Tíminn - 09.11.1949, Blaðsíða 7
241. blaff
TÍMINN, miðvikudaginn 9. nóvember 1949
7
Ávarpsorð ti! stúdenta
Ræðukafli cftir Lous Mohr prófessor
rektor liáskólans í Osló
Hér fer á efíir niðurlag ræðu þeirrar, sem rektor há-
skólans í Osló Lous Mohr prófessor, flutti fyrir nýjum
stúdentum þegar háskólinn byrjaði starfsár sitt 1. septem-
ber síðastliðinn.
Það er ekki létt að vera'
ungur á þessum tímum. Það
hefir aldrei verið létt að vera
ungur. Og það er hættulegt
að gefa ungum mönnum ráð.
En ef ég dirfðist að gera það.
yrði fyrsta ráð mitt þetta:
Treystu sjálfum þér og vertu
trúr því bezta í þér. Mundu,
að hver er sinnar gæfu smið-
ur. Aðrir geta hjálpað okk-
ur. En það, sem úrslitum ræð
ur, er þó hitt, hvað við ger-
um sjálf.
Ég legg áherzlu á heilbrigt
sjálfstraust. Ég hefi takmark
aða trú á sjálfstæði og óháð-
um sóknaxþrótti æskunnar.
Þegar vio -stöndum frammi
fyrir þvi, sein er algerlega
nýtt og óþekkt, eins og þið
gerið í dag, finnum við til
þess, svo sem eðlilegt er, að
við erum óviss og hikandi.
Hver maður mun ég reynast
til að láta rætast þær vonir,
sem við mig eru bundnar sem
fullorðinn mann?
Nú langar mig til að trúa
ykkur fyrir einu. Þegar ég
minnist þeirra, sem hafa kom
ist vel áfram, sem kallað er,
hlotið æðstu trúnaðarstöður
og orðið þýðinéarmiklir
menn, þá hafa fæstir þeirra
verið sérstakt afbragð að
gáfum og slíkum hæfileik-
um. Ef marka má mína
reynslu. hættir ungu fólki við
að ofmeta slíkt. En að einu
leyti hefir þetta fólk þó und-
antekningarlaust haft góðar
gáfur. Það hefir haft gáfu til
stöðugrar, ákveðinnar vinnu.
„Starfið er“, svo að ég yitni
í Björnson, „sá kraftur, sem
einkum gerir alla hæfileika
okkar verðmæta".
Og takið þið svo vel eftir
öðru. Því meiri vinnu, sem
við leggjum í eitthvað við-
fangsefni, því meiri fullnæg-
ingu og gleði veitir það- Ég
var nærri búinn að segja:
Það er næstum því sama,
hvaða starf maður velur sér.
Mjög fáir eru svo heppnir, að
þeir hafi ákveðna hæfileika,
sem skipi þeim endilega að
einhverju sérstöku verkefni,
eins og hægt er að stýra eftir
áttavita. Margir þeirra, sem
ímynda sér. að þeir eigi sér
ákveðna köllun, vita því mið-
ur á æskuskeiði sínu lítið eða
ekkert um eðli og einkenni
þess hlutverks, sem þeir eru
að velja sér. Ef atvikin haga
því svo, að þeir verða að
velja sér aðra leið, verða þeir,
eftir því sem mín reynsla
nær til, jafn ánægðir með
það lífsstarf, þegar þeir hafa
á annað borð gengið því á
hönd í alvöru.
Starfsgleðin og bar með
lífsgleðin fer oft meira eftir
því, hvernig unnið er en hvað
starfið er.
Þegar ég tala um heilbrigt
sjálfstraust. langar mig til
að bæta þessu við: Hlustið
ekki um of á allt það, sem
sagt er um skaðlegar höml-
ur, geðflækjur. bældar hvat-
ir og margt fleira, sem ég
kann naumast að nefna.
Heilbrigt fólk, — og guði sé
lof að það erum við flest, —
hefir ekki tíma til að leggj-
ast í ófrjóa sjálfsskoðun.
Trúið heldur ekki gagnrýnis-
laust á kröfurnar um frelsi
og einhliða dýrkun eðlislægra
hneigða. Það er efalaust, að
kynslóð okkar hefir stigið
góð spor fram á við frá
falskri rómantík í áttina til
hins ærlega og náttúrlega.
En þegar svo er komið, að
ýmsum virðist, að allt illt í
nútíðarþjóðfélagi sé sprottið
af því, að frumstæðar eðlis-
hvatir séu bældar og bundn-
ar, annaðhvort í bernsku eða
síðar á ævinni, þá verðum
við að gera okkur ljóst, að
svo einfalt er lifið ekki.
Við lifum í menningarþjóð-
félagi. Menningarþjóðfélag
þarfnast skefja og skipulags.
Það krefst tillits til annarra.
