Tíminn - 25.11.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.11.1949, Blaðsíða 7
255. blað TÍMIXN, föstudaginn 25. nóvember 1949 7 Jósi Svoinsson (Framhald af 3. sl5u). sýnt, að taka þurfti tillit til þessa manns. Frændmargur | og vinsæll, frjálsmannlegur og fríður, alþýðlegur og höfð inglegur í senn- Mér fannst mikið til um manninn. Það' var yfir honum upplyftingar blær og íþróttastíll ungmenna félagatímans. Alla þúaði j hann, auk heldur mig. Frænd ur sína kysti hann, frænkum sínum klappaði hann. Maður inn virtist stórágætur af sjálf um sér og frændagoð. Mér virtist maðtTHnn einskonar sonúr Norður-Múlasýslu. — Þetta mundi reynast skæður frambjóðandi, þótt við mik- ilhæfa innanhéraðsmenn væri að etja. Jón kom svo nokkru síðar til Vopnafjarð- ar. Á fundi fannst honum hann þurfa að skjóta fram í salinn, þar sem ég var fyr- ir. Hann talaði um mennta- skólamálið, sem Þorst. M. Jónsson bar fram á þingi ár- ið áður. Það var óvinsælt með bændum, en Jón vildi sjálf- sagt ekki, að Austfiröingar yrðu útundan með svo góða hluti. Hann taldi bezt að stofna menntaskóla á Aust- urlandi „og hafa hann á Eg- ilsstöðum í Vopnafirði“. Það var rokhlegið, því það lá í orðunum, hver ætti að vera rektorinn. Ég svaraði Jóni og sagði m- a., að undarlega væri nú lögmönnum farið, að hvernig sem þeim væri bent á rökvillur sínar, þá könnuð- ust þeir aldrei við þær, en í gamla daga, þegar Lyga- Mcrður sótti Brennu-Njáls- málið á þingi, þá kannaðist hann við allt, sem honum varð lögvillt í meðferð máls- ins, jafnóðum og honum var bent á það. Séra Einar á Hofi var fund arstjórinn og heitur stuðn- ingsmaður frænda síns. Hann hristi höfuðið. Já. Ég var ung ur bóndi á Egilsstöðum og asskota kornið að maður læt ur lögfræðinga gera grín að sér fyrir ekkert. Jón kom til mín og bauð mér í nefið. Stemningin var lífleg á fund inum og Jón lék á als oddi. Jón fór til gistingar í Hof. Hann vildi hafa sannar sagn- ir af þessum manni, sem hann bauð í neíið. Ha^n fékk að vita það, að hann væri óskaplega fjárglöggur og þekkti öll fjármörk. Jón varð hljóður við og hugsaði djúpt, svo dró hann hugsanir sínar saman í eina rökrétta álykt- un. „Nú! Helvítið er þá eins og ég!“ Nú fór að draga saman með okkur Jóni Sveinssyni. Við urðum, — já, við höfum trú- að hvor öðrum síðan, eins og þeir menn .gera, sem eiga sama foreldri. Það kom ekki í hlut okkar, þessara mark- glöggu manna, að æfa gleggni okkar saman í sauða- réttum íslendinga. Við gerð- um það aftur á móti í þjóð- félagsréttinni. Okkur hefir sjaldan deilt á um mark, og ég get borið um það, að ég hefi aldrei vitað Jón halla réttu marki í þessari miklu rétt- Hann hefir aldrei sagt, að þrírifað í þrístýft aftan væri bara stúfrifað, eða þrett- án rifur oní hvatt væri bara hvatrifað. Hann hefir aldrei sagt, að hangfjöður væri standfjöður, jafnoft og þetta mark heíir borið fyrir okkur. Gatað er bara „gat“ hjá Jóni, hvað sem aðrir kalla það, og ómerkingar æfinlega marklausir. : Og ég hefi aldrei getað fundið annað, én sjálfur vand aði Jón til sins eigin marks, svo það sé ætíð „vafa“laust, og þessvegria' þekkist það víða og mun lengi uppi á Ak- ureyri. En fyrst svp hefir borið til, að tíminn er að mæla Jóni út 60 ár, þá verða ’þeir margir, sem eru tíriianúm þakklátir fyrir Jón. Frændafjöld hyllir hann fyrir frábæra artar- semi, hjálp og ráð í hverjum vanda og veit það, að hann er mikill laukur í ættarrunni. Vinir hans og samstarfendur votta það, að það var að hon- um mikil félagafremd. hvar sem hann deildi við þá geði og kjörum. Og alþýða þessa lands, sem Jón hefir leyft að þekkja sig betur en allir aðr- ir höfðingjar, hlær við minn- ingunni um þennan fríða. gjörfulega mann, sem kom svo oft við kjör hennar og I kosti á ævi sinni, glaða frjáls hyggjudrenginm að austan. Benedikt Gíslason frá Hofteigi. Nýjar barnabækur Bókaútgáfan Björk hefir nýlega sent frá sér þrjár úrvals barnabækur. Prentað- ar í litum og vandaðar að öllum frágan gi. i: • * • • ** :: ♦♦ I :: « « 1. Bangsi ojsí flugan, eftir Jens Sigsgaard,-höfund bókarinnar, Palli var einn í heiminum, er út kom í fyrra. Sú bók hefir komið út á 15 tungumálum og alls staðar hlotið fádæma vinsældir. íslenzk börn tóku henni einnig af miklum fögnuði. Bangsi og flugan er einkum ætluð yngstu lesendunum og mun áreið- anlega njóta hylli þeirra. Louis Moe, hinn víðkunni teiknari, gerði mynd- irnar, en önnur síðan er jafnan mynd. Verð kr. 5,00- 2. Börnin lians Bamba, er framhald hinnar afar vinsælu barnabókar, Bambi, sem kom út fyrir . nokkrum árum. Stefán Júlíusson íslenzkaði. Margar myndir prýða bók- ina. Verð kr. 8,00. 3. Nú or gaman, safn 10 smásagna, er Vilbergur J úlíusson hefir safnað og endursagt. Sumar sögurnar hafa birtzt áður t. d. Pétur ánægði og Pétur önugi, Grísinn, sem vildi þvo sér, Kata í kolakompu nni og Undraflugvélin. Allar eru sögurnar bráðskemm tilegar og myndum prýddar. Verð kr. 12,00. Bækurnar fást í n æstu bókaverzlun. Bókaútyáfan BJÖRK ttt nxÁ f Islenzkt Ijóhskáld kyllir Finn.land og f innsku jpjóhina í ijóhum og kvæhum W.N Síi þjóð, som hyllir hoilagt krossins niorki, or híminhorin, Gnði trú I vorki. Hinn æðsli máttur alla fjötra hrýtur, |»vs alhoimsvoldi sjálfum Drottni lýtnr, — og jiínar aldir. Diisundvsitnaland. ann oCjóé cjlir CltíaSSon * I dag koma út sérprentuð ljóð og kvæði, ort í Finnlandi, og við Finnlands strönd. þar sem höfundurinn dvaldi í nokkra daga í sumarleyfi sínu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.