Tíminn - 19.11.1949, Page 4
4
TÍMINN, laugardaginn 19. nóvcmber 1949
256. blað
Hvar á gamla fólkiö aö vera?
í>Ó . að húsnæðisvandræði
séu engum góð, koma þau
varlá ver við nokkurn hóp
man’i^a en gamla fólkið. Um
það þýðir þó ekki að metast
og ?kal ekki gert, en hugleiða
skuþutn við ýmsa þætti hús-
næðismálanna og hvernig
þeir horfa við því fólki, sem
komið er á eftirlaunaaldur.
r». % o • %
if»U i
Gamla fólkið i sveitunum.
Víða um sveitir er nú til-
tölrilega margt af öldröðu
fólki. Yngra fólkið hefir leitað
burtu.úr sveitunum að veru-
legu leyti eftir þvi, sem það
heffr vaxið upp. Þannig hefir
smám saman strjálast um það
fólk, sem þar var á bezta
starfsaldri. En gamla fólkið
verður alltaf eldra og eldra.
Samkvæmt þessu náttúru-
lögmáli og þróun hlýtur svo
að fara, að töluverður fjöldi
af gömlu fólki í sveitunum
leiti athvarfs í ellinni hjá
börnum sínum, sem flutt eru
að heiman. En þá kemur það
í ljós, að börnin, sem flutt eru
til Reykjavíkur, eiga oft erfitt
með að bæta gamla fólkinu á
Iieimili sín. Þar er fuliskipað
í allt húsnæði og ekki hlaupið
að því, að auka við ibúðina
eða rýmka til á neinn hátt,
þó-að á þvi sé fullur vilji.
Það er annað en gaman,
þegar gamla fólkið hæítlr að
geta séð um sig sjálft í sveit-
inni, ef börnin hafa þá engio
ráð á að útvega því húsnæði
hvorki hjá sjálfum sér né ann
ars staðar í grennd við sig.
Reykvískar íbúuðir mið-
aðar við annað.
En það er líka til í Reykja-
vík margt af öldruðu fólki
sem ekki fær neitt húsnæði
við sítt hæfi. íbúðir i bænum
eru miaðarar við það, að
þar búi hjón með 2 til 4 eða 5
börn og ef til vill eina vinnu-
konu. Hinu er ekki gert ráð
fyrir, að gömul hjón eða jafn
vel einstakar konu vilji búa
út af fyrir sig. Húsnæði, sem
hentar til þess, er yfirleitt
hvergi nokkurs staðar til.
Það er því í rauninni alveg
sama hvort fólkið kemur úr
borg eða sveit. íbúðir fyrir
gamalt, barnlaust fólk eru yf-
irleitt engar til.
Eftir Halldór
með búið að vinna mikinn
sigur í dýrtíðarmálunum, og
hann stærri en mörgum mun
sýnast.í fljótu bragði.
Þarna ætti fólk þess kost að
fá húsnæði, þar sem það gæti
látið fara vel um sig fyrir til-
tölulega sanngjarna leigu, þó
að oft væri þröngt um það að
vísu. Slík úrræði myndu leysa
fjölda fólks undan þeirri
nauðung og ókjörum að verða
að sæta okurleigu og búa í
óhentugu og óhollu húsnæði
eins og mörg dæmi eru um.
Það rýmkaðist á húsnæðis-
markaði bæjarins, eftirspurn
in og keppnin um íbúðir yrði
ekki jafn hörð, verstu íbúðir
og verstu leigukjör hyrfu úr
sögunni.
Þetta væri því menningar-
legur og heilbrigðislegur sig
ur, auk þess sem það væri
fjárhagslegur sigur í barátt-
unni við verðbólguna.
Meira þarf að gera.
En mál gamla fólksins eru
ekki afgreidd þó að aldrað
fólk, sem séð getur um sig
sjálft við góð skilyrði og unn-
ið fyrir sér, eigi kost á hent-
ugum íbúðum. Það er líka til
margt af gömlu fólki, sem
engan á að, sem getur haft
það á heimili sínu, og tæpast
eða ekki getur unnið fyrir sér
sjálft. Það þarf að geta dvalið
á elliheimili. Og að lokum eru
svo þeir, sem þurfa hælisvist-
ar við, eru rúmliggjandi og
eiga hvergi heima nema á
sj úkrahúsi.