Auðveldlega verða þessar
kröfur tízkunnar um frelsi og
hömluleysi að skálkaskjóli
ábyrgðarlausra sérgæðinga,
og það bitnar á hinum veik-
ari, ekki sízt konunni. Skap-
gerðin mótast undir aga vilj-
ans og ábyrgðartilfinning-
ar. Hömlur vorar eru heil-
brigðar, eðlilegar skefjar,
sjálfstjórn. Við sjáum hvern-
ig fer, ef áfengi er notað til
að eyða þessum hömlum. Ég
óska þess, að Noregur eigi sér
háskólaæsku, sem er bindind
issöm og hefir ríka ábyrgðar-
tilfinningu, — æsku, sem frá
fyrstu stund setur takmark
sitt hátt.
Stúdentar!
í dag eru liðin 10 ár frá
því að síðasta heimsstyrjöld
hófst. Á barnsaldri ykkar
voru erfiðleikatímar hjá þjóð
inni, bölvun stríðsins. Á æsku
árum ykkar heimti þjóðin
frelsi sitt á ný og þið hafið
notið sællar hamingjukennd-
ar, sem því er samfara. Það
má vel vera, að með slíkt í
baksýn virðist margt grátt og
hversdagslegö í dag og ekki
jafn geislandi bjart og ykkur
hefir einhverntíma dreymt
um framtíðina.
En við höfum lært á þess-
um erfiðu tímum vissa hluti,
sem vert er að muna. Við höf
um lært að þekkja þolgæði og
þrautseigju mannsins. Það
má leggja mikið á manninn,
bæði andlega og líkamlega,
án þess að kjarkurinn bresti
og lífsbrótturinn sé brotinn
niður. í öðru lagi lærðum við,
að það er gott efni í norsku
þjóðinni. Ættjarðarást okkar
fékk nýtt, raunhæfara gildi
og náði -dýpra- Við höfum
lært að þekkja í sundur nátt-
úrlega, heilbrigða ættjarðar-
ást og rfanghverfu hennar,
þjóðernislega brjálsemi og
þjóðardramb, heimskulegt
sjálfsgrobb og sjálfsdýrkun.
Og þetta er ekki ómerkileg-
j ur lærdómur fyrir þann, sem
nú er ungur.
Eldurinn
gerlr ekkl boð ft undan aérl
Þclr, eern eru hyggnlr,
tryggja «trax hjft
SamvimutryggirLgLLm
Sjúkrahúsmálin
(Framhald af 1. síðu)
Breiðabólstað á Síðu. Á Pat-
reksfirði er fyrir nokkru lokið
byggingu Vandaðs sjúkrahúss
handa tuttugu sjúklingum, í
Keflavík er verið að ljúka
myndarlegri sjúkrahússbygg-
ingu og sömuleiðis á Akra-
nesi. Á Egilsstöðum er risinn
upp nýr læknisbústaður
handa tveim læknum, auk
sjúkraskýlis, og er nú orðin
leitun á því læknishéraði,
sem ekkert hefir verið að-
hafst.
Á ísafirði var þegar 1924
rcist sjúkrahús handa
fimmtíu og tveim sjúkling j
um og hefir bærinn rekið
það fram á þennan dag. \
Jafngildir það því, miðað
við fólksfjölda, að Reykja-
víkurbær ræki sjúkrahús
með eitt þúsund sjúkrahús
rúmum, og þó var þessi
sjúkrahúsbygging enn
stærri I sniðum, hlutfalls-
lega við Reykjavík nú, þeg
ar hún var reist.
Þá hafa Akureyringar
ekki síður verið stórhuga í
sjúkrahúsbyggingum. Hið
nýja sjúkrahús þar er ætl-
að handa yfir eitt hundr-
að sjúklingum, og þyrfti
Reykjavíkurbær að reisa
sjúkrahús með sjö hundr-
uð sjúkrarúmum, ef hann
hefði ætlað að gera jafn
myndarlegt átak og höfuð i
staður Norðurlands, að til-
tölu við íbúafjölda.
Til þess að hrinda þess-
um nauðsynlegu sjúkra-
húsbyggingum í fram-
kvæmd hafa hlutaðeigandi
kaupstaðir og byggðarlög
iðulega orðið að taka mikil
lán og bíða árum saman
eftir lögskipuðu framlagi
frá ríkinu. En af því ekki
hefir skort vakandi áhuga
forustumanna byggðarlag-
anna til þess að bæta úr
sjúkrahússkortinum hefir
það ekki verið látið standa
í vegi fyrir framkvæmdum.
Þáttur íhaldsforsjc nar-
innar í Reykjavik.
