Tíminn - 25.11.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.11.1949, Blaðsíða 3
255. blað TÍMINN, föstudaginn 25. nóvember 1949 / slendingajDættir L «5 Minningarorð: Valtýr H. Valtýsson héraðslæknir á Kleppjárnsreykjum I dag verður til moldar bor- inn Valtýr H. Valtýsson, hér- aðslæknir á Kleppjárnsreykj- um. Hann lézt í Reykjavík 18. þ. m. af völdum hjartasjúk- dóms, er hafði þjáð hann und anfarin tvö síðustu ár. Valtýr H. Valtýsson var fæddur 16. júní 1902 í Volda á Mæri i Noregi. Hann var sonur Helga Valtýssonar, rit- höfundar á Akureyri, og konu hans Ieverine, f. Iörheim. Valtýr læknir lauk stúdents prófi í Noregi vorið 1924. Um tveimur árum síðar fluttist hann til Reykjavíkur og hóf nám í læknisfræði við Há- skóla íslands og lauk þaðan embættispróf í þeirri grein árið 1932. Fyrstu héraðslæknisstörf- um sínum gegndi Valtýr um eins árs skeið í Stykkishólms- héraði og Flateyj arhéraði. Síðan var honum veitt hér- .aðslæknisembættið í Hróars- tunguhéraði, og gegndi hann því embætti 7 ár. Meðan hann var þar héraðslæknir dvaldi hann eitt ár í Noregi við framhaldsnám og kandi- datsstörf. Haustið 1941 var honum veitt Hólmavíkurlækn ishérað, og gegndi hann því embætti 6 ár eða til hausts- ins 1947. í ágústmánuði það ár kenndi Valtýr hjartasjúk- dóms þess, er nú hefir dreg- ið hann til dauða. Eftir það treystist hann ekki til að hafa á hendi svo erilsamt og erfitt embætti sem Hólmavíkurhér- að er. Fékk hann því lausn frá því embætti og var veitt héraðslæknisembættið í Klepp j árnsreykj ahéraði haustið 1947. Því embætti gegndi hann síðan til dauðadags. Hinn 5. febr. 1932 kvæntist Valtýr læknir eftirlifandi konu sinni, Steinunni Jó- hannesdóttur, hjúkrunarkonu úr Skáleyjum á Breiðafirði, hinni ágætustu konu af merk um breiðfirzkum ættum. Þau hjónin eignuðust tvö börn, sem bæði eru á lífi: Regin, sem nú er 13 ára, og Kol- brúnu Rögn, nú 10 ára. Auk þess tóku þau hjónin fóstur- barn, sem nú er 3 ára. Ég, sem þetta rita, kynnt- ist Valtý lækni og fjölskyldu hans eftir að hann varð hér- aðslæknir í Hólmavík. Þau kynni urðu okkur Valtý og fjölskyldum okkar til ánægju, og myndaðist upp úr þeim kynnum góð vinátta, sem hélzt síðan. Heimili læknishj ónanna í Hólmavík var rómaö fyrir gest risni og hjálpsemi. Áttu þau hjónin bæði sinn þátt í því, frúin vegna einstakrar ljúf- mennsku og hann vegna trygg lyndis síns, sem var ríkur þáttur í skapgerð har> og kom æ betur í ljós við aukin kynni. Valtýr læknir var að upp- lagi fáskiptinn maður og dul- ur i skapi. Hann flíkaði ekki tilfinningum sínum. En við nánari kynni kom í ljó»;, að hann var rikur tilí*nninga- og mannkostamaður. Ég hefi áður drepið á, að hann var tryggur vinur vina sinna Hann var einnig hjálpsamur við þá, sem bágt áttu, og kom það oft fram í starfi hans. Hann bjó líka yfir hlýleik og góð- leik hjartans, sem mest er um vert. Valtýr var góður og sam- vizkusamur læknir, og læknis störf hans í Hólmavíkurhér- aði lánuðust yfirleitt vel. Hann naut og almenns trausts í því efni. Mér er einn ig kunnugt um, að hann lagði oft mikið á sig til þess að rækja skyldustörf sín. Meðan Valtýr var í Hólma- vík, var honum trúað fyrir ýmsum trúnaðarstörfum í þágu almennings, og rækti i hann þau störf líka með sam j vizkusemi og fórust þau vel úr hendi. Síðast sá ég Valtý lækni, er hann kom með Regin syni sínpm í kynnisför til Hólma- víkur sumarið 1948. Við spjöll uðum þá saman heima hjá mér, eins og við höfðum oft gert áður. Hann sagði mér þá, að hann hefði gjarnan kosið að vera lengur í Hólmavik. Þar var hann orðin kunnug- ur og kunni vel við sig, en fannst ýmsum örðugleikum bundið að setjast að á nýjum stað. Þetta áttj sér orsök í hans duldu skapgerð. Síðan hygg ég, að hann hafi sætt sig við þessi umskipti, eftir að hann kynntist fólkinu í Kleppjárnsreykjahéraði. En okkur, sem höfðu kynnzt Valtý og hans góðu fjölskyldu fannst eftirsjá að þeim, er svo va,rð að vera, að þau fóru burt úr