Tíminn - 30.11.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 30.11.1949, Blaðsíða 1
I Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjóri: Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur í Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 33- árg. Reykjavík, miðvikudaginn 30. nóvember 1949 256. blað fslenzku togararnir selja ekki fyr- ir löndunarkostnaði í Bretlandi Það tók bandarískan skipaverkfræðing 28 ár, að vinna að hugmynd sinni um þetta nýstárlega skip, sem hér sést á myndinni. Það er flatbotna á tveimur kjölum. Skip af þess- ari gerð eru talin hafa ýmsa kosti fram yfir venjuleg skip. Þau eru hraðskreiðari og fara betur í sjó, velta minna en venjuleg skip. Þetta gengur til dæmis 26 hnúta á klukku- stund. Burðarmagn þess er 120 lestir en lengdin um 69 metrar, og breiddin rösklega 13 metrar. Bilið milli sjávar og aðalbotns eru röskir 7 metrar. Skipaverkfræðingurinn, sem lét byggja þetta skip, heldur því fram, að hægt sé að smíða skip með þessu lagi, 16 þúsund lestir að stærð, sem auðveldlega geti flutt 4000 farþega og gangi 38 hnúta fyrir 120 hestafia vél. Tuttugu fórust af skipum árið 1948 Árliék SI,vsavann- féiagsins koiiiin út. Á’bók Slysavamafélags ís- lands er nýkomin út. Eru í henni skýrslur björgunar- sveita um björgun í sambandi við helztu strönd árið 1948, greinar ýmsar og frásagnir, meðal annars afmælisgrein um Slysavarnafélagið eftir Eystein Jónsson alþm., skýrsla um heiöursmerki og heiðurs- skj öl Slysavarnafélagsins, og björgunarstöðvar og björgun- artæki, starfsskýrsla félags- ins 1948 og margar myndir. f bókinni er einnig skýrsla um drukknanir og slysfarir á sjó árið 1948, en það ár drukknuðu á rúmsjó tólf menn, þrír drukknuðu við land, en fimm dóu af slys- förum á skipum. Hafís út af Vestfjörðum Útvarpið birti í gærkveldi skeyti frá togaranum Bjarna riddara, sem staddur var út af Vestfjörðum, og segir í því, að mikil og samfelld hafís- breiða sé um 40 sjómílur norður af ísafjarðardjúpi og virðist hreyfast suður eða suðvestur. Greiðir 2 af liundr- aði til baka Bátaábyrgðarfélag Vest- mannaeyja hélt aðalfund sinn í fyrradag. Eiga þessi merku félagssamtök Vestmanney- inga nú 87 ár að baki sér og hefir starfsemi félagsins orð- ið atvinnulífi Eyjanna til mik ils gagn.s og sparað óþörf út- gjöld út úr héraðinu. Fundurinn samþykkti að endurgreiða sem arð 20% af félagsgjöldum 1943. Samá- byrgðin græddi þó rúmlega 100 þúsund krónur á viðskipt- um sínum við félagið vegna endurtrygginga á þessu eina ári. Fundurinn samþykkti áskor un til Alþingiis um að báta- ábyrgðarfélagið fengi að' starfa áfram sjálfstætt og ó- háð Samábyrgðinni um ó- komna framtíö. Lézt af því að tvöfalt bíl- hjól fór yfir hann Nifturstaða rannsúknar dauðaslyssins sí Keflavíkiirflug'volli s.l. fiinnitmlag. Rannsókn dauðaslyssins á Keflavíkurflugvelli, sem átti sér stað fyrir tæpri viku, hefir staðið yfir að undanförnu. Blaðið átti í gær tal við fulltrúa hjá sýslumanni Gullbringu- og Kjósarsýslu um rannsókn málsins. Sýnt þykir nú, að Gunn ar Gíslason hafi látizt með þeim hætti, að ekið hafi verið á bann, með hvaða atvikum sem það hefir orðið- Snluíregða verðfall, sem stafar af mikl- uiti fiski l»«tnvörpuiij»'a úr Hvítahafinu. — Líknr til, að ástandið verði ekki lang- varandi. Að undanförnu hefir verið sölutregða hjá íslenzkum tog- urum í brezkum höfnum og lítið fengist fyrir þann afla, sem selzt hefir, þó að um ágæían fisk hafi verið að ræða. Hefir þetta verðfall og sölutregða stafað af því að talið er. að óvenju mikið hefir borizt á brezka markaði, vegna mikilla veiöa í Hvítahafinu og við ísland. Er búizt við að eitthvað muni rakna úr þessu vandræða ástandi áður en langt um líður. Voru fjórir saman. Um klukkan 23 fimmtudags kvöldið 24. þ. m. komu fjórir íslendingar inn í skála, sem starfsmenn Esso á Keflavík- ur flugvelli hafa til umrfiða. Voru komumenn allir nokkuð undir áhrifum áfengis og höfðu verið að skemmta sér um kvöldið. Dvöldust þeir í skálanum um stund, en þeg- ar klukkan var 4 mín. yfir hálftólf, fóru