Saga íhaldsmeirihlutans í
bæjarstjórninni í Reykjavík
^er á allt annan veg. í stað
jþess að nálgast það, sem ís-
| firðingar og Akureyringar
,hafa gert, rekur Reykjavíkur
,bær tvær litlar sjúkrahús-
nefnur, Hvítabandið og Far-
sóttarhúsið, auk þess sem
hann sér um fáeina geðveiki-
sjúklinga að Elliðavatni. Til-
lögur um framlög til bygging
ar bæjarsjúkrahúss hafa hvað
j eftir annað verið felldar og
jforsmáðar í bæjarstjórninni,
og þótt meirihluti bæjar-
stjórnai; rumskaði loks af
löngum og föstum svefni, þeg
ar tvennar kosningar með
skömmu millibili voru fram-
undan og lofaði skyndilega
öllu í einu, sjúkrahúsi handa
1325 sjúklingum, heilsuvernd-
arstöð, farsóttarhúsi, hjúkr-
unarheimili og lækningastöð
— framkvæmdir, sem kosta
þrjátíu milljónir — er ekki
enn búið að gera neitt, nema
rétt byrjað að róta við grunn
inum, þar sem heilsuverndar
stöðin á að vera. Sjúkrahúsið
er ekki einu sinni búið að
teikna.
Framlag frá ríkinu
veitt fyrirfram.
Ríkið hefir þó fyrir sitt
leyti veitt eina milljón
króna á fjárlögum þessa
árs til nýrra heilbrigðis-
stofnana í Reykjavík, áður
en bærinn hafði nokkrar
framkvæmdir hafið —
meira að segja áður en
♦ ♦
ii
TILKYNNING
Viðskiptanefndin hefir samþykkt, að frá og með
1. desember n. k. sé óheimilt að selja hvers konar
vinnu með álagi, hvort sem um beina álagningu eða
ákvæðisvinnutaxta er að ræða, án þess að hafa fengið
samþykki verðlagsstjóra fyrir útsöluverðinu.
Reykjavík, 8. nóv. 1949
Verðlagsstjórinn
s
»
*♦♦♦♦♦♦♦«♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«♦•♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦•♦♦♦♦♦•
Rúðugler
3 þykktir af rúðugleri nýkomnar.
Birgðir mjög takmarkaðar.
Járn & Gler h.f.
Barónsstíg 3
Maðurinn minn
JÓNAS BJÖRNSSON
bóndi
Norðurgröf, Kjalarnesi, andaðist 8. þ. m.
Guðbjörg Andrésdóttir
þessi mál höfðu verið sóma
samlega undirbúin af hans
hálfu. Þetta stafar vitan-
lega af því, að mönnum
hrýs hugur við aldarlöng-
um svefni í sjúkrahúsmál-
um bæjarins og algerri
kyrrstöðu, sem bæjarstjórn
armeirihlutinn hefir vald-
ið með fullkomnu skilnings
leysi sínu og manndóms-
leysi. En auðvitað hlýtur
slíkt að koma niður á öðr-
um byggðarlögum, þar sem
vakandi forustumenn hafa
af miklum dugnaði komið
upp hinum myndarlegustu
sjúkrahúsum og tekið til
þess bráðabirgðalán, er
síðan áttu að greiðast með
ríkisframlaginu. Má þar
nefna Akureyringa, sem
beðið hafa árum saman
eftir því framlagi, er þeim
ber.
.Verkefni ríkisins.
I Verkefni ríkisins á þessu
sviði hlýtur á hinum næstu
árum að vera það að gera
Landspítalann að fulkominni
kennslustofnun lækna, ljós-
mæðra og hjúkrunarkvenna
og um leið forystustofnun í
öllu, sem að læknavísindum
lýtur.
Orðið er mjög aðkallandi,
að reistur verði fullkominn
hjúkrunarkvennaskóli, sem
tryggi nægjanlega fjölda ís-
lenzkra hjúkrunarkvenna og
skapi betri námsskilyrði en
nú.
Loks þarf að reisa nýtt ög
fullkomið sóttvarnarhús, sem
fullnægi þeim kröfum, sem
gera verður til ríkisins um
varnir gegn því, að sóttir ber
ist hingað með útlendum
mönnum. Farsóttahúsið, sem
(bærinn rekur, er hins vegar
til varnar gegn farsóttum,
sem koma upp í landinu
sjálfu eða hafa borizt hingað.
Plötur
Útvegum áletraðar plötur
á'grafreiti, með stuttum fyrir
vara. — Upplýsingar á Rauð-
arárstíg 26 (kjallara). Sími
6126.
I.O.G.T.
Sararim
verður á morgun (fimmtu-
dag) í Góðtemplarahúsinu og
hefst kl. 2 e. h. Eins og vant
er verður þar margt góðra
muna. Tekið á móti munum
eftir kl. 9 i fyrramáið.
BÆKUR
Saga mannsandans
eftir Ágúst H. Bjarnason,
þetta er vinsælasta sögu-
ritið- saga menningarinn-
ar, fróðlegt og alþýðlegt
rit.
Menntandi rit sem hvert*
heimili hefir varanlega á-
nægju af.
Bætið því í bókasafn yðar.
; Lítið til bóksalans eða
^pantið bækurnar frá for-
laginu.
Hlaðbúð
Pósthólf 1067.