Tíminn - 09.11.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.11.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 9. nóvember 1949 241. blað Samvinnan og fram- heimsins leiðsluskipulag Framh. Hvers vegna samvinna? Það eru aðallega tvær á- stæður fyrir þessarri miklu framleiðslu-sérgreiningu þjóð anna og verkaskipting stétt- anna, fyrir þessari ósjálfráðu samvinnu við framleiðslustörf in. Þessar ástæður eru, fyrst hin misjafna skipting auð- æfa jarðar og náttúrugæð- anna.og, annað, vélmenning- in, sem maðurinn hefir stöð- ugt verið að auka. Þetta má bezt skýra með dæmum. Hugsum okkur, að við séum á gangi úti i New York á köldu vetrarkvöldi og ákveðum að setjast inn á kaffistofu og fá okkur bolla af heitu kaffi og jólaköku- sneið. Athugum nú nokkur augljósustu atriðin, sem sýna hina ósjálfráðu samvinnu, sem maðurinn verður að taka 1 þátt í, við framleiðslustörfin. Þess er þá fyrst að geta, að við setjumst við borð, sem húsgagnaverkstæði í New Jersey hefir smíðað. Áður en við settumst niður hengdum við hatt okkar og yfirhöfn á fatahengi, sem smíðað hafði verið í Tékkóslóvakíu. Síðan kemur þjónninn. Hann skrif- ar pöntun okkar í bók slna. Hún er búin til úr pappír, sem framleiddur var í Kanada, og prentsmiðja nokkur í New York hafði prentað hana og heft, Þegar þjónninn skrifar niðUr „1 bolli kaffi, 1 jóla- kökusneið,“ notar hann blý- ant, sem framleiddur hafði verið í Englandi. Þegar við. svo fáum kaffið }/i er það' framreitt í ítölskum bollum og með þvi fylgir hvítasykur sem er frá Cuba, og kaffið sjálft hafði verið ræktað í Brazilíu, brennt og malað í Virginia, og lagað i eldhúsi kaffistofunnar i New York. Þjónninn færir okkur einn- ig jólakökusneið. Kakan hafði verið búin til úr hveiti, sem ræktað var í Minnesota, sykri, sem ræktaður var á Hawaii, eggjum frá Connecticut, rú- sínum frá Californíu, mjólk frá New York og fjöldanum öllum af öðrum efnum, sem komu hvaðanæva að. Allt þetta þurfti að vera fyrir hendi áður en bakarinn gat blandað deigið og bakað kök- una. Þúsundir manna í mörg- um löndum og landssvæðum heimsins höfðu þannig ósjálf rátt, og að mestu leyti óaf- vitandi, unnið saman til þess að gera okkur mögulegt að borða þessa köku með kaffi- bollanum. En hingað til höfum við aðeins litið á augljósustu samvinnuna, sem á sér stað milli þjóða og atvinnustétta í framleiðsluskipulagi heims- ins. Samt sem áður erum við búin að sjá, að hundruð og jafnvel þúsundir manna hafa unnið saman, til þess að full- nægja eftirspurn okkar eftir kaffibollanum og þessu ein- falda bakkelsi. Enn er þó margt óupptalið, t. d. fram- leiðsla efnanna, sem notuð voru í kökuna. Tökum t. d. ræktun hveitis- ins. Bóndinn verður að ryðja akur sinn og plægja áður en hann getur sáð. Til þess þarf hann exi, sög og fjöldann all- an af öðrum verkfærum, sem framleidd hafa verið í iðju- verum heimsins. Auk þess þarf Eftir Haunes Jónsson fclagsfræðing bóndinn að búa í landi eða landssvæði, þar sem jarðveg- ur og loftslag hentar hveiti- ræktinni. Þegar akurinn er ruddur og plægður fer bóndinn að sá. Við