Tíminn - 30.11.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.11.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miSvikudaginn 30. nóvember 1949 256. blaff Stefnir hugur æskunnar til framaverka eða viil hún „baka sig við langelda ”? Erindí þaff, sem hér fer á eftir, átti upphaflega að - flytjast á fundi í Menning- arfélagi Austur-Skaftfell- inga. Vegna óveðurs gat höfundur hinsvegar ekki á fundinum og hefir því sent Tímanum til birt- ingar. Svo segir í Vatnsdælasögu, að Ketill flatnefur hafi mælt við Þorstein son sinn: „Önn- ur gerist nú aðferð ungra ^ manna en þá er ég var ung- ' ur. Þá hugðu menn á frama- ! verk nokkur, sem forfeður | þeirra, en nú gerast ungir menn heimakærir, baka sig við langelda og kýla vömb sína miði og munngáti.“ Ketill flatnefur var höfð- ingi. mikill í Noregi og stórrar ættar. Hefir hann vafalaust vandað til uppeldis sonar síns, á þeirra tíma vísu, og af þeim ástæðum meðal annars ætlast til þess af honum, að hann yrði sem forfeður hans höfð- ingi og atgervismaður. Það sýna okkur þau orð, er Vatns- dæla hefir eftir honum við son sinn. En þau sýna okkur Iíka það, að Katli hefir eigi fund- ist sonur sinn bera á ung- dómsárum á sér það frama- bragð, er vera ætti eða þann metnaðar- og manndóms hug í brjósti, er ætt og efni stæðu til. En því hefi ég hér tjlfært þessi orð Ketils Flatnefs, að þá er ég var beðinn að tala hér í dag um freistingar æskunn- ar nú á tímum, komu mér þau i hug í sambandi við æskulýð okkar tíma. Hvað mundi Ket- ill Flatnefur hafa sagt við seskusyni og dætur íslands, hefði hann nú uppi verið? Mundi honum hafa sýnst að hugur þeirra stefndi fyrst og frémst til „framaverka nokk- urra“, eða skyldi hann hafa talið ástæðu til að mæla til þeirra á sama hátt og sonar síns, að honum þætti sem meira væri girnst að „baka sig við landelda", værðar og hóglífis og „kýla vömb sína miði og munngáti“. Æska nútímans á það sam- eiginlegt við son Ketils Flat- nefs, að hún er uppalin við betri skilyrði almennt en gerzt hefir hér á landi. Á síðustu áratugum hefir af árvekni og skilningi verið kappsamlega að því unnið að skapa hinni ungu kynslóð er hér skal land og forráð erfa menntunar og þroskaskilyrði svo sem föng eru á. Með hverju ári er varið úr ríkissjóði sihækkandi fjár- hæðum til aukins og bætts skólahalds í landinu, fjár- hæðum, sem á síðustu árum hafa numið tugum milljóna árlega. Á þennan hátt er hverjum æskuþegn þjóðfé- lagsins séð fyrir ókeypis menntun allt frá barnaskóla- námi upp í embættisnám há- skóla, og þar með veitt þau skilyrði til þroska og menn- ingar, sem nauðsynleg skóla- menntun getur fært. Auk þess hefir sú mikla tækni, sem rutt hefir sér til rúms á síðari tim- um 1 öllu atvinnulífi okkar, skapað æsku nútímans stærri Efiip Ksiaat Porsteinsson, kcnnara. viðfangsefni og fleiri og greið- ari leiðir til frama og afkomu- möguleika en hér hafa áður fyrir hendi verið. Sá ungdóm- ur, sem vaxið hefir á síðari árum og er að vaxa hér upp nú, á þvi við að búa betri og fleiri vaxtar- og þroskaskil- yrði en nokkur æska nokk- urrar kynslóðar áður. Það er því bæði sanngjarnt og eðli- legt, að þess sé krafizt af þeirri æsku, er nú vex upp í þessu landi, að hún leggi og skili í menningarsjóð þjóðar- innar stærri hlut en þær kyn- slóðir, er á undan henni hafa alizt hér upp. En mundum við geta í ein- óhappamenn af völdum hóf- lausrar vínnautnar? — Og verðum við ekki að játa þð sorglegu sögu, að hverskyns spellvirki, óknyttir og afbrot fari árlega vaxandi meðal Maður hringdi til mín í tilefni af fyrirspurn G. J. á föstudaginn um höfunda þriggja vísna. Hann