Tíminn - 30.11.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 30.11.1949, Blaðsíða 3
256. blað TÍMINN, miðvikudaginn 30. nóveniber 1949 3 Barnablaðið Æskan sendir írá sér að þessu sinni 8 nýjar unglingabækur. Sex þeirra eru þegar kcmnar í bókabúðir, en tværi koma eftir nokkra daga. UOHH veríur tján éva ða þættir úr Ielnd ngasógunum: ftir Ragnh. Jónstí, aldar af Marínó L, jtefánss. kennara, smásögur eftir :ftir Jennu og þýtt úr dönsku, af Hannes J. Magn Hreiðar, Sig. Gunnarssyni ússon skólastjóra á Húsavík, Aukreyri eftir Björn Daníelsson, Dalvík, þýtt úr sænsku af Margréti Jónsdóttir. Teikningar í bækurnar hafa gert Halltíór PéLursson,- Þórdis Tryggvadóttir, Atli Már og Garðar Loltsson, Gefið ungiingunum góðar bækur. Gefið þeim bækur cftir íslenzka höfunda. Gefið þeim bækur Æskunnar Bókabúb Æsknnnar KirkjuhvolL — Slmi 4235 1 Adda keraur heim pftir Jennu og 1 Ireiðar. fí\ ■■ Gunnlaugur Kristmundsson Meðal bernskuminninga minna úr Landmannahreppi eru langvarandi norðannæð- ingar með „moldroki" og yrði vinöhraðinn meiri, var kominn „sandbylur“ ennþá ömurlegri en snjóbyljir á vetri Það var í raun og veru ægi- legt um að litast í efri hluta sveitarinnar á fyrstu árum 20. aldar og allt fram undir 1920. Geysimiklir sandflákar nefndir „gárar“ þokuðust á- fram ár eftir ár og lögðu í eyði hin fegurstu graslönd. Stórbýlin sum koi>in í auðn eins og Mörk og Stóri-Klofi, Stóru-Vellir og Skarð að hálfu leyti eða meira og hinn sigr- andi sandur ógnaði býlunum vestan undir Skarðsfjalli, Landskógar löngu eyddir, hvar myndi staðar nema? Þá gerast þáttaskipti. Máttur dauða og auðnar er lagður í læðing og síðan hefir lifið og gróðurinn sótt á og horfur á að sárin foldar grói að fullu. Hvað olli þessu? í fyrsta lagi mikil árgæzka frá 1920 og til þessa dags, nefni ég það fyrst til þess að gefa guði dýrðina. í öðru lagi starfsemi Gunn- laugs Kristmundssonar í sveitinni, forusta hans og störf við sandgræðslu. Mér er tvennt minnisstætt frá mín- um æskuárum. Hinn grimmi sandbylur, sem geisaði meira en vikutíma á útmánuðum 1912, er við sjálft lá að Stóru- Vallalækir færðust í kaf af sandburði. Hitt er fyrstu kynni mín af Gunnlaugi Kristmundssyni. í moldroki varð mér reikað til næsta bæjar. Á leiðinni rakst ég á hóp manna er fluttu grjót á vögnum og byggðu lága skjól garða til þess að tefja fyrir hinum æðanda sandi. Flokks stiórinn var lítill vexti með skær augu en ekkert auð- kenndur i fatasniði frá hinum sem þarna unnu enda sjálfuv erfiðismaður og hlífði sér hvergi. Þessi maður var Gunn laugur Kristmundsson. Siðan sá ég hann oft önnum kaf- inn og ennþá oftar heyrði ég hans getið í sambandi viö erjur við eyðingaröflin og mennina. Persónulega kynntist ég honum mjög lítið en þó fékk ég nokkra skyggni inn í sál þessa stríðsmanns og fann þar samúð með öllu lífi, um- fram allt lífi jurtanna sem skulfu og óttuðust um líf sitt í æðandi sandstormi og ég fann örlyndi og viðkvæmar tilfinningar. Aðrir kunnugri