Alþýðublaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1927, Blaðsíða 2
2 ALI? YÐUBLAÐíÐ Ulþýðublabib| ! kemur út á hverjum virkum degi. E i Afgreiðsla í Alpýðuhúsinu við ; < Hverösgötu 8 opin írá kl. 9 árd. ► J til kl. 7 siðd. É \ Skrifstofa á sama stað opin kl. ► ] Qi/a—lOVa árd. og kl. 8—9 siðd. | Simar: 988 (afgreiðsian) og 1294 ► I (skriistofan). ► ; Verðlag: Áskriftarverö kr. 1,50 á ► i mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 > ; hver mm. eindálka. t I Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ► ; (i sama húsi, sömu simar). [ Aukning sknldanna hjl íhaldsst|órninni. íhaldsmönnum hefir brugðið illa i brún, er þeim befir verið sýnt fram á það af Alþýðuflokksmönn- um á þingmálafundum undan farið, að goð þeirra, Jón Þorláks- son, hafi stjórnað fjárhag lands- ins svo vel undan farandi ár, að skuldir landsmanna út á við hafi aukist um 7Vs miiijón gullkrónur og skuldir rikissjóðs hafi jafn- vel aukist um heila milljón gull- krónur. Hafa ihaldsmenn staðið orðlausir, enda er slík stjórn á mestu veltuárum, sem yfir landið hafa komið á þessari öld, eins- dæmi. Er því loks Jón Þorláksson sendur út af örkinni í ,,Morgun- bl.“ s. 1. miÖvikudeg til að reyna að snúa tölum þessum um ríkis- sjóðsskuldirnar við. Hafá Ihalds- menn sagt við hann: „Berðu sjálf- ur fjanda þinn!“ því að aðrir hafa enn ekki dirfst að mótmæla þess- um skýru tölum. Skuldaaukning- unni út á við dirfist jafnvel hann þó ekki að mótmæla. Jón Þorláksson gerir síðan yfir- lit yfir skuldir ríkissjóðs í árs- lok 1923 og í árslok 1926 og kemst að þeirri niðurstöðu, að skuldirnaT hafi lækkað um rúmar 7 millj. pappirskrónur, þar sem þær hafi verið í árslok 1923 rúm- ar 18 milljónir, en séu í árslok 1926 rúmar 11 milljónir pappírs- krónur. En vert er fyrir almenning að kynna sér, hvemig hann, fjár- málaráðherrann, '„starfandi tíl bráðabyrgða" fer með tölur. Blekkingartilraun hans er marg- föld. í fyrsta lagi reiknar hann skuld- irnar alt af í venjulegum seðla- eða pappirs-kiónum í stað jþess, að ef réttur samanburður á að vera, verður að reikna skuldirn- ar, er hann tók við f jármálastjóm og í síðustu árslok í fullgildam penfngum, sem voru eins mikils ioirdi í bœdi skiftín, í gullkrónum. En íslenzka seðla- eða pappírs- krónan, sem hann reiknar með, var tœpra 54 aura virdi í árslok 1923, en tœpra 82 aura virdi í árs- 'Íok 1926, og þar af leiðandi öll verðmæti í íslenzkum pappírskrón- um og því líka skuldir ríkissjóðs miklu medri í árslok 1926. Nú er ekki svo, að Jóni Þorlákssyni sé þetta ókunnugt, því að hann hefir sjálfur skrifað manna mest um áhrif lággengis og reiknað þá t. d. allan út- og inn-flutning í gull- krónurn til að bera saman verzl- unarveltuna um rnargra ára skeið. En honum hefir ekki þótt hent- ugt að sýna sannvirdi skuldanna í petta sinn, skuldaaukninguna á stjórnarárum sínum. í öðru lagi dregur Jón Þorláks- son undcui skuldir, 21/2 milljón danskar krónur — sem eru næst- ium í gullgengi — til veðdeildar- innar, er ríkissjóður fékk að Iáni 1926, og ber því við, að „sam- kvæmt venju“ séu ekki talin önn- ur lán en þau, sem eiga að á- vaxtast og afborgast af tekj-um ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum. Eins og ekki standi nákvæmlega á sama, hvort peningarnir séu