Tíminn - 06.11.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 06.11.1949, Blaðsíða 7
239. blað TÍMINN, sunnuðaginn 6. nóvember 1949 7 TIMANS er 81300. TIMINN á hvert íslenzkt lieimili. Útbreiðið TÍMANN. Merkar bækur og sígildar Barn á virkum degi Valborg Sigurðardóttir þýddi. Norski barnasálfræöingurinn Áse Gruda Skard er tvímælalaust í röð fremstu barnasálfræðinga á Norðurlöndum. Bók hennar, Barn á virkum degi, fjallar um börn frá fæðingu fram á unglingsár. í fyrri hluta bókarinnar er gerð grein fyrir fyrstu sjö árum barnsævinnar og helztu viðfangsefnum, sem for- eldra og aðra uppalendur varða, svo með meðferð ungbarna, lystarleysi og matvendni, hreinlætis- venjur, svefnþörf barna, gildi leikja, hræðslu- girni, reiði þrjóska o. s. frv. í síðara hluta bókar- innar er gerð grein fyrir sálarlífi skóiabarnsins, tilfinningalífi þess, félagsþroska og námsþroska og mörgu öðru, er snertir líf þess heima og heiman. Máttur jarðar er saga mikilla átaka - manndóms - ásta - baráttu - hugsjóna Máttur jarðar Saga þessi var frumrituð á dönsku og kom út hjá Hass elbalch’s forlagi haustið 1942. Vakti hún þegar mikla athygli á gervöllum Norðurlöndum, enda talin byggð bjargi gamllar frásagnalistar. — Nú hefir höf. sjálf- ur endursagt söguna á íslenzku. Sagan gerist hér heima á siðustu 30 árum. Hún lýsir m. a. ungum elsk- endum, sem heyja harja lífsbaráttu fyrir hugsjón- um sinum i fangabrögðum við ræktun jarðar, nístandi biturleik og andstreymi. Bók þessi^. gott erindi til allra uppalenda, hún er ljóslega og aðgengilega rituð, skemmtileg og skynsamleg. Jón Björnsson: Máttur moldarinnar, hinn mikli gróandi lífs- ins - móðir alls sem lifir, færði elskendunum að lokum fullan sigur. — í litla f jallabænum þeirra, þar sem vetrarbyljirnir geisuðu og sólin skein skærast, ríkti nú ham- ingja og ást, og hljóðlát gleði fyllti hjörtu þeirra. Elinborg Lárusdóttir: Tvennir tímar KUnhorg Ura«4éttlr Endurminningar Hólmfríðar Hjaltason Sagan hefst noður á Siglufirði, 24. febrúar 1870. -— Hún lýsir ævi alþýðukonu, er giftist einum mesta fræð- ara og fræðimanni, er ísland hefir átt. Hón bjó manni sínum yndislegt heimili, fluttist með honum til ann- arra landa, umgekkst þar höfðingja og fræðimenn og stóð hvarvetna í stöðu sinni sem afburða húsmóðir og hetja. — Sagan endar í Reykjavík í litlu herbergi á Grettisgötu 35, 7. febrúar 1948. Viðburöarik saga .sjaldgæf og athyglisverð. Hvert er hlutfallið ... (Framhald aí 4. sfðuj. skömmtunarseðlana, segir ráðherrann, að af þeim hafi verið gefið út samtals fyrir 105 millj. kr. á tímabilinu 1/10. 1947 til 31/12. 1948. Nú vita það allir, að mikill fjöldi landsmanna hefir aldrei fengið neitt út á innkaupa- heimild þá, sem gengur und- ir nafninu stofnauki nr. 13, enda voru þann 1. júlí úti- standandi af honum ca. 50 þúsund, svo ekki hafa hinar rýru vörubirgðir farið í þenn- an hluta hans. Allir muna bláu seðlana frá því árið 1948, sem voru að miklu leyti gerðir ógildir fyrir öllum þorra lands manna. Vitað var, að mikill ruglingur var á innheimtu þessara seðla — þeirra, sem eitthvað fékkst út á — frá verzlunum, en samt væri fróð legt að fá að vita frá skömmt unarskrifstofunni, hvað neyt endur voru taldir að hafa fengið mikið afgreitt út á þá seðla. Benda má á það, að mikið af skömmtunarvörum er framleitt í landinu sjálfu, þannig að skömmtunaryfir- völdin hafa meira til ráðstöf unar en innflutninginn, og hefði þá átt að gagna því bet ur með dreifinguna. Spurningar til ráðherrans? 