Tíminn - 25.11.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 25.11.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 25. nóvember 1949 255. blað Umferðarljósin Eftir Klartoin Björnsson, verfcfræðing Q— O f S ^ * ,<0' /0á » 8 \ , B\° S , n u F 0 O 1 <fc/ \^*> ,1 í/ t fe 'Q=J \rau(/ 'ö . c o c 'ö o c o o, * o Svona ættu götuljósin að vera Mikið hefir verið rætt um umferðaljósin hér í höfuð- staðnum þessa síðustu daga. Og það er ekki frítt við, að ég. sé dálítið smeikur við að ræða þessi mál, eftir að eitt af dagblöðunum hefir lýst því yfir, að þau, hvað sem hver segir. séu svo fullkomin, sem frekast verði á kosið. i 11</«• • • ,, Aðrir halda því fram, að ekki sé öðrum en Bretum til þe^s. trúandi að setja þau svo klaufalega upp, eins og hér hefir orðið- ~.Þeir þriðju, og þar á meðal ég, vilja halda, að jafnvel ekki Bretum mundi líðast að sétja umferðaljós upp á þenn an hátt í sínu eigin landi. !í í fyrsta lagi lýsa gulu Ijós- ifl allt að helmingi of stuttan tliría, en þau lýsa um 3 til 4 sek. Á þessum tíma komast biíar, með leyfilegum öku- hraða, ekki lengra en um 25 metra. Það er að segja, að J b’íll, sem kemur niður Banka- fetfæti, kemst ekki með leyfi- llégum ökúhraða yfir Lækjar götu, á meðan gula ljósið lif- ir, éf það græna slokknar rétt þegar bíllinn er lagður á stað ut á götuna. Og hvað þá með gangandi fólk og gamal- menni, sem varla verður ætl- f^ð að fái hlaupið lengra en 5 til 6 metra á þessum tíma, þó að skjótt sé við brugðið? ,NÚ eru það lög í þeim lönd- um. sem ég hefi haft spurnir af, að götumót skuli tæmast „af; farartækjum hverskonar , Pg gangandi fólki, meðan gula ,JjÚ5ið lifir, og það án þess áð., komi til lögbrota. Og ef ökutæki vill beygja yfir gang braut út í hliðargötu, sé um- ferðarétturinn, að öðru jöfnu, hjá hinum gangandi. , ,,,Nú þætti mér ráð, að þessi regla yrði tekin upp hér, og barnavögnum ætlaður til •þessa mun minni ökuhraði sn bílum. Annað er það, að bílar geta að. jafnaðj ekki fylgzt með græna ljósinu, nema með því að skima allmjög til hliðar, hvað dregur úr öryggi við aksturinn. Og ef til vill enn- ■ þá verra er hitt, að gangandi fólk sér oftast hvergi það hið græna ijósið, sem því er boð- ið' að fara eftir, og stundum alls ekkert ljós, nema horfa mjög til hliðar og jafnvel aft- ur fyrir sig. Hér á ég einkum við þá, sem eru á leið af Lækjartorgi og upp í Banka- stræti að norðanverðu og eru kómnir vel út á Lækjargötu. Þétta er þeim mun bagalegra, þar sem þeim stafar mest hætta af bílum úr andstæðri átt við þá, er ljósin sjást. Hér hefir gleymst mikils- verður hlutur í umferðinni, en það er sá, að fótgangandi mönnum er heimil umferð í báðar áttir, og á báðum gang stéttum, hvort sem einstefnu akstur er eftir akbraut göt- unnar eða ekki. Þetta tvennt, sem ég hefi hér getið um, eru svo sriarir þættir í umferðinni, að það hlýtur að vera skýlaus krafa sérhvers vegfaranda, að þetta verði lagfært áður en slys hlýzt af. Nú er það ekki nema rétt- iætiskrafa, að þeir, sem deila harðast á það, sem gert er, bendi einnig á leiðir til úr- bóta, og því vil ég nú benda á þá leið, sem mér virðist um- brotaminnst, til þess að koma ljósunum í nothæft ástand. En hún er þessi: Að ljósastaur sé á hverju • horni þess götukross, sem um | er að ræða, og munu þeir þeg ar vera til staðar. Ekki mun ég að þessu sinni ræða stað- setningu þeirra, þar eð hætta er á, að ýmislegt komi síðar fram, er krefji breytinga á ný. Að á hverjum ljósastaur séu tvö ljósker, og það alger- lega án tillits til þess, hvort um eihstefnuakstur er að ræða eða ekki- Að ljóskerin myndi innbyrðis rétt horn, þannig, að þau lýsi þvert á aðliggjandi götur, og séu tengd þannig, að annað lýsi grænt, meðan hitt lýsir rautt, og ef svo mætti að orði kom- ast, að