Tíminn - 11.12.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.12.1949, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, sunnudaginn 11. desember 1949 266. blað TJARNARBÍÚ Baejarstjórafrúin I haðar sig (Das Bad auf der Tenne) | Bráðskemmtileg og djörf, þýzk f gamanmynd, tekin í hinum | undurfögru Agfalitum. Aðalhlutverk: Will Dohm : Heli Finkonzeller SVEND OLAF SANDBERG syngur í myndinni. Sænskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. N Ý J A B I □ Óður lijartans ■, — | Tilkomumikil þýzk músikmynd s Aðalhlutverkið leikur og syng- f ' ur frægasti tenorsöngvari, sem f nú er uppi. BENJAMINO GIGLI og norska söngkonan Kirsten Heiberg Danskir textar Sýnd kl. 5, 7, og 9. c . . r 1 ^ v I Vcr hélduui hcim f i Hin brðskemmtilega mynd með | j grínleikurunum frægu: BucL Abbott og | Lou Cosello Sýnd kl. 3. Sala hefst kl. 11 f h. K „Gleym mér ei4í 2 f Stórkostleg og falleg söngva- mynd með hinum heimsfræga söngvara: BENJAMINO GIGLI. Sýnd kl. 7 og 9 Lögregluforiitg- inu Roy Rogers Hin afar spennandi og skemmti lega mynd með Roy Rogers og Trigger j og grínleikaranum skemmtilega Andy Devine Sýnd kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11 f h. IÁst leikkonunnar * (En kvlnde I meten) Efnismikil frönsk ágætismynd s með hinni undurfögru frönsku | leikkonu í aðalhlutverki Vivanne Bomance Sýnd kl. 5, 7 og 9. ISími 6444. Hetjur í hernaði Hlægileg gamanmynd með I Gög og Gokke Sýnd kl. 3. a s Bafnarf jarðarhíó ' Víkingar fyrir landi ý amerísk mynd, tekin í eðli legum litum, er sýnir skemmti lega og spennandi hetjusögu, sem gerist í Mexico og Kali- forníu. Sýnd kl. 7 og 9. Gög og Gokke í leynifélagi Hin fjöruga og sprenghlægi- lega gamanmynd. Sýnd kl. 3 og 5 Sími 9249. ■miiiitiiuimimMuuiiiiininiimniiummunniniui Enginn vill deyja (Krakatit) Byggð á hinni heimsfrægu f sögu, er tékkneski skáldjöfur | inn Karel Qapek ritaði. — í 1 myndinni leika þekktustu lista | menn Tékka, m. a. Karel Höger og Florence Marty. f Danskar skýringar. — Þess sér f stæðu mynd verða allir að sjá. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Gnlliver í Puta- landi Sýnd kl. 3. liliiHtiHMiniiMniiiiiiMNinnmii —».íi^iiiiiuniiniim GAMLA B I □ g IJppnám í óperunni ] A Night at the Opera) | --- s Amerísk söng- og gamanmynd : með skopleikurunum frægu, M ARX-bræðrum og söngvurunum Kitty Carlisle og Allan Jones Sýnd kl. 3, 5, 7 og 9. Sala hefst kl. 11 f h. n»nnntiinnMiniiiiniiiminxainiaiiii BÆJARBID I HAFNARFIROI 1 Flóttinn úr r. fivciisia miriini | (Flugten fra Harmet) I Ungversk stórmynd í eðlilegum ? i litum með: | Pawl Javor Maria Tasnády Sýnd kl. 7 og 9. ] Myndin hefir ekki verið sýrxd ] í Reykjavík. > | “ 5 s Kappakstur Sýnd kl. 3 og 5 Sími 9184. í MuraiMluiitMinimnuoMn>«Fn*ntnMmfunmiiiii TRIPDLI-BÍD Merki krossins 1 (The Sign of the Cross) Leikstjóri Cecil B. DeMille Sýnd kl. 9 Bönnuð börnum innan 16 ára. Röskur strákur „Hosier Schoolboy") Skemmtileg og ein allra fyrsta myrid, sem hinn