sáninguna notar hann vélar, sem framleiddar voru í miðvesturríkjum Bandaríkj- anna úr efnum, sem komu hvaðanæva að úr heiminum. Bóndinn notar dráttarvél til að draga sáningarvélarnar. Þess vegna þarf hann að eiga benzín og olíur, sem unnar eru í Iraq, Rúmeníu, Banda- ríkjunum og víðar þar sem náttúran hefir skapað olíu- lindir. Við gætum tekið fleiri dæmi til að sýna, hversu mikil ósjálfráð samvinna á sér stað i framleiðslu og hagskipu- lagi heimsins. Einnig gætum við skýrt frá framleiðslu fleiri efna, sem fara í jólakökuna og kaffibollann. En það, sem sagt hefir verið nægir til þess að benda á, að framleiðslu- og hagskipulag heimsins bygg ist fyrst og fremst á ósjálf- ráðri samvinnu og þessi sam- vinna byggist á misjafnri skiptingu náttúrugæðanna og vélmenningunni. Mikill hagnaður af samvinnu. Það þarf ekki að taka það fram, að mannkynið hefir haft ákaflega gott af hinni ósjálfráðu samvinnu fram- leiðslu- og hagskipulagsins. Mönnum blandast ekki hugur um, að einhverjar mestu fram farir framleiðsluskipulagsins er verkaskipting, sem er í eðli sínu ekkert annað en ó- sjálfráð samvinna manna og stétta á milli. Samfara verkaskiptingunni hefir líka farið fram ósjálf- ráð samvinna í öðrum skiln- ingi. Ég á við sérgreiningu framleiðslunnar í einstökum löndum og landshlutum. Þetta er í eðli sínu ekkert annað en ósjálfráð framleislusamvinna landshluta og þjóða á milli. Menn grafa kol í Pennsylvan- ía í Bandaríkjunum og í Wal- es í Englandi, en stunda járn vinnslu í Elsass Lorraine og í mið-vesturríkjum Banda- ríkjanna. Misjöfn. skipting náttúrugæðanna milli landa og landshluta hafa skapað þessa ósjálfráðu samvinnu. Það er hverjum manni ljóst, að verkaskipting með véltækninni, sem henni fylgir, og sérgreining framleiðslunn- ar í þeim löndum og lands- hlutum, sem bezt eru gerð af náttúrunnar hendi til ein- hverrar einstakrar fram- leiðslu, hafa leitt af sér marg- ar merkilegust^ og beztu um- bætur á lifnaðarháttum mann kynsins. Þannig má segja, að vegna hinnar ósjálfráðu sam vinnu framleiðslu- og hag- skipulagsins hafi manninum tekizt að ná þeim tiltölule*ga háa lífsstandard, sem hann nú hefir. En úr því mannkynið hefir haft svona mikið gott af ó- sjálfráðri samvinnu við fram- leiðslustörfin, er þá ekki hugs anlegt, að það geti líka haft margt og mikið gott af beinni samvinnu við dreifingu fram- leiðsluvörunnar? Er ekki hugs anlegt, að hinar tíðu hag- sveiflur með allri þeirri eymd, sem þeim fylgir, séu að miklu leyti því að kenna. að mann- kynið hefir ekki stuðzt við samvinnu um dreifingu af- raksturs framleiðslustarfa sinna jafnt sem við fram- leiðslustörfin sjálf? Þessari spurningu verður híklaust svarað játandi. Margfaldur afrakstur. Afrakstur manna af jörð- inni hefir margfaldazt vegna hinnar ósjálfráðu samvinnu þeirra við framleiðslustörfin. Það sorglega hefir hins vegar skeð, að þrátt fyrir stöðugt aukna framleiðslu og stöðugt aukna menningu og tækni hefir mannkynið aftur og aftur orðið að þola hörmung- ar viðskipta- og framleiðslu- kreppna. Hagsveiflurnar eru því stærsta fjárhagsvanda- mál