Hólmavíkurhéraði. Nú er Valtýr dáinn fyrir ald ur fram. aðeins 47 ára gam- all. Er harmur kveðinn að vinum hans og einkum eftir lifandi konu hans, ungum börnum og fósturbarni. En hér verður engu um ráðið. Ör lögin þykja oft hörð, en þeim verður þó að hlíta. Það eina, sem eftirlifendurnir .verða að láta sér nægja, eru minning- arnar. Við, sem eftir lifum, eigum margar góðar minning ar um hinn látna, og þær munum við vissulega geyma. Jóh. Salberg Guðmundsson Víkverji og póst- þjónnstan á Kefla- vlkurflugvelli Ég las í dag í Morgunblað- inu, langan pistil frá Vík- verja, þar sem hann, enn einu sinni, gerir póstþjónustuna að umtalsefni. Vegna þess, að ummæli hans snerta mig og mitt starf persónulega, get ég ekki látið hjá líða að senda þessum á- gæta manni, ívari Guðmunds- syni, nokkur orð. Ég hélt satt að segja, að honum væri farið að velgja við að kingja ummælum sín- um um póstþjónustuna, svo oft sem hann hefir orðið að gegna því ömurlega hlutskipti. En ég sé að þar hefi ég ekki reiknað rétt. Það er með hann eins og selkópana á haust- in, að hversu vandlega sem þeir eru rotaðir, hættir þeim við að ganga aftur. Víkverji ver miklu rúmi og prentsvertu í það að sann- i færa póstnotendur um, að flugpóstur sé 12 klst. frá New York til Keflavíkur. en 48 klst. frá Keflavík til Reykjavíkur. Hið fyrra er rétt. Hið síðara rangt! Sem dæmi, máli sínu til sönnunar, tekur hann flug póst, sem hann segir að hafi komið s. 1. föstudag frá New |York. — Dæmið sláandi líkt manninum. Mér, sem vinn hér við póstafgreiðslu, er ekki vit- anlegt að póstur komi hingað til lands nema aðeins einu sinni í viku frá Ameríku, og sú ferð er á mánudagsmorgni. | Hins vegar berst hingað póst- ur frá Evrópu á föstudögum. Umræddan föstudag tafðist póstur hér á flugvellinum, ekki um 48 klst. eins og Vik- verji segir, heldur 8 klst. og var það vegna ófyrirsjáan- legra ástæðna. Hefir því sannleiksást Vík- verja brenglast urn aðeins 600 prósent, aðeins hvað tímann snertir, auk þess sem póstur- inn kom úr öfugri átt við frásögn hans. ■ Að jafnaði fára póstsend- ingar héðan af vellinum með fyrstu ferðum áætlunarbif- reiða frá Keflavík að morgn- inum, sem eru kl. 9,30 og 10, 30. Er pósturinn þá kominn til Reykjavíkur innan 3ja til 4ra klst. frá því flugafgreiðsl- an afhenti hann póstafgreiðsl unni hér. í sambandi við fyrirvara- lausa breytingu á máttöku- tíma fyrir flugpóst til Ame- ríku, sem Víkverji segir að al- menningi hafi komið mjög á óvart s. 1. fimmtudag, get ég upplýst hann og aðra um, að ílugfélagið sem flytur póst- inn, breytti áætlun sinni mjög skyndilega, og getur hann rak ið raunir sínar þangað. Varð- andi bréfhirðingu á Reykja- víkurflugvelli, sem getið er um í sömu Víkverja-klausu, svo og þar sem Víkverji ávitar póststjórnina og segir, — „Það er ekki nóg að heimta meiri og meiri peninga og láta ekk- ert í staðinn,“ læt ég póst- stjórnina um viðeigandi svör. Ég vil aðeins minna póst- notendur á, að eftirleiðis mun vera óhætt að draga 600 pró- sent frá, ef Víkverji heldur uppteknum hætti. Keflavíkurflugvelli 21.11 1949. Þóröur Halldórsson, póstafgreiðslumaður. Sextugur: Jón Sveinsson fyrruiM Ssæjarstjóri Jón Sveinsson fyrrv. bæj- arstjóri á Akureyri er oróinn sextugur að aldri þennan dag. Upphaflega var til þess ætl- ast, að þessi maður yrði aldrei mældur á aldurskeiða vísu og með nokkrum hætti sleppur hann við þaö. Jón rann up í Víkum eystra eins og það er kallað fjall- lendið, sem gnæfir a móti Atlantshafinu milli Borgarö fjarðar og Loðmundarfjarð- ar. Hann hafði snemma mik inn þroska, var frábærlega fríður sýnum, og var sama, hvar á hann var iitið til augnayndis. Jón átti til góðra manna að telja, ættir austanlands lágu að atgerfi hans. Of langt er hér að gera grein fyrir þeim öllum, en frændur hans voru Einar prófastur á Hofi. Jón alþm. á Sleðbrjót, Páll Ólafsson skáld, svo nokkrir séu nefndir, sem alþjóð þekk ir. En móðuramma hans, Þorbjörg, var dóttir