræða að heimsækja hann
Hvað gat ég sagt, sem hug-
hreysti hann eða gleddi. En
brátt komst ég að raun um,
að ótti minn var ástæðulaus,
því að enda þótt hann vissi
fyllilega hvert stefndi, gat
enginn maður séð neitt, sem
benti til ótta eða æðru.
Það þarf hugrekki og stað-
festu til að standa rólegur
vikum og mánuðum saman
andspænis dauðanum.
Ég bið Tímann að færa
aldraðri móður hans, systkin-
um og eftirlifandi eiginkonu
mína dýpstu hluttekningu á-
samt hinum alúðarfyllstu
þökkum til hans sjálfs fyrir
samstarfið og samveruna,
enda þótt hún yrði allmikið
styttri en efni stóðu til.
Bjart er yfir minningu
þinni, svo sem var yfir svip
þínum, fasi og framkomu
allri. B. V. H.
nú í ágætu ástandi og geti
fyllilega uppfyllt þær kröfur,
sem til slíkra stofnana eru
gerðar.
Mestu vandkvæði skólans
nú er skortur á kennarabú-
stöðum. Það hefir töluvert háð
starfsemi hans hversu
hefir þurft að skipta um
kennara. Aðalástæðan fyrir
þessum tíðu kennaraskiptum
er sú, að aðbúnaður þeirra
hefir ekki veriö sem skyldi, og
þeir því ekki ílengst við skól-
ann.
En þess er ekki að vænta,
að úr þessu rakni fyrri en þau
húsnæðisskilyrði eru fyrir
hendi, að kennarar geti sezt
þarna að til varanlegs starfs
og dvalar.
Nokkrir gestir voru við-
staddir skólasetninguna,
meðal annars Skúli Guð-
mundsson, alþingismaður,
fyrrv. form. skólanefndar.
Var skólasetningarathöfnin
hin ánægjulegasta og gaman
er að sjá margt æskufólk sam-
ankomið í ágætlega útbúnum
skóla til námsdvalar.
Mjög er það fagur siður að
byrja skólasetningu með
guðsþjónustu, en þessi siður
hefir verið upp tekinn í
Reykjaskóla um nokkurra
ára skeið. Fólki fellur það vel
í geð, að skólaæskan og skóla-
haldið sé guði helgað í byrjun
hvers skólaárs.
Það væri gleðilegt, ef þessi
siður, sem skólastjórinn við
Reykjaskóla hefir upp tekið,
yrði almennur í öllum skólum
landsins. Gestur.
Sjúkt ahúsmál Reykjavíkur
í kosningabaráttunni ný- og hugleiða hvað þeir hafi
afstöðnu voru sjúkrahúsmál gert í þessu nauðsynyjamáli.
oft Reykjavíkur eitt aðaldæmið, | Við óbreyttir borgarar höf-
sem ýmsir Sjálfstæðismenn ^ um ekki orðið varir mikils
færðu fyrir þeirri fáránlegu áhuga, hvorki hjá bæjar-
fjarstæðu, að framsóknar-' stjórn eða læknum. Þrátt
menn væru fjandmenn ' fyrir mjög mikil fjárráð hef-
Reykjavíkur. Haft var á orði, ir bæjarstjórnin ekkert gert.
að Eysteinn Jónsson ráðherra Læknirinn upplýsir, að eng-
hefði tafið fyrir byggingu in teikning sé til af bæjar-
sjúkrahúsa í bænum. Svarið, spítala og muni taka eitt ár,
við þessu var einfalt og voru að teikna hann. Annar und-
Sjálfstæðismenn krafðir irbúningur virðist eftir þessu.
sagna um, hversvegna þeir En nú eru uppi tillögur frá
hefðu ekki öðlast áhuga fyr-
ir þessum málum fyrr en
Framsóknarmaður varð heil
brigðismálaráðherra. Þeirri
spurningu svöruðu þeir ekki,
enda engin von til þess.
Nú eftir kosningarnar held
ur einn merkur læknir, Frið-
rik Einarsson, áfram að skrifa
um þessi mál. Heggur hann
mjög í sama knérunn um á-
deilur á Eystein Jónsson og
hól um bæjarstjórnarmeiri-
hluta Reykjavíkur. Er þann-
ig málflutningur frekar lík-
legur til að tefja framkvæmd
ir í þessu nauðsynjamáli, en
að flýta þeim. Annars er
margt skynsamlega fram
tekið hjá lækninum. En ef
( borgarstjóra, að byggja
allt í sömu andránni —:
Bæjarspítala.
Fársóttar- og sóttvarnahús.
Heilsuverndarstöð.
Hj úkr unarheimili.
Lækningastöð.
Allar þessar byggingar eru
áætlaðar að kosta um 30
millj. kr. Að tala um þær alt
ar í sömu andránni er varla
hygginna manna háttur. og
minnir frekar á kosningaá-
róður en alvarlegar tillögur
ábyrgra manna.