þessum merka brautryðjanda munu geta lýst honum betur. Gunn laugur vann svo mikið fyrir æskusveit mína Landsveit að mér þykir ekki annað hlýða enn minnast hans með þakk- læti, og læt mig það engu skifta þótt færari menn geri honum vafalaust betri skil. Ég finn skyldu mína að bera honum (eða minningu hans) kveðju Landsveitar, sem er gröin sára sinna, verstu sára sinna, fyrir viðleitni og giftu Gunnlaugs Kristmundssonar. „Smávinir fagrir, foldarskart" eins og Jónas Hallgrímsson nefnir lífgrös moldarinnar, biðja, að heilsa hinum fallna verndarengii og má hann vel við una og hrósa slíkum sigri. Ég heyrði eitt sinn hinn látna landgræðslumann flytja er- indi í útvarpið um Stranda- kirkju og friðun auðnarinnar umhverfis þenna fræga helgi- dóm. Og er hann minnist á sögnina um Engilsvík, þar sem engillinn á ströndinni er tákn líknarinnar, sem finnur til með lífinu, sem dauðan- um, þá varð rödd hans grát- klökk. Var ekki þessi klökkvi og viðkvæmni fyrir lífinu höfuðstyrkur Gunnlaugs Kristmundssonar, sem lét (Framhald á 7. slOu) NÝ SKÁLDSACA: í biðsai hjónabandsins Þórunn Elfa Magnúsdótt ir: í biðsal hjónabandsins. Minningar Ölmu frá Brún. Stærð: 235 bls. 18x12 sm. Verð: kr. 29.00 ób. kr. 37 00 innb. Bókaútgáfa Sam- bands íslenzkra berkla- sjúklinga. Þetta er fyrri hluti skáld- sögu, endurminningar konu, sem er fædd og alin upp í sveit, en á heima í Reykjavík. Álmveig minnist bernsku- heimilis síns að vonum í þess ari frásögn og dregur upp mynd af gamla sveitabænum. sem hún átti bernsku sína í. Sú lýsing er öll sannfróð, en verður bakgrunnur sögunnar fremur en að snerta efni hennar. Eins gefur hún yfir- lit um félagslíf æskuáranna, ungmennafélagsstarfið. Sú mynd er líka sönn og rétt, þó að lítt hafi þess verið get- ið í skáldsögum til þessa, hvi- lík lífsfylling og mótun fylg- ir slíkum félagsstörfum. Alma minnist þessa alls með hrifningu og gleði, þegar hún rifjar það upp fyrir sér i bláma minninganna. En fyrst og fremst er þetta sagan um æskuástir og hrifn ingar Ölmu og biðla hennar. Þær frásagnir eru víða falleg ar. Að vísu er sumt helzt til óljóst eins og í sambandi við Úlfar. Alma gefur enga skýrslu um það, hvers vegna hann var svo bundinn að hann gat ekki losað þau tengsl, en raunar er senni- legt, að um það hafi hún sjálf ekki verið stórum fróð- ari en fram kemur í sögunni. Öll viðhorf hennar hafa mói; ast af hrifningunni- Alma er góð stúlka og heill andi og verður því vel til vina. Hún hefir ákveðnar hug myndir um að gæta scma síns í ástamálum, enda alin upp við siðavendni og nokkurn strangleika í skoðunum um þau mál. Tvímælalaust er öll um nauðsynlegt ? j hugsa um sæmd sína í allri umgengni og félagslúi, og ekki sízt í ástamálum. Þar er krafan sú, að taka á öllum málum með h.iðr.rleika og skiljrst við þar. með drsngskap. Og þjð rr einmitt gildi þessarar frá- sagnar, að hún dregi'i' fram míkilvægi þess, sem kalla (Tiamhald á i'. •fðuj

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.