vaktmenn Essó burt og með beim tveir þeirra manna.er komið höfðu, heim til s*n í Keflavík. Einir eftir í skálanum urðu þá þeir Gunn slökkvistöð vallarins, sem er bar skammt frá, eða þar sem gamla flugafgreiðslan var. ^agði hann slökkviliðsmönn- um, að maður lægi meðvit- undarlaus þar skammt frá. Fóru slökkviliðsmenn þá út og fundu Gunnar heitinn ör- endan þar skammt frá. Men »-kki, hvað gerzt hefir. Við rannsókn málsins hefir Guðmundur Bjarnason borið bað, að hann muni ekkert. hvað gerzt hafi frá því þeir félagar komu i skálann, unz hann sá Gunnar liggja þarna ar heitinn Gíslason, Vestur- og tiikynnti það. En læknir, götu 61, Reykjavík, og mað- ur að nafni Guðmundur Bjarnason. Höfðu þeir komið í bifreið að skálanum, og ók Guðmundur henni. G^rði aðvart á slökkvi- stöðina. Þegar klukkan var 4 mín- útur yfir tólf á miðnætti kom Guðmundur Bjarnason á sem skoðaði likið, komst að þeirri niðurstöðu, að tvöfalt bílhjól hefði farið yfir Gunn- ar og mundi það hafa orðið honum að bana- Komið hefir einnig í ljós við rannsóknina, að bifreið sú, sem þeir félag- ar komu í að skálanum og skildu þar eftir, hafði verið hreyfð frá því þeir komu (Framhald á 7. síðu.) Togararnir, sem seldu í vik- unni sem leið, urðu einna verst úti. Nokkrir þeirra seldu ekki einu sinni fyrir löndunar kostnaði og varð að senda peninga heiman að til að greiða hluta af honum og gjaldeyrisyfirfærslu skipverja. Auk þess seldist alls ekki hluti af afla nokkurra skip- anna þó að um ágætan fisk hafi verið að ræða. íslenzku togararnir voru allir með góð- an fisk þó að sölurnar væru svona lélegar. Síðasti togarinn sem selt hefir í Bretlandi er Úran- us. Seldi hann fyrir um 4700 sterlingspund og er það hærri upphæð er margir aðrir hafa selt fyrir, en er þó fyrir neðan allt, sem eðlilegt er, eins og sézt bezt á því, að talið er að togararnir þurfi að jafn- aði að selja fyrir 8—10 þús- und sterlingspund til að fá fyrir kostnaði í veiði og sölu- ferð. Úranus hafði fengið afla sinn í Hvítahafinu og er hann eini ísienzki togarinn af þeim, sem nýlega hafa selt, sem far- ið hefir þangað til veiða. ís- ienzku togararnir fiska aðal- lega á Halanum og hefir ver- ið góður afli þar upp á síð- kastið. Þrír togarar, einn nýr og tveir gamlir, hafa lagt upp afla til söltunar hér heima vegna þess hve söluhorfur Lézt af gaseitrun Síðastliðinn laugardag fór Ólafur Sigurðsson bóndi á Gilsá við Eyjafjörð út í bif- reiðaskýli sitt og dvaldist þar um hríð. Að nokkrum tíma liðnum kom vinnumaður hans þar að og var þá skýlið lokað. Fór hann inn í það og fann þá Ólaf sitjandi með- vitundarlausan við stýri jeppabifreiðar, er þar var. Var bifreiðin í gangi. Ólafur var borinn inn og héraðslækn ir kvaddur til hans, en þá var Ólafur örendur- Mun hann hafa látizt af gaseitrun frá bifreiðinni. Ólafur var maður nokkuð við aldur. eru frámunalega lélegar i Bretlandi. Það er aðallega tvennt, sem menn telja að orsaki verð- fallið á fiskinum á brezkum markaði. Annað er, að margir brezku togaranna koma inn ufn likt leyti með afla sök- um þess að flotinn fór um svipað leyti á veiðar eftir verkfall þar, sem varð fyrir nokkru. Hitt er, að óvenjulega mikill afli er í Hvítahafinu á þessum tíma árs. Þetta tvennt er talið eiga (Framliald á 2. siðu.) Sáttanefnd í norsk- brezku veiðideil- unm Alþjóðadómstóllinn í Haag hefir sett á laggir nefnd til þess að rannsaka deilu Norð- manna og Breta um fiskveið- ar við strendur Noregs. Á nefnd þessi einnig að leita eftir samkomulagi milli deilu aðila, en skila síðan skýrslu sinni um rannsóknina til al- þjóðaréttarins til stuðnings við dóm í málinu ef til kem- ur. Tvö flugslys í gær 59 nionn farast. Tvö mikil flugslys urðu í gær, annað í Frakklandi, en hitt í Bandaríkjunum. — Skammt frá Lion í Frakk- landi féll frönsk farþegaflug vél til jarðar og fórust 30 menn. Stór farþegaflugvél fórst í lendingu í Texas I Bandaríkjunum og létust þar 29 menn þegar. en fjórir voru fluttir í sjúkrahús. í flugvél þeirri voru um 40 manns.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.