lán- aðir aftur til ríkissjóðsstofnunar, svo sem veðdeildarinnar, eða eins og öðrum lánum ríkissjóðs varið til annara ríkissjóðsstofnana, til skipakaupa, til landssímans eða landsverzlunar. Ríkissjódur hefir tekid lánid og ber ábyrgd á pví gagnvárt lánveitanda. Ríkissjóðs- stofnun fær aftur peningana að láni hjá rikissjóði. Þess vegna er það blekkingartilraun að ætla sér að draga þessa skuld undan öðrum ríkissjóðsskuldum. En svo óheppilega vill til fyrir Jóni Þor- • lákssyni, að í skýrslu hans sjálfs eru fullar sannanir fyrir þvi, að slíkur undandráttur skulda ríkis- sjóðs, sem lánaðar eru veðdeild, er ekki „samkvœmt venju“. Lán- ið hjá dönskum bönkum 1909 og hjá Statsanstalten 1912, samtals í árslok 1926 um 762 pús. kr., eru alveg sams konar lán eins og veðdeildarlánið 1926. Þessi lán hafa ávalt verið talin á lands- reikningi, og því verður „sám- kvæmt venju“ að telja Iánið 1926 það líka, enda telur Jón Þor- láksson lániu frá 1909 og 1912 með ríkissjóðsskuldum í skýrslu sitini. Loks má geta þess, að tölurnar á landsreikningunum, þar sem upptalin eru lán í dönskum krón- um og sterlingspundum, eru vill- andi. Jón Þorláksson reiknar eins og fyrirrennarar hans danskar krónur jafrnr íslenzkum krónum, en danská krónan er meira en Vs verðmeiri. Gengið á sterlings- pundi er líka rangt reiknað bæði 1923 og 1926. Mun hafa verið haldið sama gengi á pundinu sem var, er brezka lánið var upphaf- lega tekið 1921. Ef reikna á rétt, verður því að hafa rétt gengi á dönskum krónum og sterlings- pundi, eins og það var i árslok '1923 og í árslok 1926, en það er að vísu í hag Jóni Iborlákssyni, svo að þessi rangi útreikningur mun í pessu efni aðallega stafa af íhaldskæruleysi um. tölur og alkunnri fljótfærni fjármálaráð- herrans. Niðurstaðan verður þá, þegar skuldaskýrsla Jóns Þor- lákssonar er rétt reiknuð, dönsk- um krónum og srterlingspundum breytt eftir réttu gengi í íslenzkar krónur og lánið 1926 talið með eins og önnur lán, þessi: Skuldir ríkissjóðs. Pappírskr. Gullkr. 1 árslok 1923 21 millj. IU/2 millj. - — 1926 15 — 12y2 — Mismunur -- 6 millj. + 1 millj. Þótt skuldirnar hafi lækkað í páppírskrónum um einar 6 millj., pá hefir skuldabgrðin aukist á íslenzku pjóðinni mn heila millj- ón gullkrónur. Skuldalækkunin í pappírskrónum er því einungis á pappírnum, en hækkunin í jgull- krónum er raunveruleg. Hagstof- an hafði raunar reíknað að skuldiaaukningin í gullkrónum væri n/2 millj., en hafði vantalið um V2 ■ millj. í lausum skuldum 1923. En milljón gullkrónu skulda- aukningin er rétt eftir skýrslu J. Þ. Er þetta skiljanlegt, þegar að því er gætt, að íslenzka krónan hefir hækkað í verði á móts vtð gull og pá auðvitað jajnframt skúldirnar hœkkað í gullverði. Jóni Þorlákssyni hefir pví mistek- ist að greiða skuldir rikissjóðs svo niður, að vegi á móti geng- ishœkkuninni. Að réttu ætti einnig að telja með ríkissjóðsskuldum alt brezka lánið 1921, þar sem Jón Þorláks- son telur að eins þann hluta, sem fer í eyðslu hjá rikissjóði, en ekki þann hlutann, sem bankarn- ir, aðallega Islandsbanki, fengu að láni aftur hjá ríkissjóði, enda þótt rikissjóður hafi tekið. lánið og beri alla ábyrgð af því. Banka- hlutinn var í árslok 1923 5,9 millj- ón gullkrónur, en er nú 6,3 millj. gullkrónur, svo að þar héfir