Þeir, sem hafa kynnt sér
slík mál, vita vel um þá erfið-
leika, sem núverandi ástand
skapar. Sjúkrahús og elli-
heimili eru yfirfull og ófull
nægjandi. Þeir, sem þurfa að
ráðstafa gamalmennum
ganga oft bónleiðir frá
einni stofnun til annarar án
nokkurs árangurs. Það er
ekki af illvilja þeirra, sem
þar eiga fyrir að sjá, heldur
af því, að betur er ekki hægt
að gera. Og niðurstaðan verð-
ur svo sú, að fólk, sem þyrfti
hælisvistar, verður að dvelj-
ai*i>
Krist jánsson
ast á einkaheimilum, þar sem
oft er þó nóg annað að gera
en hjúkra sjúklingum. Stund-
um verður það þyngri byrði
á heimilunum en heppilegt
væri, stundum bitnar það á
þeim, sem slitið hefir út kröft
um sínum í þágu hins íslenzka
mannfélags og bíður hinna
síðustu eftirlauna.
Ódýrsta og öruggusta
leiðin.
Það er sama hvernig og
hvaðan á þessi mál er litið.
Það er ódýrast,. öruggast og
heiðarlegast að leysa þau með
félagslegum aðgerðum.
Það liggja engar skýrslur
fyrir um það, hvað mikið hús
næði vanti nú í hverjum þess
ara þriggja flokka. En hitt er
staöreynd, sem ætti að vera
öllum augljóst, að hér þarf að
hefjast handa um fram-
kvæmdir á þessum sviðum öll
um.
Það verður að koma upp
íbúðarhúsnæði fyrir gamalt
fólk, sem sér um sig sjálft.
Það verður að auka við elli-
heimili landsins fyrir gamalt
fólk og farið, sem þarf að
dvelja á slíkri stofnun.
Og sjúkradeildir elliheimil-
anna verða að hafa fleiri rúm
en nú er.
Það eru alls ekki margar
framkvæmdir, sem borga sig
betur fjárhagslega fyrir al-
menning í landinu en þessar
stofnanir, því að ef rétt er á
haldið gera þær framfærslu
þessa fólks ódýrari en ella.
En hvernig verða þessi hlut
ir framkvæmdir?
Til þess eru að sjálfsögðu
ýmsar leiðir er það fyrsta
skilyrðið, sem mest er um
vert, að menn geri sér al-
mennt grein fyrir því hvað
vantar og hvaða framkvæmd
ir eiga að leysa úr vandan-
um. Ef skilningur fólks er vak
inn á annað borð, mun þess
ekki langt að bíða að fram-
kvæmdir fylgi á eftir.
En um ákveðnar tillögur í
þessum málum verður nokk-
uð rætt i næstu grein.
Smáíbúðir.
Á það hefir verið bent hér
í blaðinu, að sennilega myndi
það ,yera fljótvirkasta, ódýr-
asta, og framkvæmanlegasta
aðgerðin til að bæta úr hús-
næðisöngþveitinu, að koma
upp smáíbúðum, einu eða
tveimur herbergjum með litlu
eláhýsi. Það væri húsnæði fyr
ir það fólk, sem lítið vildi
hafa um sig, en í þann hóp
má skipa bæði gömlu fólki,
sem vill vera út af fyrir sig
meðan heilsan leyfir, og ung-
um barnlausum hjónum, sem
vilja lifa spart og lítið berast
á meðan þau eru að ná haldi
á framtíðaríbúð.
Slíkt húsnæði þyrfti að
vera félagsleg eða opinber
ber eign, því að svona hús-
næði er aðeins miðað við að
fullnjægja tímabundinni þörf,
og þyí myndu fáir vilja kaupa
slíkar íbúðir, þó að leigjend-
ur fengjust nógir.