heimsfrægi ieikari Mickey Rooney lék í. Aukomynd: Knattspyrna. Sýnd kl. 5 og 7. Sala hefst kl. 11 f h. Sími 1182 Samgöngumál Rey k j a ví kur , (Framhald tíf 5. síðiiý. umfangsmikið fyrirtæki, verð ur ekki rekið án þcss, sízt meðan það er á byrjunar- stigi. Oft er þægilegt að ferðast með strætisvögnunum, og manni getur liðið vel. Oft er það einnig óþolandi og far- þegunum er þrengt saman líkast og sauðfé í yfirfullri fjárrétt eða eins og síld í tunnu. Og loftleysið ætlar al- veg að kæfa menn. Er það stundum undravert, hve hinir mörgu ágætu strætisvagna- bílstjórar geta þolað vont loft í bílum sínum, þótt þeir hugsi ekkert um vellíðan far- þega sinna. A'ðsóknin í strætisvagnana sannar betur en allar tölur og langar umræður, hve mikil þörf er á almenningsvögnum í Reykjavík. Enda er það mála sannast, að þeim þarf að scórfjölga. Þá þarf einnig að búa miklu betur að þæg- indum og takmarka farþega- j f jöldann, sem þeir mega taka og helzt að fara eftir þeim reglum. Jafnframt eiga þeir að út- rýma einkabílunum úr mið- bænum. Þessi steinlögðu bíla- stæði og þessar miklu á- hyggjur manna og fyrir- greiðsla luxusbílanna, er stríðsfyrirbæri ráðvilltra manna, . sem skilja ekki straum lífsins. Ferðir strætisvagnanna um miðbæinn til úthverfanna, þurfa að vera svo oft og á- byggilegar, að auðvelt sé fyrir alla að nota þá. Að sjálfsögðu verða þeir þannig búnir, að allir hve fín störf sem þeir vinna, geti auðveldlega ferð- ast með þeim. En þeir ein- staklingar, sem telja sig upp úr því vaxna að nota þá, geta annað tveggja keypt leigubíl, eða haft einkabílstjóra á bíl sínum, sem þá æki honum burtu. Gildir þetta eins, ef menn vilja eitthvað ferðast í vinnutíma sínum. Einstakar stofnanir gætu e. t. v. haft bílastæði á lóðum sínum, inni í portum, eða jafnvel í kjallara. Það getur bæjarfélagið látcð afskipta- laust. Niðurstaða þessa máls er: í fyrsta lagi eiga einkabíla- stæðin í og við miðbæinn ekki rétt á sér. Þau eru óþörf og eiga að hverfa. í öðru lagi eiga bifreiðastöðvarnar á sömu stöðvum að mestu leyti að fjarlægjast. í þriðja lagi á að stórfjölga almennings- vögnunum og búa þá betur til mannflutninga. Er það höf- uðatriði og stefnumið í sam- göngumálunum innanbæjar. B. KAUPI aluminíumkúlur á 3 krónur kílóið. Kúlurnar mega vera gallaðar. Axel Björnsson Framnesveg 8A Sími 4396 75. dagur Guanar Widegren: Greiðist við mánaðamót — Hjá hvað? spyr Refur undrandi. — Mömmu sinni, endurtekur Langa-Berta. Hún er svo veik, að Stella varð að rjúka úr vinnunni, þó að mig gruni nú, að annað búi undir.... — Það er bezt, að ungfrúin fari, segir Refur stuttara- lega. Ég verð aö snúa mér að öðru, áður en við ljúkum við þessi bréf.... Hún strunsar út. Illur grunur er vaknaður hjá Ref, og þá er hann verri en versti sporhundur. Kann símar til lögreglunnar og biður um, að litið sé í manntalið. í ákefð ástarinnar hefir honum aldrei dottið þetta í hug, en nú.... -r- Jú, er svarað. Hér er nafnið — Eva Teresa Gústafsson, fyrr gift Axel Gústafsson verkfræðingi, nú skilin, fjörutíu og fimm ára gömul. Það er hættulegur aldur, herra minn! — Ja, svei henni framan og aftan, segir Refur með þungri áherzlu. Þrjátíu og tveggja ára hafði hún látið hann geta sér til, að hún væri. Og svo hafði hún kysst hann fyrir það að „fara svona nærri trm aldurinn.