segir, að miðvísan sé eftir Ás- vald Magnússon. Hún er svona: Tímans hraða háður er heilla og skaða kjörum. Lyndisglaður leik ég mér líís i svaðilíörum. Ásvaldur Magnússon var frá Melkoti í Staðarsveit á Snæfells- , , . . nesi, en flutti ungur til Reykia- æsjumanna þjóðaunnar, og vjkur og jjjgj þar 0jj sjn síðari það svo, - — ’-------- að öllum hugsandi mönnum stendur ógn af? Og hvert virðist yfirleitt hugurinn stefna hjá hinum ungu og uppvaxandi mönn- um? Ég held við þurfum ekki að sækja Ketil Flatnef í sinn aldagamla haug til að kveða upp þann dóm, að það sé sízt til framtaks og atorku. — Þrátt fyrir allt það sem af lægri trú fullyrt að svo muni i hálfu forráðamanna okkar og verða? Virðist okkur þær lífs- , leiðtoga hefir gert verið til stefnur og þau hugðarefni, J þess að bæta alla atvinnu- sem meginþorri æskunnar nú möguleika til lands og sjávar, tileinkar sér helzt, benda til þrátt fyrir alla þá tækni, sem þess, að hin uppvaxandi kyn- ' rutt hefir sér rúm í fram- slóð hyggi til „framaverka leiðslustarfsemi okkar, gerist nokkurra“ meir en fyrirrenn- sú saga æ áþreifanlegri frá arar hennar hafa gert? j ári til árs, að hiö uppvaxandi Fjarri sé það mér, bæði hér fólk, konur og menn, flýr og sem annarsstaðar að gera úr fráfælist framleiðsluna og öll ungdómi okkar minna en þau störf, er á karlmennsku hann á skilið, eða kasta að og dug reyna, en keppir ein- honum óréttmætum áfellis- huga að því að komast i þá að- dómum. Sæti það og líka sízt stöðu, sem skapar því mest á manni, sem valið hefir sér hóglífi, og sem minnstan að lífsstarfi uppfræðslu barna manndóm þarf að leggja fram æviar. Heimildarmaður minn sagði, að sig minnti, að bræður Ás- valdar, Jón og Guðmundur, hefðu ort hinar vísurnar, en ekki sagðist hann muna það svo vel, að hann þyrði að fullyröa það. Reykjavíkursýninguna sá ég enn í fyrrakvöld. Ekki hefir þeim, sem að henni standa, þótt ástæða til að laga eða leiðrétta töfluna um mjólkurverðið á liðnum árum. Samkvæmt þeirri fræðslu, sem Reykjavíkursýn- ingin veitir, hefir einn lítri af mjólk kostað, svo sem hér skal sagt: Árið 1938 .....kr. 1.46 — 1939 .......— 1.44 — 1940 .......— 1.87 — 1941........— 0.90 Ég hefi bent á þetta áður og tel þetta rangt. En fyrst Reykja- víkursýningin vill ekki láta af þessari fræðslu, legg ég til að gerð sé nánari grein fyrir hinni miklu lækkun mjólkurverðsins árið 1941, þegar þessi neyzlu- vara Reykvíkinga féll í verði um rúmlega helming. Það er víst efni í fróðlegt erindi. • Töluverð blaðaskrif eru þessa dagana um húsnæðismál Reykjavíkur. Auðvitað er á- standið illt. Menn verða að búa í húsnæði, sem er miklu verra en æskilegt er, og menn verða að sæta okurleigu. En fyrsta og sjálfsagðasta sporið er að nota skynsamlega það húsnæði, sem til er. Það má gera með því, að þrengja að þeim, sem óhófleg- ast búa og í öðru lagi að þrengja að hinum þarflausari greinum verzlunarinnar, svo sem kóka- kóla-sölunni. 1 öðru lagi má svo gæta fullr- ar hagsýni við nýjar byggingar, byggja litlar íbúðir og gæta þess vel, að þau rúmu ákvæði, sem fjárhagsráð hefir sett um há- marksstærð íbúða, séu haldin, en ekki tvær teiknaðar og leyfð- ar íbúðir gerðar að einni. Það myndi áreiðanlega talsvert lag- ast ef þessi leið væri farin, þó að seint sé, og illt að bæta úr gerðri vitleysu. Starkaður gamli. • •«•«••♦•••> og unglinga. En ég þykist enga órök- studda ásökunardóma fara með á hendur hinum ungu mönnum, þó ég segi, að því miður virðist önnur hugðar- efni liggja nær hjarta þeirra nú, en þau er líklegust séu til að skila þjóðinni þeim menn- ingararfi, er mölur og ryð eigi