Páls sterka á Sævarenda í Loð- mundarfirði Guttormssonar, Guttormssonar í Sunnudal Guðmundssonar prests l'ngi- mundarsonar í Hofteigi, en Guðmundur prestur átti fyr- ir konu Elísabetu dóttur Jens Wíum sýslumanns, systur Hannesar sýslumanns á Skriðuklaustri. Móðir Elísa- betar var Ingibjörg dóttir Jóns bónda á Egilsstöðum í Vopnafirði Sigfússonar prests j í Hofteigi, Tómassonar hins, kynsæla. Móðir Ingibjargarj var Sesselja, dóttir JóhannSj þýzka á Egilsstöðum í Vopna | firði, en hann var greifi af | Rantzau i Holstein, og eru þeir, Rantzau greifar frægir með j Dönum, og einn, Ottó, var j höfuðsmaður á íslandi. Það kemur ekki til mála að rekja ætt Jóns lengra en til greif- ans. enda eru margir beztu kostir hans úr þessari ætt komnir, og hefði Jón verið sýslumaður í Norður-Múla- sýslu, hefði kannske saka- málasagan orðið samskonar líknarsaga og gengið hefir af Hans Wíum við sakamenn- Það er óvíst, hvernig farið hefði, ef Jón hefði fengið tækifæri til að glíma við Pál langafa sinn, en líklegt þykir mér, að það hefði orðið frændabylta. Jón leitaði á námsbraut og stóðu góðra manna hugir með honum, en hann varð að hjálpa sér sjálfur. Það gerði hann líka svo frægt var. Hann varð stúdent 1914 og fór í Háskólann. Academiskur borg ari verður að hafa fé til manndóms sér, og Jón stofn- aði til útgerðar austur á Vatt arnesi. Það var stríðsgróða- tíð og Jón græddi á útgerð- inni. Hann gekk uppstramm- aður i Reykjavík með freyju- ketti í augunum. Stúdents- húfuna gaf hann austur á Fjörðum, og hét sá síðan kvartstúdent, er nýtti hana. Vinum sínum gaf hann heil úrin og aðra mikla gripi í minningagjafir. Þetta var enginn jólakortasveinn, sem þarna var á ferðinni og fram ganga hans og höfðingslund var rómuð með öllum, sem fyrir urðu og til þekktu. Orka Jóns leitaði útrásar, þegar hann var setztuf á skólabekkinn. Hann gekk í íþróttafélög og glímdi við gjörfunauta sína. Nú reynd- ist það, að leggjarbragð Jóns var liðlegra, hælkrökurinn hraðari, sniðglíman sneggri hnykkurihn harðari, krækjan kænlegri og klofbragðið kröft ugra en allra, er þreyttu brögðin við hann. Hann fóx með verðlaun fyrir öll sín brögð, þegar aðrir bara duttu Svo tók Jón lögfræðiprói 1919 og gerðist bæjarstjóri á Akureyri. Talið hefir verið að nokkuð setti Jön mark sitt á þann bæ meðan til vannst tækifæri. Aörír segja seinna frá þvi- Hugur Jóns beindist snemma að stjórnmálum. Árið 1918 hélt hann mikla ræðu á móti samningagerðinni við Dani á fundi í Fljótsdalshéraði. ís- lendingar þcttust verða sjáli stæð þjóð meö þessum samn- ingi, en hann heimilaði Dön- um jatnan rétt á íslandi og íslendingum sjálfum. Það ei enn ekki kominn tími til að gera upp hundalógikina í samningi þessum, en það vai ekki íslendingum að þakka, að Danir drekktu þeim ekki I sjálfum sér, með því að flytja í tugþúsundum tiL. landsins og riota sinn rétt til atvinnu og siöan bera ís- lendinga ofurliði við uppsagr* artækifærið eftir 25 ár. Jóx. þótti vaxa af ræðunni hjá viti bornum monnum, enda var málið rétt á rökíræöileg- an mælikvaröa. Jón bauð sig fram til þings í Norður-Múlasýslu haustið 1923. Hann haíði marga kost til að bera í þingmennsku Hann var alinn upp við land- búnaðarstörf og var snemxna einfær um ábyrgð í þein. störfum. Honum haföi tek- izt vel að passa Hofteigsær þegar þær komu með prest. sínum ofan í Borgarfjörð 1904 Var hann 16 ára að aldri og fékk fjármannsverðlaun fyr- ir. Svo hafði hann rekið á eftir kvígu á Kækjuskörðum sem Kjarval teymdi, og leng, sér merki til af mynd Kjar- vals af ferðalaginu. Svo hafð, hann stundað Utgerð og vai heill lögfra*jingui. Jón kom í Fossveni á func. í september. Lg . ar pai stadc, ur og lét mig rn' lu, nokkrt skipta. og var svar «n and- stæöingur Jr s. ið iiofðun ck)::rt bc..;kst, aúeii’ » sézt * skipi fyrir b aruta. Jcn kou. ofan Jökulctai og haföi mik. inn ,,faravtiOma“. Það va < Framhald. á 7. siön

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.