horfist í augu þvert yfir götuna grænt og grænt þessu undri, þar sem þeir hvorki heyrðu né sáu til flugvélar. Bernhard Shaw kann að græða. Fyrir fjórum árum samdi Bern- hard Shaw vlð líftryggingafélag. Þá var hann 89 ára og greiddi félaginu fjögur þúsund pund gegn því, að það greiddi honum þúsund pund á ári meðan hann lifði. Nú nýlega tók hann við fjórðu greiðslu þess, svo að hann hefir fengið peninga sína aftur. En hann seg- ist vera ákveðinn i því að verða 99 ára, til þess að ergja líftrygg- ingafélagið, ef ekki til annars. Níræður prestur — og vill ekki hætta. í Falun í Svíþjóð er niræður prest ur, sem heitir Gunnar Ekström. Hann hefir alltaf heilugóður verið, og til skamms tíma farið í langar fjallgöngur. Biskupinn lítur hins vegar þannig á, að nú sé tíml til ljós, eða rautt og rautt ljós. Ég hefi reynt að skýra þetta nánar með meðfylgj- andi teikningu. Ef þessu væri svona fyrir komið, bæri hverjum vegfar- anda að haga sér eftir því ljósi, sem skín á móti honum á leið hans yfir götuna, og mistök því nær útilokuð. Á stöðum, sem þetta þætti ekki nægilegt, til dæmis ef ljós- kerið handan við götuna þætti of langt í burtu, mætti setja spegla viö ljóskerið, það er nær væri vegfaranda, svo að ljós þess væri greinanlegt þó að það sneri baki að veg- faranda. Og því má ekki gleyma, að samtímis og um- ferðaljósin greiða úr bílaum- ferðinni, eiga þau, síðast en ekki sízt, að veita öryggi fót- gangandi mönnum. Ný auglýsingatækni- Björn Gransjö heitir maður í Gautaborg í Svíaríki. Hann hefir búið til nýja vél, sem er til þess gerð að letra auglýsingar á götur borgarinnar. Lítill vagn með gúmmístimplum er festur aftan i bíl. Farfinn er þannig settur sam- an, að hann leysist sjálfkrafa upp, svo að letrið stendur ekki á göt- unum nema í hálfan tíma. En hins vegar er hægt að prenta þessar auglýsingar í öllum regnbogans litum. Gengur fljótt fram. Yngsta þriggja barna móðir i Svíþjóð er 16 ára gömul. Fyrsta barn sitt átti hún réttri viku áð- ur en hún varð fullra 13 ára. Tæp- lega 15 ára fékk hún leyfi til að giftast barnsfoður sínum og nú eignaðist hún tvíbura um daginn. Móðir hennar er þrítug og var þvi 27 ára er hún varð amma. Allt eru þetta Svíþjóðarmet. UTAN Ú R HEIMI Teikn á himni. Sænska blaðið „Dagens Nyheter" skýrir frá því, að nokkrir bygg- ingamenn í Suður-Svíþjóð hafi séð teikn á himni einhvern síðasta dag inn í október. Þeir sáu ljós á lofti og tók það á sig þá mynd, að greinilega mátti lesa orðið Israel með eldlegu letrí. Enga skýringu kunnu verkamennirnir að gefa á kominn fyrir séra Gunnar að segja af sér embætti, og neitar biskup að vísitera kirkju hans meðan hann gegni embætti. Nú eru uppi raddir um það, að stefna biskupi fyrir vanrækslu í embættisfærslu, þar sem erindis- bréf hans segir, áð allar kirkjur skuli vísitera á fimm ára fresti. G. J. LÝSIR hér eítir höfundum að þremur vísum. Sjálfur gerir hann grein fyrir ástæðum og kann ég þar engu við að bæta. En bréf hans er svo: „ÞEGAR ÉG var á barnsaldri fyr ir 40—50 árum, var ég eitt sinn þar staddur, sem nokkrir kunn- ingjar voru saman komnir. Þeir voru allir góðglaðir af víni og bar þeim margt á.góma. Meðal annars var frá því sagt, að eitt sinn hafi þrír hagyrðingar verið saman komn ir, og hafi þeim þá komið saman um að gera sína vísuna hver um sjálfa sig, til gamans. Ég hefi gleymt því, hverjir liöfundarnir voru, en vísurnar eru svona, eins og ég lærði þær: Hvar sem ráfa heims um völl, hringir rauna klukka. Mér er lánuð ekki öll, en þó nokkur lukka. Timans hraða háður er, heilla og skaða kjörum. Lyndisglaður leik ég mér lífs í svaðilförum. Heims eg sjaldan happa nýt, og hníg loks kaldur nás að börum. Mínum aldri eyða hlýt í veraldar svaðilförum. MÉR ÞYKIR LEITT að hafa tap að