granda. Vissulega eru á þessu margar og miklar undantekn- ingar. Vissulega eigum við stóran hóp ungra manna og meyja, sem áreiðanlega munu imeð vaxandi aldri, þroska og I lífsþekkingu eiga eftir að gera I garðinn frægan á mörgum I sviðum þjóðlífsins. En þrátt ! fyrir það verður eigi framhjá | þvi gengið, að því miður virð- ist svo sem alltof stór hluti æskunnar, þrátt fyrir aukna fræðslu og menningarmögu- leika, girnist helzt að ganga inn um þau hlið þjóðfélagsins, þar sem sízt er líklegt að far- sæld þeirra né þjóðarinnar sé fyrir innan geymd, og að til annarra hluta fremur stefni hugur hennar, en þeirra, er dirfsku og afls krefjast. — Ég skal játa, að fleiri eru og stærri freistingasnörur á veg- um hinna ungu manna nú, en áður hafa hér verið. En þau þroska- og menntunar- skilyrði sem núlifandi æska á viö að búa, ættu líka að hafa búið hana sterkari mótstöðu- þrótti gegn hættunum, og gætt hana meiri og betri skiln ingi til þess að geta valið rétt og hafnað. — En blasa ekki við okkur alltof víða þær rauna- legu staðreyndir, að þar fari í öfuga átt? Er það ekki eitt mesta vandamálið sem við nú stönd- um frammi fyrir, að aldrei hafi stærri hópur ungra manna og kvenna hneigst til mungáts og mjaðar og gerzt á unga aldri örvita óláns- og við, til að geta lifað. Hin bratt sæknu spor feðranna um' byggðir og öræfi landsins, í baráttu við hríðar, fanna-! skefli og aðra óblíðu náttúr- unnar, hin föstu og styrku áratog horfinna sægarpa, og óbilandi kjarkur þeirra og þrek í fangbrögðum við tryllt- ar Ægisdætur íslandsmiða, vekja ekki hrifningu í hjört- ! um nema lítils hluta ungu mannanna, né hleypa þeim kapp í kinn. Snarasti þátturinn i lífsþrá 1 og draumum æskunnar nú, er , áreiðanlega, í flestum tilfell- ' um sá, að hljóta sem mest af nægtaborði lífsins fyrir ( sem minnsta áreynslu og erf- iði. Hinn öri og óstöðvandi flótti æskunnar til höfuðborg- | arinnar og stærri kaupstað-! anna er fyrst og fremst sprott inn af því, að þar gefast fleiri tækifæri en annars staðar til! að komast að hinum léttari! og ábyrgðarminni störfum, á- | samt því, að þar er að finna og fá allar þær tegundir skemmtana, í sumum tilfell- um hollra, en þó oftar það gagnstæða, sem unga fólkinu nú virðist orðið jafn ómögu- legt án að lifa, sem matar og drykks. Þetta eru staðreyndirnar, sem við verðum að játa um stærri hlutann af hinu unga og uppvaxandi fólki, sem nú byggir þetta land, — og er sárt til að vita. Það er sárt, að þrátt fyrir allt það erfiði og allar þær fjárhæðir — sem sízt skyldi sjá ofsjónum yfir — er varið hefir verið til að göfga og skapa heilbrigöan hugsunarhátt æskunnar, skulum við verða að horfa*upp á það, að freistingarnar til sjúks óhófs, munaðar og skemmtanalífs hafa í svo allt of mörgum tilfellum orðið sig- (Framh. á 6. síðu.) Síldarútflytjendur Vér viljum hérmeð vekja athygli þeirra síldarútflytj enda, er fá leyfi til að ráðstafa andvirði síldar fyrir KARLMANNAFATNAÐI, á því, að vér erum einkaum- boðsmenn fyrir Centrotex Ltd. # útflutningsdeild 660 Prostejov, en það firma er einkaútflytjandi á tilbúnum fatnaði frá Tékkóslavakiu. Sýnishorn af karlmannafötum eru fyrirliggjandi á skrifstofu vorri. iDaníel Ólafsson & h.f. • ♦ 1 i ii iiiiiiiin n 1111111111111111 iiiiiinimiim f llllllllllll■111111111111111111111111111111. i KAUPENDUR TIMANS : i 1 sem ekki hafa þegar greitt árgjaldið fyrir yfirstand- I | andi ár, eru vinsamlega beðnir um að greiða það sem f I allra fyrst, þar eð gjaldagi var 1. júlí s. 1. <IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIM«MIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.