nútimans. Það er vegna hagsveifln- anna, eða öllu heldur einni hlið þeirra, kreppnanna, að menn hafa farið að hugsa upp ismana. Frumkvöðlar Sosíalismans, Kommúnismans Fasismans og Nazismans lof- uðu allir að binda enda á kreppurnar, ef þeirra skipu- lag yrði upp tekið. Fólk í ýms- um löndum hefir haft svo mik inn áhuga á að binda enda á eymdarástand atvinnu- og öryggisleysis, sem fylgir krepp unum, að það hefir orðið gin- keypt fyrir hinum ýmsu ism- um í ýmsum löndum. Stað- reyndirnar sýna hins vegar, að þetta fólk hefir keypt köttinn í sekknum. Ismarnir, eins og t. d. Nazismi í Þýzka- landi og Kommúnismi í Rúss- landi, hafa leitt til ýmiskonar umbóta og framfara. En jafn- framt þessum umbótum og framförum, hafa þeir leitt til hörmunga og andstyggðar, sem hugsanlega geta verið hverju mannfélagi meiri mein semd, en allar verstu kreppur heimsins. Með auknum skilningi á ismunum og aukinni þekk- ingu á hagskipulagi heimsins lærist mönnum að öruggasta og bezta laysn hagsveifln- anna er fólgin í samvinnu: ósjálfráðri samvinnu við fram leiðslustörfin í formi verka- skiptingarinnar, og sjálfráðri og skipulagðri samvinnu um dreifingu afraksturs fram- leiðslunnar. Þegar þessi skiln ingur er fenginn, og nauð synlegar ráðstafanir til fram- kvæmtfa gerðar, þarf maður- inn ekki lengur að vera að brjóta heilann um sæluríki ismanna, því þá hefir hann skapað sér það atvinnu- fjárhags- og félagsöryggi, sem hann hefir þráð allt frá því að hann byrjaði fyrst að dreyma um sæluríki ismanna í heiminum. Þegar svo er kom ið, dettur engri þjóð í hug að fara að stofna heiminum í hættu vegna styrjaldar út af einhverjum ismum. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833. Heima: Hafnarfirði, sími 9234 Síðan 1914 hafa Svíar búið við áfengislöggjöf, sem ákveður skömmtun áfengra drykkja þar í landi. Það er hið svokallaða Brattskerfi. Þessi skömmtun þyk- ir nokkuð ströng og Svíar eru sagð ir löghlýðin þjóð, — að minnsta kosti i samanburði við íslendinga. En þrátt fyrir þetta eru áfengis- málin vandamál í Svíþjóð. Nú er talað um að breyta áfengislöggjöf inni þar og afnema Brattskerfið. / Politisk Tidsskrift, sem Svenska Landsbygdens Ungdomsforbund gefur út, er nýlega grein um áfeng ismál eftir rithöfundinn Ivar Thor Thunberg. Hann tekur svo til orða, að til sanns vegar megi færa, að saga Svía sé saga brennivíns- ins. Og til dæmis um drykkju- skap liðinna alda segir hann, að árið 1731, þegar íbúar Stokkhólms voru tæplega 40 þúsund manns, voru þar í borginni 800 veitinga- krár. En á þeim tímum voru menn settir í gapastokk um helgar fyr- ir misnotkun áfengis. Gapastokk- arnir voru hafðir á kirkjustað og þar stóðu óhappamennirnir úti fyrir guðshúsi, fjötraðir vegna smánar sinnar, meðan söfnuður- inn hlýddi messu. Það var eins konar apabúr á Lækjartorgi. Og þó drukku menn. / Svenska Landsbygden er fyrir fáum dögum grein, sem fjallar uin áfengisnautn og hjúskaparlíf. Það er algengt, að blöð og tímarit, sem gefa svör við spurningum um „hjartans mál“, fái fyrirspurnir frá ungum stúlkum um það, hvort þeim sé ráðlegt