nöfnum höfundanna. Og þess vegna bið ég þig að taka þetta greinarkom upp í pistla þína, með þeirri beiðni, að þeir, sem muna um höfundana að þessum vísum, geri svo vel að birta upplýsingar sínar um þá á sama stað. Að öll- um líkindum hafa höfundarnir verið Snæfellingar eða Hnappdæl- ingar, eða staddir á þeim slóðum að minnsta kosti, þegar vísurnar voru gerðar". FURÐULEG GREIN þótti mér það, sem ég las í Mbl. í gær. Kona var að krefjast þess, að afnumin yrðu lög, sem slátursala einhvers staðar austur i sveitum byggðist á. Það sem henni sárnar er þetta, að sláturhúsið kaupir allt slátur sama verði og selur líka allt slát- ur á einu verði, og þeir, sem eiga sláturféð, fá það ekki ódýrara en aðrir. AUÐVITAÐ MÁ lengi ræða þessa tilhögun fram og aftur. Ég hugsa mér nú, að sláturhúsið sjái um meðferð slátursins, láti aðskilja það og þvo innan úr og þykir mér ólíklegt, að bændur almennt hafi með sér fólk til þeirra verka og þyki það hentugra. En hvað sem um það er, þá er aðalatriði máls- ins ekki, hvort þetta sé heppileg- asta tilhögunin eða ekki, heldur á hverju krafan um „endurskoðun þessara þrælalaga" byggist. SLÁTURHÚS ÞETTA er sam- eign bænda. Hver bóndi hefir mál- frelsi, tillögurétt og atkvæðisrétt um rekstur hússins og tilhögun alla ef hann vill. Með sama hætti er kosin stjórn, sem ræður sína trúnaðarmenn til daglegra fram- kvæmda við húsið. Þetta er merg- urinn málsins, og ég sé ekki, hvern ig það getur verið frjálsara og lýð- ræðislegra. AUÐVTTAÐ GETA orðið ýmis- konar mistök með þessu lagi. En leiðin til að laga það er ekki sú, að hlaupa í Reykjavíkurblöðin, þau sem eru nógu illgjörn eða mis- vitur til að taka opnum örmum við æsingagreinum og rógskrifum og heimta endurskoðun á einhverj um „þrælalögum“. Eru það þræla- lög, að menn megi ráða viðskipta- háttum sinna eigin fyrirtækja? Er betra að einhverjar kerlingar og blaðamenn i Reykjavík ráði slát- urhúsunum en bændurnir sjálfir? Og það skal nefnt hér, að ekki segir sláturhúsið neitt um það, hvað miklu bændur slátri heima til heimilisþarfa. ÞAÐ ERU ENGIN tíðindi þó að ein ádeilugrein sé skrifuð og birt i blaði. En ég vil einmitt nota tæki- færið til að benda á hvað svona nöldur er vanhugSað og það sé allt önnur leið, sem fara skal til að leiðrétta það, sem miður fer i stjórn og rekstri félagslegra fjTÍr- tækja, ef jafnan er skylt að leita þar eftir því, sem bezt má fara. Starkaður gamli. iiimiiiiiiimiiimiiiiiiiiiiiniiiiiiiiMiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimiiiimimmiiiiiiiimmiiiiiiiiiHiiiiiimiimiiiiiiiiin Fullnuma kandidat verður ráðinn að röntgendeild Landsspítalans frá 1. f . jan. n. k. Ráðningartími er til 1 árs. Laun kr. 7800.00. | I Umsóknir sendist til stjórnarnefndar ríkisspítalanna f fyrir 20. desember n. k. 2*3. nóv. 1949. STJÓRNARNEFND RÍKISSPÍTALANNA. immmmimmmmmmmmimiii',:mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmim iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimimiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiiiiiiiimiii i| I Kona eða karlmaður II 1 i óskast til aðstoðar við hjúkrunarstörf í Kleppjárns- | reykjahælinu, sem fyrst. Upplýsingar í skrifstofu ríkis- | spítalanna, sími 1765, og hjá forstöðukonunni. iiiiilliiliiiiiiiiiiiiflliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim niiiiiiMiimimimimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiimmmimn • ® Stúika óskast i til vinnu í hæli í nágrenni Reykjavíkur. Upplýsingar í | = skrifstofu ríkisspítalanna, Ingólfsstræti 5, sími 1765. — | 5 = i immmmmmmmiimmmmmimiiimmimm.imimmiiiiiimmmimmmmiimimiMiimmmmimmmm*M GERIST ASKRIFEI\DER AÐ TÍMANVM. - ASKRIFTASÍMI 2323. iiiiiiiiiiiumiiiiiiuiiiiiiiiiiiiMimiiiiiiiii•!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.