Lækninum, sem í Mbl- skrif
ar, finnst lítill áhugi hjá
landlækr.i og ráðherra um
sjúkrahúsbyggingar. Vel get-
ur það verið rétt- En hver er
eða ódugnað, þá ber bæjar-
stjórninni og starfandi lækn
um í Reykjavík, fyrst og
fremst að líta í eigin barm
r r
A hvalveiðastöðvum
Endurmmningar Magnúsar Gíslasonar.
Frá Reykjaskóla í Hrútafirði
Á síðari árum, eftir að bóka
útgáfa tók verulega að færast
í vöxt hér á landi, hafa kom-
ið út margar bækur, er flytja
ævisagnaþætti og endurminn-
ingar af ýmsu tagi. Eru þær
eðlilega misjafnar að gæðum.
En hinar betri þeirra, eru
bókmenntum vorum vissulega
drjúgur fengur og verðskulda
að þeim sé athygli veitt. Ein
af þeim er hin nýútkomna
bók Magnúsar Gislasonar, Á
hvalveiðastöðvum. Höfundur-
kí,TH23t ?ik«iVatrtReHkfaí SkÓ!a£ÚSÍð 1 fkTra'f,kr nÚ þeta'úTþeirrTs?eTt, sem a!
skoh 1 Hrutafnði settur. Hofst skolahusið miklu tilkomu- áhu ritstörfum, sam-
skólasetnmgin með guðsþjón- meira a að hta en aður var. fapa meðfæddum hæfileikum
ustu, sem sóknarpresturinn,, En það er ekki aðeins ytri hefir tekist að ná valdi yfir
f-Yngvi Þ. Arnason, flutti. svipur skólahússins, sem hefir ágætum frásagnarstíl. Er
*°kin^ batnað. Þegar inn er komið, hahn mörgum að góðu kunn-
stjón Guðmundur Gislason sér maður> að þar hefir farið ur fyrfr greinar> sem bfrzt
skolasetnmgarræðu sma. A- fram gegnger breyting á hafa efir hann í blöðum og
varpaði hann nyja og eldri kjallara og talsverðar lagfær- ' tímaritum á ýmsum tímum.
nemendur skólans og hvatti ingar a öðrum hæðum húss- Bókin — Á hvalveiðistöðv-
þa td þess að sækja namið af ins Blandast engum hugur um — er gefin út af ísafoldar
aiuð og hlyða reglum skol- um> að Skólinn er nú orðinn prentsmiðju og er vel til út-
ans. Það væn mest undir hin ágætasta vistarvera fyrir, gáfUnnar vandaö. Hún er 219
nemendum sjalfum komið nemendur sína og getur veitt blaðsíður og prýdd allmörg-
hvert gagn þeir hefðu af þeim prýgnegan aðbúnað. ;Um myndum. — Meginhluti
skólavistmni og góður heim- Enda er nauðsynlegt, að fyr- hennar fjallar, eins og nafnið
ihsbragur þessa stora heim- irk0mulag allt sé hentugt og bendir til, um hvalveiðar, sem
ilis væri kominn undir goðn húsnæði i góðu ástandi, þar Norðmenn stunduðu hér við
samvmnu kennara og nem-^ sem taka verður á móti ianci, fyrir og eftir aldamót
enda' | hundrað nemendum til vetr- siðustu, og síðan í suðurhöf-
Bauð hann hina nýju kenn- ardvalar.
ara skólans velkomna til j Norðvestur af skólahúsinu
starfs, Þorstein Gunnarsson hefir í sumar verið reist all-
stór bygging í tveim álmum,
eru ljósavélar skólans í ann-
ari álmunni en verknáms-
deild er fyrirhugað pláss í
hinni. Með þessari byggingu
og Arnheiði Sigurðardóttur. I
Þá lýsti hann helztu breyt-
ingum, sem orðið hefðu á
skólahúsunum á árinu.
Bjarni Þorsteinsson, kenn-
ari frá Lyngholti tók til máls hafa skilyrði til verklegrar
á eftir skólastjóra og árnaði kennslu stórum batnað og er
skólanum heilla á byrjandi þess nú vænst, að það nám
skólaári. j geti batnað verulega frá því
Það er ánægjulegt að koma sem áður var. Miða allar þess-
til Reykjaskóla og sjá þær ar breytingar að því að skapa
miklu breytingar, sem orðið skólanum bætt starfsskilyrði
hafa á skólanum og umhverfi og verða þær jafnframt til
hans síðustu árin. Mesta at- þess að gera námsdvöl nem-
hygli vekur viðbótarbygging enda skemmtilegri. Enda er
sú, sem reist var við gamla
um. Er það einkum einn þess
ara norsku hvalveiðimanna,
Hans Ellefsen að nafni, sem
kemur þarna við sögu, en
hann varð þeirra þekktastur
hér, og á hvalveiðastöð hans
á Asknesi við Mjóafjörð eystra
vann Magnús, ásamt mörgum
íslendingum öðrum, um
margra ára skeið. Lýsir Magn
ús í bókinni dvöl sinni á hval
veiðistöðinni, störfum sínum
og daglegu lífi þeirra félaga.