að giftast ungum manni með drykkjuhneigð: „Hann er svo góður, nærgætinn og um- hyggjusamur, einkanlega þegar hann er algáður. Ef til vill legg- ur hann allan drykkjuskáp af þeg- ar við erum orðin gift“. En þessir dálkar, og ýmsar ráð- gefandi stofnanir fá líka bréf og heimsóknir giftra kvenna, sem segja sem svo: „Heimili okkar er alveg eyðilagt vegna drykkjuskap- ar mannsins míns. Pjárhagurinn er í kalda koli oft veit ég ekki, hvar ég á að fá peninga fyrir mat handa mér og börnunum. — Það er hávaði og ófriður um nætur, þegar maðurinn minn kemur drukkinn heim. Hvað á ég að gera?“ Hvorugar þessara spurninga eru góðar, þægilegar eða skemmtileg- ar. Dr. Curt Ámark, sem er kunn- ur læknir í Stokkhólmi, segir stutt og ákveðið: „Engin stúlka ætti að giftast ungum manni með drykkju hneigð. Það eru litlar líkur til, að það hjónaband fari vel og hvað sízt, ef hún gengur með þann á- setning, að ætla sér að sr^i manninum. En hvað sem stúlkum er ráðlagt, fara þær venjulega sínu fram og þá verða þær líka oftast drykkjumannakonur“. Mér þykir rétt að halda svona fræðslu til haga þeim til athug- unar, sem halda að áfengisvanda- mál sé ekki til nema á íslandi. Þetta er f landi hinnar menntuðu og hófsömu sænsku þjóðar. Og dr. Ámark veit góð skil á þeirri tauga- veikiun og margskonar vandræð- um, sem lengstum fylgir fjölskyld- um drykkjumannanna. En í Svíþjóð eru til opinber drykkjumannahæli, sem taka til vistar menn, sem leita þeirra af fúsum vilja. Auk þess eru þar áfengisvarnanefndir, sem taka menn í vörzlu sína cg undir sitt eftirlit án þess að þeir dveiji í hælum, og það ber oft góð- an árangur. Ráðleggingar og holl- ur félagsskapur og eftirlit verður oft til mikillar hjálpar. Á síðasta Alþingi var samþykkt ný drykkjumannalöggjöf. Sam- kvæmt henni á að rísa upp hjálp- arstofnun til leiðbeininga og lækn inga vínhneigðum mönnum. Hver sá maður, sem lögreglan þarf að taka í sína vörzlu og umsjá vegna ölvunar, á að fá læknisskoðun og meðferð eftir því og það varðar við lög að veita honum eða selja áfengi þaðan í frá. Þessi löggjöf er eitthvað það merkilegasta, sem lengi hefir verið gert í heilbrigð- ismálum íslendinga á löggjafar- sviði. Og þó nær það ekki fyrir ræturnar. Það er aðeins tilraim til að lækna að nokkru það mein, sem við erum dæmd til að búa við, meðan hinn ráðandi hluti þjóð arinnar vill ekki neita sér um það, að skemmta sér með drykkjuskap. En við skulum vona, að lækningin heppnist stundum vel. Starkaður gamli. Innilega þakka ég ykkur öllum, sem glöddu mig á sjötugsafmæli mínu með gjöfum, heillaskeytum, ávörp H um og hlýjum handtökum. Guð blessi ykkur ölL- Jón Ólafsson Krókfjarðarnesi. Allt til að auka ánægjuna Stofuskápar — rúmfastakassar 3 gerðir. Borð marg- ar tegundir, kommóður (ekki úr pappa). Eldhússtæði og sérlega góðir eldhúskollar ný komnir. Borðstofu- stólar væntanlegir í byrjun nóvember. Dívanar ýmsar stærðir og rúmstæði. Verzl. Sími 27 — Selfossi OEHIST ÁSKRIFENDUR AÐ TÍMANUM. - ÁSKRIFTASÍMI 2323. Auglýsingasími Tímans 81300

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.