1. Hve mikið var flutt inn af skömmtunarskyld- um vörum (vefnaðarvöru og búsáhöldum) á tímabil- inu 1/10. 1947 til 1/7. 1949? 2. Hvert er útsöluverð- mæti þessara vöru? 3. Hvað mikið er fram- leitt í landinu sjálfu af skömmtunarskyldum vör- um (vefnaðarvöru) úr is- lenzku hráefni á nefndu tímabili? 4. Hve mikið var gert ó- gilt af innkaupaheimildum á síðasta ári? 5. Hvað reiknast skömmt unarskrifstofunni að mikið verðmæti hafi verið úti- standandi 1/7. 1949 í inn- kaupaheimild þeirri, sem var stofnauki nr. 13? Vonandi svarar hæstvirtur viðskiptamálaráðherra fyrir- spurnum þessum eins og þær eru lagðar fyrir, og það enda þótt hann þurfi að leita ann arra heimildarmanna en skömmtunarstj óra. Ég hefi ekki í því, sem ég hefi um þetta sagt, talað um svarta markaðinn, en það gleður mig að kynnast hinni riku ábyrgðartilfinningu ráð- herrans, þar sem hann telur sig eiga sök á svarta markað inum, ef úr höndum hans og þeirra, sem undir stjórn hans eru, hafa horfið skömmtun- arvörur svo nemur tugum milljóna að verðmæti. BÆKUR Saga mannsandans eftir Ágúst H. Bjarnason, þetta er vinsælasta sögu- ritið- saga menningarinn- ar, fróðlegt og alþýðlegt TÍt. Menntandi rit sem hvert Iheimili hefir varanlega á- |nægju af. Bætið því í bókasafn yðar. Lítið til bóksalans eða pantið bækurnar frá for- laginu. Hlaðbúð Pósthólf 1067. á grafreiti Útvegum áletraðar plötur á grafreiti. með stuttum fyrir vara. — Upplýsingar á Rauð- arárstíg 26 (kjallara). Simi 6126. Frímerkjaverzlun P. O. Box 356 — Reykjavík Giímmílíiti sendið pantanir Gúmmílímgerðin „GRETTIR“ Laugp.veg 76 — Sími 3176 Anglýsingasími Erlent yfirlit (Framhald af 5. siOu). móti hjá „International Friend- ship Leagues“. Nokkrir ungir menn höfðú komið og beðið hann að tala þar, og þegar hann spurði hvers konar félagsskap- ur þetta væri, sögðu þeir, að hann væri sjálfur formaðurinn. Það sagðist hann alls ekki hafa munað og aldrei hafa mætt á fundum eða mótum félagsskap- arins í Bretlandi. Á leiðinni til samkomunnar spurði hann nokkra af fyrir- mönnum mótsins um hvað hann ætti nú að tala. Þeir létu uppi óskir sínar og án frekari undir- búnings flutti hann hálftíma erindi sem áheyrendur frá 20 löndum hlustuðu á af mikilli hrifningu. Þeir ætluðu helzt aldrei að sleppa honum frá sér. Við fengum samt tíma til að sjá höli Hamlets. Hin göfuga lafði var hugfangin af örlögum danska konungssonarins, en ég held að bóndi hennar hafi veit.t ökrunum og kúnum, sem á leið okkar urðu, meiri athygli. Hann dáðist að smábýlunum sjá- lenzku og sagði: Þetta er ham- ingjusamt land! Hingað kem ég bráðum aftur. „Kallaðu mig Jón!“ Boyd Orr lávarður hefir hlot- ið allskonar virðingarmerki og nafnbætur, sem mest sæmd þykir að í heimi vorum, en samt er hann- hverjum manni lát- lausari og alúðlegri í viðmóti. Einu sinni sagði ég við hann: „Fyrirgefið, en ég er ekki svo viss í brezku titlatogi. Flestir kalla yður „ýðar tign“, en aðrir segja „lávarður Boy Orr“, en í félagsskapnum Einn heimur segja menn „Sir John“. Hvað er nú réttást? Þá lagði hann handlegginn yfir herðarnar á mér og sagði: Það er bezt að kalla mig Jón.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.