Eftir að hvalir hér við land
tóku að ganga til þurrðar,
vegna óhófslegrar veiði, hætti
Ellefsen (og aðrir Norðmenn)
hvalveiðum hér og stundaði
óhætt að segja, að skólinn sé jsíðan hvalveiðar við Afríku
áhugi læknanna i Reykjavik?
hér er um nokkra sök að ræða Hvar kemur hann fram?
Við eigum marga ágæta
lækna, sem vafalaust gera
margt snildarhandbragðið,
hver á sínu sviði. En þegar
kemur til sameiginlegra átaka
liggur næsta lítið eftir svo
fjölmenna, menntaða og vel
efnum búna stétt. Að vísu
munu einstakir læknar reka
sjúkrahúsið Sólheima. En það
er ófullkomið sjúkrahús, sem
þætti varla hæft til þeirra
hluta í smáþorpi úti í lands-
byggðinni. Þó er það betra en
ekki og er sjálfsagt að þakka
þeim, sem að því standa.
Annað sameiginlegt átak
gerðu allmargir læknar í
Reykjavik fyrir nokkrum ár-
um síðan, en það var stofn-
un og rekstur Búkollubúsins
í Laxnesi. í þann búrekstur
munu þeir hafa lagt allmik-
ið fé. En lítill jákvæður árang
ur eða ánægja mun hafa feng
ist í aðra hond af þeirri út-
gerð. Hefir mörgum fundist,
að læknar hefðu frekar átt
að beita sinni miklu orku aö
byggingu bæjarspítala í
Reykjavík, en í þetta Búkollu
ævintýri. En menn sofa stund
um nokkuð lengi á verðinum
og vakna fyrst til fulls, þeg-
ar hið gullna tækifæri er lið
ið hjá. En lítt stoðar að kasta
áhyggjum sínum á aðra.
Menn eru hættir að hafa
gnægð fjár. Við erum komn
ir niður á jörðina og þurfum
að vinna markvíst og skipu-
lega, að þessum málum, líkt
og þegar Jónas Þorbergsson
og fleiri ágætir áhugamenn
hryntu i framkvæmd bygg-
ingu Kristneshælis. Ef hin
fjölmenna læknastétt Reykja
víkur myndar samtök um
málið með áhuga og dugnaðí.
um söfnun fjár og annars,
sem með þarf getur hún vafa-
laust treyst á mikinn stuðn-
ing einstaklinga, bæjarfé-
lags og ríkis til framkvæmd-
anna. Vaxandi áhrif Fram-
sóknarmanna í Reykjavíii
munu hiklaugt vinna að skjói
um framkvæmdum. En iækr.
arnir hljót" m-stan heiðui
sjálfir, eins og venjuléga
gengur til í lifinu, þegai
menn heimta meira af sjálf-
um sér en öðrum.
B,
nokkur ár. Magnús fór aldrei
til Afríku, en nokkrir íslend-
ingar fóru þangað og störfuðu
á hvalveiðistöð Ellefsens þar.
Segir nokkuð frá því í bók-
inni og er sá kafli ritaður
eftir frásögn Jóns Magnús-
sonar Afríkufara, sem mörg-
um er kunnur. —
Loks er í bókinni langur
kafli um ferð, sem Magnús
fór til Noregs og fleiri ná-
lægra landa, að lokinni dvöl
sinni á hvalveiðistöðinni.
Magnús Gíslason er vand-
virkur maður og bókfestir það
eitt, sem hann telur öruggt
að rétt sé. Bók hans, Á hval-
veiðastöðvum, ber þessu vitni.
En því miður hefir prófarka-
lestur bókarinnar eigi verið
svo nákvæmur, sem skyldi, og
eru því allmargar prentvillur
í bókinni, þótt fæstar, eða
jafnvel engar, séu þær mein-
legar. Á blaðsíðu 91 er þó
ein bagaleg prentvilla. Þar
segir svo: „Sumarið sem Ell-
efsen varð fimmtugur (1906),
var þarna roskinn mað.ur af
Asknesi, sem Bjarni hét.“ En
á að vera: af Akranesi, því að
þaðan var maðurinn. Þá er
á bls. 171 getið um (skipið)
„Ronning Maud,“ en á að
vera: Dronning Maud. —
Aðrar prentvillur munu tæp-
lega valda misskilningi.
Bókin — Á hvalveiðastöðv-
um — sameinar með ágætum
þá tvo höfuðkosti, að vera
fróðleg og skemmtileg. auk
þess, sem ytri frágangur henn
ar er allur hinn vandaðasti.
Hún mun því verða öllum
þeim, sem fróðleik unna, góð-
ur fengur.
Eyþór Erlendsson.
fluglýAit í Twahutn