Tvöfaldur sigur
Væri nóg til af þessum smá
ibúðum, og þær leigðar fólki
á sanngjörnu verði, væri þar
UTAN U
Helztu banamein í Svíþjóð.
Samkvæmt síðustu heilbrigðis-
skýrslum Svía, er hjartabilun nú
algengasta dauðamein þar í landi.
ÁrlegaS deyja þar af þeim orsök-
um um það bil 266 af þúsundi
hverju, sem deyr. Næst er svo
krabbamein með tvöfalt lægri dán
artölu og síðan taugasjúkdómar.
Miskunnsamur Samverji
í kappreiðum.
Nýlega fóru fram kappreiðar á
mótorhjólum í fjöllunum i Wales.
Einn af slyngustu reiðmönnun-
um var dr. Galloway læknir, sem
veitir forstöðu sjúkrahúsi í
Middlesex og hafði góðar vonir um
að bera sigur úr býtum.
Þá vildi svo til á kröppum
klettavegi, að einn af keppinaötum
hans, ungur tannlæknir, rakst
á klettavegginn, datt af hjólinu og
lærbrotnaði.
Dr. Galloway steig þegar af hjóli
sínu til að stumra yfir keppinautn
um og búa um sár hans. Hann
R HEIMI
hafði bundið spelkur við brotið,
þegar önnur hjálp barst, en þá
steig hann á hjöl sitt og þeysti
áfram. Við þetta hafði hann tap-
að 8 stigum.
Dómnefndin varð þó sammála
um það, að dæma honum þessi 8
stig, svo að hann fékk sína gull-
medalíu, þrátt fyrir brjóstgæðin
og hjálpfýsina.
Skar botnl&ngann úr
sjálfum sér.
Læknir einn í Ameríku, dr. Ge-
orge C. Balderston, fékk nýlega
tveggja daga hvíld frá störfum,
vegna þess, að hann þurfti að taka
úr sér botnlangann. Hann skar sig
upp sjálfur og var 45 mínútur að
því, unz hann var búinn, en einn
af starfsbræðrum hans var við-
staddur á meðan. Og svo var hann
kominn til starfa sinna á ný eftir
tvo daga.
Þetta er Reuters frétt frá Colora-
do.
f dag er það Sveinn Sveinsson frá
Fossi, sem talar við okkur um
íólksflutninga úr sveitunum og
mælir svo:
„Eg mun hafa verið búinn að
lofa þér Starkaður minn, að senda
þér viðbótarlínur við það, sem áð-
ur var komið af baðstoíuspjalli
okkar, um fólksflutninga úr sveit-
um landsins til Reykjavíkur.
Fyrst tala ég nú enn, um ung-
dóminn eða unga fólkið í sveit-
unum. Það er nú með skólalífið.
Eins og allir- vita, þá er mennt-
unin lífsnauðsyn, og hefir alltaf
verið, en þó sérstaklega nú á tím-
um, en því er ekki hægt að neita,
að það hefir átt sinn þátt í því
að losa um unga fólkið í sveit-
unum, alþýðuskólarnir og jafn-
vel bændaskólarnir, þótt þeir séu
starfræktir í sveitunum, þá hefir
útkoman orðið sú, að sumt af
því unga fólki þegar það kemur
aftur, unir ekki heima, jafnvel þótt
það virtist áður en það fór, vera
gefið fyrir sveitarstörf og skepnu-
hirðingu. Viðbrigðin eru mikil, þeg-
ar það kemur aftur heim i fámenn
ið, eftir skemmtilegt félagslíf í
skólunum, og þótt það séu haldn-
ar dansskemmtanir stöku sinnum
i sveitunum, þá hefir það lítið að
segja á móti skólalífinu, og þetta
unga fólk, sem búið er að læra
og mennta sig, vill breyta til heima,
þessu eða hinu, til batnaðar úti
eða inni, og mætir kannske íhalds-
semi og skilningsleysi foreldra eða
húsbænda. Þá er eðlilegt þar sem
svona hagar til, að það losni um
það heima. Það er mín skoðun,
að þar sem svona hagar tii, og
þessu skólafólki þykir dauft heima
fyrir, að ef það hefir aldur til,
sé eina og bezta ráðið að það
gæti fengið skilyrði til þess að
byrja sjálfstæðan búskap sem
fyrst, og til þess er í raun og veru
nýbýlaráðstöfunin.