“ Nei — sú æ.tti skilið að fá að róa. Og svo h’éfir hún þótzt vera frænka þessarar leggja- löngu beinasleggju í skrifstofunni, sem sleikti sig upp við Harrsjö-systkinin og stóð undir verndarvæng þeirra. Og'hún hafði lika látið eins og það væri svo, þótt þær vkeru augsýnilega mæðgur — þessar ævin- týradrósir. Nei — hér veitti ekki af aö taka ærlega í taumana. Mikael Hartog lék ekki leika á sig, án þess að hefna §in! Fyrst af öllu hringir hann til Elsu Kuhlhjelm. Litlu síðar er húri lögð af staö út í sveit. Förinni er heitið að Hamarsheiði. Darraðardansinn er hafinn. TUTTUGASTI OG ÞRIÐJI KAFLI — Jú, segir Stella við manninn, sem situr hinum megin við borðið. Það er eins og ég sagði áðan. Móðir mín var í peningahraki. Það var ekki um annað að velja en veðsetja refinn. Og ég tók aö mér að gera það, því að sjálf var hún alveg í öngum sínum. Hún mátti ekki til þess hugsa, að hún fengi enga peninga. Þar að auki hefir komið á daginn, að þessi silfurrefur er ekki af stolna varningnum, svo að ég skil ekki, hvers vegna mér er haldið hér. Eða hefir hann kannske ekki verið borgaður? spyr hún. — Það atriði ræðum við ekki við yður, svarar hann. — Ég skil þetta ekki, endurtekur Stella. Hvað á þetta að þýða? Hvers vegna má ég ekki fara? — Við yfirheyrðum móður yðar vegna þess, að hún hafði ekki borgað silfurrefinn. En þá kom fram, að hún vissi ekki einu sinni annað en hann væri heima hjá henni. Hann hékk á sínum stað, sagði hún, þegar hún fór út í morgun.... Stella sfarir forviða á lögreglumanninn. — Þér hafið í fórum yðar lykil að íbúð móður yðar, segir hann. — Já, svarar Stella. — Er frú von Bellinghausen í raun og veru móðir yðar? spyr hann allt í einu. ; — Já. — Hvers vegna hafið þér þá sagt fólki, að hún sé frænka yðar?" Nú, jæja, hugsar Stella. Míkael refur hefir þá komið hér við sögu. Voðinn blasti við henni í öllum áttum. En hún mátti ekki láta yfirbugast — nú reið á, að hún missti ekki vald á sjálfri sér. — Það er ekki ’hægt að segja, að ég hafi gert það,. svarar hún 'fastmælt. Það er móðir mín, sem hefir krafizt þess. Hún tók upp á þessu, þegar ég hitti hana einu sinni' í fylgd með Hartog, skrifstofustjóra hjá hlutafélaginu „Borð & stólar,“ — hann var í kunn- ingsskap við hana. Ég gat ekki fengið af mér aö leið- rétta þetta. Ég hefi alltaf látið hana fara sínu fram, ^ án þess að skipta mér af því, og hún hef-ir aldrei viljað láta fólk vita, að hún ætti uppkomna dóttur. Sízt af öllu vildi hún, að hann vissi það. í rauninni er hún talsvert eldri en hann. Og skyldmenni erum við, þó ( að við séum mæðgur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.