heldur ekki verið afborgað sem svarar til gengishækkunarinnar. Munurinn er rúm 400 pús. gull- krónur, sem sá hluti lánsins er pyngri nú en í árslok 1923. En þessi hluti brezka lánsins er ekki talinn hér að framan í saman- burði skulda ríkissjóðs 1923 og 1926, og er þess heldur ekki þörf til að sýna skuldaaukningu ríkis- sjóðs í fullgildum peningum. Loks má geta þess, að ríkis- sjóðsskuldirnar aukast að mikl- um mun á pessu ári, eða um 4 millj. gullkrónur, þar sem tek- ið verður 43/4 millj. pappírskrónu lán að nýju til veðdeildarinnar og ræktunarsjóðsins auk þess, sem rikissjóður tekst á hendur ábyrgð á 9 millj. pappírskróna ameríska láninu til Landsbankans og hefir Islandsbanki þegar feng- ið af því 1 millj. kr., svo að skuldir ríkissjóðs fara enn vax- andi á síðasta stjórnarári Jóns Þorlákssonar. íhaldsblöðin hafa útbásúnað fjármálastjórn Klemenzar Jóns- sonar og það skuldafen, sem hann hafi sökt landinu niður í, og skal hann hér á engan hátt varinn eða fyrirrennarar hans. En þrátt fyiir aðstöðumuninn, góð- ærin og tollaálögumar allar, hafa skuldir ríkissjóðs aukist undir stjórn Jóns Þorlákssonar og í- haldsflokksins. Skuláabyrðin, sem hver gjaldandi i landinu ber &- byxgð á, hefir vaxið og er þung- bærari nú, þegar reiknað er með fullgildum peningum. Héðimi Valdimarsson. Vegj a viimnhneykslið» Sunnudagspistill „Morgunblaðs- ins“ 19. þ. m. hljóðaði upp á grein mína I Alþýðublaðinu um kaupgjaldshneyksli íhaldsins við vegavinnuna. Þríhyrningurinn ber þar síróp á tungubrodd sinn og slettir fram- an í alþjóð manna; en íhalds- tennurnar, gular eins og í hýenu, gægjast þar alt í kring tilbúnar að hremma bráðina. Það er viðkvæmt mál fyrir brjóstum íhaldsins, vegavinnu- hneykslið, — svo viðkvæmt, að eigi er að undra, þó blekkjend- um þess fatist ,,röksemda“-færsi- an. Ljóst dæmi þess er greinin í „MorgunbIaðinu“. Aðalefni hennar er að atyrða mig fyrir að deila á vegamála- stjóra fyrir það, hve kaup vinnu- lýðsTns er' lágt við vegavinnu viðs vegar á landinu. Ég skal játa það, að vegamála- stjóri hefir húsbændur yfir sér, og mín orð voru líka þau, að hann væri: „böðull &a„ er framkvœmir kaupgjdldsdóma íhaldsstjórnarinn- ar.“ Þau orð mun ég eigi aftur taka„ heldur vil ég bæta því við tál að sýna mismuninn, að eitt sinn var sú tíð hér á landi, að eigi fengust böðlar til böðul- verkanna, og var þá oft kvartað til kon- ungs yfir því; ástæðan var sú„. að alþjóð manna fyrirleit slíka menn, og vildi því enginn láta hafa sig til slíkra verka nema skarnmenni og flækingar. Nú er annað og „fullkomnara“ menningarástand. Flengingar á þeim, sem eigi gátu greitt skatta sína til hins opinbera, eru afnumdar. Nú er farin önnur leiö að vinnulýðnum til að ná skattinum; nú er farið að því hægt og bít- andi. Nú á bláfátækur vinnulýðurinn að bera uppi samgöngubætur rík- isins með því að láta helming af nauðsynlegustu purftarlaunum sínum á dag í rík- issjóðinn. Hinn helmánginn, — sex krónur og fimmtíu aura —, fær hann í. daglaun. Sultarlaun eru það og hreint ekkert annað. Sá, sem framkvæmir dóminn, er vegamálastjóri. Nú er orðið fínt að vera böðull. Hefir Geir Zoega ekki fengið kross enn þá? Þa'ð hefir oft staðið í máflgögn- um íhaldsins, að ríklð vœri stofn-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.