En hvað sem segja má um þetta
mál annars, þá er hálfgerð hörm-
ung að þurfa að segja það, að eng
in algerð lækning er við þessu
öfugstreymi bænda og fólksins úr
sveitunum til Reykjavíkur, nema
atvinnuleysi í Reykjavík, en eng-
inn vitiborinn maður biður um
það. En þrátt fyrir allt sem bú-
ið er að gera fyrir landbúnaðinn,
þá sýnir reynslan það, að þeim
mun meira los er á fólkinu að
komast þaðan burtu, ekki svo að
skilja, að það sé orsökin, heldur
hitt, að á meðan það er eins gott
að vera í Reykjavík eins og í
sveitinni, þá heldur þessi stefna
fólksins áfram, og auðvitað vilja
aliir að fólkinu í Reykjavík líði
sem bezt.
Það er gott og blessað, að gera
sem mest fyrir landbúnaðinn og
sveitirnar, bæði með rafmagn,
áburðarverksmiðju, hagstæð lán,
styrki o. s. frv. Allt þetta styrkir vel
líðan fólksins í sveitunum, en eins
og áður er sagt þá er það engin
lækning á fólksstraumnum úr
sveitunum, til þess þarf að skapa
aðrar leiðir fyrir fólkið, sem hefir
þessa útþrá.
Reykjavik er nú orðin mikil iðn
aðarborg, að talið er, og að þeim
atvinnurekstri þarf að hlynna, því
það er atvinna, sem unga fólkið
sækir nú mest eftir. Ef hægt væri
að auka verksmiðjuiðnað, vegna
hráefnis í landinu, þá væri það
mjög nauðsynlegt og líka til út-
flutnings ef markaður fæst fyrir
eitthvað af þess konar innlendri
framleiðslu. Allt svona lagað ætti
að geta hjálpað til að forða Reykja
vík frá atvinnuleysi í framtíðinni,
þvi búast má við að fóllkið haldi
áfram, hægt og sígandi, að flytja
til Reykjavíkur á öllum normal
timum. Það er því mjög nauðsyn-
legt að alþing og ríkisstjórn, at-
hugi þessi mál gaumgæfilega, þvi
eins og allir vita er atvinnan fyr
ir fólkið lífsspursmál og undir-
staðan að vellíðan fólksins og hag
þjóðarinnar".
Mín skoðun er sú, að til þess
að fólk uni vel i sveitum þurfi það
að búa svo þétt, að um talsvert
félagslíf geti verið að ræða. Skil-
yrði þess fara meðfram eftir sam-
göngutækjum, því að til dæmis
30 km. eru ekki mikil vegalengd,
ef fara má í bíl eftir góðum vegi.
Auk þess tel ég, að fólkið verði
að þjálfa sig til nábýlis og sam-
býlis, svo að um verkaskiptingu
gesti verið að ræða og einn gengið
í annars verk í eðlilegum orlofum
eða veikindum. Um þetta má
langt mál ræða, þó að við fellum
nú talið í dag.
Starkaður gamli.
Innilega þakkir fyrir aúðsýnda hluttekningu vlS
fráfall og jarðarför systur okkar
INGU L. LÁRUSDÓTTUR
Systkinin
i; Hef mikið úrval af
PRJÓNAVÖRUM þeim, sem leyft er að senda í
o GJAFABÖGGLUM til útlanda, svo sem:
° Kven- og barnabol-peysur,
0 Kven- og barnagolftreyjur,
♦ Unglingapeysusett,
I Karlmanna-peysur,
♦ Gamasjebuxur.
♦ H. TOFT
♦ Skólavörðustíg 5.